Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRUAR 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Sjúkrahúsin og við horf almennings f f~eilbrigðisj)jónusta á íslandi er í mikilli deiglu um þessar mund- ír. Par veldur mestu viðleitni stjórn- valda til að koma böndum á sífellt aukna útgjaldaþörf velferðarkerfis- ins. Athyglin hefur ekki hvað síst beinst að sjúkrahúsunum, enda taka þau til sín tæplega 40% af öllum rekstrarkostnaði ríkisins á móti til dæmis 25% hlutdeild skólanna í ríkis- rekstrinum. Það þarf því engan að undra, þótt þeir sem gæta eiga hags- muna skattborgaranna og jafnvægis í ríkisfjármálum beini kröftum sínum að því að lækka þessa stærstu kostn- aðarliði ríkisins og tryggja betri skil- virkni fjármunanna sem til þeirra renna. Umræðan í þjóðfélaginu snýst enda ekki fyrst og fremst um þessi meginmarkmið heldur er fremur deilt um aðferðir, áherslur og fram- kvæmd. Hins vegar er ekki óeðlilegt við þessar kringumstæður, að menn spyiji sig grundvallarspurninga um skipulag og framkvæmd heilbrigðis- þjónustunnar og sjúkrahúsreksturs í landinu. Til að mynda þeirra spurn- inga hvaða hagræðing fáist með sameiningu einstakra sjúkrastofnana eins og hugmyndir hafa verið uppi um, um tekjutengingu heilbrigðis- þjónustunnar, hvort opinber rekstur tryggi bestu þjónustuna og skilvirk- ustu ráðstöfun þeirra fjármuna sem renna til reksturs sjúkrahúsa og heil- brigðisþjónustunnar í heild eða hvort aðrir valkostir, svo sem einkarekstur einstakra þátta heilbrigðisþjón- ustunnar, leiði til samkeppni í þess- ari mikilvægu grein og stuðli þannig að auknu kostnaðaraðhaldi og bættri þjónustu. Skoðanakönnun sú sem íslenskar markaðsrannsóknir gerðu fyrir ís- lenska heilsufélagið hf. um viðhorf íslendinga til sjúkrahúsþjónustu og sagði frá í Morgunblaðinu nýverið, er athyglisvert framlag til þessara mála. íslenska heilsufélagið réðst í að láta gera þessa könnun vegna þess, að félagið hefur að undanförnu kannað möguleika á því að selja út- lendingum læknisaðgerðaþjónustu hér á landi. Félagið telur hins vegar ekki fýsilegan kost að koma slíkri starfsemi á laggirnar hérlendis sem einangruðu fyrirbæri heldur þurfi slík sjúkrastofnun að byggja að ein- hveiju leyti á markaðinum heima fyrir og vera í lifandi tengslum við samfélagið. Þess vegna var þessi könnun gerð. Niðurstaða könnunarinnar er um margt athyglisverð. í stuttu máli eru tæplega 57% svarenda andvígir því að aðrir aðilar en hið opinbera taki yfir rekstur t.d. eins sjúkrahúss en 37,5% fremur hlynntir því. Rétt tæp- ur helmingur telur ástandið í sjúkra- húsmálum gott eða mjög gott en 35% svarenda telja ástandið slæmt og vekur athygli, að konur eru þar í miklum meirihluta. Þegar spurt var, hvort svarendur væru hlynntir því eða andvígir, að starfrækt væri sjúkrahús, sem byði sjúklingum að komast strax að og fá betri þjónustu gegn 5 þúsund króna legugjaldi á sólarhring skiptist hópurinn í nokk- urn veginn tvo jafn stóra hópa - um 49,4% svarenda voru því andvígir en um 47% hlynntir því. Þeir svarendur, sem voru þessu meðmæltir eða hvorki hlynntir né andvígir voru þá spurðir áfram um það hversu líklegt eða ólíklegt það væri, að þeir myndu kaupa sér sérstaka tryggingu vegna legukostnaðar á slíku sjúkrahúsi, og kom í ljós, að 40,1% svarenda töldu það ólíklegt en 36,6% líklegt. Auðvit- að má spyija hver svörin hefðu orð- ið, ef nefnd hefði verið hærri upp- hæð, sem greiðsla á dag, upphæð, sem væri nær kostnaðarverði. í könnuninni kemur einnig í ljós, að eldra fólk er almennt ánægðara með sjúkrahúsþjónustuna en það sem yngra er. Þá eru íbúar höfuðborgar- svæðisins óánægðari með þessa þjón- ustu heldur en landsbyggðin. Meiri- hluti fólksins sem er andvígt því, að aðrir en opinberir aðilar reki sjúkra- hús eru einfaldlega á móti einka- rekstri á þessu sviði, en tæplega 20% rökstuddu