Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 41
SA!'iSíí'*fl 11 SÍJOíiQÖMílSS ©iMiM'íftaöM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1992
Oþarfar framkvæmdir
frá Jóni Eiríkssyni.
A sl. ári voru einhveijir sem töldu
nauðsyn á að byggja brú yfir Hval-
fjörð, aðrir vildu jarðgöng í sama
tilgangi. Þetta átti að stytta leiðina
norður um 60 km.
Akraborg gerir gott betur og flutti
260.000 þúsund farþega milli
Reykjavíkur og Akraness á árinu,
auk fjölda bifreiða og annars flutn-
ings.
Eg geri ráð fyrir að fyrir þessum
fuglum hafi vakað að þeir fengju
sjálfir ráðið sínum burtfarartíma.
Erlendis þurfa allir að sæta fast-
ákveðnum tíma bæði í lestum og
spoi’vögnum, einnig Islendingar.
Með tilliti til brúarsmíðar þá munu
þeir ekki hafa tekið tillit til væntan-
legra hvalveiða með nægilegri hæð
hennar yfir sjávarmái. Hvalfjörður
er nefnilega ansi djúpur og með
sand og malarbotni. Burðarstoðir
brúar yrðu því ekkert smásmíði, en
kostnaður við þessar framkvæmdir
var áætlaður 2 milljarðar sem eflaust
yrði að 4 eða meira á sínum tíma
samanber Perluna og ráðhúsið. En
auðvitað er svona smáaurar hjá þjóð
sem að mínu mati er komin á haus-
inn fyrir mörgum árum.
Þá ber þess að geta að ansi marg-
ir rúmmelrar af sjó myndu „ama“
hinum áætluðu jarðgöngum svo að
sennilega myndu fæstir þora að nota
þau.
Ég held að allir skilji að það er
traustara þak á göngum sem grafin
hafa verið í gegn um fjall heldur en
á göngum sem grafin eru undir sjáv-
arbotni með ómældri þyngd af sjó
og sandi hvílandi á.
JÓN EIRÍKSSON,
Bárugötu 36, Reykjavík
VELVAKANDI
YA FYRIR
DYRUM?
Konváð Fríðfinnsson hringdi:
MARGIR hafa fagnað því að
Skandia ísland hefur komið hér
inn á markað. En er það ekki
vafasöm braut að taka erlendum
fyrirtækjum opnum örmum.
Þeim munar ekki mikið um að
halda verðinu niðri meðan þau
eru að drepa niður íslensku fyr-
irtækin eftir það verða þau lík-
lega ekki sein á sér að hækka
verðið aftur. Er hér ekki vá fyr-
ir dyrum?
STÍGVÉL
SÚ sem tók svört leðurkulda-
stígvél í misgripum föstudaginn
24. janúar á Aflagranda 40 vin-
samlegást hringi í síma 23787.
Stigvélin sem voru skilin eftir
eru eins en aðeins minni.
SKÓNUM
STOLIÐ
frá Guðnýju S. Hjaltadóttur:
MIÐVIKUDAGINN 22. janúar
var skóm stolið úr forstofunni
heima hjá mér. Dyrnar stóðu
opnar af og til þennan dag þar
sem vcrið var að lakka þröskulda
í innri gangi. Skórnir voru svo
til nýir, svartir Jordan körfubolt-
askór sem dóttir mín 13 ára átti,
og er missirinn tilfinnanlegur
fyrir han>. Þeir voru merktir
stöfunum-S.Þ. á sólann bæði utan
á skónum og innan í, með svört-
um, breiðum tússpenna, en auð-
vitað er hægt að fjarlægja slíkar
merkingar. Kunnugir segja mér,
að töluvert sé um að skóm af
þessu tagi sé stolið og þeir síðan
seldir öðrum. Ef einhver hefur
séð skó sem framangreind lýsing
á við, og fullnægjandi skýring
fæst ekki á því hvernig skórnir
eru fengnir, þætti mér vænt um
að fá vitneskju um það. Síma-
númer mitt er 12267.
VESKI
SEÐLAVESKI tapaðist fimmu-
dagskvöldið 6. febtúar á bíla-
stæði við verslunarhúsið í
Hraunbergi í Breiðholti. í því
voru peningar og ávísanahefti.
Finnandi vinsamlegast hringi í
síma 676445.
KETTLINGAR
KETTLINGAR sem eru síams-
blendingar fást gefins. Upplýs-
ingar í síma 52276.
GLERAUGU
GLERAUGU í rauðu gleraugna-
húsi töpuðust hinn 22. desember
á leið milli Reykjavíkur og Akur-
eyi-ar, líklega í nágrenni Borgar-
ness. Finnandi er vinsamlegas
beðinn að hringja í stma
91-23857.
Mín mikla
sök
frá Einari Ingva Magnússyni:
FYRIR mörgum árum átti ég
langt samtal við prest og kallaði
hann mig jafnan Pétur, þó ég
hefði leiðrétt hann strax í byijun.
