Morgunblaðið - 20.02.1992, Side 11

Morgunblaðið - 20.02.1992, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992 11 Stgórnsýsluorð Bækur Björn Bjarnason Hér á landi er engin sérstök stjórnsýslulöggjöf í gildi, en það hefur um nokkurt árabil verið á dagskrá að setja hana. Norður- landaráð gaf á síðasta ári út bók, sem ef til vill kemur að gagni við smíði slíkrar löggjafar, það er Norræna stjórnsýsluorðabókin. í formála bókarinnar segir Ank- er Jörgensen, forseti Norðurlanda- ráðs, að sögu verksins megi rekja allt aftur til áttunda áratugarins, þegar Norrænu félögin höfðu frumkvæði að því að tekin var saman fyrsta útgáfa norrænnar stjórnsýsluorðabókar, sem út kom 1983 í samvinnu við Norðurlandar- áð. Frá upphafi var ljóst, að þar var um bráðabirgðaútgáfu að ræða og 1987 var hafist handa við að semja þá bók, sem sá dagsins ljós á síðasta ári og er 423 blaðsíður. Segir Anker Jörgensen í formála sínum að tilgangurinn með bókinni sé að stuðla að auknum skilningi milli stjórnmálamanna og emb- ættismanna á Norðurlöndunum og milli hins almenna borgara og embættismanna. Hefðir á sviði stjórnsýsluréttar eru miklu ríkari annars staðar á Norðurlöndunum en hér. Þess vegna hefur ekki alltaf verið auð- velt að íslenska þau orð, sem hafa áunnið sér fastan sess annars stað- ar. í aðfararorðum bókarinnar seg- ir, að Jóhanna Jóhannsdóttir hafí verið ritstjóri íslenska hlutans. Sænska er lögð til grundvallar í bókinni. Meginmál hennar bygg- ist á því að sænsk orð eru þýdd á dönsku, finnsku, íslensku og norsku. Auk þess er þar einnig að finna þýðingu á ensku, sem veitir bókinni aukið notagildi. Fyrir aftan meginmálið eru síðan danskir, finnskir, íslenskir og norskir orða- listar, þar sem orð af þessum mál- um eru þýdd yfir á sænsku. Er efni bókarinnar þannig sett fram á skipulegan og aðgengilegan hátt. Handbók af þessu tagi sannar fyrst gildi sitt, þegar hún er not- uð, þannig að umsögn af þessu tagi gárar aðeins í yfirborðið. Eins og áður sagði skortir orð og hug- tök í íslensku um margt, sem hef- ur áunnið sér sess með einu orði annars staðar á Norðurlöndunum. Nefna má sem dæmi orðið skatte- planering, sem er íslenskað á þenn- an veg: fjárhagsráðstafanir til að greiða minni skatt — orðrétt þýð- ing væri „skattaáætlun"; hvaða merkingu hefur það orð á íslensku? Þá má nefna orðið fiyktingpolitik, sem er íslenskað á þennan veg: stefna í málefnum flóttamanna', hefði ekki mátt nota orðið „flótta- málastefna“? Vegna breytinga úreldast þýð- ingar. Þannig er orðið talman ís- lenskað sem forseti sameinaðs þings. Eftir að Alþingi sameinaðist í eina málstofu, er íslenska heitið: forseti Alþingis. Þá er orðið arbets- domstol íslenskað með orðinu kjaradómur. Kjaradómur er sér- stakur íslenskur dómstóll, sem ákveður kjör alþingismanna og embættismanna, sem ekki hafa samningsrétt. Hér hefði átt að nota orðið „félagsdómur“. Prófark- alestur hefði mátt vera betri eða frágangur á lokastigi, því að sums staðar hafa orð fallið niður í listum eða listarnir brenglast. Þótt hér hafi verið tíunduð nokk- ur aðfinnsluatriði, er það alls ekki gert til að kasta rýrð á gildi þessar- ar bókar. Hún ætti að vera innan seilingar hjá öllum, sem sýsla við erlend samskipti á opinberu sviði. Tveir hlutu námsstyrk Verslunarráðs Islands NÁMSSTYRKI Verslunarráðs íslands hlutu að þessu sinni Tómas Hansson og Karl Þráinsson og voru þeir valdir úr hópi 63 umsækj- enda. Styrkirnir eru að upphæð 185.000 krónur hvor og verða afhentir á aðalfundi Verslunarráðsins 20. febrúar nk. Tómas Hansson er hagfræðing- ur. Hann stundar doktorsnám í hagfræði við New York University. Hann stefnir á sérhæfingu á sviði peningamála, fjármagnsmarkaðar, hagstjórnar og annarra þátta er snerta forsendur stöðugs hagkerf- is. Vinkona Tómasar, Vigdís Olafs- dóttir, tekur við styrknum fyrir hans hönd. Karl Þráinsson er bygingarverk- fræðingur. Hann mun í apríl hefja nám við Tækniháskólann í Karls- ruhe í framkvæmdafræði. Fram- Prufu-hitamælar + 50 til + 1000 C í einu tæki með elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. SSanirO®(ui®tui!r & ©@ M= Vesturgötu 16 - Slmar 14680-13280 kvæmdafræði er sérsvið innan byggingaverkfræðinnar og byggist n,ámið á áætlanagerð, vali á fram- kvæmdaaðferðum, athugun á vinn- umarkaði, samningagerð og gerð kostnaðaráætlana. Karl mun sjálf- ur veita styrknum viðtöku. (Fréttatilkynning) Tilboð BlLDSHÖFÐA I6SIMI672444 TELEFAX672560 1600 cc, 16 vent/a BRIAABORG Innifalib Þriggja ára ábyrgö Verksmi&juryövörn Nýskráning Númeraplötur Fullur bensíntankur Tregöulæsing á afturdrifi Vökvastýri Stálhlíf undir gírkassa Stálhlíf undir berísíntank Hiti f afturrúöu Dagljósabúnaöur Tveir veltibogar Þurrka og rúöusprauta á afturrúöu Brettakantar Fullklædd sportsæti (Bucket) Krómfelgur FAXAFENI8 • SIMI91-685870 APPLJXUSE 4x4 fOS hö 1600 cc, 16 vent/a með beinni innspýtingu Innifalib Vökvastýri Klukka Skipt aftursætisbak Nýskráning Höfuöpúöar aö aftan Plussklædd sæti Samlæsing Þriggja ára ábyrgö Ve rks m i ö j u ry ö vö r n Númeraplötur Heilir hjólkoppar Skottlok/bensínlok opnast innanfrá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.