Morgunblaðið - 15.02.1992, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992
Opið bréf til Ama Johnsen
eftir Reyni
Sigurðsson
Komdu sæll og blessaður Árni.
Ástæðan fyrir því að ég skrifa þér
ekki fyrr en nú er að ég er sjómað-
ur á frystitogara og þau dagblöð
sem ég les eru allt að mánaðar
gömul þegar þau berast mér í
hendur.
Nýlega rakst ég á grein eftir
þig í Morgunblaðinu frá 24. des-
ember sem ber heitið „Sjómanna-
afslátturinn var varinn“. í grein
þessari berð þú þér á bijóst í sig-
urvímu og telur þinn hlut mikinn
til varnar sjómönnum. Þér til fullt-
ingis stóðu fimm stjómarþing-
menn er þú nafngreinir auk „nokk-
urra“ er þú nefnir ekki sem stóðu
í fylkingarbijósti í „orustunni
þeirri miklu“ gegn þeim sem
skerða vildu sjómannaafsláttinn.
Þessa kallar þú „Sjómannaliðið".
Við vitum það báðir Ámi að
nokkrir geta ekki verið einn eða
tveir, ekki þrír varla fjórir, kannski
fimm, líklega þó fleiri; segjum sex.
5 + þú + 6 = 12. Sem þýðir að
þeir sem vildu skerðingu vora í
minnihluta á Alþingi.
Þú segir að rök hafi verið ykkar
skæðasta vopn í orastunni og
grandvöllur þess mikla vamarsig-
urs. Ég er líka hrifinn af rökum.
Það vissu það allir sem kunna að
leggja saman 5 + þig + 6, nema
ef til vill þú, Guðjón Arnar Krist-
insson, Guðmundur Hallvarðsson,
Karl Steinar Guðnason, Guðjón
Guðmundsson og Einar K. Guð-
finnsson, að Friðriki Sophussyni
datt ekki eina einustu sekúndu í
hug, að hann næði fram þeirri
skerðingu á sjómannaafslættinum
sem hann lagði til. Hann vissi sem
var að þá yrði flotanum siglt í land.
Friðrik vissi það líka, að um
leið og þið mynduð uppgötva
hversu margir þið værað í „Sjó-
mannaliðinu“, þyrfti ekki annað
en að þið genguð á hans fund og
gerðuð honum grein fyrir því, að
engin skerðing næði fram að
ganga.
Þessa einföldu leið hafið þið
sennilega ekki komið auga á. Ann-
aðhvort svikuð þið í „Sjómannalið-
inu“ okkur sjómenn vitandi vits
eða þið án þess að gruna hið
minnsta vorað verkfæri í höndum
Friðriks Sophussonar til að ná
fram þeirri skerðingu á sjómanna-
afslættinum, sem hann taldi
grandvöll fyrir í fyrstu lotu.
Þú gefur í skyn, Ámi, í grein
þinni að sjómannaafslátturinn hafi
verið mjög umdeildur vegna mis-
mununar og misnotkunar. Þú veist
það jafn vel og ég, að það er
minnsta mál í heimi að koma í veg
fyrir misnotkun. Kvöð um að
skattaskýrslu skuli fylgja afrit af
sjóferðabók eða vottorð frá bæjar-
fógetaembætti eða sýslumanni um
lögskráningardaga kæmi hundrað
prósent í veg fyrir misnotkun. Þau
rök að skerða þyrfti sjómannaaf-
sláttinn af þessum sökum er
prump.
Þau rök Friðriks Sophussonar,
að eðlilegj; sé að ríkið hafí af-
skipti af kjaramálum með þessum
hætti era líka pramp á meðan
hann leggur ekki jafnframt til að
þau lög verði afnumin er kveða á
um_ skerta skiptaprósentu.
Ég hef engan heyrt er þekkir
til sjómennsku halda því fram, að
Reynir Sigurðsson
það sé óréttlátt að sjómenn fái
skattaívilnun. Þú segir afsláttinn
umdeildan. Segjum að það sé rétt.
Ég held því fram að það stafi þá
af vanþekkingu. Við getum því
ályktað sem svo, að þeir hafí
minnstan skilning á högum sjó-
manna er lengst vilja ganga í
skerðingunni. I grein þinni nefnir
þú til þijá menn sem þið í „Sjó-
mannaliðinu" þurftuð að etja kappi
við og mest vildu skerða: Davíð
Oddsson forsætisráðherra, Þor-
stein Pálsson sjávarútvegsráð-
herra og Friðrik Sophusson fjár-
málaráðherra.
