Morgunblaðið - 15.02.1992, Page 46

Morgunblaðið - 15.02.1992, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992 OLYMPIULEIKARNIR I ALBERTVILLE Bryand tryggði Frakk- landi þriðja gullið Anne Bryand fagnar sigri. Frakkar geta þakkað Anne Bry- and fyrir gullverðlaunin í 3 x 7,5 km skíðaskotfimi kvenna (boð- göngu), sern keppt var í í fyrsta sinn á Olympíuleikum í gær. Frönsku stúkurnar voru í þriðja sæti eftir 15 km, en þá tók Bryand við. Hún skíðaði síðasta sprettinn mjög vei, skaut af öryggi og var 22,8 sekúndum á undan Petru Schaaf frá Þýskalandi. Samveldi sjálfstæðra lýðvelda, SSL, hafnaði í þriðja sæti. „Við eigum níu konur, sem keppa í skíðaskotfimi, og þtjár þeirra eru 01ympíumeistarar,“ sagði Francis Mougel, þjálfari stúlknanna. SSL var í fyrsta sæti eftir 15 km og munaði þar mest um frammi- stöðu Anfissu Restzova, sem sigr- aði í 7,5 km skíðagöngunni s.i. þriðjudag, en Samveldin urðu að sætta sig við bronsið. Þýska stúlkan Antje Misersky fékk önnur silfurverðlaun sín — var einnig í 2. sæti í 7,5 km göngunni. Þýsku stúlkumar vom í fjórða sæti, þegar hún tók við, en hún skilaði þeim í annað sætið eftir annan sprett. ' > Pcssar glæstu keppnisgreinar, listhiaup og skautadans, sem einu nafni eru kallaðar listskautahlaup, bjóða upp á mikla fjölbreytni. Snúningsstökkin í einstaklingskeppninni eru glæsileg, hrífandi er hvemig karlmaðurinn lyftir konunni í parakeppninni og glæsileikinn er mikill í skautadansinum. í ár em skylduæfingar í fyrsta skipti ekki hluti af einstaklingsæfingunum. Reglur (Skautadans) 0 París ■ Skautadansinn - hefðbundinn dans á svelli - skiptist í þrjá aðgreinda hluta; skyldudans, einn upprunalegan dans við ákveðna tónlist og frjálsan dans. ■ Dregið er um það fyrir fyrstu opinbenr æfingu á hvaða tveimur dönsum keppendum er gert að spreyta sig í skylduhlutanum. Til greina koma Vínan/als, Paso Doble, tangó og blús. Skylduæfingamar gilda 20% af einkunn. ■ Upprunalegi dansinn svokallaði er aldrei sá sami tvö ár í ■ röð. Að þessu sinni varð polki fyrir valinu. Parið velur tónlistina, en hún og uppbygging dansins, verða að passa við hinn fyrirfram ákveðna polka-takt. Þessi hluti gildir 30% af heildareinkunn. ......................... .............. ■ Frjalsi dansinn gildir 50% af heildareinkunn. Skauta ma við hvaða takt sem i er.enatriðiðmáekkiveralengraenflórarmínútur. Ekkimáskiptaoftaren ^ jka! þrisvarumþema, lagogtakt. JHSÍ ■ f frjálsa dansinum mega dansaramir ekki sleppa taki hvor á öðrum oftar en •dflHU fimm sinnum, og ekki lengur en fimm sekúndur í hvert skipti. ALBERTVILLE • ■ Einstaklingskeppnin samanstendur af stuttu atriði (grunnæfingum) og löngu atriði (frjálsum æfingum). Skylduæfingar hafa verið afnumdar úr alþjóðlegri keppni. ■ Dregið er um röð keppenda fyrir stutta atriðið. Röð þeina í siðara atriðinu (fijálsu æfingunum) ræðst af frammistöðuíþvífyrra. ■ (stutta atriðinu verða að koma fyrir átta ákveðin atriði, þ. á m. stökk, snúningar og samfelldur kafli ákveðinna fótahreyfinga. ■ Stutta atriðið má ekki standa lengur yfir en tvær mínútur og 40 sekúndur, en má vera styttra svo fremi að öll nauðsynleg atriði hafi verið framkvæmd. Gildir 33,3% af heildaneinkunn. ■ Ekki er kveðið á um neina sérstaki þætti í frjálsu æfingunum, en æskilegt er að framkvæmd sé J.jsg blanda af stökkum, snúningum, ákveðnum sporum og hreyfingum. ■ Lengraatriðiðáaðstandaí fjórar mínútur /$ hjá konunum og hálfri mínútu betur hjá körtunum (10 sekúndna frávik leyfð til eða frá).