Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRUAR 1992 15 Meiri ærsl og spenna ________Leiklist_____________ Súsanna Svavarsdóttir Þjóðleikhiísið, Emil í Kattholti. Höfundur: Astrid Lindgren. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðs- son. Önnur sýningin á Emil í Katt- holti var í sjálfu sér önnur frum- sýning, vegna þess að þar kornu þau Jóhann Ari Lárusson og Álf- rún Örnólfsdóttir fyrst fram sem Emil og ída. Þetta eru burðarhlut- verkin í sýningunni og því mæðir mikið á krökkunum og þeir geta haft töluverð áhrif á það hvernig sýningin rennur. Emil og ída þeirra Jóhanns og Álfrúnar vor dálítið öðruvísi en Emil og ída Sturlu og Anitu. Jó- hann og Álfrún eru ekki eins barnslega einlæg, greinilega sviðsvanari og Emil og Ida voru töluvert miklir ærslabelgir í ann- arri sýningunni. Þau komu með hraða og spennu í sýninguna sem ekki var á fyrri frumsýningunni. Það er óhastt að segja að þau Jóhann og Álfrún hafi ráðið vel við þann hraða og söngur þeirra var mjög góður. En þótt sýningin hafi ólíkt yfir- bragð eftir því hvort parið leikur Emil og ídu er ekki hægt að gera upp á milli þeirra. Sýningin geng- ur alveg upp, hvort heldur Emil og ída eru sakleysisleg eða ærsla- full. Og krakkarnir standa allir fyrir sínu. Hins vegar virtust full- orðnu leikararnir fátast dálítið við hraðann sem fylgdi Jóhanni og Álfrúnu og voru eilítið uppskrúf- aðir, það er að segja allir nema Margrét Guðmundsdóttir í hlut- verki móður ídu og Helga Bac- hmann í hlutverki Títubeija Maju. Þetta skapaði stundum skondnar uppákomur og mismæli, sem sviðsvanir leikararnir áttu auðvelt með að bjarga sér út úr — og gerði sýninguna alla jafna fyndn- ari. Snyrtistofan Rós í nýju hús- næði í Kópavogi Snyrtistofan Rós hefur flutt starfsemi sína í nýtt og betra hús- næði á jarðhæð í Engihjalla 8, Kópavogi. Jafnframt hefur verið opnuð glæsileg snyrtivöruverslun á sama stað. Eigandi er Katrín Karls- dóttir, snyrtifræðingur. að ríkisstjórn íslands, og fleiri yfir- völd, söfnuðu ekki tilheyrandi upp- lýsingum fram til ársins 1976, og leyndu eftir 1976 Alþjóða hvalveið- iráðið ýmsum upplýsingum sem fengnar voru eftir 1976, og einnig vegna þess að „opinberir" vísinda- menn á þeirra vegum unnu ekki sjálfir viðeigandi skýrslur úr gögn- unum. Jafnvel árið 1991 reyndi rík- isstjórnin að takmarka alþjóðlega úrvinnslu upplýsinga sem hún var skuldbundin til að gefa IWC sam- kvæmt samningnum frá 1946. Þrátt fyrir svona hindrunaraðgerðir er ljóst að sumir hvalastofnar í Norður Átlantshafi voru að minnka meðan reglurnar um veiðikvóta voru í gildi. Síðasta „gei'vistaðreyndin" sem ég ætla að minnast á er að „Alþjóða hvalveiðiráðið sé tímaskekkja og áhrifalaust" og að áframhaldandi hagsmunum Islands varðandi hvali og hvalveiðar verði bezt þjónað inn- an einhverra nýrra svæðisbundinna samtaka, eins og fram kemur í til- kynningu ríkisstjórnar íslands um úrsögn frá 27. desember. Alþjóða hvalveiðiráðið er það sem aðildarrík- in vilja að það sé, innan rúmra tak- markana samningsins frá árinu 1946. Bæði sjávarútvegsráðherrann og Þórður Ásgeirsson kvarta yfir stefnu yfirgnæfandi meirililuta þessara aðildarríkja, sem að