Þar sem þér hefur greinilega
ekki tekist að upplýsa þessa
„skipsfélaga“ þína nógsamlega vil
ég leggja þér lið.
Höfuðrök okkar sjómanna eru
ijarvistir frá heimili og félagsleg
einangrun. Það eru mörg dæmi frá
öðrum þjóðum um að þeir sem
vinna þannig vinnu njóti skattfríð-
inda. Sjálfur vann ég hjá dönsku
byggingarfyrirtæki á Grænlandi
og borgaði 15% í skatt.
Ég er frystitogarasjómaður. Við
fáum ekki blöðin, langtímum sam-
an eram við útvarpslausir og síma-
sambandslausir nema þá í gegnum
talstöð. Maður er því oft eins og
álfur út úr hól þegar í land kemur
— einangrast smátt og smátt frá
því sem í landi er að gerast —
verður áhorfandi í besta falli.
Sem sjómaður verður þú af öllu
þessu góða í landi. Þú getur ekki
af neinu ráði tekið þátt í íþróttum,
félagsstarfsemi hvers konar, ekki
skroppið í bíó, leikhús, á pöbbinn,
rúntinn, kaffi til vina og kunn-
ingja o.s.frv.
Þú getur ekki huggað þegar lít-
il stúlka meiðir sig eða faðmað
lítinn dreng þegar hann á bágt í
sálinni. Hvar varstu þegar ég fékk
fyrstu tönnina, tók fyrstu sporin?
Áf hveiju fylgdir þú mér ekki
fyrsta daginn í skólann? Verður
þú í landi á afmælisdaginn minn?
Á þig er ekki að treysta. Þar
er tilviljun ef þú ert til staðar þeg-
ar þín er þörf. Stundum hefurðu
það á tilfínningunni að þú valdir
traflun á heimilislífinu þegar þú
birtist og ástandið verði ekki aftur
eðlilegt fyrr en þú ert farinn á
sjóinn aftur — bæði hvað varðar
þig og heimilið. 200-300 daga á
ári ert þú fjarri faðmi konu þinn-
ar. Félagsleg einangrun og fjar-
vistir frá ástvinum eru okkar höf-
uðrök.
Einnig telja sumir það rök í
okkar máli, að við getum ekki
Vilja Háskólastúd-
entar skólagjöld ?
Neskirkja
Erindi í
Neskirkju
DR. SIGURJÓN Árni Eyjólfs-
son guðfræðingur flytur er-
indi í safnaðarheimili Nes-
kirkju tvo næstu sunnudaga
16. og 23. febrúar. Fyrra er-
indið fjallar um sögu Lúth-
ers-rannsókna en hið síðara
um túlkun Lúthers á lögmáli
og fagnaðarerindi.
Dr. Siguijón fæddist árið
1957. Að loknu embættisprófi
frá Guðfræðideild HÍ hélt hann
til framhaldsnáms í Þýskalandi
og lauk þaðan doktorsprófi.
Hann er nú aðstoðarprestur í
Bústaðakirkju og stundakenn-
ari við Guðfræðideild HÍ.
Erindin verða flutt að lokinni
guðsþjónustu og hefjast kl.
15.30. Veitingar verða á boð-
stólum. Öllum er að sjálfsögðu
heimill aðgangur.
Síðustu sýning-
ar Stúdenta-
leikhússins
NÚ fer hver að verða síðastur
að sjá sýningar Stúdentaleik-
hússins á morðgátunni Hin eini
sanni Seppi eftir Tom Stoppard.
Einungis 5 sýningar eru eftir og
verður sú síðasta föstudaginn 21.
febrúar. Sýnt er í Tjamarbíói.
eftir Stefán
Eiríksson
Háskólaráð ákvað fyrir skömmu
að hækka innritunargjald í Háskóla
íslands næsta haust úr tvö þúsund
krónum í sautján þúsund krónur.
Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar
niðurskurðar á framlögum til skól-
ans, en um 250 milljónir vantar á
þessu ári til að skólinn geti veitt
sömu þjónustu og undanfarin ár.