andstöðu sína með þeirri ástæðu, að verið væri að mismuna fólki eftir efnahag, liðlega 9% töldu að ekki ætti að láta gróðasjónarmið ráða á þessu sviði og rösklega 8% töldu að þetta fyrirkomulag yrði dýr- ara en rekstur hins opinbera. Af þeim 37,4% sem meðmæltir voru einkarekstri vildu langflestir eða um 33% einfaldlega prófa þetta fyrir- komulag, um 19% töldu að með þessu mætti auka hagræðingu í rekstri sjúkrahúsanna og svipaður fjöldi taldi holit að fá samkeppni inn í þessa grein. í þessari skoðanakönnun eru þannig tekin af öll tvímæli um það að meirihluti þjóðarinnar vill opinber- an rekstur á sjúkrahúsunum. I sjálfu sér þarf enginn að undrast þessa niðurstöðu og ekkert óeðlilegt við það, að almenningur óttist breyting- ar á fyrirkomulagi sem það þekkir. Það er gömul og ný saga. Engu að síður vekur athygli hversu fjölmenn- ur sá hópur er sem er óánægður með ástandið í sjúkrahúsmálum, eða um þriðjungur þeirra sem spurðir voru, eða áþekkur fjöldi og telur einkarekstur sjúkrahúsa tilraunar- innar virði. Eftirtektarverðast er þó ef til vill að upp undir helmingur svarenda, hvort heldur þeir eru hlynntir einkarekstri sjúkrahúsa eða ekki, telur það álitlegan kost að starfrækt sé sjúkrahús sem býður sjúklingum að komast að strax og betri þjónustu gegn ákveðnu legu- gjaldi. Því má spyija hvort þar sé ekki kominn grundvöllur til að vinna út frá í nýrri stefnumótun fyrir heil- brigðisþjónustuna í landinu. Mætti hugsa sér að hið opinbera og einka- aðiiar tækju höndum saman um breyttan rekstur einhverrar þeirrar sjúkrastofnunar sem fyrir er með það fyrir augum að selja útlendingum læknisaðgerðaþjónustu samhliða því að þeir heimamenn sem það kysu, gætu notfært sér þá þjónustu gegn ákveðnu legugjaldi á sólarhring? Framlag hins opinbera gæti til að mynda fyrst og fremst falist í því að leggja til húsnæðið ásamt eftirliti með því að öllum kröfum sé fullnægt en á móti fengist margvíslegt hag- ræði, svo sem styttri biðlistar stóru sjúkrahúsanna jafnframt því sem loks fengist raunhæfur samanburður á ýmsum helstu kostnaðarþáttum sjúkrahúsaþjónustunnar. Frá fundi Almannaheilla á Austurvelli í gær. Morgunbiaðið/Ami Sæborg Sljómvöld láti af árás- um á velferðarkerfið - segir í ályktun stofnfundar Almannaheilla á Austurvelli UM EITT þúsund manns sótti, að sögn lögreglu, stofnfund Almanna- heilla, samtaka sjúkra, fatlaðra, aldraðra og aðstandenda þeirra, á Austurvelli síðdegis í gær. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem þess er krafist að stjórnvöld láti af árásum á velferðarkerfið og lífs- kjör þeirra sem eigi allt sitt undir því. Skorað er á stjórnvöld að draga til baka allar aðgerðir sem Ieiði til skerts heilbrigðiskerfis, gloppótts skóla- og menntakerfis, og lakari afkomu þeirra sem standi höllustum fæti. Ályktunin var afhent Davíð Oddssyni forsætisráðherra að útifund- inum loknum. Gísli Helgason hóf fundinn og sagði að undanfarið hefði fólk orðið þess áþreifanlega vart að stjórnvöld - hefðu gripið til mikilla aðhaldsað- gerða í velferðarkerfinu. „I sparn- aðarskyni hefur fé til sjúkrahúsa og í heilbrigðiskerfinu almennt verið skorið mjög niður, örorkulífeyrir hefur verið skertur til muna eða felldur niður ef ákveðnu tekjuhá- marki er náð, barnaörorka er sett í óvissu, lyfjakostnaður almennings hækkar og svona má lengi telja. Til skamms tima gátum við verið stolt af velferðarkerfi okkar. Allir stjórn- málaflokkar lögðust á eitt að gera hag þeirra sem minnst mega sín sem viðunanlegastan. Við metum það sem vel er gert en getum ekki sætt okkur lengur við þann handahófs- kennda niðurskurð og þær grund- vallarbreytingar sem nú eiga sér stað í velferðarkerfinu," sagði Gísli í ávarpi sínu. Sigurður Björnsson, fulltrúi fatl- aðra, spurði hvaða grundvallar- stefnu mætti lesa úr aðgerðum rík- isstjórnarinnar og svaraði með þess- um