Morgunblaðið - 20.02.1992, Side 17
17
__________________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR 1992_
Hugleiðingar um þyrlukaup
eftir Kristján
Guðmundsson
Eftir hið hörmulega slys er varð
við Grindavík 22. nóvember 1991
hafa margir látið í sér heyra varð-
andi kaup á þyrlu sem lausn á
slysamálum landsmanna.
Því miður hefur þessi „um-
ræða“, bæði munnlega flutt og í
rituðu máli, einkennst af æsingi í
hita augnabliksins. Hefur þessi
umræða einkum snúist um „að
lækna bamið sem hefur brennt sig
en ekki að koma í veg fyrir að
barnið brenni sig“.
í flestum þeim greinum er birst
hafa í blöðum og fréttum útvarps
og sjónvarps og snerta slys til sjós
hefur uppistaðan verið „hvað hægt
hefði verið að gera eftir að slys
hefur orðið“.
Hefur slysið 22. nóvember 1991
hreyft illa við mönnum þar sem
þó nokkur tími er liðinn síðan síð-
asta atvik gerðist er ýtti illa við
þeim. Var það þegar vb. Þorsteinn
EA-610 rakst á ísjaka og óttast
var um afdrif hans um tíma:
Upphlaup af þessu tagi eru al-
geng í þjóðfélagi okkar en standa
ekki lengi því með tímanum fmna
menn sér annað til þess að ræða
um. Málefni sem þeir þurfa minni
áhyggjur að hafa af.
Ef menn vilja hugleiða þessi
mál í rólegheitum þá komast þeir
að raun um að upphlaupið stafar
af röngum upplýsingum sem þeir
hafa fengið. í hvert sinn er eitt-
hvað gerist til sjós er það blásið
upp í blöðum með stóru letri og
forgangsfrétt í útvarpi og sjón-
varpi.
Þekking fréttamanna á því sem
þeir taka fyrir er oft æði takmörk-
uð. Þeir blása upp ómerkilegustu
þættina í málinu en sleppa
kjarnanum. Þannig framreiddar
fréttir gefa lesendum og hlustend-
um oft ranga mynd af raunveru-
leikanum.
Ég geri mér ljóst að fréttamenn
verða ekki hrifnir af þessum orð-
um en era staðreyndir samt.
Ágengni fréttamanna þegar
slys verða er slík að ekkert er
þeim heilagt til þess að verða
fyrstir með fréttirnar. Er þá ekk-
ert til sparað.
Ef menn vilja skoða málið eins
hlutlaust og hægt er. Leita að
orsökum slysanna yrði umræðan
á annan veg.
Hver er orsök slysa?
Orsök slysa er í langflestum til-
fellum „mannleg mistök“.
Hvers vegna er svona mikið um
mannleg mistök?
Flest mannleg mistök stafa af
vanþekkingu á því sem verið er
að gera. Menn framkvæma án
þess að hugleiða hverjar afleiðing-
arnar verða. Flest verk til sjós
þarf að vinna hratt en „af öryggi“.
Á undanfórnum áratugum hef-
ur orðið umtalsverð fækkun skip-
verja. Þrátt fyrir fækkun skipvetja
er gert ráð fyrir að afköst þeirra
sem eftir eru verði ekki minni en
áður með fleiri skipverjum.
Hvað segir þetta?
Að þeir sem eftir eru um borð
verða að leggja harðar að- sér.
Vinna hraðar og kunna til allra
verka.
Maður sem ræður sig um borð
í skip í fyrsta sinn fær litla sem
enga tilsögn því enginn tími er til
þess. Tími sem fer í að segja nýlið-
anum til dregur úr afköstum.
Þarna er komin megin orsök
flestra slysa til sjós.
Væri ekki nær fyrir þá sem
krefjast þess að keypt sé ný þyrla
að hugleiða þetta?
Það væri mjög gott af íslending-
ar hefðu efni á að eiga þyrlu í
hveijum fírði á landinu eða í hveij-
um hrepp eða þorpi til sjúkraflutn-
inga.
