Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 34. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Loftbrúin til sam- veldislanda hafin Moskvu. Reuter. LOFTFLUTNINGAR vestrænna ríkja á matvælum og lyfjum til sovét- lýðveldanna fyrrverandi hófust í gær og var flogið með vistirnar til borga víðs vegar í samveldislöndunum, allt frá Kíshínjov í suð- vestri til Bíshkek við kínversku landamærin. Hafa flutningarnir verið gagnrýndir í austri og vestri vegna þess að þeir þykja dýrir, en James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær, að um væri að ræða táknræna staðfestingu á vilja vestrænna ríkja til að hjálpa samveldislöndunum. Bandaríkjamenn, sem hafa veg og vanda af loftbrúnni, áætla að senda 64 fullhlaðnar flutningavélar á næstu tveimur vikum en auk þess taka Þjóðverjar, Kanadamenn, Frakkar, ítalir, Spánverjar, Portú- galir, Bretar og Grikkir þátt í flutn- ingunum og Japanir sendu matvæli til Khabarovsk í Kyrrahafshéruðun- um. Um 100 tonn eru flutt með hverri flugvél og loftflutningarnir eru því aðeins dropi í hafið, hvort sem miðað er við þörfina eða áætl- aða aðstoð Vesturlanda. Sem dæmi má nefna, að Evrópubandalagið ætl- ar að senda á næstunni 150.000 tonn af matvælum til samveldisland- anna og ljóst, að megnið af því verð- ur að flytja á landi og sjó. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, kvaðst í gær ekki vilja taka undir með þeim sem gagnrýndu fram- kvæmdina. „Við getum ekki verið annað en þakklát," sagði Jeltsín og Staníslav Anízímov, viðskiptaráð- herra Rússlands, sagði að sú hjálp sem Rússum hefði borist frá Vest- Evrópubandalagið: Búist við um sókn Norð- manna í vor Umsókn Islands talin vís síðar Ósló. Frá fréttaritara Morgiinblaðs- ins, Jan Gunnar Furuly. GRO Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, er hlynnt aðild Noregs að Evrópu- bandalaginu, EB, og tilbúin til að flýta umsókn um hana. Kem- ur þetta fram í vinnuskjali framkvæmdastjórnar Evrópu- bandalagsins þar sem gerð er grein fyrir afstöðu leiðtoga EFTA-ríkjanna, Fríverslunar- bandalags Evrópu, til EB. Arbeiderbladet, málgagn norskra jafnaðarmanna, birti skjalið en það er dagsett 14. nóv- ember síðastliðið haust eða mán- uði áður en Evrópudómstóllinn stöðvaði samningana um EES. í því segir, að Brundtland hafi til athugunar að flýta landsfundi Verkamannaflokksins, sem á að vera haustið 1992, til að Norð- menn geti sótt um aðild að EB ásamt Finnum í vor. í skjalinu eru talin upp ríki, sem framkvæmdastjórnin telur víst, að sæki um aðild, og eru þau Austurríki, Sviss, Finnland, Sví- þjóð, ísland, Noregur, Pólland, Ungveijaland, Tékkóslóvakía (eitt eða tvö ríki), Búlgaría, Rúm- enía, Albanía, Litháen, Lettland, Eistland, Úkraína, Tyrkland, Malta, Kýpur, Slóvenía og Króat- ía. urlöndum hefði þegar haft þau áhrif að draga úr spennu í landinu. Bandaríkjamenn lögðu mikla áherslu á að koma í veg fyrir að matur og lyf lentu í höndunum á svartamarkaðsbröskurum eins og áður hefur gerst. Richard Armitage, skipuleggjandi áætlunarinnar, sem kallast „Vonarneisti", sagði í gær, að 12 hópar bandarískra embættis- manna, sem annars fylgdust með framkvæmd afvopnunarsamninga, sæju nú um að fylgja vistunum til sjúkrahúsa, elliheimila og munaðar- leysingjahæla. Keuter Bandarískir hermenn með vistir, sem fluttar voru með C5 Galaxy-herflutningavél til Sheremetjevo-flug- vallar í Moskvu. Fara þær aðallega til sjúkrahúsa, elliheimila og munaðarleysingjahæla. Dan Quayie, varaforseti Bandaríkjanna: Viðskiptastríð óumflýjanlegt ef GATT-viðræður bregðast Bandaríkjasljórn mun ekki tengja viðskipti og varnarmál Genf. Reuter. FARI viðræðurnar um nýjan GATT-samning út um þúfur skell- ur á viðskiptastríð, Bandaríkja- menn munu þá gjalda Evrópu- bandalagsríkjunum og öðrum ríkjum í sömu mynt hvað varðar útflutningsuppbætur og niður- greiðslur í landbúnaði. Kom þetta fram þjá Dan Quayle, varaforseta Bandaríkjanna, i gær en hann vísaði hins vegar á bug yfirlýsing- um nokkurra bandarískra þing- manna um bein tengsl milli GATT-samnings og veru bandarí- skra hermanna í Evrópu. „Það er alveg vafalaust, að Bandaríkjastjórn mun svara út- flutningsuppbótum með útflutnings- uppbótum þótt það sé í raun ekki okkur í hag, ekki Evrópuríkjunum, alls engum,“ sagði Quayle í Genf í gær en þar hafa GATT-viðræðurnar farið fram að mestu. Sagði hann ekki hægt að gera of mikið úr mikil- vægi þess að ljúka samningnum. „Nú þegar við höfum unnið sigur í kalda stríðinu má það ekki gerast, að einangrunarhyggja beri sigurorð af okkur," sagði Quayle. „Við skul- um ekki sætta okkur við innmúraða Evrópu, innmúraða Ameríku, inn- múraða Asíu.