Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRUAR 1992 43 ^ Morgunblaðid/Þorkell Ortröð í Austurríki Örtröð var í hinni nýju útsölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í Austurstræti fyrsta föstudaginn sem búðin var opin. Myndaði fólk biðröð til þess að komast inn eins og sjá má. Verslunin hefur feng- ið nafnið Austurríki. Félag ungra lækna: Gera á yfirlækna ábyrga fyrir rekstri spítaladeilda STJÓRN Félags ungra lækna átelur harðlega þann niðurskurð á fjár- veitingum til heilbrigðismála sem nú er fyrirhugaður og ljóst er að mun valda verulegri skerðingu á þjónustu við sjúka, segir í ályktun sem félagið hefur sent Morgunblaðinu. Þar segir ennfremur: „Síðustu ár hafa fjárframlög til heilbrigðismála verið skert árlega og heilbrigðisþjón- ustu þar með verið sniðinn æ þrengri stakkur. Nýjustu tillögur um niður- skurð munu kollvarpa því heilbrigði- skerfi sem við búum nú við. Sumar sérgreinar verða mjög illa úti og þjónusta þeirra færist áratugi aftur í tímann. Ekki er aðeins verið að auka álag á heilbrigðisstarfsmenn með slíkum niðurskurði heldur er einnig verið að draga úr gæðum þjón- ustunnar gegn vilja þeirra sem veita hana. Með 5% flötum niðurskurði, sem beitt er í þessari aðför að íslenska heilbrigðiskerfinu, er ekki verið að leita heppilegustu ieiða til hagræð- ingar og sparnaðar. Það er því óvíst hvort sparnaði verði náð þar sem að minni starfsemi á einum stað veldur auknu álagi á öðrum. Fólk hættir ekki að verða veikt samkvæmt til- skipunum stjórnvalda. Þjáningar sjúklinga og aðstandenda munu af hljótast. Að auki hafa heilbrigðisyfirvöld valdið slíkri upplausn og ringulreið í málefnum sjúkrahúsanna í Reykja- vík að enginn veit hvert stefnir. Það er því erfitt að leggja fram raunveru- legar sparnaðartillögur á þessu sviði þegar starfsemi sjúkrahúsanna getur gerbreyst innan nokkurra vikna. Nú undanfarið hafa uppsagnir dunið á starfsfólki sjúkrahúsanna í Reykjavík, læknum ekki síður en öðrum. Með því að segja upp svo sérhæfðum starfsmönnum, sem sér- menntaðir læknar era, er verið að skerða gæði íslenskrar heilbrigðis- þjónustu enn frekar. Einnig munu slíkar uppsagnir koma niður á menntun, fræðslu og þjálfun ungra lækna og læknanema. Menntun ís- lenskra heilbrigðisstétta mun því hnigna. Leita hefði mátt eftir sparnaði og hagræðingu með öðrum aðferðum en flötum niðurskurði, t.d. í skipulagi sjúkrahúsanna og stjórnun þeirra. í stað þess að miðstýra niðurskurði mætti fá fram sparnað með því að gera einstaka deildir eða svið fjár- ITC nám- skeið haldið ITC, International Training in Com- muniacation, heldur námskeið, sem hefst í kvöld, 11. febrúar klukkan 20 í húsnæði frímerkjasaftiara, Síð- umúla 17. Náskeiðið fjallar um hvernig breyta eigi áhyggjum í uppbyggjandi orku og nefnist: Markviss málflutningur. Námskeið- ið er í kvöld og fimmtudagskvöldið 13. febrúar á sama stað og tíma. hagslega ábyrgar. Best væri að fjár- hagsleg, stjórnunarleg og fagleg ábyrgð færu saman á einni hendi. Til stuðnings þessari tillögu má nefna breytingu á stjómarháttum við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gauta- borg, þar sem yfirlæknar ákveðinna deilda fengu í hendur rekstur þeirra. Stórfelldur sparnaður náðist á stutt- um tíma.