Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRUAR 1992
OTELLO:
Listræn átök á
10 ára afmælinu
Tónlist
Ragnar Björnsson
Ótello frumsýndur á íslensku
leiksviði, á sama tíma les maður í
dagblöðum að La Boheme komi
upp í Borgarleikhúsinu, á vegum
Óperusmiðjunnar og enn les maður
á sama tíma frétt frá Þjóðleikhús-
inu um væntanlega óperuupp-
færslu og undirritaður veit um enn
eina óperusýningu sem koma skal
á ijalirnar í vor. Fjórar ólíkar
óperuuppfærslur, í ijórum húsum,
á einu ári í hundrað þúsund manna
borg hlýtur að vera heimsmet og
jafnvel þótt sýningarnar og
sýningarstaðir verði ekki nema
þrír, ef Þjóðleikhússýningin verður
síðar. Segja má þetta ánægjulegar
fréttir og að þarna fái margir af
okkar ágætu og efnilegu söngvur-
um tækifæri. Jafnframt dettur
manni. í hug hvort hagkvæmt sé
og æskilegt að dreifa kröftunum
svo víða, bitnar þetta á gæðunum,
standa áheyrendur undir þessari
miklu ásókn í þá? Er þetta of kostn-
aðarsamt? Hver borgar? Þótt
einkaframtak sé lofsvert og sam-
keppni æskileg sitja sumir þættir
menningar ekki á neinni guílkistu
og þar á meðal er rekstur óperu,
þar eru liðirnir of dýrir til þess að
einkaframtakið geti notið sín. Ekki
er minnsti vafi á því að leikhús-
gestir hér, sem og annars staðar,
vilja geta notið óperusýninga. Er
því ekki kominn tími til að setjast
niður við sama borð og ræða hvar
þessi listflutningur komist best
fyrir, hvar söngvararnir fái notið
sín best, hvar náum við að skapa
sýningunni sem sannasta umgjörð
og hvar og hvernig er reksturinn
íjárhagslega hagkvæmastur? Er
þess ekki krafist af öllum í dag
eða eigum við að halda áfram að
horfa á skýjaborgirnar hrynja? En
tilefni þessara skrifa er frumsýn-
ing íslensku óperunnar á ptello, í
tilefni 10 ára afmælis íslensku
óperunnar og gjafarinnar til ís-
lenskra söngvara, Gamla bíós, sem
gert hefur mörgum fært að stíga
sín fyrstu spor. Óperan Otello er
ekkert lamb að leika við, hvorki
fyrir einsöngara eða kór. Verdi
búinn að hafa Wagner á hælum
sér allt frá fæðingu, fæddir sama
ár, og dáði sem fyrirmýnd, sérstak-
lega þegar líða tök á ævina. Auð-
velt var því ekki fyrir Verdi að
byija á nýrri óperu, kominn nokkuð
á áttræðisaldur, en penni hans og
hugmyndaauðgi var enn söm fyrr
og þegar atburðarás og gott hand-
rit barst honum, Shakespeare og
Boito, stóðst Verdi ekki freisting-
una og tónlistin um líf og örlög
Otellos, Desdemonu, Jagos, Cassi-
os og fleiri tók að spinna sína
þræði. Sagt er gjarnan að ekki
skuli reyna að uppfæra Otello hafi
maður ekki góðan Jago og það er
rétt. Svo mikið er lagt músiklega
og leiklega á þessa persónu af-'
brýði, haturs og slægðar að til
þarf góðan listamann, en Jago er
líka draumahlutverk þeirra sem
Múgurinn fagnar komu Otellos til Kýpur.
Ólöf Kolbrún Harðardóttir sem
Otello.
Desdemona og Garðar Cortes sem
valdið hafa og sú ánægjulega stað-
reynd blasti við á sviðinu í kvöld,
að Jago var þar kominn fullskapað-
ur frá hendi höfunda sinna. Radd-
lega hefur undii’ritaður ekki heyrt
Keith Reed betri og Ieiklega og
músíklega var hann frábær. Reed
persónugerði Jago nokkuð á annan
veg en undirritaður hefur heyrt
áður, gerði hann kannski mann-
legri, samkvæmt hans eigin orðum
„maðurinn er skapaður af grimm-
um Guði, og er því í eðli sínu
grimmur“. Af hárfínni nákvæmni
sáir hann eitrinu í þann reitinn sem
öruggasta gefur uppskeruna.
