Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRUAR 1992
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar:
Garðabær greiðir
fyrir þjónustuna
- segir Ingimundur Sigurpálsson
bæjarstjóri Garðabæjar
„EG VEIT ekki til þess að íbúar Garðabæjar séu upp á Hafnfirðinga
komnir nieð þjónustu," sagði Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri
Garðabæjar, þegar hann var spurður álits á ummælum Guðmundar
Arna Stefánssonar bayarstjóra Hafnarfjarðar við síðari umræðu um
fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar. I máli Guðmundar Arna kom fram að
Hafnarfjörður hefði sérstöðu miðað við Garðabær, Mosfellsbæ og
Seltjarnarnes, þar sem þau bæjarfélög veittu takmarkaða þjónustu á
ýmsum sviðum og að íbúar leituðu með hana til nágrannabyggðarlaga.
Kristján Árnason prófessor afhendir kandídötum prófskírteini.
109 kandídatar luku
prófi frá Háskóla Islands
Ingimundur Sigurpálsson sagði,
að þessi ummæli kæmu sér mjög á
óvart, þar sem Garðabær, Bessa-
staðahreppur og Hafnarfjörður
hefðu gert með sér samninga um
sameiginlegan rekstur almanna-
varna, heilbrigðiseftirlits og bruna-
varna og væri sá rekstur greiddur
af samningsaðilum fullu verði. „Ég
held, að það fari ekki á milli mála,
að þjónusta Garðabæjar við þegna
sína þoli fullan samanburð við þá
þjónustu, sem veitt er í öðrum bæjar-
félögum. Um það vitnar sá fjöldi,
sem sækist eftir því að búa í
/Garðabæ. Því miður er það þó svo,
að Garðbæingar hafa þurft að sæta
því að sækja fógetaþjónustu og lög-
gæslu til Hafnarljarðar, en sú þjón-
usta er vel að merkja bæði veitt og
greidd af ríkinu. Við Garðbæingar
höfum barist fyrir því undanfarin
ár og nú með sérstökum þunga, að
þessi þjónusta verði veitt í Garðabæ
og reyndar erum við meira en fús
til þess að leggja land undir skrif-
stofur sýslumanns, sem þjónustaði
Bessastaðahrepp, Hafnarfjörð og
Garðabæ."
Ingimundur benti á, að áiagning-
arhlutfall í Garðabæ væri óbreytt
árið 1992 og að bæjarstjórn Garða-
btejar hafi ákveðið að mæta þeim
skatti, sem ríkisvaldið leggði á sveit-
arfélögin, með því að draga úr fram-
kvæmdum á árinu. „Bæjarstjórn
þótti ekki stætt á því að velta þeirri
skattlagningu yfir á bæjarbúa og
þótti rétt að mæta henni með að-
haldi og sparnaði í útgjöldum á þessu
ári á sama hátt og fjölmörg heimili
í bænum verða að gera,“ sagði hann.
„Utsvarshækkun Hafnarijarðar á
ekkert .skylt við að Garðbæingar
sæki þangað þjónustu og ekki stór-
mannlegt að réttlæta gjörðir sínar
með því að kasta rýrð á aðra, síst
af öllu þegar benlínis er hallað réttu
máli. Garðabær og Hafnarfjarðar-
bær hafa átt ágæta samvinnu á
ýmsum sviðum um árabil, báðum
bæjarfélögunum til hagsbóta að ég
ætla, og af kynnum mínum af Guð-
mundi Arna Stefánssyni trúi ég því
ekki að óreyndu, að ummæli þau,
sem vitnað er til, séu rétt eftir höfð,“
sagði Ingimundur.
í LOK haustmisseris brautskráð-
ust 109 kandídatar frá Háskóla
Islands. Auk þess luku 5 nemend-
ur eins árs viðbótarnámi við fé-
Iagsvísindadeild.
Guðfræðideild (2)
Embættispróf í guðfræði (2)
Sigfús Baldvin Ingvason
Sigríður Oladóttir
Læknadeild (2)
BS-próf í hjúkrunarfræði (1)
Guðrún Helga Teitsdóttir
BS-próf í sjúkraþjálfun (1)
Unnur Pétursdóttir
Lagadeild (11)
Embættispróf í lögfræði
Aðalsteinn Egill Jónasson
Anna Dóra Helgadóttir
Auður Inga Ingvarsdóttir
Birgir Guðjón Magnússon
Bryndís Hlöðversdóttir
Jón Tryggvi Jóhannesson
Jónas Friðrik Jónsson
Magnús Ingi Erlingsson
Margrét Viðar
Ólafur Finnbogi Haraldsson •
Ragný Þóra Guðjohnsen
Viðskipta- og hagfræðideild (17)
Kandídatspróf í viðskiptíifræðum
(16)
Elfa Bára Bjarnadóttir
Elín Magnadóttir
Guðmunda Lilja Gunnarsdóttir
Guðmundur G. Sigurbergsson
Guðni G. Jónsson
Gunnar Skúlason
Halldór Eiríksson
Hólmar Ingi Guðmundsson
Hólmfríður Gísladóttir
Kjartan Steinsson
Kristinn Guðmundur Jónsson
Lucia Lund
Reynir Arngrímsson
Skúli Svanur Júlíusson
Stefán Baldvin Friðriksson
Steinhildur Hildimundardóttir
BS-próf í hagfræði (1)
Róbert Gunnarsson