“ — Talið frá vinstri: Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags Islands, Kristín Sjöfn Helgadóttir, forseti Soroptimistasambands Is- lands, forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, Salome Þorkelsdótt- ir, forseti Alþingis, Jóhanna Norðfjörð, leikkona, og Jónína Árnadótt- ir, ritari fundarins. 110 konur á fundi um umhverfismál Soroptimistasamband íslands hélt fulltrúaráðsfund laugardaginn 25. janúar sl. um umhverfismál, umhverfisvernd og skógrækt. Fundinn sóttu 110 konur frá flestum klúbbum á landinu. Klúbbar á íslandi eru 15 og 389 starfandi klúbbsystur. Heiðursgestur fundarins, forseti ís- lands frú Vigdís Finnbogadóttir, flutti hvatningarorð og óskaði soropt,- imistum til hamingju með val á verkefnum á sviði umhverfisverndar og skógræktar. Annar gestur, Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógrækt,- arfélags íslands, flutti erindi um efni fundarins og sagði frá þjóðará- taki í skógrækt til aldamóta. andrúmsloftsins með því að stöðva gang bílvéla þegar bílar era kyrr- stæðir og hvernig hægt væri að sporna við landeyðingu og auka notk- un á umhverfisvænum vörum, o.fl. Allir klúbbar á Iandinu taka áskor- un um átak í umhverfisvernd og hafa ákveðið að gera 5. júní nk. að sérstökum skógræktardegi. Hver klúbbur mun planta tijám í sinni heimabyggð. Ásta M. Eggertsdóttir, 1. varafor- seti, flutti erindi um skipulag Soropt- imistasamtakanna. Þar kom fram m.a. að öll starfsemi samtakanna byggir á frumkvæði og sjálfstæði klúbbsystra við val og framkvæmd þeirra verkefna sem unnið er að hverju sinni. Forseti Alþingis, Salome Þorkels- dóttir, var fundarstjóri, en hún er soroptimisti. Hún bar lof á ræðu- menn fyrir fróðleg erindi og hnitmið- uð, bæði í tíma og að innihaldi. Forseti Soroptimistasambands ís- lands, Kristín Sjöfn Helgadóttir, færði gestum og fundarstjóra „kær- leikstré" að gjöf í lok fundarins. Fimm verkefnastjórar, Jóhanna Norðfjörð, Mjöll Flosadóttir, Jónína A. Sanders, Guðrún Einarsdóttir og Guðrún Jónsdóttir, fluttu örstutt er- indi um hvernig hin fimm verkefna- svið samtakanna tengjast umhverfis- málum. Hver um sig færði rök fyrir því að umhverfið varðar öll svið mannlífsins og er undirstaða velsæld- ar okkar. Viðhorf okkar til umhverf- isins og vernd þess fyrir hverskonar mengun skiptir sköpum fyrir kom- andi kynslóðir. Verkefnastjóri Landssambandsins á sviði umhverfismála, Gerður Hjör- leifsdóttir, gerði grein fyrir mikil- vægi þess í erindi sínu, að allir soroptimistar á íslandi og sérstak- lega verkefnastjórar klúbba tækju höndum saman í verkefnum á sviði umhverfismála. Hún rakti svör frá klúbbunum þar sem margar athyglisverðar hug- myndir og tillögur um verkefni voru nefndar m.a. mikilvægi þess að að- gæta daglegar athafnir okkar, sem menga umhverfið, að draga úr notk- un einnota umbúða og plastefna sem ekki eyðist, að draga úr mengun Breytingar á gjaldskrá bifreiðaskoðunar 1988-9Q. Eftirfarandi töflur áttu að fylgja greinargerð frá Bifreiðaskoðun Islands sem birtist í blaðinu síðastliðinn laugardag. Á annari sjást breytingar á gjaldskrá frá árinu 1988 en á hinni er rekstraryfirlit áranna 