Hann er ekki aðeins undirförull og
illur, en sveiflast milli kennda sem
við þekkjum kannski í okkur, hvert
um sig. Frammistaða Reeds var
sigur þeirra beggja, hans sjálfs og
Jagos. Otello er skapaður af öðrum
Guði en Jago. Þrátt fyrir her-
kænskuna er Otello einfaldur og
saklaus, tilfinningahrúgald sem
Jago leikur sér að. Enn kemur
„Sjómannslíf,
sjómannslíf...“
Úr myndinni Inguló eftir Ásdísi Thoroddsen.
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
INGALÓ. Sýnd í Stjörnubíói.
Leikstjóri og handritshöfundur:
Ásdís Thoroddsen. Framleiðend-
ur: Martin Schluter, Albert Kitzl-
er og Heikki Takkinen. Kvik-
myndataka: Tahvo Hirvonen.
Hljóð: Martin Steyer. Tónlist:
Christoph Oertel. Klipping: Vald-
ís Óskarsdóttir. Framkvæmda-
stjórn: Hlynur Óskarsson. Leik-
mynd: Anna Th. Rögnvaldsóttir.
Aðalhlutverk: Sólveig Arnars-
dóttir, Haraldur Hallgrímsson,
Þráinn Karlsson, Ingvar Sigurðs-
son, Eggert Þorleifsson, Björn
Karlsson, Magnús Ólafsson,
Bessi Bjarnason, Jón Hjartarson,
Þorlákur Kristinsson, Þór
Hrafnsson Tulinius, Bríet
Héðinsdóttir, Árni Pétur Guð-
jónsson, Róbert Arnfinnson,
Stefán Jónsson, Bríet Héðins-
dóttir, Gísli Halldórsson.
í fyrra hlutu tveir kvikmynda-
gerðarmenn af yngri kynslóðinni
styrk frá Kvikmyndasjóði tij að
gera bíómyndir. Annar var Ásdís
Thoroddsen, sem gerði Inguló síð-
asta sumar. Eftir frumsýningu á
myndinni um síðustu helgi er Ijóst
að styrknum hefur verið vel varið.
Ingaló tekur á nýjum málum og hún
er vonandi einhver fyrirboði um það
sem koma skal á næstu árum þegar
ungiy kvikmyndagerðarmenn á borð
við Ásdísi taka að skila af sér bíó-
myndum. Sem frumraun höfundar
er myndin vel heppnuð að mörgu
leyti, þótt hún sé ekki gallalaus.
Sérstaklega hefði handritið þurft
meiri yfirlegu. En það besta við
hana er að nú þegar íslenskt samfé-
lag verður útlenskara með hveijum
deginum sem líður í gegnum taum-
lausan innflutning á erlendu
skemmtiefni er hún skemmtilega
rammíslensk, nútímaleg alþýðu-
saga.
Hún gerist í dæmigerðu sjávar-
plássi og ijallar um sjómanns- og
verbúðarlífið, þetta sama og Bubbi
hefur spngið um í mörg ár en ekki
hefur verið gerð mikil skil á filmu
(Þráinn Bertelsson grínaðist með
það í Nýju lífi, Friðrik Þór Friðriks-
son fjallaði um tvo sjómenn í Skytt-
unum). Nú hefur sumsé hin sanna
verbúðarmynd loksins verið gerð
og með góðum árangri af leikstjóra
sem virðist þekkja vel til efnisins
(Ásdís hefur reyndar sagt að kveikj -
an að myndinni hafi orðið til þegar
hún vann í físki úti á landi um tví-
tugt). Það er drifkraftur og frá-
sagnargleði í Inguló sem fleytir
henni yfir marga gallana í hand-
riti. Þetta er lítii mynd og persónu-
leg en sagan er tiltölulega viðamik-
il og fer allan skalann frá gleði og
gamansemi til alvöru og sorgar.