“ Quayle tók hins vegar ekki undir með nokkrum bandarískum þing- mönnum, sem sögðu á varnarmála- ráðstefnu í Múnchen, að afstaða Evrópubandalagsins í viðskiptamál- um gæti haft áhrif á stuðning banda- rísks almennings við áframhaldandi veru bandarísks herliðs í Evrópu. „Eg tala hér í umboði George Bush forseta og Bandaríkjastjórnar og það eru engin tengsl á milli þessara mála,“ sagði Quayle en bætti því við, að vissulega væru tengsl á milli efnahags,- og hernaðarlegs öryggis. Talsmaður framkvæmdastjórnar EB sagði í gær, að yfirlýsing Quayles hjálpaði lítið upp á sakirnar á mjög viðkvæmum tíma í viðræðunum en samningamenn EB fara til viðræðna við Bandaríkjamenn í Washington á fimmtudag og föstudag. Það er ekki aðeins, að Bandaríkin og Evrópubandalagið deili, heldur virðist alvarlegur brestur kominn í nána samvinnu Þjóðveija og Frakka vegna GATT-málanna og hárra vaxta í Þýskalandi. A lokuðum fundi fjármálaráðherra EB í Brussel í gær gagnrýndi Pierre Beregovoy, Ijár- málaráðherra Frakka, Þjóðveija harðlega fyrir mikið aðhald í pen- ingamálum en Horst Köhler, þýski fjármálaráðherrann, svaraði honum fullum hálsi. Sagði hann að farsælar lyktir á GATT-viðræðunum væru miklu mikilvægari fyrir efnahagslíf Evrópuríkjanna en örlítil vaxta- hækkun í Þýskalandi. Sovésklr kommúnistar studdu flokka í 80 erlendum ríkjum: Liðsmenn KGB komu troð- fullum skjalatöskum til skila Gorbatsjov bendlaður við vafasamar greiðslur úr sjóðum flokksins Mosjívu. Reuter. SOVESKI kommúnistaflokkurinn greiddi sem svarar 11,4 milljörðum íslenskra króna úr sérstökum sjóði sem stofnaður var á sjötta áratugn- uin til styrktar systurflokkum erlendis. Alls fengu 100 kommúnista- flokkar og samtök í áttatíu löndum stuöning úr sjóönum. Kom þetta fram þegar Jevgeníj Lísov, vararíkissaksóknari Rússlands, ávarpaði í gær þingnefnd sem rannsakar ólöglegar greiðslur sovéska konnnún- istaflokksins. Lísov lýsti því fyrir nefndarmönn- um hvernig greiðslunum hefði verið komið til skila. Stjórnmálaráð kommúnistaflokksins hefði haft samband við embættismann flokks- ins sem hefði farið í banka og nefnt tiltekna upphæð. Klukkustund síðar hefði embættismaðurinn fengið skjalatösku með erlendum gjaldeyri. Töskuna hefði hann afhent starfs- manni öryggislögreglunnar KGB. Sá hefði komið töskunni til skila erlend- is eftir eigin leiðum. Lísov sagði að mestan stuðning hefðu flokkar í Bandaríkjunum, Frakklandi, Finnlandi og ísrael feng- ið. Fréttastofan Itar-Tass hafði eftir Lísov í gær að búast mætti við að háttsettir embættismenn kommún- istaflokksins yrðu ákærðir í tengsl- um við peningagreiðslurnar til er- lendra stjórnmálaflokka. Sagði hann að rannsókn hefði ekki leitt í ljós að gull eða önnur verðmæti hefðu verið flutt úr landi eða að leiðtogar flokksins, eins og Míkhaíl Gorbatsj- ov, hefðu haft bankareikninga er- lendis. Hins vegar hefðu fundist gögn um að Gorbatsjov hefði heimil- að færslu fjármuna kommúnista- flokksins til banka og smáfyrir- tækja. „Við vildum gjarnan vita hvort þessar fjárfestingar voru til þess ætlaðar að bjarga flokknum neyddist hann til að starfa neðan- jarðar," sagði Lísov. Rússneska utanríkisráðuneytið sagðist í gær harma að skjölum um skeytasendingar sendiráðs Sovét- ríkjanna í London hefði verið komið í hendur bresks blaðamanns. Þar er um að ræða skeyti sem skýra frá viðræðum sovéska sendiherrans við Neil Kinnock, leiðtoga Verkamanna- flokksins, en þau vöktu mikla at- hygli í Bretlandi í síðustu viku er þau voru birt í vikublaðinu Sunday Times. Rússneska utanríkisráðu- neytið segir að þarna hafi verið um eðíileg tengsl sendiráðsmanna við stjórnmálamenn að ræða og ekkert umfram það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.