Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRUAR 1992 Nauðsynlegar lagabreytingar í framhaldi af búvörusamningi - Frumvarp landbúnaðarráðherra HALLDOR Blöndal landbúnaðarráðherra mælti í gær fyrir frum- varpi til laga um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningn og sölu á búvörum. Frumvarpið gerir ráð fyrir nauðsynlegum laga- breytingum í framhaldi af búvörusamningi þeim sem var undirritað- ur í mars síðastliðnum. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi landbún- aðarráðherra telur að með samþykkt þessa frumvarps sé Alþingi að samþykkja búvörusamninginn allan. Ekki sé hægt að velja atriði til samþykktar en vanefna annað. í upphafi framsöguræðu sinnar sagði Halldór Blöndal landbúnað- arráðherra tilgang þessa frumvarps vera þann að gera nauðsynlegar lagabreytingar í framhaldi af bú- vörusamningnum sem undirritaður var af landbúnaðarráðherra og fjár- málaráðherra f.h. ríkisstjórnarinnar og samninganefnd Stéttarsam- bands bænda í mars síðastliðnum. Það lagafrumvarp sem hér væri til umræðu tæki fyrst og fremst til búvörusamningsins sjálfs og við- auka I (aðlögun fullvirðisréttar í sauðfjárframleiðslu að innanlands- markaði). Akvæði viðauka II (stuðningsaðgerðir) yrðu lögð fyrir Alþingi með frumvarpi til fjárlaga og réðust af samþykkt þeirra hveiju sinni. Landbúnaðarráðherra rakti nokkuð aðdraganda þessa búvöru- samnings og skuldbindingar og helstu efnisatriði frumvarpsins, m.a. 6. gr.; „um aðlögun og stjórn framleiðslu sauðfjárafurða 1991- 1998.“ Þar væri í a-lið vikið að þeim hluta búvörusamnings sem fjallaði um tilboð ríkisins um að greiða fyrir allt að 3.700 tonn full- , virðisréttar í sauðfjárframleiðslu og ^allt að 55.000 ær. En Alþingi hefði við gerð lánsfjárlaga fyrir árið 1991 heimilað fjármálaráðherra að stofna til skuldbindinga þess vegna. Land- búnaðarráðherra lét þess getið að síðastliðið haust hafi náðst samn- ingar um minnkun fullvirðisréttar um 1.709 tonn, auk þvingaðrar nið- urfærslu um 138 tonn. Fargað var 42-43 þúsund fjár í tengslum við þær aðgerðir. Asetningarskýrslur sem lægju fyrir bentu til að fé myndi fækka um allt að 40 þúsund milli ára, þrátt fyrir að margir bændur hefðu tekið fé að nýju eftir riðuniðurskurð eða tímabundna leigu fullvirðisréttar til Framleiðni- sjóðs landbúnaðarins. Hvað varðaði markmið búvörusamningsins um aðlögun fullvirðisréttar að innan- landsmarkaði, stæðu eftir 1.853 tonn sem yrði að ná út, annaðhvort með samningum eða seinni niður- færslu næsta haust. Landbúnaðarráðherra lagði áherslu á markmið búvörusamn- ingsins og lagafrumvarpsins sem hér væri fram lagt; að aðlaga sauðfjárframleiðsluna innanlands- markaði, draga úr kostnaði hins opinbera og stuðla að aukinni ha- græðingu, þannig að greinin standi sterkari eftir og vöruverð lækki. Búvörusamningurinn kvæði á um að útfiutningsbætur væru felldar niður, verðábyrgð ríkissjóðs væri felld niður og beinar greiðslur til bænda kæmu í stað niðurgreiðslna. Landbúnaðarráðherra stiklaði á nokkrum þeim lagabreytingum sem lagðar eru til i frumvarpinu til að ná þessum markmiðum. Landbún- aðarráðherra benti á að ekki væri fjallað um mjólkurframleiðsluna en í 5. gr. frumvarpsins væri landbún- aðarráðherra heimilað að semja um beinar greiðsl- ur til kúa- bænda. Ráð- herra lét þess getið að eftir stjórnarskipti í vor hafí hann falið sjö- mannanefn- dinni svo- nefndu að halda áfram starfi sínu, þ.