Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 44
SYKURLAUSTTjlC MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK SÍMl 691100. FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Morgunblaðið/Sigurgeir Byrjað var að heilfrysta loðnu í Vestmannaeyjum í gær og mikil- vægt er að ganga vel frá áður en loðnan fer á markað. SHvillselja 2.000 t af loönuhrogmmi og 3.0001 af loðnu „VIÐ stefnum á að framleiða 2.500 til 3.000 tonn af heilfrystri loðnu og viljum selja 2.000 tonn af loðnuhrognum á þessari ver- tíð,“ segir Jón Magnús Krisljánsson hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. „Við erum með samkomulag við Norðmenn um að skipta framleiðslunni á loðnuhrognum til helminga á þessari vertíð. Norð- menn mátu stöðuna hins vegar þannig að 3 þúsund tonn væru hæfilegt magn fyrir markaðinn en við viljum að heildarframleiðsl- an verði 4.000 tonn.“ Jón Magnús Kristjánsson segist ekki reikna með að Isiendingar fái hærra verð fyrir heilfrysta loðnu og loðnuhrogn en undanfarið. „Nýting á okkar loðnuhrognum var betri en á sjófrystum norskum hrognum á síðustu vertíð og á end- anum seldu Norðmenn meirihlut- ann af sínum hrognum fyrir 160 jen kílóið fob, þegar við seldum okkar hrogn fyrir 230-240 jen. Hins vegar er mjög mikilvægt að framleiðslan verði takmörkuð, því ef hún verður of mikil fellur verðið mjög mikið.“ íslendingar fengu um 120 jen fob fyrir kílóið af heil- frystri loðnu á vertíðinni 1989-90. Sjófryst hrogn voru meira en helmingur af loðnuhrognafram- leiðslu Norðmanna í fyrra en ein- ungis eitt skip, Grindvíkingur GK, frysti loðnuhrogn hér á síðustu vertíð. Jón Magnús telur engan grundvöll fyrir íslensk skip að Ijár- festa í loðnuhrognavinnslu og að hér verði engin loðnuhrogn_sjófryst í ár. A síðustu vertíð voru einung- is heilfryst samtals 130 tonn af loðnu á Neskaupstað og í Eyjum en árið 1987 heilfrysti SH 5.500 tonn af loðnu. „Þá var loðnan stór en það er hún einungis á 10-15 ára fresti.“ Heilfrysting loðnu hefst óvenju snemma í ár. Byijað var að heil- •frysta loðnu í Vestmannaeyjum í gær en hrognafylling loðnunnar þarf að vera 15% til að hún sé hæf til heilfrystingar. Hrognafyllingin þarf aftur á móti að vera 23-24% til að hægt sé að heíja loðnu- hrognafrystingu og yfirleitt hefst hún ekki fyrr en eftir 10. mars. Launþegar vísa kjaradeil- urnii við VSÍ til sáttasemjara Breytir engn hvort þjóðartekjur rýrna um 5% eða 6%, segir Ein- ar Oddur Kristjánsson formaður Vinnuveitendasambandsins 0,5-1% lækk- un útlánsvaxta VEXTIR á óverðtryggðum útlán- um banka og sparisjóða lækka í - dag á bilinu 0,5-1%. Islandsbanki og sparisjóðirnir lækka vexti um 1% en Landsbankinn um 0,5-1%. Búnaðarbanki Islands lækkar ekki vextina en er eftir sem áður með lægsta útlánsvexti og Lands- banki Islands þá hæstu. Munurinn er á bilinu 1-2% eftir stofnunum. Svo dæmi sé tekið af útlánsvöxt- um eftir vaxtabreytinguna eru for- vextir víxla hæstir í Landsbanka 14,75%, í íslandsbanka 13,75%, 13,5% í sparisjóðunum og 12,5% í Búnaðarbanka. Vextir almennra skuldabréfalána í b-flokki eru 15,25% í Landsbanka, 14,25% í sparisjóðunum og 13,25% í Búnað- arbanka íslands. Þá lækka vextir af greiðsluskipt- ingu á greiðslukortum um 3% hjá sparisjóðunum, úr 22% í 19% og um 1% í Landsbankanum, úr 20% í 19%. Vextirnir eru óbreyttir hjá íslands- banka, 18%, og Búnaðarbanka ís- lands, 17,75%. -----» ♦ ♦----- 1% verðbólga ^síðustu þijá mánuði VÍSITALA framfærslukostnaðar hækkaði um 0,1% frá síðasta mánuði og um 6,9% síðastliðna tólf mánuði. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,3% og jafngildir sú hækkun 1,0% verðbólgu á heilu ári. í fréttabréfi frá Hagstofu íslands segir að hækkanir hins opinbera hafi valdið um 0,39% hækkun fram- færsluvísitölunnar og 0,26% stafi af hækkun á kostnaðarhlutdeild heim- ila í heilsuvernd, 0,09% af verðhækk- un á áfengi og tóbaki og 0,04% af tfcHiækkun símgjalda. Verðhækkun matvöru olli ríflega 0,07% hækkun vísitölunnar. A móti þessu kemur 4% verðlækk- un á bensíni, sem hafði í för með sér 0,17% lækkun vísitölunnar, lækkun fjármagnskostnaðar, sem olli um 0,12% lækkun vísitölunnar, og breyting ýmissa annarra vöru- og þjónustuliða sem Iækkaði fram- færsluvísitölu um 0,06%. ALÞÝÐU S AMB AND íslands ákvað í gær að vísa kjaradeilu sinni við vinnuveitendur til ríkis- sáttasemjara og beina því til aðild- arfélaga sinna, sem ekki hafa afl- að sér verkfallsheimilda, að gera það hið fyrsta. Þetta var ákveðið eftir fund aðila í gær þar sem farið var yfir þjóðhagshorfur með aðilum frá