Heimspekideild (30)
Cand.mag.-próf í íslenskum bók-
menntum (1)
Ólína Þoivarðardóttir
Cand.mag.-próf í sagnfræði (1)
Eggert Þór Bernharðsson
M.Paed.-próf (1)
Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir
Bacc.philol. ísl.-próf (1)
Jórunn Rotenborg
B.Ph.ísl.-próf (íslenska fyrir er-
lenda stúdenta) (1)
Paolo Maria Turchi
BA-próf í heimspekideild (25)
Aðalbjörg Jónsdóttir
Anna Gréta Möller
Ágústa Elín Ingþórsdóttir
Ásta Emilsdóttir
Bergur Þorgeirsson
Björgvin Þórisson
Eygerður Guðbrandsdóttir
Gerður Kristný Guðjónsdóttir
Hrafnhildur Bl. Hrafnkelsdóttir
Hrafnhildur Erla Karlsdóttir
Hreinn Erlendsson
Jófríður Anna Jófisdóttir
Jóhann Björnsson
Jóhanna I. Barðdal
Jóhanna Eydís Þórarinsdóttir
Jóna Símonía Bjarnadóttir
Kamilla Suzanne Kaldalóns
Kristín Hildur Sætran
Kristján Þórður Hrafnsson
Óskar Bjarnason
Pétur Halldórsson
Pétur Pétursson
Sigríður Konráðsdóttir
Þóra Sen
Þorsteinn Siglaugsson
Verkfræðideild (1)
Lokapróf í rafmagnsverkfræði (1)
Jón Bjarnason
Raunvísindadeild (17)
MS-próf í jarðfræði (1)
Magnús A. Sigurgeirsson
BS-próf í efnafræði (2)
Einar Karl Friðriksson
Halldór Guðfinnur Svavarsson
BS-próf í jarðfræði (1)
Steinunn Hauksdóttir
MS-próf í jarðeðlisfræði (1)
Halldór Björnsson
BS-próf í landafræði (1)
Eydís Aðalbjörnsdóttir
BS-próf í líffræði (7)
Davíð Gíslason
Gunnlaugur B. Ólafsson
Haraldur Arnar Einarsson
Járngerður Grétarsdóttir
Tómas Guðbergsson
Þorsteinn Narfason
Þóra Árnadóttir
BS-próf í tölvunarfræði (4)
Agnar Örn Arason
Ólafur Guðmundsson
Sigþór Örn Guðmundsson
Þorleifur Einarsson
Félagsvísindadeild (29) (+5)
BA-próf í bókasafns- og upplýs-
ingafræði (7)
Anna Magnea Charlesdóttir
Ástþrúður Sif Sveinsdóttir
Herdís Tómasdóttir
Inga Guðmunda Aradóttir
Ingibjörg Bergmundsdóttir
Ragnhildur Blöndal
Sjöfn Hjöivar
BA-próf í sálarfræði (9)
Anna Valgerður Einarsdóttir
Anna Sigríður Þorkelsdóttir
Egill Héðinn Bragason
Guðríður Haraldsdóttir
Helma Rut Einarsdóttir
Hrund Sigurðardóttir
Linda Björk Hassing
Sigrún Sigurgeirsdóttir
Sigþrúður Erla Arnardóttir
BÁ-próf í félagsfræði (2)
Aðalbjörg Traustadóttir
Bryndís Kjartansdóttir
BÁ-próf í mannfræði (1)
Jóhanna Gunnlaugsdóttir
BA-próf í stjórnmálafræði (5)
Ari Sigvaldason
Guðmundur Auðunsson
Hrönn Marinósdóttir
Ragnheiður S. Dagsdóttir
Sveinbjörn Hannesson
BA-próf í uppeldis- og kennslufræði
(5)
Alma Vestmann
Ingibjörg Atladóttir Þormar
Lýður Pálsson
María Hildur Maack
Steinunn Guðjónsdóttir Hansen
Auk þess hafa eftirtaldir 5 nemend-
ur lokið eins árs viðbótarnámi í félags-
vísindadeild til starfsréttinda í félags-
ráðgjöf:
Aðalbjörg Traustadóttir
Álflieiður Guðlaugsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Kristinn Guðjón Kristinsson
Kristín G. Jónsdóttir
Á'
Orðsending
til lífeyrisþega
Þann 1. febrúar sl. gengu í gildi breytingar á lögum um almannatryggingar sem varða
grunnlífeyri elli- og örorkulífeyrisþega.
Stærstur hluti lífeyrisþega, eða um 90% þeirra, verður ekki fyrir neinni skerðingu.
Lífeyrisgreiðslur þeirra haldast óbreyttar.
Skerðing grunnlífeyris á sér einungis stað ef atvinnutekjur eru umfram 66 þúsund krónur
á mánuði. Þá skerðist grunnlífeyririnn um 250 krónur fyrir hverjar 1000 krónur í
atvinnutekjum umfram 66 þúsund krónur á mánuði. Greiðslur úr lífeyrissjóðum og
almannatryggingum hafa ekld áhrif til lækkunar. Slíkar greiðslur skerða ekld
grunnlífeyrinn^
Við mat á atvinnutekjum er miðað við síðasta skattframtal, þ.e. framtaldar tekjur ársins
1990. Hafí atvinnutekjur elli- og örorkulífeyrisþega lækkað frá atvinnutekjunum árið
1990 getur lífeyrisþegi átt rétt á hækkun grunnlífeyris hafi grunnlífeyrir verið skertur
þann 1. febrúar sl. Upplýsingar þar um má fá hjá Tryggingastofnun ríkisins og
umboðsskrifstofum hennar.
Þeir, sem þurfa á frekari upplýsingum að halda um þessar breytingar, vinsamlega
snúi sér til ráðuneytisins í síma 91-609700 eða til Tryggingastofnunar ríkisins í
síma 91-604400.
Reykjavík, 4. febrúar 1992
Heilbrigdis- og tryggingamálaráðuneytið