Það gildir 66,7% af heildareinkunn. ■ Keppendur veija sjálfir tónlistina sem þeir gera æfingamar eftir. # ■ Fjögur grunn-handtök eru notuð í fyrsta og öðrum hluta Foxtrot keppninnar, skyldudansinum og upprunalegadansinum: fy r> Foxtrot Dansaramir snúa hvor að öðrum, líkamar þeirra mynda V er þeir skauta. Kariinn leggur hægri hönd á ) (j haégra herðablað konunnar og hún vinstri hönd sina á vinstra herðablað hans. Hina handleggina rétta þau fram og takast í hendur í axlarhæð. Tangó: Dansararnir eru andspænis hvor öðrum og skauta þannig að mjaðmir þeirra snertast. Kilian: Dansaramir snúa í sömu átt. Karlinn leggur hægri hönd á hægri mjöðm konunnar og hægri öxl hans snertir vinstri öxl hennar. T Vals: Dansfélagarnir snúa andspænis hvor öðrum, annar skautar áfram og VHH hinn þar af leiðandi r VjPPI^H afturábak. Vinstri hönd hennarhvíliráhægriöxl * hans. ■ Parakeppnin skiptist i grunnæfingar (stutt ¥ 'J / A !ivl atriði) og frjálsar æfingar (langt atriði). Sam- 1 jf/ /r ræmi er í hreyfingum parsins; kariinn og ® % V konan gera að mestu leyti sömu æfingamar, í takt, öfugt við það sem gerist i skautadansinum. ■ Grunnæfingarnar(stuttaatriðið) / Æmk erugerðarviðtónlistsemkepp- i Jr endurvelja. Þær verða að fela i sér / Jjr hringsnúningbeggjasamanog / ér hvors í sínu lagi, lyftu (sjá stóru / mynd), stökk, ákveðnar fótahreyf- / ingar og „dauða-snúning“. |, ,,;gp’ ■ Grunnasfingamar(stuttaatriðið) '00^ ’ megastandaítværmínúturog40 sekúndur hið mesta. Gilda 33,3% af heildareinkunn. ■ Frjálsu æfingamar verða að fela í sér sömu hreyfingar og fyrra atriðið. Að auki öðruvísi lyftur og kariinn verður að kasta konunni í loft upp. ■ Frjálsu æfingarnar (langa atriðið) verða að standa í fjórar og hálfa mínútu (10 sekúndna frávik leyfð til eða frá). Gilda 66,7% af heildareinkunn. ■ Skauta-blöðineru íhvolf, @þannig að einungis brúnimar snerta ísinn. ■ Afturendi blaðsins á dansskautum er styttri en venjulega Qtil að minnka hættu á meiðslum sem er fyrir hendi vegna þess í hve miklu návígi parið gerir æfingarnar. ■ Skautaskórinn ©er úr leðri og fellur því þétt að fætinum. ■ Gaddamir fátáskautanna ^ koma sér vel þegar keppendur Æf hefja stökk og snúninga. mj ■ Níu alþjóðlegir dómarar gefa einkunnir í hverri keppni. ■ Hverdómarigeturkeppandanumeða parinu tvær einkunnir - eina fyrir tækni og aðra fyrir listræna túlkun. ■ Hæstamögulegaeinkunner6,0,fyrir fullkomna og gallaiausa frammistöðu. ■ Að loknum hverjum hluta keppninnar er keppendum raðað miðað við einkunnir hvers dómarafýrirsig. ■ Dómarargefakeppendumsíðanstig miðað við röð þeirra. Sá keppandi sem fengið hefur hæstu einkunn fær eitt stig, sá næst hæstitvöo.s.frv. ■ Vægi stiganna er í samræmi við vægi hvers hluta keppninnar í heildareinkuninni. Sá keppandi eða það par sem hefur lægstu stigin Stökk eru tvennskonar - kantstökk og tástökk; nefnd eftir því hvemig skautanum er beitt. _ Þreföld