Þjóðhagsstofnun og breytingar frá því síðasta þjóð- hagsspá kom út. Ríkissáttasemjari segist ekki hafa ákveðið hvenær hann boði aðila til fundar og það geti verið að af því verði ekki fyrr en í næstu viku. „Það var satt að segja ekki um annað að ræða þegar atvinnurekend- ur héldu áfram að gefa okkur sama svarið að þeir væru ekki reiðubúnir að fjalla um neitt sem kostaði pen- inga, þrátt fyrir að það er 2% betri niðurstaða í þjóðartekjum í nýrri þjóðhagsspá heldur en þeirri fyrri og viðskiptahallinn 6 milljörðum minni,“ sagði Asmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands ísiands. Hann sagði að hljóðið hefði ekki breyst í vinnuveitendum þó horfurnar hefðu batnað og við þær aðstæður hefði ekki verið um neitt annað að ræða en vísa deilunni til sáttasemj- ara. „Jafnframt ákváðum við að skora á þau félög sem ekki hafa þegar aflað sér verkfallsheimilda að gera það sem fyrst, þannig að við séum tilbúin að beita þeim aðgerðum sem nauðsynlegar kunna að verða til þess að ná árangri," sagði Ásmundur. Hann sagði að sérkröfuviðræður einstakra félaga og sambanda myndu halda áfram í sama farvegi og þær hefðu verið nema þeir sem þar ættu hlut að máli tækju ákvörð- un um annað. Einar Oddur Kristjánsson, for- maður Vinnuveitendasambands ís- lands, sagði að það væri ekkert við því að segja þó Alþýðusambandið hefði vísað deilunni til sáttasemjara, viðræðumar yrðu að hafa sinn gang. Það breytti engu hvort þjóðartekj- urnar rýrnuðu um 5 eða 6% og von- andi væri það ekki að rugla fólk í ríminu. Vinnuveitendur hefðu lagt fram rökstuddar greinargerðir fyrir því hvernig erfiðleikunum yrði mætt þannig að komið yrði tii móts við höfuðmarkmið verkalýðshreyfingar- innar um varðveislu kaupmáttarins og atvinnunnar. Það yrði gert með því að halda verðbólgunni eins langt niðri og mögulegt væri, heist alveg niðri við núllið. „Grunnpunkturinn er að reyna að halda gengisskráningu íslensku krónunríar stöðugri. Það vita allir hverjar horfur eru í efnahagsmálum íslendinga. Það er ekki hægt að bæta kjör íslendinga á sama tíma og heildartekjur eru að minnka," sagði Einar Oddur. Úrskurður umhverfisráöuneytis um sambýli fatlaðra í Þverárseli: Sjónarmíðum borgaryfírvalda og skipulagssljórnar hafnað UMHVERFISRAÐUNEYTIÐ hefur kveðið upp þann úrskurð að stofnun sambýlis fyrir fatlaða í einbýlishúsi í Þverárseli 28 teljist ekki slík breyting á notkun hússins að serstakt leyfi Byggingar- nefndar Reykjavíkur þurfi að koma til. Ályktun byggingarnefnd- ar 31. október 1991 og ályktun borgarstjórnar 7. nóvember 1991 um ofangreint mál eru felldar úr gildi. Ráðuneytið fékk álit Bygging- arnefndar Reykjavíkur og umsögn Skipulagsstjórnar ríkisins og jafn- framt .leitaði ráðuneytið álits Stjómarnefndar um málefni fatl- aðra, sem falið er úrskurðarvald um framkvæmd laga um málefni fatlaðra. Loks leitaði ráðuneytið álits Lagastofnunar Háskóla Is- iands, þar sem um ágreiningsmál var að ræða og niðurstaða þess gæti haft verulegt fordæmisgiidi, bæði varðandi sambýli sem þegar hefur verið stofnað til og um túik- un laga um grenndarrétt. Niður- staða Lagastofnunar var á þá leið að stofnun sambýlis í Þverárseli 28 teldist ekki breytt notkun í skilningi byggingarlaga. Þá vitnar ráðuneytið til staðfests skipulags Reykjavíkur 1984-2004 þar sem segir „að stefnt skuli að fjölgun lítilla sambýla fyrir fatlaða í borg- inni. Æskilegt er að slík sambýli verði í íbúðarhverfum og líkist sem mest venjulegum heimilum“. „Með vísan til álits Stjórnar- nefndar um málefni fatlaðra, álits Lagastofnunar Háskóla íslands og áðurnefndrar stefnuyfirlýsingar borgaryfirvalda í staðfestu að- alskipulagi, er hafnað sjónarmið- um Byggingarnefndar Reykjavík- ur og Skipulagsstjórnar ríkisins, sem telja að til stofnunar sambýlis í Þverárseli 28 þurfi sérstakt leyfi byggingarnefndar." Markús Orn Antonsson borgar- stjóri sagði að sér kæmi það nokk- uð á óvart að úrskurður ráðuneyt- isins skyldi verða þessi í ljósi þess að Skipulagsstjórn ríkisins hefði tekið undir sjónarmið Byggingar- nefndar borgarinnar á sínum tíma. „Borgaryfii’völd munu ekkert að- hafast frekar í málinu og úrskurð- urinn stendur gagnvart okkur," sagði Markús Örn. Hann sagði að umhverfisráðu- neytið hefði hins vegar ekkert vald til að fella úr gildi ályktanir borg- arstjórnar, mergurinn málsins væri sá að ráðuneytið úrskurðaði að ekki þyrfti sérstakt leyfi Bygging- arnefndar fyrir sambýlinu. Ibúar hverfisins geta óskað eftir því að ágreiningsmálið fari fyrir dóm- stóia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.