orðum: „Á samdráttartímum er rétt að öryrkjar og aldraðir, sem ekki ná meðallaunum, beri byrðarnar en ekki hátekjumenn sem ekki eiga börn. Af hveiju ættum við sem erum heilbrigð að vera að borga fyrir ykk- ur sem eruð sjúk eða fötluð. Það eruð þið sem eruð veik, þið sem notið hjálpartækin, þið eigið að borga. Svona hugsa ekki íslending- ar. Og ég trúi því ekki heldur að ráðamenn þjóðarinnar hugsi svona. Þess vegna verða þeir að snúa við blaðinu. Þess vegna ætlum við að stofna samtökin Almannaheill. Fyrir velferðina." Bergsteinn Sigurðsson, fulltrúi aldraðra, sagði að niðurskurður stjórnvalda í heilbrigðiskerfinu bitn- aði harkalega á sjúkum og öldruðum og lýsti vanþakklæti til þess aldurs- hóps sem unnið hefði langan starfs- dag til að koma á almennu velferðar- kerfi. „Sparnaður sá sem reiknað er með við niðurskurð heilbrigðis- þjónustu er vafasamur því breyting- ar sjúkrahúsa kalla á kostnað, upp- sagnir starfsfólks og hluti þess verð- ur atvinnulaus sem aftur þýðir aukn- ar atvinnuleysisbætur og launa- skattur til ríkisins fellur niður.“ Selma Dóra Þorsteinsdóttir, full- trúi aldraðra, sagði að verið væri að vinna að hugmyndafræðilegum breytingum þar sem horfið væri frá því að allir hefðu sama rétt til heil- brigðisþjónustu og að menntakerf- inu. „Það er verið að hörfa til fortíð- Flugleiðir lækka verð og auka ferðamöguleika í sumar í samkeppn Semja við danska ferc stofu um ferðir til sólí FLUGLEIÐIR hafa boðað aukna samkeppni við ferðaskrifstofur um viðskipti íslenskra sumarleyfisfarþega með því að lækka verð á fargjöld- um og auka úrval ferðamöguleika. Auk þess hafa Flugleiðir gert samn- ing við dönsku ferðaskrifstofuna Fritidsrejser um skipulagðar sólarland- aferðir. Formaður Félags ferðaskrifstofa segir að ef Flugleiðir ætli að fara að keppa við leiguflug íslenskra ferðaskrifstofa með aðstoð útlend- inga verði ferðaskrifstofurnar að skoða hvort þær eigi að beina viðskipt- um sinum til erlendra flugfélaga. Flugleiðir kynntu nýjan ferðabækl- ing á sunnudaginn þar sem þessi stefna kom fram. „Við stöndum frammi fyrir því að ef ísland verður aðili að Evrópsku efnahagssvæði eftir 11 mánuði falla niður sérleyfí á flugi til og frá landinu. Og þegar sam- keppni eykst í Evrópu er mjög mikil- vægt að Flugleiðir nái að veija sinn heimamarkað. Það ætlum við að gera með því að bjóða hér upp á besta úrval ákvörðunarstaða, bestu þjón- ustuna og besta verðið," sagði Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða. Hann sagði að Flugleiðir væru á 3 árum búnar að fjárfesta 20 milljarða króna í ferðaþjónustu. „Til að geta haldið úti áætlunarflugi frá þessum litla markaði verður félagið að veija þennan markað sinn með oddi og egg. Við höfum verið að fara inn á sömu braut og önnur flugfólög í Evr- ópu, að lækka verð og reyna um leið að ná upp sætanýtingunni. Og sam- vinnan við Fritidsrejser er með það í huga að styrkja áætlunarflug Flug- leiða til Kaupmannahafnar. Um leið viljum við bjóða nýja möguleika á ferðamarkaðnum. Við höfum fundið fyrir því að fólk hefur áhuga á að sameina í einni ferð stutta sólarlanda- ferð og stutta Evrópuferð. Með þessu móti komum við til móts við þetta fólk og fólk sem er að huga að óvenju- legum stöðum. Við lítum ekki á þetta sem beina samkeppni við ferðaskrif- stofurnar heldur sem viðbót og gerum ekki ráð fyrir stórviðskiptum þarna,“ sagði Einar Sigurðsson. „Ég er alveg hættur að skilja þetta vegna þess að Flugleiðamenn hafa ár eftir ár sagt okkur að þeir viti að erlendir aðilar geti boðið betri kjör í leiguflugi en hins vegar þurfí þeir á þessum viðskiptum við okkur að halda. Þær ferðaskrifstofur sem nú starfa hérlendis höfðu það í huga að skipta eingöngu við íslensk flugfélög í sumar og þá Flugleiðir að stærstum hluta. En það var ekki fyrr búið að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.