Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1992
Allt fyrir ekki neitt
eftir Sigurlaugu
Bjarnadóttur
Allt bendir til, að ríkisstjórnin sé
ekki búin að bíta úr nálinni með
„bandorminn“ sinn svokallaða, sem
valdið hefur meira umróti í íslenskri
þjóðarsál að undanfornu en gerst
hefur áratugum saman. Fólki
gremst, að loksins, þegar tekið
skyldi til hendinni við aukið aðhald
og sparnað í rekstri þjóðarbúsins,
sem sannarlega var ekki vanþörf á,
skuli það gerast með þvílíkum ósköp-
um og þjösnagangi, að þjóðin veit
ekki, hvaðan á hana stendur veðrið.
Látum vera, að niðurskurðinum
skuli beint fyrst og fremst að skóla-,
heilbrigðis- og tryggingakerfi, fjárf-
rekustu þáttum hins svokallaða vel-
ferðarkerfis. Þar má vafalaust spara
og hagræða verulega. Það fer hins-
___________Brids______________
Umsjón Arnór Ragnarsson
Heiðursgesturinn fékk
óvæntan spilafélaga
Eskifirði.
BRIDSFÉLAG Eskifjarðar og
Reyðarfjarðar hélt bridsmót
þann 1. febrúar síðastliðinn til
heiðurs Aðalsteini Jónssyni for-
stjóra á Eskifirði sem varð sjö-
tugur nokkrum dögum áður.
Við setningu mótsins tilkynnti
Kristján Kristjánsson formaður fé-
lagsins að spilafélagi Aðalsteins
yrði Jón Baldurson heimsmeistari í
brids en því hafði verið haldið
vegar ekki á milli mála, að þær að-
gerðir ríkisvaldsins, sem boðaðar
hafa verið og eru sumar að koma
til framkvæmda þessa dagana eru
of margar því marki brenndar að
vera í senn vanhugsaðar, haldlitlar
og í hrópandi mótsögn við almenna
réttlætiskennd og metnað okkar sem
menningarþjóðar.
Ekkert fyndið
Heilbrigðisráðherrann okkar fer
mikinn og minnir okkur — almúgann
— óspart á, að við megum ekki ætl-
ast til, að „allir fái allt fyrir ekki
neitt“! Þetta á víst að hljóma „töff“,
jafnvel sniðugt.
En ætli íslenskum skattborgurum,
ekki síst gamla fólkinu okkar, sem
hefir unnið hörðum höndum um
langa ævi og borgað sína skatta og
skyldur til samfélagsins — ætli því
þyki það ekki dálítið hart að heyra,
leyndu fyrir Aðalsteini fram að því.
Gekk á ýmsu hjá þeim félögum í
mótinu og lentu þeir í sjöunda sæti.
Haukur Björnsson og Þorbergur
Hauksson sigruðu í mótinu með
glæsibrag, fengu 124 stig. í öðru
sæti urðu Guðmundur Magnússon
og Hafsteinn Larsen með 56 stig
og í þriðja sæti urðu Friðjón Vigfús-
son og Kristján Kristjánsson með
51 stig.
Jón Baldúrsson afhenti verðlaun-
in og hafði þá orð á því að gaman
væri að veita Hauki fyrstu verð-
launin því þeir hefðu verið félagar
í æsku.
Benedikt.
að það eigi ekkert inni fyrir læknis-
hjálp eða aðhlynningu á sjúkrastofn-
un, þegar heilsa og kraftar eru á
þrotum?
Nei, Sighvatur minn, þetta er
ekkert „töff“ og því síður fyndið:
Rétta orðið er — ósvífni, og alveg í
sama dúr eru áformin um að loka
öldrunardeild Landspítalans í Hátúni
og á Landakoti á sama tíma og haft
er fyrir satt, að neyðarástand ríki í
hjúkrunarmálum aldraðra í Reykja-
vík og heimahjúkrun engan veginn
sinnt sem skyldi.
Ættu annað og betra skilið
Málefni Landakotsspítala eru
raunar kapituli út af fyrir sig og
vandséð hveiju sætir sú harkalega
og ómaklega aðför, sem gerð er að
þessari virtu og merkilegu stofnun,
sem er um leið hið elsta eiginlega
sjúkrahús höfuðborgarinnar, byggt
upp af mannkærleika og fórnfýsi
St. Jósefssystra. Hefir auk þess, að
skilja má, staðið sig hvað best í
rekstri á undanförnum árum, miðað
við önnur sjúkrahús í Reykjavík.
Hefir hann vegna smæðar sinnar
einfaldlega orðið undir í togstreitu
og átökum milli hinna stærri sjúkra-
húsanna í öllu sameiningarbröltinu?