Hvorki Stúdentaráð Háskóla íslands
né stjórn ráðsins sá ástæðu til að
bregðast harkalega við þessari
hækkun fyrr en allt var um garð
gengið, og það þrátt fyrir að hækk-
unin hafi legið í loftinu nokkrum
mánuðum áður en endanleg ákvörð-
un var tekin. Út á við virkar þetta
sem svo að stúdentar við Háskólann
sætti sig við þessa hækkun, a.m.k.
hafa mótmælin verið máttlaus.
En er það svo? Er stúdentum sama
þó innritunargjöld hækki um fímmt-
án þúsund krónur bara rétt si svona?
Svarið er að sjálfsögðu nei. Þessum
innritunargjöldum er ætlað að skila
75 milljónum króna til Háskólans.
Upphæðin verður ekki notuð til að
efla kennslu og rannsóknir við skól-
ann, hún verður heldur ekki notuð
til að bæta tækjakost og ekki er
ætlunin að styðja eða styrkja
stofnanir sem Háskóiínn rekur.
Gjöldin eru sett á til þess að Háskól-
inn geti reynt að veita sömu þjón-
ustu móti þeim niðurskurði sem
Háskólinn stendur frammi fyrir.
Fyrirhugað er að minnka kennslu,
fella niður kúrsa og leggja niður
deildir, svo eitthvað sé nefnt. Hver
nemandi mun því greiða 17 þúsund
krónur til skólans næsta haust og
setjast á skólabekk í skóla sem veit-
ir verri þjónustu en áður. Að sjálf-
sögðu hafna stúdentar því að greiða
hærri gjöld til skólans og.fá í stað-
inn minna en áður.
Hugmyndin um skólagjöld í Há-
skóla Islands er svo sem ekki ný og
kemur ætíð upp þegar ráðamönnum
finnst tími til kominn að fækka þurfi
nemendum við skólann. Jafnframt
byijar söngurinn um að margir skrái
sig til náms eingöngu út af því að
það kostar lítið sem ekkert, og há
innritunargjöld virki sem hvatning á
nemendur til að standa sig í nám-
inu. Eitthvað er eflaust til í þessum
staðhæfingum en einhvern veginn
grunar mann að lífið sé flóknara en
þetta. Stúdentar hafna þeirri lausn
að takmarka fjölda nemenda við
Háskólann með því að útiloka hina
efnaminni frá námi. Geta og hæfi-
leikar eru það sem á alltaf að ráða,
en ekki þröng eða rúm fjárráð.
Því miður er það bláköld stað-
reynd að það era ekki allir sem hafa
efni á því að borga 17 þúsund krón-
ur fyrir að skrá sig í Háskólann, þó
svo að þeir séu harðákveðnir í að
þá langi til að leggja stund á tiltek-
ið nám. Jafn réttur allra til menntun-
ar, óháð efnahag, hefur verið ein
af undirstöðum þjóðfélagsins síðustu
áratugi. Því miður virðist ríkisstjórn-
in vera að snúa af þessari jafnréttis-
braut, því það er ekki aðeins niður-
skurður á framlögum til HÍ og í
kjölfarið há innritunargjöld sem
ógna jafnrétti til náms', heldur hegg-
ur frumvarp, sem nú liggur fyrir
Alþingi um Lánasjóð íslenskra
námsmanna, í sama knérunn.
Þrátt fyrir allt virðist einhver hluti
námsmanna vera þeirrar skoðunar
að 17 þúsund króna innritunargjöld
séu svo sem ekki banabiti. Þeir geti
mætt þessari kjaraskerðingu með
„Hörð mótmæli fram-
haldsskólanema skiluðu
sér í því að fallið var
frá hugmyndum um
skólagjöld í framhalds-
skólum, en stúdentar
*
við Háskóla Islands
sitja eftir með sárt enn-
ið og sautján þúsund
krónum minna milli
handanna næsta
haust.“
því að skemmta sér aðeins minna,
kaupa sér föt á útsölum og taka
strætó í skólann. Við þá er það að
segja, að ef við bregðumst ekki
harkalega við þessari hækkun nú,
þá verður mun auðveldara að hækka
gjöldin upp úr öllu valdi á næstu
árum, eins og hugur ýmissa ráða-
manna virðist standa til. Þar að
auki verður að benda þeim stóra
hópi stúdenta, sem nú þegar
skemmtir sér lítið sem ekkert, kaup-
ir öll sín föt á útsölum og tekur
strætó í skólann, á nýjar leiðir til
að spara, og það gæti reynst erfitt.