á m. að móta tillögur um nýtt fyrirkomulag í mjólkur- framleiðslu og mjólkuriðnaði. Nefndin hefði enn ekki lokið störf- um varðandi þessa þætti, en hann vænti þess að hún skilaði skýrslu í þessum mánuði, enda mætti það ekki dragast lengur að unnt yrði að hefja samninga við Stéttarsam- band bænda um nýskipan þessara mála. Landbúnaðarráðherra sagði það ljóst að landbúnaðurinn stæði frammi fyrir gjörbreyttum aðstæð- um. Almenn þróun í heiminum væri í átt til fijálsari viðskipta- hátta. Aðild okkar að Evrópsku efnahagssvæði, EES, og nýjum GATT-samningi muni óhjákvæmi- lega leiða til aukinnar samkeppni á matvörumarkaði hér. Svar landbún- aðarins hlyti að verða það að hag- ræða á öllum sviðum, og stjórvalds- aðgerðir yrðu að miðast við að stuðla að slíku og styrkja sam- keppnisstöðu landbúnaðarins, jafn- framt því að milda þau áhrif sem umrótið hefði óhjákvæmilega á ein- staka bændur og byggðarlög. Það kom einnig fram í ræðu ráð- herra að með þessu frumvarpi væri einungis stefnt að breytingum á lögum sem nauðsynlegar væru til að framkvæma búvörusamninginn. Heildarendurskoðun laganna um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum frá 1985 yrði eftir sem áður að fara fram. Sú endurskoðun væri ekki tímabær fyrr en sjö- mannanefndin hefði lokið störfum sínum varðandi aðrar greinar land- búnaðarins en sauðfjárrækt og til- lögur lægju fyrir um fyrirkomulag Halldór Blöndal afurðasölu. Óvissan í GATT-við- ræðunum ylli því einnig að ekki væri í dag unnt að ganga frá lagasetn- ingu til fram- búðar. Að endingu lagði fram- sögumaður til að frumvarpinu yrði vísað til landbúnaðarnefndar. Hann lagði áherslu á að nefndin og Al- þingi hraðaði afgreiðslu frumvarps- ins sem verða mætti, enda væri ráð fyrir því gert að beinar greiðslur til bænda hæfust í næsta mánuði. Jólagjafir og blessun Alþingis Páll Pétursson (F-Nv) tók undir með landbúnaðarráðherra að brýnt væri að hraða afgreiðslu frum- varpsins sem unnt væri. En ýmis- legt þyrfti að skoða. Með búvöru- samningnum hefðu bændur fært miklar fórnir umfram aðrar stéttir. Páll átaldi og ásakaði stjórnarliðið um standa ekki við búvörusamning- inn; „hýrudraga" bændur þessa lands með því að fresta hluta af beinum greiðslum til bænda fram á næsta fjárlagaár. Bændur yrðu að standa skil á sínum rekstrar- reikningum á þessu ári en ættu hins vegar að halda jólin í von um greiðslur á næsta ári. Páll óttaðist að jólagjafír yrðu færri á mörgum sveitaheimilum næstu jól. Fyrrverandi landbúnaðarráð- herra, Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne) benti á að Alþingi hefði gert ráð fyrir framkvæmd búvöru- samningsins við gerð lánsfjárlaga í vor og einnig við gerð fjárlaga þessa árs. Steingrímur leit svo á að með afgreiðslu þessa frumvarps væri Alþingi endanlega að veita full- nægjandi lagaheimildir til að fram- kvæma búvörusamninginn. Leitað væri lagaheimilda til að fullnusta aðalhluta búvörusamningsins. Samningurinn yrði ekki í sundur slitinn, þar með og í raun fælist Þingsályktunartíllaga um út- flutning á raforku um sæstreng Á ALÞINGI eru menn áhugasamir um útflutning á raforku um sæstreng. Svavar Gestsson (Ab-Rv) mælti síðastliðinn fimmtudag fyrir tillögu til þingsályktunar um þetta efni. Iðnaðarráðherra fagnaði því að tónn Alþýðubandalagsins væri nú hljómþýður en taldi nokkra meinbugi á þessari tillögu. Svavar Gestsson (Ab-Rv) mælti fyrir þingsályktunartillögunni sem hann flytur ásamt Steingrími J. Sigfússyni (Ab-Ne) þess efnis: „Al- þingi ályktar að láta fara fram ítar- lega könnun á tæknilegum og fjár- hagslegum forsendum þess að selja raforku til útlanda um sæstreng. Könnunin verði unnin af óháðum aðilum en í samvinnu við Lands- virkjun, rannsóknarstofnanir og aðra þá aðila sem hagsmuna eiga að gæta á þessu sviði og búa yfir sérfræðiþekkingu. Könnuninni verði lokið á svo skömmum tíma að unnt verði að hafa niðurstöður hennar til samanburðar í heildar- samhengi efnahags-, atvinnu-, og örkumála. Iðnamefnd Alþingis hafi forastu um könnun þessa.