Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1992 13 Jago (Kcitli Reed) og Roderigo (Jón Rúnar Arason). Garðar á óvart og kannski skóp hann í kvöld sitt besta fram til þessa. Dálítið erfitt er að líta rödd Garðars sem ítalskan hetjutenór, en þó hefur hann skilað hverju hlutverkinu á fætur öðru af þeirri raddtegund, Manrico, Radames og núna Otello og ekki er hægt annað en dáðst að frammistöðu hans í hlutverkinu, þó maður hefði ekki í huga allt það annað sem Garðar hefur á sinni könnu samtímis. Röddin brást aldrei og leikur hans og túlkun á Otello feyki góð og sannfærandi. Held ég að fullyrða megi að varla hafi sést „dramatísk- ara“ samspil á óperusviði hérlendis en samleikur þeirra Keith Reeds og Garðars, í gegn um óperuna alla. Undirritaður verður að viður- kenna að hafa aldrei skilið fyllilega Desdemonu Verdis, kannski er „hádramatísk" Desdemona, eins og hún er skilgreind, of fyrirferðar- mikill leiksoppur þessa tveggja risa, Jagos og Otellos? En hvað um það, Ólöf Kolbrún skilaði þess- ari „dramatík" af einlægni og laus við alla sýndarmennsku. Gassio er ekki spennandi hlutverk og ekki mikið hægt úr því að gera. Rödd Þorgeirs Andréssonar hef- ur vaxið mjög, en hreyfingar hans á sviðinu eru ekki góðar, þar þarf hann að taka sig á. Ástæða er að nefna Tómas Tómasson í hlutverki Lodovico, þar virðist lofandi rödd. Elsa Waage vakti athygli í hlut- verki Emiliu, konu Jagos, og kom Azucena upp i huga manns. Jón Rúnar Arason söng Rodrigo, Berg- þór Pálsson Montano og Þorleifur Magnússon Araldo. Leikmynd gerði Siguijón Jó- hannsson, leikstjóri var Þórhildur Þorleifsdóttir og þekkja þau bæði möguleika þessa litla leiksviðs. Kórinn var nokkuð fjölmennur að þessu sinni og stóð sig vel, enda eitt skilyrðanna fyrir að taka þessa óperu til flutnings, að tiltækur sé góður kór og stór hljómsveit. En hér kom að einu þeirra atriða sem háir, og ekki verður við ráðið við þær aðstæður sem óperan býr, en það er fjarlægðin. Ómögulegt get- ur orðið að skapa „dramatík" áhrif þegar hljóðhimnur þola vart meira álag, sem varð þegar allt apparat- ið söng út, þá hætta einnig hlutirn- ir að greinast og átökin verða háv- aði í stað innri átaka. Eftir að hljómsveitin komst í gang, sem tók nokkra takta, var hún góð og hef- ur vart heyrst betri á þessum stað og stjórn Stapletons sannfærandi. Það háir aftur á móti að hljómur sveitarinnar nýtist ekki upp úr þessari innilokuðu gryfju. Eg kem svo aftur að upphafinu og spyr, eru ekki komin tímamörk á að margir setjist niður og hugi að hvað listinni er fyrir bestu? En sýningin á Otello í kvöld var öllum viðkomandi til mikils sóma og á skilda látlausa aðsókn. úr skreiðarhrauk á loftinu og hún hvetur til aðgerða. Inní fléttast ást- arsaga hennar og Skúla (Ingvar Sigurðsson), verbúðarliðið, sem er frábær samsöfnuður, og verkalýðs- barátta. Skúrkarnir eru útgerðar- barónar eins og sá sem Þorlákur leikur og verkalýðsforkólfar í makki með þeim. Virðist manni frásögnin komin heldur langt frá heimaslóð- um þegar þar er komið við sögu; slitin fullmikið úr samhengi við Inguló. Þá er sá þáttur sem lýtur að örlögum bróður Ingulóar mjög svo endasleppur. En þótt gloppur séu í handriti er leikstjórnin styrk. Ásdís festir á filmu lífið í plássinu á raunsannan, algerlega yfirlætislausan og ein- lægan hátt þar sem vonleysi og strit og illur aðbúnaður er daglegt brauð. Rótleysi og firring verbúð- arlífsins er dregin skýrum dráttum en alltaf með góðlegri kímni, drykkjuskapur og drabb, líka fé- lagsandi og samstaða. Myndin fer blessunarlega aldrei yfir mörkin í ódýran sóðaskap, sem gjarnan er fylgifiskur íslenskra sjónvarps- og bíómynda. Mest mæðir á Sólveigu í hlut- verki Ingulóar. Leikkonan hefur líkt því við Sölku Völku og lætur nærri, er stolt og ákveðin og lætur ekkert bíta á sér. Svipbrigðin eru sterk og hún vinnur mann strax á sitt band, hijúf og hortug en líka í leit að ást og einhverskonar hlýju. Aðrir leik- arar eru í miklu minni hlutverkum, flestir, eins og áhöfnin á Matthildi, ná að skapa sannfærandi týpur hver og einn og krydda skemmti- lega söguna. Persóna útgerðar- mannsins er svo sveiflukennd að erfitt er að henda reiður á henni en Kristinn gerir henni þokkaleg skil og Ingvar Sigurðsson í hlut- verki Skúla, sem Ingaló rennir hýru auga til, er mjög góður. Eftirminni- legust úr verbúðarlífinu er Ása Hlín Svavarsdóttir sem Rosy og Þór Hrafnsson Tulinius er frábær í hlut- verki þorpsfíflsins. Myndin er mikið til gerð fyrir erlent fjármagn en það er hvergi sýnilegt, svo íslensk sem hún er. Tæknilega er húnþokkalegaunnin, erfitt er að greina orðaskil sumstað- ar og hún er illa lýst í fáeinum atrið- um. Leikmynd Önnu Th. Rögn- valdsdóttur er til fyrirmyndar. (gl-- Isa8j0 HATTING BAGERI ILMANDI EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR LÍKA NÝBAKAÐ HATTING brauðið er fryst áður en það er fullbakað . Þú setur frosið brauðið í bökunarpokanum í ofninn og lýkur bakstrinum á fimmtán mínútum. Afraksturinn er nýbakað, mjúkt og ilmandi hvítlauksbrauð. SIEMENS Þvottavél eins og þœr gerast bestar! WM 42 Áfangaþeytivinding, 1200 sn./mín., fjölmörg þvottakerfl, sjálfvirk magn- skynjun, nýtir vel vatn og þvottaefni. SMÍTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 ÖRKIN 1012

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.