Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1992 „jzg aztLa, bctrtx ab fá haffiboLLcc- Fyrir alla muni vektu ’ann! Þú ert of viðkvæmur, Lilli minn. Margir krakkar ganga til tannréttinga-sérfræðinga. HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Ólöglegir ljósa- staurar frá Ólafí Ketilssyni: ÞAÐ hefur ekki borið neinn árangur þó ég hafi kvartað yfír því við ráða- menn Vegargerðar ríkisins hversu margir lífshættulegir og ólöglegir ljósastaurar hafa verið settir niður of nærri þjóðvegi frá Artúnsbrekku til Brúarlands í Mosfellsbæ. Slíkum vinnubrögðum mótmæli ég sem óskiljanlegum sem þarf að laga og slík mistök mega ekki gjörast neins staðar í landinu hér eftir. Þegar Reykjavíkurborg átti hátíð- arafmæli 1986 voru settar niður miklar háar og fallegar ljósasúlur á landamerkjum Reykjavíkurborgar; á Geithálsi, við Kópavog og Blika- staði. Maður vonaði að þær hefðu verið þannig staðsettar að þær mættu standa þarna á komandi tím- um. Ári seinna kom það fram að MORGUNBLAÐIÐ tekur upp þá nýbreytni að birta höfundagreinar og bréf sem berst með yfirskriftinni Bréf til blaðsins. Kemur þetta að hluta til í stað Velvakanda sem nú mun gegna því hlutverki að birta tilkynningar og þjónustuklausur af ýmsum toga, s.s. verið hefur í Vel- vakanda til þessa, svo og efni þar sem um nafnleynd er að ræða. Um leið og þessi háttur er tekinn upp áskilur blaðið sér allan rétt til þess hinar stóru stangir höfðu verið stað- settar ólöglega nærri vegi og því orðið að taka þær niður. Tveimur árum seinna eru settir um 100 ljósa- staurar ólöglega nærri vegi, aðeins einni bílbreidd frá ökubrautinni. Lögleg fjarlægð er talin eiga að vera 15 metrar frá miðjum vegi. Nú hafa orðið af þessum mistökum nokkur ökutjón. Þessi mistök hafa endurtekið sig á þessu ári, þar sem þessi ljósa- stauraniðursetning hefur verið fram- lengd allt frá Brúarlandi til Laxness. Á sínum tíma gerðist í Mosfellsdall í hláku og snjó, að þá Halldór Laxness var á leið í bæinn á sínum bíl, sér hann hvar kemur á móti honum bíll á mjög mikilli ferð svo vatnsgusurnar og snjókrapið þeyttist á háaloft og til beggja handa. Hann taldi ekki neina mögu- leika að mæta nefndum ökufanti. Tók hann því til bragðs að aka útaf og út í skurð. Við það óvænta atvik stöðvaði ökufanturinn en Halldór varð fyrri til að ávarpa ökumanninn með þessum orðum: „Get ég nokkuð fleira gjört fyrir yður?“ ÓLAFUR KETILSSON, Kópavogsbraut la Kópavogi að stytta og færa í stíl það efni sem þarna birtist, þó þannig að skoðanir höfunda skili sér til lesenda. Bréfin verða birt undir fullu nafni og heimil- isfangi höfunda. Þeir sem vilja not- færa sér þessa þjónustu hringi í síma 691100 frá 10-17 á daginn virka daga, sendi símbréf, sími 691222, eða sendi bréf merkt: Bréf til blaðsins, Morgunblaðinu, Aðalstræti 6, 101 Reykjavik. Sparnaður við Kröflu- virkjun fra Þorsteini Hilmarssyni: HUGLEIÐING Víkverja sl. laugardag (8. febrúar) um frétt- ir af sparnaðaraðgerðum Lands- virkjunar við Kröfluvirkjun sýndi berlega að hið rétta í málinu hefur ekki komið nógu skýrt fram í fjölmiðlum undan- farið. Ég vil því leyfa mér að skýra í hverju sparnaðaraðgerð- irnar eru fólgnar. Hætt verður við borun nýrra holna fyrir um 180 milljónir kr. sem voru á framkvæmdaáætlun fyrirtækis- ins í ár og ákveðið hefur verið að lengja lokunartíma virkjunar- innar úr þremur mánuðum í fimm til sex ár hvert og spara þannig m.a. í aðkeyptri vinnu. Jafnframt verður ekki ráðist í neinar fjárfrekar framkvæmdir á næstu árum til þess að við- halda þeirri framleiðslugetu sem virkjunin hefur núna nema til komi stóraukin orkueftirspurn. Til þess að nýta starfsmenn virkjunarinnar sem best á síðan að kanna hvort hagkvæmt geti verið að þeir fari í vinnuferðir til annarra virkjana og og er ótti Víkverja við hreppaflutn- inga í því samhengi ástæðulaus. Þá má geta þess að Landsvirkj- un hefur til athugunar ýmsar frekari sparnaðaraðgerðir í rekstri Kröfluvirkjunar og ann- arra aflstöðva fyrirtækisins. ÞORSTEINN HILMARSSON, Landsvirkjun BRÉF TIL BLAÐSINS Víkverji skrifar Töluvert hefur verið kvartað undan því, að löng bið sé eft- ir að fá