En þá langar mig til þess að
spyija aðstandendur þeirra sjó-
manna sem hafa slasast til sjós.
Hefðu þeir ekki kosið að fá ætt-
ingja sína heim heila á húfi heldur
en slasaða flutta í land með þyrlu?
Þeir sem nærast á að þylja upp
moldviðri í kringum slys og óhöpp
ættu að hugleiða afleiðingarnar
af því að blása upp sem hetjuskap
„hin mannlegu mistök“. Fjalla um
málin af raunsæi en ekki í æsi-
fréttastíl.
Hinir sem nærst hafa á æsi-
fregnunum ættu að snúa sér að
orsökum vandans. Hvað hægt sé
að gera til þess að koma í veg
fyrir slys en ekki hugsa eingöngu
um að bæta þegar óhappið er orð-
ið.
Maður sem hefur misst hönd
eða fót eða hlotið önnur alvarleg
meiðsl var betur settur fyrir slysið
en eftir. Hefði hann fengið mann-
sæmandi tilsögn áður en hann hóf
störf þyrfti hann ekki að búa við
örkuml til æviloka með tilheyrandi
þjáningum og óþægindum sem
slysum fylgir.
Dæmi um það vandamál sem
við er að glíma varðandi fræðslu
sem í boði er fýrir sjómenn. Nem-
andi í stýrimannaskóla, sem var
að ljúka námi, hafði aldrei stýrt
skipi. Ekki að stjórna skipi heldur
að stýra því (rórmaður) undir leið-
sögn skipstjómarmanns. Þessi
nemandi hafði tilskilinn siglinga-
tíma og átti rétt á starfsréttindum
eftir Bjarna
Sigtryggsson
i
Mér er enn í fersku minni fund-
ur, sem haldinn var í Sjálfstæðis-
húsinu á Akureyri fyrir tæpum
þijátíu árum. Það var bændaklúb-
bur Eyjafjarðar sem hafði fengið
Gunnar Bjarnason ráðunaut til að
koma norður og kappræða við
norðlenska bændur um þær breyt-
ingar sem hann taldi íslenskum
landbúnaði lífsnauðsyn að koma
á, og hann kallaði skynvæðingu,
sbr. rafvæðingu — að koma viti
og nútímaháttum í búskapinn.
Gunnar boðaði fækkun býla en
aukna hagræðingu í rekstri, meiri
framleiðni og þannig lækkaðan
rekstrarkostnað. Þetta taldi hann
bændum brýnt að gera með fram-
tíðina í huga.
Ósammála um framtíðarsýn
Fundurinn í Sjallanum var sá
fjölsóttasti sem þar hefur verið
haldinn fyrr og síðar. í sex tíma
samfleytt, fram undir morgunmál,
atti Gunnar kappi við um það bil
40 bændur, og ég minnist þess
aðeins að einn þeirra hafi talið
rétt að íhuga orð Gunnars, þótt
enginn væri honum sammála.
Flestir létu sér nægja að formæla
honum, drógu jafnvel Gylfa Þ.
Gíslason inn í umræðuna og
nokkrir höfðu í hótunum. Salurinn
var þéttsetinn og annar eins fjöldi
lét sig hafa það að standa upp á
endann allan tímann, svo mikill
var áhugi manna, þótt enginn virt-
ist sammála framtíðarsýn Gunn-
ars.
Breytingar út úr neyð
Nú er hins vegar svo komið, að
forysta búnaðarsamtakanna hefur
að mestu leyti tekið upp sjónarmið
Gunnars Bjarnasonar, en það var
ekki af frjálsu vali, heldur út úr
neyð. Forystumenn bænda í þá tíð
höfðu ekki þá framtíðarsýn né
þann forystukjark að þeir treystu
sér til að ganga fram fyrir skjöldu
að loknu námi.