1988-1990. Kostnaður bifreiðaeigenda af skoðunum og skráningum Miðað við gjaldskrár: Bifreiðaeftirlits ríkisins í júní 1988 og Bifreiðaskoðunar íslands í júní 1989, 1990 og 1991 1988 Taflal 1989 1990 1991 1989 Tafla 2 1990 1991 Gjald fyrir skráningar kr. kr. kr. kr. % % % Nýskráning 2.900 3.600 4.400 5.475 2 8 1 Skráning eigendaskipta 1.500 1.500 1.850 2.300 +18 +12 +18 Skrán.merki m/endurskini Skrán.merki án endurskins 2.700 1.500 3.800 5.000 5.000 +8 6 +1 Gjald fyrir almenna skoðun Bifreið minni en 5 tonna 1.600 1.900 2.350 2.230 +22 +16 +28 Bifreið stærri en 5 tonn 1.600 3.800 4.700 4.460 36 68 49 Bifhjól 1.600 1.900 2.350 2.230 +22 +16 +25 Létt bifhjól 300 600 750 700 31 43 25 Eftirvagn minni en 5 tonn 1.200 1.900 2.350 2.230 4 12 0 Eftirvagn stærri en 5 tonn 1.200 3.800 4.700 4.460 108 124 99 Gjald fyrir endurskoðun Bifreið minni en 5 tonn 600 950 950 900 4 +10 20 Bifreið stærri en 5 tonn 600 1.900 1.900 1.800 108 81 61 Bifhjól 600 950 950 900 4 + 10 +20 Létt bifhjól Sérskoðun ökutækja 200 300 300 285 +1 +14 +24 c Skoðun breytts ökutækis 3.000 10.000 12.400 11.800 119 136 111 Sérskoðun v/aksturskeppni 600 1.000 1.200 1.140 10 14 2 Skráningarskoðun Mengunarmæling 1.500 4.500 5.600 350 5.300 330 97 113 89 1) Gjaldskrá Bifreiðaeftirlits rikisins er án söluskatts að viðbættu 400 kr. ljósastill- ingargjaldi í aðalskoðun 2) Gjaldskrá Bifreiðaskoðunar er með sölu- skatti eða virðisaukaskatti nema skrán- ingargjöld 1989 og 1990 3) í töflu 2 er gjaldskrá Bifreiðaskoðunar miðuð við gjaldskrá Bifreiðaeftirlitsins að teknu tilliti til verðbreytinga samkvæmt framfærsluvísitölu og virðisauka- eða söluskatts og 400 kr. ljósastillingargjald í aðalskoðun 4) Framfærsluvísitala, júní 1988 103,4 5) Framfærsluvísitala, júní 1989 125,9 6) Framfærsluvísitala, júnt 1990 45,4 7) Framfærsluvísitala, júní 1991 154,9 8) Söluskattur, júní 1989 0,25 9) Virðisaukaskattur, júní 1990 0,245 10) Virðisaukaskattur, júní 1991 0,245 Bifreiðaskoðun íslands hf. Rekstraryfirlit 1988-1990 ímillj. kr. Uppruni fjármagns: Rekstrartekjur 1988-1990 Greidd rekstrargjöld 1988-1990 Ilagnaður 1988-1990 Annar uppruni Innborguð hlutafjárloforð Tekin langtímalán 1989 Viðskiptaskuldir í árslok 1990 Annar uppruni alls: Fjáröflun alls Ráðstöfun fjárnmgns Ráðstöfun í varanlegum rekstrarfjármunum 1988-1990 Skrifstofuáhöld og tæki 33 Áhöld og tæki í skoðunarstöðvar 46 Bifreiðir 10 Færanleg skoðunarstöð 17 Fasteign Reykjavík 174 Fasteign Akureyri 30 Fasteign Fellabær 8 Ráðstöfun í varanlegum rekstrarfjármunum 318 Onnur ráðstöfun Greitt tap vegna ársins 1988 3 Greiddur arður 1989 4 Greiddar afborganir langtímaskulda 3 Önnur ráðstöfun 10 Ráðstöfun fjármagns alls: 328 Mismunur uppruna og ráðstöfunar fjármagns til framkvæmda 61 750 616 134 59 165 31 255 389 t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, bróður, mágs, afa og langafa, GÍSLA EiNARSSONAR hæstaréttarlögmanns, Bergstaðastræti 12B. Einar Gíslason, Ragnar Gíslason, Jón Otti Gíslason, Gísli Þór Gíslason, Ásta Einarsdóttir, barnabörn og Halldóra Jóhannsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Berglind Eyjólfsdóttir, Óskar Ólason, barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.