Þeim stúdentum, sem eru and-
stæðingar hárra innritunargjalda,
þykir afstaða stjórnar Stúdentaráðs
Háskóla íslands ekki hafa risið hátt
í umræðunni. I haust mótmælti Fé-
lag framhaldsskóla fyrirhuguðum
niðurskurði og skólagjöldum í fram-
haldsskólum, m.a. með mótmæla-
stöðu við setningu Alþingis og söfn-
un undirskrifta. Hörð mótmæli
framhaldsskólanema skiluðu sér í
því að fallið var frá hugmyndum um
skólagjöld í framhaldsskólum, en
notað í sama mæli og þeir sem í
landi era það sem skattpeningam-
ir fara í s.s. læknisþjónustu,
menntakerfíð, vegakerfið o.s.frv.
Dauðaslys eru hjá engri stétt
tíðari en sjómönnum. Til era þeir
sem vilja að það sé metið einhvers.
Nú kann einhver að spyija: Af
hveiju hættir maðurinn ekki til
sjós? Ég vil því einu til svara, að
þessi störf þarf að vinna, hvort
sem ég tek þátt í þeim eða ekki.
Þegar ég hóf sjómennsku veitti
ég einu strax athygli og fannst
skrítið, hversu algengt var, að
menn töluðu um að fara að hætta
„þessu helvíti".
Núna, mörgum áram seinna,
era þessir menn enn á sjó og enn
tala þeir um að fara að hætta
„þessu helvíti“ og koma sér í land.
Éf til vill ánetjast maður þessu
lokaða, einfalda samfélagi þar sem
fátt raskar ró eða eins og hann
Hjörtur segir: Það er skrítinn
maður sem verður hissa um borð
í togara.
Síbrotamaðurinn sækir í örygg-
ið innan fangelsismúranna. Ég hef
stundum sagj, það bæði í gamni
og alvöra, að eini munurinn á
fanganum og sjómanninum sé sá,
að sjómaðurinn heldur sig fijálsan.
Okkar menn gátu stöðvað Frið-
rik með því að gera honum grein
fyrir því, að flotanum yrði siglt í
land. „Sjómannaliðið" gat stöðvað
hann með atkvæðum sínum. Hon-
um vora því engir .vegir færir.
Spurningin er því: Svikuð þið sjó-
menn með köldu blóði í skjóli þess
að þið værað að færa þeim varnar-
sigra eða vorað þið nytsamir sak-
leysingjar?
E.s.
Ég þarf varla að spyija þig að
því Árni; greidduð þið í „Sjómann-
aliðinu" ekki öragglega atkvæði
gegn skerðingu sjómannalífeyris?
Höfundur er h&setí á Júlíusi
Geirmundssyni ÍS.
Stefán Eiríksson
stúdentar við Háskóla íslands sitja
eftir með sárt ennið og sautján þús-
und krónum minna milli handanna
næsta haust. Þrátt fyrir að stjórn
Stúdentaráðs, með formanninn og
lánasjóðsfulltrúann í broddi fylking-
ar, tali ijálglega um breyttar bar-
áttuaðferðir þar sem áhersla sé lögð
á árangur, eins og lánasjóðsfulltrú-
inn orðar það í nýútkomnu tölublaði
Stúdentablaðsins, þá er vart hægt
að hrópa húrra yfir umræddum
árangri í hagsmunamálum stúdent.
Hækkun innritunargjalda, stórfelld-
ur niðurskurður og hugsanlegir
vextir á námslán er árangurinn sem
þessar breyttu baráttuaðferðir hafa
skilað stúdentum.
Það er brýnt að forsvarsmenn
stúdenta við Háskóla íslands komi
sjónarmiðum þeirra á framfæri. Það
er brýnt að sýna ráðamönnum fram
á samstöðu námsmanna, þegar að
okkur "er vegið. Það er hins vegar
of seint í rassinn gripið að mót-
mæla, nema þá til að sýnast, þegar
allt er um garð gengið.
Höfundur er Inganemi og í 5. sætí
á framboóslistn Vöku, f.l.s., til
Stúdentaráðs.