Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 11
MOItGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1992 11 Rætur íslenskrar leiklistar Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Sveinn Einarsson: íslensk leiklist 1. Ræturnar. Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs 1991. Áhugi á leiklist og hvers kyns leik- starfsemi er mikill hér á landi og hefur verið lengi. Um hve leiklistin á sér langa sögu geta aftur á móti verið skiptar skoðanir. Þetta má ráða af fyrsta bindi íslenskrar leik- listar eftir Svein Einarsson sem hann nefnir í undirtitli Ræturnar. Sveinn leitar langt aftur við að grafast fyrir um ræturnar, en stað- - næmist við leiklist í upphafi tíunda áratugar liðinnar aldar. Næsta bindi íslenskrar leiklistar mun að sögn Sveins fjalla um tímabilið 1890-1920, en þá er „fyrsta stór- leikkona íslendinga“, Stefanía Guðmundsdóttir komin tii skjal- anna. í íslenskri leiklist er ítarleg um- fjöllun um upphaf norrænnar leik- listar eins og hún birtist í ýmsum trúðleikum, Eddukvæðum, vikivök- um og leikdönsum. Herranóttin fær mikið rúm og er rakin til miðalda- leikja eins og hátíðar heimskingj- anna, drengjabiskupsins og Háu- Þóru leiks. Herranóttin hófst sem kunnugt er í Skálholti um miðja átjándu öld og hefur verið talið að saga íslenskrar leiklistar byrji þá. Á nítjándu öld er komið að ómetan- legu framlagi Sigurðar Guðmunds- sonar málara og síðan kveður að þeim Matthíasi Jochumssyni, Indr- iða Einarssyni og fleirum. Um allt þetta og margt fleira fræðir Sveinn Einarsson okkur í íslenskri leiklist og fer síður en svo fljótt yfir sögu. Hve nákvæmur hann er ber síst að harma því að eins og hann bendir á í Inngangi hefur yfírlit yfir íslenska leiklistar- sögu vantað og bætir við: „Margt af því, sem hér er lýst, er auðvitað ekki eiginleg leiklist og annað á mörkunum, en þó skylt henni og kannski til skilningsauka. Verst er, að frumrannsóknir um einstaka þætti skortir í nálega öllum tilvik- um.“ ' Sveinn víkur í Innganginum að því álitamáli hversu mikill þáttur erlends efnis eigi að vera í könnun af þessu tagi og hinum mörgu er- lendu heimildum ritsins sem ein- hveijum þykir kannski um of. Hann svarar sjálfur með því að benda á að megi rekja einhveija þróunar- sögu úr skrifunum sé ekki að ræða um neina „einangraða þróun“. Leiksaga nágrannalanda er Sveini alltaf ofarlega í huga, enda verður leiklistarsaga okkar naum- ast skýrð án tengsla við hana. Fyrirmyndir okkar eru til dæmis að stórum hluta runnar frá Dönum. { Kaupmannahöfn kynntust ís- lenskir námsmenn leiklist og þeir sem beittu sér fyrir leikstarfsemi hér á landi voru margir af dönskum uppruna og oft var leikið á dönsku. Brautryðjandinn Sigurður Guð- mundsson, fyrsti leikhúsmaðurinn, málaði ekki aðeins leiktjöld heldur var állt í öllu í leikhúsinu, hvata- maður og leiðbeinandi. Hann vildi að leikið yrði á íslensku, leit á það sem þátt í þjóðernisbaráttu íslend- inga. Sigurður gerði listrænar kröf- Sveinn Einarsson ur um leik og umbúnað leiksýninga og var að því leyti „fyrsti leikstjóri okkar og fyrsti leikmyndateiknari", eins og Sveinn skrifar. Sú fyrirferð- armikla stefna íslenskrar leikritun- ar sem kalla má að hætti Sveins „þjóðlega-rómantíska hefð“ er komin frá Sigurði. Þessi hefð er lífseig og þó hún komi núorðið sjaldan upp á yfirborðið blundar hún alltaf undir niðri. Annar Sigurður, sá Pétursson, hefur löngum verið talinn upphafs- maður íslenskrar leikritunar og skipar vissulega heiðurssess þótt ekki hafi hann verið fyrstur til að semja leikrit á íslensku. Hrólfur og Narfi, bæði samin undir lok átjándu aldar, eiga að einhveiju leyti rætur í leikviðleitni skólapilta, en ljóst er að Sigurður þekkti til verka norsk- fæddu skáldanna Wessels og Hol- bergs. Umfjöllun Sveins um Sigurð er meðal þess skemmtilegasta í Íslenskri leiklist, ekki síst þar sem segir frá viðskiptum Sigurðar og Geirs Vídalíns á námsárunum í Kaupmannahöfn. Geir á sam- kvæmt þeirri frásögn stóran hlut í sögu íslenskrar leikritunar, sjálfur samdi hann alvöuleikinn Brand, og hann fékk Sigurð til að sinna skáld- skap. Ymsir þankar Sveins Einarsson- ar um leikræna tilburði, upphaf leiklistar, eru athyglisverðir. Meðal þeirra er það sem skrifað er um Eddukvæði, til dæmis „dramatísk kvæði“ eins og Skírnismál og Loka- sennu. Flutningur kvæðanna er ráðgáta, tengdist hann helgisiðum eða var hann listrænn flutningur bókmenntaverka eins og Sveinn er hallur undir. Röksemdafærslur