Tilskilið er samþykki Landakots-
systra til að sameina megi Landakot
öðru sjúkrahúsi. Er búið að knýja
þær til samþykkis — eða bijóta á
þeim samninga? Þær ættu þó annað
og betra skilið.
Nýr kapítuli í forgangsröðun
En Landakot tengist líka öðrum
hugmyndum, sem nú eru komnar inn
í umræðuna um einkarekin sjúkra-
hús, sem tækju ákveðið vistunar-
gjald af sjúklingum. Morgunblaðið
birti í dag (4. feb.) niðurstöður úr
skoðanakönnun, sem gerð var nýver-
ið á vegum íslenskra markaðsrann-
sókna til að kanna viðhorf fólks til
málsins. Nokkuð virðast þær niður-
stöður misvísandi.
Landlæknir, Ólafur Ólafsson hefir
einnig látið málið til sín taka í ágætri
grein hér í blaðinu 19. janúar sl. sem
hefir vakið verðskuldaða athygli,
skrifuð af raunsæi og þekkingu.
Tvær tilvitnanir í þessari grein Ólafs
skipta, að ég tel meginmáli: „Ef efn-
aðri sjúklingar geta keypt sér vistun-
arpláss á sjúkrahúsum, vegur inni-
hald pyngjunnar þyngra en sjúk-
dómsástandið. Veikustu sjúklingarn-
ir sitja því ekki fyrir um vistunar-
pláss eins og eðlilegt er.“ Og síðar
Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson
Afmælisbarnið spilar við Jón Baldursson heimsmeistara.
Yelferð á
varanlegum
M ll 1 1 11 11 Kyniiingarfundir
“ heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra,
Sighvats Björgvinssonar
á Norðurlandi.
Akureyri - miövikudaginn 12. febrúar.
Viðtöl fyrir almenning á bæjarskrifstofunni kl. 9-12.
Tímapantanir hjá bæjarstjóra í síma 21000.
Opinn fundur í Alþýðuhúsinu kl. 20.30.
Húsavík - Fimmtudaginn 13. febrúar.
Viðtöl fyrir almenning á bæjarskrifstofunni kl. 9-12.
Tímapantanir hjá bæjarstjóra í síma 41222.
Fundur á Hótel Húsavík kl. 20.30.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
Sigurlaug Bjarnadóttir
„Nei, Sighvatur minn,
þetta er ekkert „töff “
o g því síður fyndið.
Rétta orðið er —
ósvífni, og alveg í sama
dúr eru áformin um að
loka öldrunardeild
Landspítalans í Hátúni
og á Landakoti á sama
tíma og haft er fyrir
satt, að neyðarástand
ríki í hjúkrunarmálum
aldraðra í Reykjavík og
heimahjúkrun engan
veginn sinnt sem
skyldi.“
í greininni: „Ef sá efnaði skal hafa
forgang að öllu jöfnu, er hafinn nýr
kapítuli í forgangsröðun í heilbrigð-
isþjónustunni."
Niðurstaða landlæknis er sú, að
rekstrarleg samkeppni í heilbrigðis-
þjónustu hafi „marga fylgikvilla"
þótt hún sé góð og gild á flestum
öðrum sviðum þjóðlífsins og fagleg
samkeppni eigi alls staðar rétt á sér.
Orð í tíma töluð
Þetta um forgang hinna efnaðri
í heilbrigðisþjónustu er annars ekki
alveg nýtt af nálinni í íslenskri þjóð-
málaumræðu. Þegar ég las grein
landlæknis, kom mér strax í hug
önnur blaðagrein, skrifuð fyrir
nokkrum árum af hinum vígreifa
talsmanni markaðshyggju á íslandi,
Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni.
Hann hélt því fram ótrauður, að
ekkert væri eðlilegra en, að efna-
maðurinn, athafnamaðurinn, sem
engan tíma mætti missa, gæti borg-
að sig fram úr biðröð á læknastofu,
enda augljóst, að hans tími væri
mun dýrmætari en þessa venjulega
fólks á biðstofunni! Hann munaði
ekkert um að greiða einhvern auka-
pening fyrir að vera tekinn fram
fyrir. Hví skyldi hann þá ekki fá að
hafa forgang fram yfir hina?!
Fleirum en mér hraus hugur við
ýmsu því, sem Hannes Hólmsteinn
lét frá sér fara á þessum árum, þótt
stundum mætti brosa að hugmynd-
um hans fremur en að taka þær
alvarlega, svo fjarstæðukenndar sem
þær voru. En hann gekk vasklega
fram í krafti hins sanntrúaða á yfir-
burði hins algóða, alfijálsa, mark-
aðskerfis, taumlausa samkeppni,
rétt peningavaldsins. Ég sé ekki
betur en að það séu einmitt þessi
viðhorf, sem landlæknir er að vara
við með ábendingum sínum. Þau
aðvörunarorð eru sannarlega orð í
tíma töluð.