“ Framsögumaður taldi að útflutn- ingur raforku um sæstreng væri fyllilega raunhæfur kostur. Islensk raforka ætti að vera samkeppnis- fær í verði og markaður væri fyrir hendi. Ræðumaður dró enga dul á að hér væri um gríðarlega dýrt fyrirtæki að ræða; kostnaður yrði í minnsta lagi á annað hundrað milljarða króna. Það væri augljóst mál að við ákvörðun um lagningu sæstrengs yrðu menn að ná samn- ingum við ríki og/eða alþjóðleg fyrirtæki af einhveiju tagi. Það yrði að vinna mikið undirbúnings- starf. Svavar Gestsson vitnaði til orða Jakobs Björnssonar orkumála- stjóra á orkumálaþingi í haust að strax ætti að byija að undirbúa þetta verkefni. Að endingu lagði framsögumaður til að þessu máli yrði vísað til iðnaðarnefndar. Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra fagnaði því að ræða Svavars Gestssonar hefði verið í betri tón en greinargerð sú sem fylgdi þessu frumvarpi. Þar er m.a. sagt að orkumálayfirvöld og iðnaðarráðun- eyti hefðu brugðist. Þessu vildi hann vísa á bug. Þetta mál hefði verið athugað öðra hvoru í ráðu- neyti og Landsvirkjun. Hér væri um dýrt fyrirtæki að ræða og kostnaður meiri en svo að Lands- virkjun réði þar ein við. Og auk fjárhagslegra atriða yrði einnig að líta til ótal lögfræðilegra og tækni- legra atriða, m.a. um eignarhald og auðlindagjald, ef orka úr sam- eiginlegri auðlind landsmanna væri látin streyma óunnin úr landi. Ráðherra taldi ást-æðu til að gera athugasemdir við nokkur atriði í greinargerð með frumvarpinu, m.a. það atriði að gert væri ráð fyrir að þingnefnd ráðstafaði fjáraeit- ingum ráðuneyta. Iðnaðarráðherra taldi þá tillögu að iðnaðarnefnd stæði beinlínis fyrir framkvæmd þessarar könnunar ekki heppilega formlega. Ákvæði í þingskaparlög- um um frumkvæði þingnefnda ætti alls ekki við um þá tillögu sem nú væri til umræðu. Þarna blönduðu flutningsmenn saman frumkvæði og framkvæmd. Iðnaðarráðherra taldi fyllstu ástæðu fyrir Islendinga til að vera vakandi gagnvart öllum möguleikum. En könnun þessara mála væri nú þegar í farsælum farvegi. Þingmenn skiptust nokkrar stundir á skoðunum um nýtingu íslenskra orkulinda og útflutning. Einnig um kost og löst á tillög- unni, m.a. um frumkvæði iðnaðar- nefndar Alþingis. Svavar Gests- son (A-Rv) taldi það nefndinni til tekna að formannssætið væri vel skipað. Ossur Skarphéðinsson (A-Rv) formaður iðnaðarnefndar taldi batnandi mönnum best að lifa og fagnaði framsögu Svavars. For- maður iðnaðarnefndar var þó ekki þess fullviss að það hlutverk sem flutningsmenn ætluðu nefndinni væri það rétta. Össur Skarphéðins- son vildi vara menn við að falla fyrir „patenthyggju“ og óhóflegri bjartsýni eins og honum þætti t.a.m. gæta í ummælum formanns Alþýðubandalagsins, Ólafs Ragn- ars Grímssonar (Ab-Rn): „Gull- strengur nýrrar aldar“. Steingrímur J. Sigfússon (A-Ne) vildi vísa því á bug að Al- þýðubandalagið hefði fallið fyrir „patenthyggjunni" eða „einsmáls- hyggju" eins og hann kaus að nefna þessa hugsanabrenglun sem hann taldi m.a. hafa birst í ofuráherslu á álver. Flutningsmenn færu ekki fram á annað en að allir valkostir yrðu heildstætt kannaðir. Páll Pét- ursson (F.