Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1992 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá fundi foreldra og kennara í Kó^avogi í gærkvöldi, á innfelldu myndinni er Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 11. FEBRÚAR YFIRLIT: Skammt suðaustur af Jan Mayen er 975 mb lægð á leið norðaustur, og lægðardrag fyrir sunnan island. Um 500 km suður af Hvarfi er 970 mb lægð sem þokast austnorðaustur. Yfir Norðaustur- Grænlandi er 1.020 mb hæð sem þokast austur. SPÁ: Austan- og norðaustanátt, hvassviðri eða stormur allra syðst en kaldi eða stinningskaldi annars staðar. Él við austur- og norður- ströndina og líklega snjókoma syðst á landinu, en víða bjart veður vestanlands og í innsveitum norðanlands. Frost um allt land, mest um 10 stig norðanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Austlæg átt, liklega stormur og snjó- koma allra syðst og hiti nálægt frostmarki en hægari vindur og talsvert frost í öðrum landshlutum. Él við norður- og austurströnd- ina en þurrt á Vesturlandi og í innsveitum norðanlands. HORFUR Á FIMMTUDAG: Austanátt, víða nokkuð hvöss. Snjókoma eða slydda viða um land, síst á Vesturlandi og vestantil á Norður- landi. Heidur hlýnandi. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Vedurfregnir: 990600. Heíðskírt / / / / / / r r Rigning Léttskýjað Hálfskýjað * / * * * * * / * * / * / * * * Slydda Snjókoma Skýjað Alskýjað V $ V Skúrir Slydduél Él FÆRÐ Á VEGUM: Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka :«g-i Ágæt færð er á Suðurlandi og Austurlandi. Á Norður- og Norðaustur- landi gengur á með smáéljum en þó er greiðfært um flesta vegí. Siglu- fjarðarvegur var ruddur ( morgun. Greiðfært er um Holtavörðuheiði tíl Hólmavíkur en þar fyrir norðan eru vegir ófærir. Góð færð er um Snæ- fellsnes og Dali og þaðan til Reykhóla. 3rattabrekka er fær. Fært er öllum bílum frá Brjánslæk til Bíldudals. Greiðfært er á milli Bolungarvík- ur og Súðavíkur. Unnið er við mokstur á Botnsheiði og er vonast til að hún verði opnuö seinna í dag. Ekki verður reynt að opna Breiðdals- heiði að svo stöddu. Djúpvegur er ófær. Vegagerðin VEÐUR I fÍÐA UM HEIM kl. 12.00 i gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hiti 410 +7 veður snjóél léttskýjað Bergen 6 hálfskýjað Helsinki 0 snjókoma Kaupmannahöfn 6 þokumóða Narssarssuaq -i-6 skafrenningur Nuuk t10 skýjað Ósló 2 rignlng Stokkhólmur 2 þokumóða Þórshöfn 0 snjóél Algarve 17 heiðskirt Amsterdam 6 léttskýjað Barcelona 13 heiðskirt Berlín 9 skýjað Chicago +t alskýjað Feneyjar 5 rigning Frankfurt vantar Glasgow 6 skúr á síð. klst. Hamborg +6 rign. á sið. klst. London 8 skýjað LosAngeles 12 rign.ásið.klst. Lúxemborg 4 skýjað Madrid vantar Malaga vantar Mallorca 15 skýjað Montreal *24 léttskýjað NewYork +9 heiðskírt Orlando 12 alskýjað Paris 8 skýjað Madeira 18 skýjað Róm 14 skýjað Vfn 4 alskýjað Washlngton +7 léttskýjað Winnipeg +20 skafrenningur Menntamálaráðherra á fundi hjá SAMKÓP: Flutningur grunn- skóla til sveitar- félaga kannaður Menntamálaráðherra finnst rétt að kannaðir verði kostir þess að færa rekstur grunnskólans alfarið undir stjórn sveitarfélaganna. Það gæti þýtt að kennarar yrðu starfsmenn sveitarfélaga en ekki ríkis. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Ólafs G. Einarssonar, menntamálaráðherra, á fjölmennum fundi SAMKÓP, nýstofnaðs fé- lags foreldra og kennara í Kópavogi, í gærkvöld. Ólafur sagði í framsöguræðu sinni á fundinum að við slíka athug- un þyrfti að sjálfsögðu að hafa í huga nauðsynlegar breytingar á verkaskiptingu milli ríkis og sveit- arfélaga svo og flutning tekjustofna þeirra í milli. Ráðherra hyggst á næstu dögum skipa nefnd sem ætl- að er að endurskoða grunnskóla- og framhaldsskólalög og sem meðal annars er ætlað að kanna þetta mál. Ráðherra sagði að hann vildi jafnframt að endurskoðunarnefndin svaraði því sérstaklega hvernig auka mætti sjálfstæði skóla og for- ræði þeirra, til dæmis með því að fræðsluskrifstofur tækju við aukn- um stjórnunar og-eftirlitsverkefn- um af ráðuneytinu. „Þá þarf að athuga hvort skynsamlegt eða mögulegt sé að stytta grunnskólann um eitt ár. í því samhengi hlýtur að verða athugað hvort lengja eigi skólaárið. Þetta finnst mér sérstök ástæða til að athuga þegar haft er í huga að í nágrannalöndum okkar er stúdentsprófsaldurinn 18 ára en ekki 20 eins og hér.