Hvaða maður legðist á skurðar-
borð „skurðlæknis" sem aldrei
hefði snert á tólum eða tækjum
er hann þyrfti að nota þótt læknir-
inn hefði hlotið „fullt hús“ í ein-
kunnagjöf í bóklegum fræðum
læknisfræðinnar?
Hvað varðar þyrlukaup og
björgun mannslífa þá er þyrla eng-
in allsheijarlausn.
Sá hugsanagangur að ekki sé
þörf á að fara varlega við störf
því þyrla komi og bjargi okkur ef
illa fer á ekki að ráða ferðinni.
Það væri gott að eiga góðar og
fullkomnar þyrlur sem aldrei þyrfti
að nota nema til æfinga fýrir
áhafnir. Sjómenn væru það vel
þjálfaðir til starfa að ekki væri
þörf fyrir aðstoð þyrlu. Um mann-
leg mistök við störf væri ekki að
ræða.
Þyrlukaup við þær aðstæður er
við búum við núna og engin fram-
för í fræðslumálum sjómanna er
ver farið en heima setið.
Ekki má skilja það svo að þyrla
sé ónauðsynlegt tæki en ekki má
reka málið þannig að kaup á þyrlu
sé töfralausnin.
Þyrla er ekki til þess að koma
í veg fyrir slys og má ekki vera
til þess að vekja falska öryggis-
kennd hjá mönnum, þ.e. ef ég slas-
ast þá er þyrla til þess að sækja
mig.
og segja við sína bændur: Verið
fyrri til, stikið sjálfir út framtíðina
en látið ekki neyða ykkur til að
þurfa að gera hið óumflýjanlega!
Forysta um breytingar
Forystumenn eru þrenns konar;
í fyrsta lagi þeir sem skynja að
heimurinn er að breytast, vita
kannski ekki hvernig, en sjá þó
að ekki verður hjá því komist að
fylgja. í öðru lagi eru svo þeir sem
skynja breytingarnar og taka
sjálfir þátt í þeim. í þriðja lagi
má svo nefna leiðtogana, þá sem
taka sjálfir forystu um breyting-
arnar.
Það hefur lengi verið ólán
bændastéttarinnar hér á landi að
hún hefur haft forsvarsmenn en
skort leiðtoga. Stefnumótun henn-
ar hefur verið bakvirk, reaktív, en
ekki framvirk, eða próaktív. Hún
hefur háð vamarbaráttu en ekki
sóknarbaráttu. En svo verður að
segjast sem er, að hver stétt, hver
þjóð fær þá forvígismenn sem
henni hæfir hveiju sinni, og það
er ekki sýnilegt að bændur á ís-
landi eigi mann uppi í mastri að
eygja land möguleikanna. Þvert á
móti hafa margir raðað sér á
skipshlið og horfa þungum augum
til botns.
Framtíðin múruð úti
Kynningarfundir Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráðherra
um GATT-samkomulagið, sem
hann hefur haldið meðal bænda,
bera ekki vitni þess að breyting
hafi orðið á grundvallarsjónarmið-
um frá því Gunnar Bjarnason ferð-
aðist um landið og kappræddi við
bændur um framtíðiha fyrir 28
árum. Enn eru þær raddir hávær-
astar sem hvetja til þess að reistir
verði múrar um nútíðina og fram-
tíðinni haldið utan þeirra.
Fáir kveða sér hljóðs til að benda
á nýjar Ieiðir og nýja möguleika,
sem fríverslun með landbúnað-
arafurðir gæti skapað íslenskum
bændum. Viðleitni til nýsköpunar
og vöruþróunar landbúnaðaraf-
„Hver er orsök slysa?
Orsök slysa er í lang-
flestum tilfellum
„mannleg mistök“.