sögn Þórðar Ásgeirssonr eru undir óhóf- lega miklum áhrifum „ýmissa verndunarsamtaka". Þetta er frekar barnaleg skoðun á því hvernig stefnan varðandi nýt- ingu sjávardýra er mörkuð, og ég get ekki hugsað mér að maður með jafn mikla reynslu og Þórður Ás- geirsson trúi þessu í raun. En af hvetju telja hann og ráðherrann að málum yrði betur borgið í nýjum svæðisbundnum samtökum? Hvalir eru mikil flökkudýr samkvæmt skil- greiningu Hafréttarsáttmálans, sem Island er aðili að. Þeir hljóta því að falla undir viðeigandi alþjóða lög- sögu hvar sem þeir hafast við. Það er því óhugsandi að „viðeigandi" ný svæðissamtök geti í grundvallar- atriðum útilokað nokkur jaðarríki eða strandríki á svæðinu. Engin ástæða er til að ætla að nokkurt þeirra ríkja sem nú eru aðilar að Alþjóða hvalveiðiráðinu gengju til liðs við svona samtök með allt aðra stefnu varðandi stjórnun hvalveiða. Þórður Ásgeirssons segir „ ... það er ekkert sem bendir til þess að aðildarríkin muni nokkurntíma fall- ast á að hvalveiðar verði hafnar á ný“. Hér er sannleikanum snúið við. Þessvegna samþykkti meirihlutinn í IWC ályktun á fundi sínum 1991 um að breyttar veiðireglur tækju gildi strax og sýnt hefur verið fram á að þau ríki sem vilja hefja hval- veiðar á ný muni sýna varúð og taka tillit til langtíma sjónarmiða í stað þess að leitast eftir mesta hugs- anlega veiðikvóta strax. Með þetta í huga samþykkti meirihlutinn ályktun sem samræmdist tillögum Vísindanefndarinnar, jafnvel þótt hún vekti kvíða hjá öllum þeim sem vissulega eru andvígir hvalveiðum í grundvallaratriðum. í þessu sam- bandi var athygiisvert, þótt það hafi varla komið gömlum „IWC áhorfendum" á óvart, að ísland stóð ásamt Noregi og Japan að breyting- artillögu sem var sérlega andstæð ráðleggingum vísindamannanna,- og hlaut nánast engan stuðning frá öðrum ríkjum. Tvær aðrar fullyrðingar Þórðar Ásgeirssonar eru umdeilanlegar. Sú fyrri er frásögn hans af atburðum er leiddu til úrsagnar Kanada úr Alþjóða hvalveiðiráðinu. Til eru aðr- ar og mjög ólíkar skýringar á því hvers vegna Kanada gekk úr ráðinu en þær sem Þórður Ásgeirsson ber fram, en hér er ekki ástæða til að fara nánar út í þær. Hin síðari er sú staðhæfing hans að sumar ríkis- stjórnir eða „verndunarsamtök" séu farin að tala um að banna fiskveið- ar á heilum hafsvæðum til að hval- irnir fái næga fæðu. Þetta er hreinn tilbúningur: það hefur enn ekki náð því að verða „gervistaðreynd", en mig grunar að svo gæti auðveldlega farið. Það ætti að skora á Þórð Ásgeirsson að færa einhver rök fyr- ir svona málflutningi. Að lokum þá ráða íslendingar því hvort þeir ganga úr Alþjóða hval- veiðiráðinu, svo fremi sem þeir hefja ekki hvalveiðar eftir úrsögnina. En mér finnst samt - og hér er ég alls ekki að gera Þórð Ásgeirsson að neinum blóraböggli - hálfgerð synd að alþjóða umræður skuli til þessa hafa grundvallast á röngum upplýs- ingum um starfsemi Alþjóða hval- veiðiráðsins. Höfundur er fulltrúi Seyclielles-eyjn lijá Alþjóða hvalveiðiráðinu og fulltrúi umhverfisáætlunar Sameinuðu þjóðanna í Vísindanefnd hvalveiðiráðsins. Joöooooöooööö6öLJÍó / IKREPPUNNI SPAÐUI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.