skrúfa Reglur (einstaklingskeppni) Reglur (parakeppni) Tækni (stökk) ■ Kantstökk: Keppandinn þrýstir öðrum kanti skautans niður á svellið ■ Tástökk: Göddunum fremst á skautablaðinu er þrýst niður í svellið og samanlagt úr keppninni þegar upp er staðið oq nýtir sér afl handleaqja og hins fótarins til að snúa sér í loft upp. keppandinn knýr sig I loft upp með þvi að spyma sér uppaf táberginu. telst sigurvegari. Knight-RidderTribuno ALBERTVILLE92 OQP ■ KRISTINN Björnsson frá Ól- afsfirði og Örnólfur Valdimars- son, Reykjavík, keppa í risasvigi á morgun. Ásta S. Halldórsdóttir, ísafirði, keppir á miðvikudag í stórsvigi. ■ SIGURÐUR H. Jónsson, landsliðsþjálfari í alpagreinum, sagði í samtali við Morgunblaðið að íslendingarnir hefðu æft undan- farna daga í brekkunni sem keppt verður í. „Mér líst vel á brekkuna, en það verður örugglega mikill hraði í brautinni. Það hefur snjóað mikið hér síðustu daga og móts- haldarar gætu átti í vandræðum með að undirbúa brekkuna," sagði Sigurður. ■ ÖRNÓLFUR var veikur bæði á miðvikudag og fimmtudag og gat því ekki farið á skíði. En hann var orðinn góður í gær og æfði þá. Sig- urður hefur einnig verið með flensu, en Kristinn Björnsson hef- ur sloppið við veikindi. ■ ÁSTA hefur verið slæm af kvefí auk þess sem hún meiddist á ökkla á æfingu á mánudaginn. Hún hefur verið hjá sjúkraþjálfara og er öll að koma til, nema kvefið. Hún hef- ur verið á fúkkalyfjum vegna þess. ■ ERIC Lindros, 19 ára íshokkíkappi frá Kanada, hefur leikið mjög vel með kanadíska lið- inu í Albertville. Menn segja að hann sé nýr Wayne Gretzky. Lind- ros, hafnaði boði frá liði Quebec Nordiques sem leikur í atvinnu- mannadeildinni vestanhafs, en liðið var tilbúið að borga honum 84 millj. ísl. kr. á fyrsta ári. ■ FRANSKA bifreiðafyrirtækið Renault lét smíða 1.500 bifreiðar sérstaklega fyrir Ólympíuleikana í Albertville. Almenningur hefur 1.100 bifreiðir til afnota, frétta- menn hafa 200 bifreiðar til afnota og ýmsir ráðamenn aðrar 200 bif- reiðar. ■ HARALDUR Noregskonung- ur er mættur til Albertville ásamt drottningunni Sonju og krónprins- inum Hákoni. ■ MARGIR ætla sér greinilega að þéna peninga á ÓL í Albert- ville. Franska sjónvarpið sagði frá því að það mætti frekar kalla bæinn Coca Cola City — .vegna þess hvað auglýsingar frá fyrirtækinu væru áberandi. ítalski skíðakappinn Al- berto Tomba sagði að nafnið Al- bertoville ætti betur við, en Tomba ætlar sér stóra hluti í Albertville. ■ ERNST Vettori, 27 ára Aust- urríkismaður, sem varð sigurveg- ari í skíðastökki af 90 m palli, er ekki sá eini úr fjölskyldunni sem er í Albertville. Faðir hans, Wilfried, er flokkstjóri fyrir þá Austurríksi- menn sem keppa í norrænum grein- um og bróðir hans, Giinter, einn af þjálfurum hópsins. ■ RAÍSA Sametanía, 39 ára skíðagöngukona frá Rússlandi, var ekki nema nítján sek. frá því að vinna til verðlauna á fimm Ólympíu- leikum-leikum í röð, en hún varð í fjórða sæti í 10 km skíðagöngu. Raísa hefur unnið til níu verðlauna á ÓL — þrjú gull, fimm silfur og eitt brons. Hún hefur hampað 20 verðlaunapeningum á ÓL og HM síðan hún byrjaði að keppa á alþjóð- legum mótum 1974.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.