-Nv) og Kristín Einars- dóttir (SK-Rv) töldu tillöguna í sjálfu sér þarfa og vöruðu við ein- hliða áherslum og hvöttu til þess að við hygðum að nýtingu hennar innanlands samhliða beinum út- flutningi. Ræðumenn allir voru þess fýsandi að Alþingi reyndi að ná sem breiðastri samstöðu um ís- lenska „iðjustefnu" á sviði orku- og atvinnumála. Umræðu varð lok- ið en atkvæðagreiðslu frestað. í gær var frumvarpinu vísað með 45 samhljóða atkvæðum til iðnaðar- nefndar. endanlegt samþykki Alþingis við framkvæmd þessa samnings. Al- þingi væri að leggja blessun sína yfir gjörninginn í heild. Steingrímur tók undir gagnrýni Páls Péturssonar á frestun á hluta af beinum greiðslum til bænda og bendi á að e-liður 6. greinar gerði ráð fyrir að fullnaðargreiðsla skyldi innt að hendi eigi síðar en 15. des- ember. Ræðumaður hafði veika von um að sá texti fengi að standa, og eftir honum farið fremur en því sem fjárlagaframvarpið gerði ráð fyrir um frestun á greiðslum. Ef það væri ekki ætlun ríkisstjórnarinnar yrði að breyta orðalagi svo ekki hlytist 'af lagaklúður af meintu samningsbroti og smásmygli ríkis- stjórnarinnar. Osæmileg stjórn- sýsluvinnubrögð Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra leit þannig á að þetta frumvarp kvæði á um lág- marksbreytingar á lögum til að geta staðið við búvörusamninginn. En í sjálfu sér segði frumvarpið ekkert um staðfestingu eða lög- mæti búvörasamningsins. Úr því sem komið væri yrði það mál ekki til lykta leitt nema á það yrði látið reyna fyrir dómstólum. Utanríkisráðherra sagði að eng- inn ágreiningur hefði verið um að nauðsynlegt hefði verið að veita heimildir til að kaupa upp fullvirðis- rétt, hins vegar hefði verið ágrein- ingur um hvort það væru sæmileg stjómsýsluvinnubrögð að ríkisstjórn sem væri að ljúka sínum ferli, ætl- aði sér að binda hendur þeirra sem við tækju næstu tvö kjörtímabil. Ráðherrar Alþýðuflokksins hefðu gert grein fyrir þessum sjónarmið- um í þáverandi ríkisstjórn. Ræðumaður lagði áherslu á að mikið verk væri óunnið við heildar- endurskoðun búvörulaga. En markmið þeirrar endurskoðunar væri að hagræða í framleiðslu, vinnslu og sölu búvara. Stefnt væri að því að draga úr sjálfvirkni í út- gjöldum ríkissjóðs. Utanríkisráð- herra rakti í nokkru máli hvernig unnið hefði verið að því að halda til haga þeirri stefnu sem kæmi fram í frumvarpi til fjárlaga og einnig í stefnu og starfsáætlun rík- isstjórnarinnar; „Velferð á var- anlegum grunni“. Páll Pétursson (F-Nv) greindi þingmönnum frá því að bændur ' Tortryggðu stefnu Alþýðuflokksins í landbúnaðarmálum og hefðu af því áhyggjur að Jón Baldvin Hannibalsson færi með þeirra mál á erlendum vettvangi. Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf) vildi geyma sér það að ræða frumvarpið ítarlega til annarrar umræðu. Hann kom þó með nokkrar spurningar, athug- asemdir og ábendingar. Hann benti t.a.m. á að frumvarpið gerði ráð fyrir að við aðilaskipti að fullvirðis- rétti væri ríkissjóði heimilt sam- kvæmt ákvörðun landbúnaðarráð- herra að fella niður allt að 20% fullvirðisréttarins gegn greiðslu. Kristinn vildi fá nánar upplýst við hvað yrði miðað. Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra taldi sér skilt að svara ræðum fyrri ræðumanna. Hann vís- aði því á bug að bændur væru „hýrudregnir“; ríkissjóður myndi standa skil á beinu greiðslunum þótt hluti þeirra kæmi eftir áramót- in. Landbúnaðarráðherra féllst á aðfinnslu eða ábendingu Steingríms J. Sigfússonar um að texti frum- varpsins gengi á skjön við það sem fjárlagafrumvarpið kvæði á um. Landbúnaðarráðherra sagði einnig að ákveðið hefði verið að nýta ekki ákvæði um að leysa til sín fullvirðis- rétt við aðilaskipti, þegar þannig stæði á að viðkomandi bú væri að 80% sauðfjárbú. Steingrímur J. Sigfússon vildi ítreka þá skoðun sína að með afgreiðslu þessa frum- varps væri Alþingi að taka afstöðu til búvörusamningsins í heild. Það væri ekki á valdi manna að taka einstök atriði út úr en vanefna önn- ur. Steingrímur vildi ekki lengja þessa umræðu meira, hvatti til þess að málið fengi skjóta afgreiðslu og færi til landbúnaðarnefndar, þar sem það væri í góðum höndum. Umræðu var lokið en atkvæða- greiðslu frestað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.