skortir ekki hjá Sveini, en í anda góðra fræða girðir hann yfirleitt ekki fyrir ýmsar túlkunarleiðir. Leikrænu eðlf dansa er einnig fróðlegt að velta fyrir sér. Sama er að segja um hinn dularfulla Skraparot. Sveini tekst vel að skipa leikrænum efnum fortíðar í sögu- legt samhengi og sannar með ágætum hve leiklistin er manninum í blóð borin og um leið ríkur þáttur listtjáningar líkra og ólíkra þjóða. íslensk leiklist er ekki bara um leiklist íslendinga, bókin er öðrum þræði norræn og evrópsk leiklistar- saga. Þyki lesendum höfundurinn lengi að komast að efninu, ís- lenskri leiklist, ber þess að gæta að bókin er aðeins fyrsta bindi stórs ritverks. Að mínu viti sakar ekki að fá að vita sem mest um grund- völlinn sem allt byggist á Um leikstarfsemi nítjándu aldar á mölinni, í dreifbýlinu og íslend- ingabyggðum vestanhafs, fjallar þriðji og lengsti hluti bókarinnar. Hæst ber Útilegumennina eða Skugga-Svein Matthíasar Joch- umssonar (tvær gerðir sama leik- rits), en Matthías setti fram stefnu- skrána „að leika sitt eigið þjóðlíf". Skugga-Sveinn er vissulega þjóðarleikrit íslendinga, „perla sjaldgæfustu tegundar, og þar kveður við sérstæðan tón, sem erf- itt mun að finna aftur“ svo að stuðst sé við orð Sveins Einarsson- ar. Aftur á móti má finna margt að Skugga-Sveini og hvað það varðar tekur Sveinn undir með Steingrími J. Þorsteinssyni; bygg- ingu er til dæmis ábótavant. Sveinn telur að mannlýsingar og tungutak og kímni hafi ekki einungis skapað vinsældir leiksins, heldur tónninn, andi verksins í upprunaleik sínum. Þennan tón vill Sveinn kalla „naív- ískan“ og líkir honum við mestu málara í hópi „naívista“. Varla fer á milli mála að með Skugga-Sveini snart Matthías hið barnslega og einlæga í bijóstum fólks. Sýnt er fram á að fordæmi Shakespeares hefur náð til ís- lenskra höfunda nítjándu aldar, einn þeirra, Indriði Einarsson, sæk- ir áhrif til hans í Hellismönnum sem Sveinn kallar merkilegan áfanga í leiklistarsögu íslendinga þrátt fyrir ýmsa galla verksins. Áður höfðu „þjóðlegir alþýðuleikir“ verið nær einráðir, en Hellismenn eru að dómi Sveins „hinn fyrsti leikur með al- þjóðlegu sniði, sem reynir að snerta djúpa tóna harmsins...“. Indriði Einarsson er kunnastur fyrir Nýársnótt sína, hinn sérkenni- lega álfaleik. En „dramatískt“ verk eftir hann eins og Sverð og bagall hefur ekki enn verið sviðsett. Um leikritun og leiklist nítjándu aldar hefur Sveinn margt að segja. Góðu heilli dregur hann fleira fram í dagsljósið en það sem upp úr gnæfir. Um þátt ijölda lítt kunnra leikáhugamanna og höfunda er unnt að fræðast af bók hans. Sumt kemur þar á óvart, en styður þá skoðun að listin sé meira en verk fáeinna einstaklinga, að minnsta kosti er leiklistin háð og nýtur sam- vinnu margra. Leiklistin hefur ekki út í bláinn verið nefnd „samtenging listanna" eins og Sveinn gerir að umræðuefni. Islensk leiklist er hin læsilegasta bók og frágangur hennar vandað- ur. Stíll höfundarins er léttur og lipur, stundum dálítið „leikhúsleg- ur“ ef svo mætti komast að orði. Næsta bindis er beðið með eftir- væntingu, en það á eins og fyrr segir að taka fyrir tímabilið 1890- 1920 og rökstyðja kenninguna um að þá komist íslensk leiklist til veru- legs þroska eða með orðum Sveins Einarssonar lýsa „hvernig fum- kennd leikþörf breytist í markvíst listrænt starf“. HÓTEL HOLT í HÁDEGINU Príréttaður hádegisverður alla daga. Verð kr. 1.195.- CHATEAUX. Bergstaðastræti 37, sími 91-25700 Kynning á IB M RISC System/6000 nýjungum IBM tilkynnti þann 21. janúar sl. um fjölmargar nýjungar varöandi RISC System/6000 (UNIX). IBM á íslandi mun veröa með tvaer kynningar á þessum nýjungum á Holiday Inn dagana 12. og 13. feb. n.k. Kynnt verður m.a.: - ný mjög öflug útfærsla á RISC örgjörv- anum (samstarf IBM og Apple) - mjög ódýr en öflug RS/6000 vinnustöö/ netstjóri - öflugasta RISC vinnustöðin á markaöinum - ný útgáfa af AIX stýrikerfinu sem erfyrsta UNIX kerfiö skv. staöli "Open Software Foundation” - RS/6000 sem netstjóri með Novell 3.11 - nýir háhraöa fjarvinnslutengimöguleikar - þróunarhugbúnaður (CASE) Nýjungarnar kynnir John Barnes, sem er einn af yfirmönnum RS/6000 deildar IBM í Bretlandi, og starfsmenn IBM á íslandi. Dagskráin hefst báöa dagana kl.13:30. Hér er kjöriö tækifæri til aö kynnast öllu því nýjasta í dag á sviöi RISC tækninnar. Þátttaka er öllum opin og tilkynnist til IBM á íslandi, Skaftahlíö 24, isíma 697700.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.