Blikur á lofti
Með hruni alræðisstefnu kom-
múnismans í Austur-Evrópu hefur
þungu fargi verið létt af öllu mann-
kyninu. Hinu er ekki að neita, að
ýmsir hugsandi menn, hérlendir sem
erlendir, telja vissa hættu á, að öll
sú hörmungar lexía kunni að leiða
af sér sterka sveiflu í átt til hins
harða hægri kapítaiisma, þar sem
máttur peningavaldsins er allsráð-
andi en hlutur lítilmagnans látinn
eftir liggja. Það er þannig heldur
óhugnanleg tilhugsun, að í Banda-
ríkjunum, hinu auðuga forysturíki
vestræns kapítalisma, skuli vera um
40 milljónir manna, sem ekki njóta
neinnar sjúkratiyggingar, vegna
þess, að þeir eiga ekki peninga til
að borga fyrir hana. Og vegna þess,
að hörkutólin yst tii hægri — hvar
sem er í heiminum — líta hverskon-
ar félagslega samhjálp hornauga —
með gróðahyggjuna eina að leiðar-
ljósi.
Ég segi ekki, að slík viðhorf ógni
okkar íslenska þjóðfélagi í dag. En
það eru blikur á lofti.
Höfundur er menntaskólakennari.
ErHngnr Thuliníus
læknir — Minning
Einn okkar bestu vina um ára-
tuga skeið, Erlingur Tuliníus,
læknir, lést fyrir skömmu úti í
Danmörku þar sem hann bjó og
starfaði alit frá því að hann lauk
prófi frá Háskóla íslands sumarið
1935. Útför hans fór fram hinn 27.
desember sl. þar ytra. Hann fædd-
ist á Eskifirði 21. desember 1909,
sonur Axels Tuliníusar sýslumanns
og konu hans Guðrúnar Hallgríms-
dóttur, biskups Sveinssonar. Tveim
árum síðar fluttu þau til Reykjavík-
ur og ólst hann þar upp við ástríki
á þeirra mikla menningarheimili
sem stóð við Laufásveg þegar ég
kynntist því.
Hann var yngstur þriggja
bræðra, ein var dóttirin en hún lést
barnung.
Stúdent varð Erlingur frá MR
1929 og fór hann þá til Kaup-
mannahafnar sem var óvanalegt á
þeim tímum. Þar kynnist hann
konuefni sínu, Gunhild Huga, sem
síðar kom heim til Islands og gengu
þau í hjónaband 30. desember
1933.
Erlingur var glæsilegur ungur
maður og drengur góður. Hann var
léttur í skapi og gat verið mjög
skemmtilegur.
Flestöll sumur á námsárunum
dvaldist hann á ísafirði, vann á
sjúkrahúsinu en bjó hjá þeim ágætu
hjónum Kristjáni Arinbjarnar lækni
og Guðrúnu konu hans, en þau
voru systkinabörn hún og Eriingur.
Sumarið 1934 bjuggu þau Gun-
hild og Erlingur á ísafirði og þar
fæddist þeirra fyrsta barn, dóttirin
Ragnhild Astrid.
Eftir kandidatsprófið fluttust
þau til Danmerkur og bjuggu þar
upp frá því. Var þó Erlingur alltaf
sannur íslendingur sagðist til dæm-
is heita Erlingur, en ekki Erling á
dönsku. Einnig sagði hann okkur
að ef hann ætti eftir að ílendast
úti myndi hann aldrei hafa áhuga
á öðru en sínu starfi — hvorki fé-
lagsmálum né pólitík.
Um tíma málaði hann myndir,
hélt sýningu og fékk mjög góða
dóma.
Árið 1938 er við hjónin dvöldum
í Kaupmannahöfn urðum við
heimagangar hjá þeim, eins og þau
höfðu verið hjá Isafirði.
Árið 1939 fluttu þau til Ahrens,
þaðan til Fredericia þar sem að
hann starfaði til ársins 1963 að þau
fluttu til Hörsholm og Erlingur
vann í Kaupmannahöfn.
Þau bjuggu þar vel um sig í
nýju húsi og eignm við öll fjölskyld-
an góðar minningar frá heimilinu
þar.
Voru þá öli börnin að flytja og
stofna sín eigin heimili en þau urðu
þrjú alls. Úti fæddist Þórdís Edda
1940 og sonurinn Axel 1942. Hann
varð tannlæknir. Öll giftust þar-
lendum mökum.
Þau Gunhild og Erlingur reynd-
ust okkur góðir vinir ekki síst er