Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 7
_____________________________ MORGUNBLAÐIÐ ÞRfflJUÐAQUt ll.^FEBRUAR'1'9928 7 Afurðalán Landsbankans: Álnigi á að taka upp kjörvaxta- flokkun Aðstoðarbankaslgóri Lands- bankans segir að áhugi sé á því innan bankans að taka upp kjör- vaxtaflokkun á afurðalánum en nú eru öll afurðalán í íslenskum krónuin með sömu vaxtakjör, og skiptir þá ekki máli hvort þau eru með ríkisábyrgð eða ekki. Vextir á afurðalánum bankanna út á kindakjötsframleiðsluna, og þá sérstaklega Landsbankans þar sem teknir hafa verið 16,25% vextir, hafa verið gagnrýndir af fulltrúum neytenda viö verð- lagningu kindakjöts í heildsölu. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, segir að sú tíð sé liðin að afurðalánavext- ir séu niðurgreiddir. Þeir hafi um tíma verið mun lægri en almennir útlánsvextir. Nú væru afurðalána- vextirnir s-vipaðir eða heidur neðan við vexti á skuldabréfaútlánum. Þetta væri að vísu misjafnt á milli tímabila. Brynjólfur sagði að enn væri ekki byrjað að kjörvaxtaflokka af- urðalán, bjóða viðskiptavinum kjör á afurðalán eftir fjárhagsstöðu þeirra og tryggingum, eins og al- mennt væri í skuldabréfalánum. Sagði hann að það væri að vísu flókið að taka þetta fyrirkomuiag upp en áhugi væri á því innan bank- ans_ að gera það í framtíðinni. Utiánsvextir Landsbankans lækka í dag. Vextir afurðalána lækka einna mest, eða um 1%, að sögn Brynjólfs. nefnd fjall- ar um bygg- ingu við Hæðargarð UM NÍUTÍU manns mættu á grenndarkynningu sem lauk um helgina, þar sem kynntar voru nýjar hugmyndir um að reist verði eitt fimm hæða hús fyrir aldraða á Víkingssvæðinu við Hæðargarð í stað rúmlega tutt- ugu keðjuhúsa á einni hæð sem áður var gert ráð fyrir. Málið var rætt í skipulagsnefnd í gær en verður afgreitt síðar. Um 1.200 íbúar í nágrenninu mótmæitu á sínum tíma upphafleg- um tillögum um byggingu rúmlega tuttugu keðjuhúsa á einni hæð við Hæðargarð, þar sem slíkt hefði í för með sér skerðingu á útivistar- svæði. í framhaldi af því ákvað Borgar- skipulag Reykjavíkur að efna til grenndarkynningar til að kynna nýjar óskir samtakanna Réttar- holts, samtaka eldri íbúa í hverf- inu. Þau hafa óskað eftir að fá að byggja eitt fimm hæða hús í stað keðjuhúsanna. Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar, formanns skipulagsnefndar, gerir nýja tillagan ráð fyrir að tek- inn verði þriðjungur þess svæðis sem áður hafði verið ætlaður undir keðjuhúsin og útivistarsvæði verði stækkað sem því nemi. „Kynningin stóð yfir í tíu daga og var auglýst í fjölmiðlum og í verslunum í hverfinu. A hana komu um 90 manns,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið. átt þú skó ? Láttu okkur halda þeim gangandi. Sérhæfð þjónusta við alla skóeigendur sem vilja eiga vel hirta og fallega skó. Þrír afgreiðslustaðir okkar eru ávallt í leiðinni. B Allar skóviðgerdir Gerum við meðan beðið er ! Póstkröfuþjónusta fyrir landsbyggðina. Töskuviðgerðir Tökum að okkur allar almennar töskuviðgerðir. Lyklasmíði Smíðum alla algengustu hús- og bíllyklana. Allt til skóviðhalds Eitt mesta úrval landsins af skóáburði, reimum, skóburstum og öðru því sem til þarf við umhirðu á skóm. A E3Í Reykjavík Grettjsgötu 3 S. 91-21785 E3I Kópavogi ÉS I Hafnarfirði Móttaka, Hamraborg 1 Reykjavíkuivegi 68 S. 91-46512 S. 91-651722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.