Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1992
35
HULA
— Pat er Patrícia
Þá er það ljóst
Um allnokkurt skeið hefur
fígúra ein í bandaríska sjón-
varpsþættinum '„Saturday Night
Live“ valdið Bandaríkjamönnum
miklum heilabrotum. Það er „Pat“
sem um ræðir. Umræddur þáttur
er feykivinsæll vestra sem þýðir
að milljónir manna rýna á skerm-
inn er hann er sýndur og Pat þessi
hefur vakið mikið umtal. Pat er
titlaður „gjaldkeri“, en menn hafa
ekki áttað sig á því hvort. viðkom-
andi gjaldkeri sé kvenkyns eða
karlkyns. Það var eiginlega óvart
að spurning þessi fór að brenna á
vörum Kana og framleiðendur
þáttanna voru fljótir að grípa tæki-
færið: Að halda kynferði Pats
vandlega leyndu, gera það jafnvel
að stónnáli og vaxandi með hveij-
um þætti. Svipta síðan hulunni
eftir svo og svo langan tíma. Hul-
unni hefur nú verið svipt af og í
ljós kom að Pat er kvenkyns. Eng-
in spurning um það.
Pat er Patricia Sweeny, fyrrum
gjaldkeri hjá Colombia-kvik-
myndaverunum. Er hún gafst upp
á því gekk hún til liðs við grínara-
félagsskap í Los Angeles, „Gro-
undlings", og þróaði þar „Pat“ og
reyndar fleiri týpur. Steve Hib-
bert, eiginmaður hennar síðan
Pat og Pat.
1987, var einnig í félags-
skapnum og hjálpaði til við
myndun „Pats“. Samt kom
engum það meira á óvart en
þeim.hjónum er Pat var sam-
þykktur sem atriði í
Saturday Night Live. Nú
njóta þau þess ríkulega, því
hjónakornin hafa stofnað fyrirtæki
um sölu á alls kyns „Pat-varn-
ingi“, t.d. pennum, bolum, dúkk-
um, dagatölum og föntum. Þetta
selst eins og heitar lummur, því
Pat er fyrir löngu orðinn heimili-
svinur á milljónum heimila í
Bandaríkjunum!
BILDSHOFÐA 10
'
_____
bIldshöfði
STÓRÚTSÖLU
MARKAÐURINN
VESTURLANDSVEGUR
STRAUMUR
Meö lágu verði, miklu vöruúrvali og
þátttöku fjöldafyrirtækja héfur
stór-útsölumarkarðurinn svo sannarlega
slegið í gegn og stendur undir nafni.
Fjöldi fyrirtæKia - gífurlegt vöruúrval
STEINAR, hljómplötur - geisladiskar - kasettur • KARNABÆR, tískufatnaður herra og
dömu • SONJA, tískufatnaður • PARTÝ, tískuvörur • BOMBEY, barnafatnaður •
BLÓMALIST, allskonar gjafavörur • KÁPUSALAN, kvenfatnaður • STRIKIÐ, skór á
alla fjölkylduna • KJALLARINN/KÓKÓ, alhliða tískufatnaður • STÚDÍÓ, fatnaður •
SAUMALIST, allskonar efni • ÁRBLIK, peysur • Xog Z, barnafatnaður • ÉG OG ÞÚ,
undirfatnaður og margt fieira
i---------------------1
! Skrifstofutækninám
Fyrir aÖeins kr. 5.000 *
Námið er sniðið að þörfum vinnumarkaðarins.
Þú lærir að færa bókhald og nota tölvu við lausn
algengra verkefna á nútíma skrifstofu, til dæmis
ritvinnslu, áæltanagerð og tölvubókhald.
* Verðið miðast við skuldabréf til tveggja ára
Tölvuskóli Islands
Sími: 67 14 66, opiö lil kl. 22
MEg skal kenna þér að elda!”
NÁMSKEIÐ í AUSTURLENSKRIMATARGERÐ
Ævintýraheimur austurlenskrar matargerðar er
heillandi. Andblær austurlanda endurspeglast í
matargerðinni; ljúffengri, litríkri og ilmsterkri.
Ning De Jesus frá Filippseyjum leiðbeinir á
tveggja kvölda námskeiðum, þar sem kennd
verða grunnatriði austurlenskrar matargerðar,
kryddnotkun, meðferð hráefnis, notkun nauðsyn-
legra áhalda og hvernig á að velja saman matseðil.
Eldunaraðferðir sýndar á fjölda framandi rétta
Ný námskeið hefjast mánudaginn
17. febrúar.
Skráning fer fram í Veitinga- og vöruhúsi Nings að
Suðurlandsbraut 6. Námskeiðsgjald er kr. 6.500.
Hópafsláttur. Greiðslukortaþjónusta.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á staðnum.
Framhaldsnámskeið verða auglýst síðar!
SUOURLANDSBRAUT 6,108 REYKJAVÍK SÍMI 67 98 99