“ Ráðherra finnst ástæða til að athuga hvernig haga skuli mati á árangri nemenda og skóla. Jafn- framt hvernig efla megi unglinga- deildir grunnskólans í þeim tilgangi að gera þær hæfari til að undirbúa ungiinga undir frekara nám í fram- haldsskóla, hvort sem viðkomandi stefnir að bóknámi eða verknámi. Einnig hvernig tryggja megi meiri áhrif foreldra og samtaka þeirra innan grunnskólans og störf ein- stakra skóla. Hvernig haga skuli inntöku í framhaldsskóla og hvaða skilyrði nemendur skuli uppfylla til að fá þar inngöngu. Þá sagði ráð- herra að athuga þyrfti hvort nauð- synlegt væri að koma á samræmd- um prófum í lok grunnskólans til að tryggja jafnan rétt nemenda og möguleika á námi í framhaldsskóla. „Ég er ekki endilega að segja að þetta sé lausnin, en vil að endur- skoðunarnefndin fari sérstaklega ofan í þessa þætti. Ekki síður er ástæða til þess að athuga hvort skynsamlegt eða mögulegt sé að stytta framhaldsskólann um eitt ár þannig að hann verði þijú ár í stað fjögurra nú, til samræmis við það sem gerist í nágrannalöndunum,“ segir Ólafur. Menntamálaráðuneytinu er gert að spara um það bil 700 millj. Ráð- herra sagði á fundinum að þessi niðurskurður væri ekki til frambúð- ar en ýmsar ieiðir væri hægt að hugsa sér til að ná settum markmið- um. „Hver bekkjardeild kostar um 1,5 millj. 2.200 bekkjardeildir eru í grunnskólum landsins og það er tiltölulega einfalt reikningsdæmi að finna það út að ef við gætum fækk- að þessum bekkjardbildum um 120 þá væri kominn 180 millj. sparnað- ur sem grunnskólanum er ætlaður." Grunnskólar: Kennsla dregst sam- an um 560 mínútur KENNSLA í grunnskólum landsins minnkar um 560 mínútur á viku frá síðasta ári, úr 11.960 mínútum í 11.400 mínútur, að sögn Ólafs Arnarsonar, aðstoðarmanns menntamálaráðherra. Hann segir ósann- gjarnt að skoða niðurskurð skólatíma hjá hverjum árgangi fyrir sig þar sem hann dreifist ekki jafnt yfir þá. Ólafur spyr hvort unnt sé að lengja skólaárið sem þessum niðurskurði nemur um tvær vikur, og að kennarar hljóti að taka vel í þá hugmynd sé þeim jafn umhug- að um hag nemenda sinna og þeir vilja vera láta. I gögnum frá menntamálaráðu- neytinu kemur fram að heildar- kennslumagn á árunum 1960-1992 hefur aukist um 2.325 mínútur á viku, úr 9.075 í 11.400. Árið 1991 var kennsla 6 ára barna tekin inn í grunnskólann og nemur kennslu- magn hans 960 mínútum á viku. Aukningin á kennslumagni frá 1960-1992 ef 6 ára bekkur er und- anskilinn er 1.365 mínútur. Sama kennslumagn verður í 7 ára og 8 ára bekkjum 1992 og á síðasta ári, eða 960 mínútur á viku. Tveggja kennslustunda skerðing verður á viku hjá 9 ára börnum og þarf að fara aftur til 1974 til að finna sama kennslumagn. Sama skerðing verður hjá 10-15 ára nem- endum, sem er allt upp í fjórum kennslustundum minna á viku en síðastliðin 22 ár. „Þessar heimsendaspár og upp- hrópanir sem hafa verið í umræð- unm gefa ranga mynd. Þetta ár er, hvernig sem á það er litið, eitt af allrabestu árunum frá upphafi varð- andi kennslumagn. Auðvitað er hægt að taka einstaka árganga og segja að þar sé ívið minni kennslu- tími en 1960, en þegar heildar- kennslumagn er skoðað sést að það er mun meira en 1960. Nemendur sem fá þessa skerðingu núna hafa fengið mun meiri kennslu þegar þeir útskrifast úr grunnskóla en sömu árgangar fyrir 30 árum,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði athyglisvert að á sama tíma og kennarar lýstu því yfir að hver kennslustund skipti máli væru heilu tímarnir notaðir til að kenna bömunum það sem ekki er á námskrá, „það er hve Ólafur G. Einarsson er slæmur maður og vondur menntamálaráðherra. Það er gefið frí fyrir bömin til að fara á útifundi í þessari viku, mismun- andi þó eftir skólum. Það má bæta börnunum upp þessa skerðingu með ýmsum hætti. T.a.m. eru gefin frí í skólunum í tengslum við foreldra- fundi,“ sagði Ólafur. Hann sagði að þessu væri öðruvísi háttað er- iendis, þar væri þetta haft jafnhliða skóladeginum. „Er ekki hægt að kenna tveimur vikum lengur, byrja fyrr eða hætta seinna, og bæta þannig upp þennan tímamissi, sem er svona geigvænlegur fyrir börnin, að sögn kennara. Kennarar eru á launum allt árið en kenna í níu mánuði. Mér er tjáð að við þessu verði ekki hreyft nema kennarar fái aukagreiðslur fyrir. Það læðist að manni sú hugsun að það sé ekki hagur barnanna sem kennarar eru að hugsa um heldur eigin kjara- mál, því þarna höfum við lausn- ina,“ sagði Ólafur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.