Oft hef ég hugleitt þetta og tel
mig vita hvers vegna klerkurinn
leit á mig sem „Pétur“. Kristnir
menn vita vel hvernig Pétur var,
hann var ákafur og fljótur til.
Ég hef stundum sagt að í mér
væri dálítill Pétur.
Ég er fljótur til orða og í því
liggur mín mikla sök. Eg hef
verið gagnrýninn á margt sem
mér finnst miður fara í söfnuðum
kristinna manna og gleymi því
að allir menn eru breyskir eins
og ég. Gagnrýni getur aldrei
sameinað hina kristnu, það hefur
mér ioksins skilist eftir margra
ára ritdeilur. Ég slæ mér á brjóst
og segi í hvert sinn sem ég sit í
messu í kaþólsku kirkjunni: Mín
sök, mín sök, mín mikla sök!
Eftir mörg ár á ritvellinum
hefur mér loksins lærst að gera
ekki smá ágreiningsmál að
ástæðu upplausnar. Það hlýtur
að vera verk hins vonda að
sundra kristnum mönnum.
Grundvöllurinn er það sem máli
skiptir og hann er Jesús Kristur,
frelsarinn og friðarhöfðinginn.
Ó, hversu dýrðlegt yrði ekki það
„ríki“ sem kristnir menn gætu
byggt á grundvelli sonar Guðs á
meðan þeir bíða í eftirvæntingu
hinnar sælu vonar.
EINAR INGVI
MAGNÚSSON,
Heiðargerði 35, Reykjavík
Vinnlngstölur laugandaginn 0z)(22) 8. feb. 1992
Í23
7(26)f34) (^t)
VINNINGAR FJÓLDI VINNINGSHAFA upphæðáhvern VINNINGSHAFA
1. 5al5 T 0 3.157.809
4. 4af5* ® 7 • 78.409
\ 3. 4 af 5 126 7.514
: 4. 3al5 4.353 507
Heildarvinningsupphæð þessa viku: 6.860.407 kr.
V/'. /Æ/wfm mf 1
upplýsingarsImsvari91 -681511 lukkul!na991002
BREYTTU AHYGGJUM
í UPPBYGGJANDI ORKU
MARKVISS
MÁLFLUTNINGUR
Sínti 91-46751
AHRIFARIK
FUNDARSTJÓRN
NAMSICEIÐ I SJÁLFSRÆKT
Virkara líff — Betri árangur — Meirí gleði
Lerum m.a. að vinna með:
O Jákvæði í eigin lifi.
O Hverju hægt er að breyta.
O Tjáningu.
O Eigin eðlisþættir efldir.
O Setning markmiða og aðferðir til að ná þeim.
Kvöldnámskeið dagana 17., 19., 21., og
24. febrúar, hvert kvöld frá kl. 20—23 f sal
Nýaldarsamtakanna, Laugavegi 66.
Námskeiðsgjald kr. 6.000.-. Öll námsgögn innifalin,
svo og snælda með slökun og hugleiðslum.
EURO og VISA greiðslukortaþjönusta.
SKRÁNING:
NÝALDARSAMTÖKIN
Laugavegi 66, 3. hæð, sími 627712.
tM
Stýrimannaskólinn
í Reykjavík
MÁLÞING
um
stöðu og framtíð sjómannamenntunar á íslandi
í tilefni 100 ára afmælis Stýrimannaskólans í Reykjavík
verður haldið í Borgartúni 6, laugardaginn 15. febrúar
1992. ^
Málþing hefst kl. 9.00 með ávarpi Ólafs G. Einarssonar
menntamálaráðherra. Stjórnendur fagskóla sjómanna-
menntunar flytja ásamt fulltrúum nemenda,og atvinnulífs
stutt erindi, en að þeim loknum verða fyrirspurnir og
umræður. Einnig verða flutt erindi um skipan sjómanna-
menntunar innan skólakerfisins og alþjóðlegar kröfur um
menntun sjómanna.
Málþingið er öllum opið án þátttökugjalds.
Skráning fer fram í Stýrimannaskólanum í Reykjavík, Vél-
skóla íslands, Fiskvinnsluskólanum og Farmanna- og fiski-
mannasambandi íslands, sími 629933.
STÝRIMANIMASKÓLINN í REYKJAVÍK.
LÍFSSTÍLL, LEIÐ TIL SAMRÆMINGAR
HUGAROC LÍKAMA
SJÁLF5VARNAR- OC HUGMYNDAKERFI, ÞAR SEM
EINSTAKLINGURINN ÖÐLASTTILFINNINGU FYRIR
UMHVERFI SÍNU OG HÆFILEIKATIL AÐ SNIÐGANGA
UTANAÐKOMANDI ÁREITNI.
5PORT
Mörkin 8, austast v/Suðurlandsbraut, s. 679400.