greinar birtar í Morgunblað- inu og m.a. birtist grein hér í blað- inu sl. laugardag, þar sem orð var á þessu haft og Morgunblaðið gagn- rýnt fyrir drátt á birtingu aðsendra greina og að greinahöfundar sitji ekki allir við sama borð. Sumir þurfi að bíða lengur eftir birtingu greina sinna en aðrir og manna- munur leyni sér ekki. Hvatt er til þess, að greinarnar verði birtar í röð, eftir j)ví hvenær þær berast blaðinu. Jafnrétti sé bezta þjónust- an. Þessar umræður eru kærkomið tilefni til að fjalla um vanda Morg- unblaðsins í þessu sambandi. Greinahöfundar hafa því miður orð- ið að bíða lengur eftir biilingu greina sinna síðustu þrjú árin held- ur en um nokkurt skeið þar áður, þótt þetta vandamál sé raunar mjög gamalt. Blaðsíðufjöldi Morgun- blaðsins tengist auglýsingamagni frá degi til dags. Stefnt er að því, að um 63% af efni blaðsins komi frá ritstjórn en um 37% frá auglýs- ingadeild. Á undanförnum þremur árum hefur verið umtalsverður samdráttur á auglýsingamarkaðn- um miðað við árin þar áður en aug- Iýsingamarkaðurinn endurspeglar ástand efnahags- og atvinnumála mjög vel. Þegai' kreppir að í efna- hagslífinu verður samdráttur á aug- lýsingamarkaðnum. Af þessum sökum hefur verið þrengra um pláss í Morgunblaðinu síðustu árin en á sama tíma hefur minningargreinum fjölgað og ekki hefur dregið úr aðsendum greinum, sem eru framlag einstakra greina- höfunda til þjóðmálaumræðna. Morgunblaðið hefur því ítrekað hvatt greinahöfunda til að stytta mál sitt. Staðreynd er, að þeir, sem senda blaðinu mjög langar greinar verða í langflestum tilvikum að bíða lengi eftir birtingu þeirra. xxx itstjórn Morgunblaðsins hefur ekki viljað taka upp þann hátt að birta greinar í réttri tímaröð miðað við afhendingu þeirra á rit- stjórn. Ástæðan er einfaldlega sú, að sumar greinar fjalla um þau málefni, sem á döfinni eru hveiju sinni, en aðrar eru langt frá því að vera tímabundnar. Það væri léleg þjónusta við lesendur blaðsins að birta t.d. greinar, sem fjalla um málefni sjúkrahúsanna í Reykjavík eftir nokkrar vikui- en birta í þeirra stað þessa dagana greinai- uin mál- efni, sem eru alls ekki tengd um- ræðum líðandi stundar. 1 grein í blaðinu sl. laugardag var sérstaklega haft orð á því, að þingmenn þyrftu ekki að bíða eftir birtingu greina sinna. Þegar þing- menn skrifa blaðagreinar fjalla þær yfirleitt um þau málefni, sem eru í brennidepli hverju sinni. Hið sama á við um borgarfulltrúa. Skjót biit- ing greina eftir þessa aðila helgast ekki sízt af efni málsins og skiptir ekki máli hvaða flokkur á í hlut. XXX rátt fyrir þessar skýringar er ritstjórn Morgunblaðsins ljós nauðsyn þess að bæta þjónustu við greinahöfunda og lesendur að þessu leyti. Þess vegna var í byrjun þessa árs tekin ákvörðun um að birta aðsendar greinar í sérblöðum Morg- unblaðsins, eftir því sem við á og í samræmi við það hafa slíkar grein- ar birzt að undanförnu í auknum mæli í Úr verinu, viðskiptablaði, sunnudagsblaði, Lesbók og eiga eftir að birtast í fleiri sérblöðum eftir því, sem efni greinanna gefur tilefni til. Mun það vonandi greiða fyrir skjótari birtingu greina en verið hefur. Þá munu mjög stuttar greinar birtast hér á þessari síðu sem bréf til blaðsins, eins og frá var skýrt sl. sunnudag. Eru greina- höfundar hvattir til að notafæra sér þá þjónustu. En jafnframt er ástæða til að ítreka óskir um, að greinahöfundar stytti mál sitt. Yfirleitt geta menn komið skoðunum sínum á framfæri í mun styttra máli en hér hefur tíðk- azt. Það kostar mdiri vinnu af hálfu greinahöfunda en er tvímælalaust í þágu þeirra sjálfra, blaðsins og ekki sízt lesenda. XXX eira er skrifað af minningar- greinum en áður var. Það er umhugsunarefni hvað mikið er um endurtekningar í minningargrein- um. Ástæðulaust er að rekja ævifer- il hins látna í mörgum greinum, þótt höfundar minningagreina geti að öðru leyti lýst kynnum sínum af hinum látna, hver um sig. Til umræðu er á ritstjórn Morgunblaðs- ins að taka upp einhvers konar sam- ræmingu á minningargreinum, þannig að sömu staðreyndir um æviferil birtist ekki í mörgum grein- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.