Fólkið í henni er flest brakandi
ekta og eðlilegt, stórar og smáar
persónur eru unnar af skilningi og
natni, umhveyfið, sérstaklega lýs-
ingin á maðksmognu verbúðunum,
er í sama stílnum, raunverulegt og
trúverðugt. Sennilega er dýpsta
gryfjan að falla í fyrir þann sem
fjallar um verbúðarlíf og sjó-
mennsku að hengja sig á innantóm-
ar klisjur. Þjóðsögurnar um_ sjó-
menn eru fullar af þeim, en Ásdís
og góður leikarahópurinn, sem hún
hefur valið til samstarfs við sig,
fellur aldrei í þá gryfju. Raunsæi
er aðal myndarinnar. Maður á
a.m.k. auðvelt með að ímynda sér
að myndin höggvi nærri raunveru-
leikanum.
í myndinni er þægileg blanda af
atvinnuleikurum og leikmönnum í
greininni, ungum leikurum og þeim
sem eldri eru. Alls staðar smella
þeir inní hvort sem það er í slags-
málum á sveitaballi, uppi á dekki í
aðgerðinni, inni í verbúð á fylleríi
eða í frystihúsinu. Það eru ekki síst
smáatriðin sem opna manni þennan
heim, athugasemdir eða athafnir,
smáskot sem gera persónurnar ljós-
lifandi og eðlilegar ásamt orðalagi
sem er tilhlýðilega groddalegt.
Veikasti hlekkurinn er slitrótt
handrit. Sólveig Arnarsdóttir leikur
titilpersónu myndarinnar, Inguló.
Það verður strax Ijóst um leið og
við sjáum hana að hún er lítt ánægð
með hlutskipti sitt á trillu föður
síns (Þráinn Karlsson). Ásdís skýrir
það aldrei út hvað plagar hana eins
og það sé sjálfgefið að ungar stúlk-
ur sem strita í sjávarplássi, sækja
sjóinn og hrærast í ómenguðu
karlasamfélagi séu skapillar, firrtar
og þunglyndar. Ljóst er að Ingaló á
í sálarkreppu en það vantar ástæð-
urnar fyrir henni þótt eitt og annað
sé gefið í skyn; strangur og óbil-
gjarn faðir og litlar framtíðarvonir.
Og þótt Sólveig sé mjög góð í hlut-
verkinu er eins og hana vanti ein-
hveijar haldbetri forsendur fyrir
hijúfri persónugerðinni. Eftir að
hafa bitið lögregluþjón í slagsmál-
um á sveitaballi, sem er eitt af
lúmskfyndnu og velheppnuðu atrið-
um myndarinnar, er Ingaló send
suður þar sem Bríet Héðinsdóttir,
glettin og manneskjuleg í smáhlut-
verki geðlæknis, úrskurðar hana
hreina og klára frekjudollu og send-
ir heim aftur. En aðaltilgangurinn
með sendiferðinni suður í handriti
Ásdísar er að kynna til sögunnar
mann sem heillar hana og flekar
og kemur seinna í ljós að er útgerð-
armaður og skíthællinn í sögunni
(leikinn af Þorláki Kristinssyni).
Það er þó algerlega tvíklofin per-
sóna; í fyrstu kúnstugur og aðlað-
andi herramaður sem heillar Inguló
uppúr skónum og hún endar með
að sofa hjá. Seinna kemur í ljós að
hann er skúrkur í vafasömu kvóta-
braski og hann lítur ekki við Inguló
þegar hún fer að vinna á einum
bátnum hans. Sambandi þeirra er
aldrei gerð nein frekari skil. Það
gufar einhvern veginn upp.
Þegar Ingaló fer aftur út á land
frá Reykjavík er hún uppúr þurru
orðin kokkur á Matthildi, 100 tonna
báti, sem bróðir hennar (Haraldui'
Hallgrímsson) hefur stolist á.
Ingaló er komin á haf út. Eitthvað
hefur gerst í millitíðinni sem við
vitum ekki um og seinna kemur- í
ljós að hún er.flutt að heiman og
farin að búa í verbúð í öðru plássi.
Hún kynnist vel áhöfninni um borð
og slæmum aðbúnaðinum í verbúð-
inni þar sem allt er morandi í lirfum
<
f
<
►