Hvers vegna er svona
mikið um mannleg mis-
tök? Flest mannleg mis-
tök stafa af vanþekk-
ingu á því sem verið er
að gera. Menn fram-
kvæma án þess að hug-
leiða hverjar afleiðing-
arnar verða. Flest verk
til sjós þarf að vinna
hratt en „af öryggi“.“
Það sem fyrst og fremst þarf
að gera er að kenna mönnum að
vinna og kenna þeim í upphafi
starfsferils. Menn eiga ekki að
þurfa að læra af eigin mistökum
hver fyrir sig. Menn eiga að læra
af „gömlum mistökum manna“.
Manna sem ekki bjuggu yfir þeirri
þekkingu sem fyrir liggur í dag.
Þyrla/þyrlur eru tæki fram-
tíðarinnar til þess að stunda sjúkr-
aflutninga. Sækja sjómenn á haf
út sem hafa veikst. Það á að vera
„Það hefur lengi verið
ólán bændastéttarinnar
hér á landi að hún hefur
haft forsvarsmenn en
skort leiðtoga.“
urða, sem kemur frá fyrirtækjum
í iðnrekstri, mætir gjarnan and-
stöðu ráðamanna í úrvinnslugeira
landbúnaðarins, eins og dæmið um
Baulu hf. sannar.
Enn er hundruðum milljóna króna
af skattfé varið til sauðfjárveiki-
varna og meginhluti þeirra svim-
andi upphæða sem varið er í fram-
kvæmdasjóð landbúnaðarins mið-
ast við framleiðslu fyrir innlendan
markað. Hveijir forystumanna í
landbúnaði eru að leiða íslenska
bændur inn í 21. öldina? Hveijir
þeirra eru að skapa íslandi og ís-
lenskum landbúnaði sérstöðu sem
gósenlandi hinnar hreinu og
óspilltu náttúru? Hvar sjáum við
örla á forystuhlutverki, Leiðsögn
manna sem telja landbúnaðinn
eiga hlutverki að gegna í byggða-
þróun á næstu öld?
Tækifæri markaðanna
íslenskur landbúnaður á enn
miklu hlutverki að gegna. Ekki þó
í óbreyttu formi. Markaðssamband
við aðrar þjóðir mun leiða til þess
að lítils háttar samdráttur verður
I nokkrum greinum. Slíkt gerist
líka hvort eð er með breyttum
neysluvenjum þjóðanna. Markaðs-
aðgangur í öðrum löndum getur
þegar fram í sækir reynst íslensk-
um landbúnaði mikill vaxtarbrodd-
ur. Sérþarfir ýmissa neytenda-
hópa, vaxandi umhverfísvitund og
tískuáhrif geta skapað íslenskum
landbúnaði og þar með byggðum
landsins mikla möguleika.
Leiðtogaskortur
Það er óneitanlega kaldhæðnis-
legt að það er í sveitum landsins,
Vilja bændur reisa varnar-
múra gegn framtíðinni?
í undantekningartilfellum að þörf
sé á að sælq'a slasaða sjómenn.
Við eigum að vinna að því að gera
skipin að öruggari vinnustað með
bættum vinnubrögðum.
Ef einhver hefur ánetjast þeim
hugsunarhætti að slys til sjós sé
tengt náttúrulögmáli er hann vin-
samlegast beðinn að endurskoða
afstöðu sína til málsins. Leita að
raunverulegri ástæðu fyrir slysum.
Rannsaka vel eigin vinnubrögð og
vita hvort ekki sé einhveiju áfátt
þar.
íslendingar ættu að nýta þann
tækjakost sem bandaríski herinn
hefur yfir að ráða hér á landi.
Semja við bandaríska herinn eða
bandarísk stjómvöld um að þeir
aðstoði okkur í þeim flutningum
sem við ekki ráðum við. Bijóta odd
af oflæti okkar um sjálfstæði í
þessum málum og viðurkenna okk-
ar eigin getuleysi.
Ef samið yrði við Bandaríkja-
menn um að þyrlusveitin aðstoði
íslendinga í neyðartilfellum þegar
okkar búnaður nægði ekki, þá
ætti að flytja t.d. þyrlusveit Land-
helgisgæslunnar til Akureyrar,
Húsavíkur eða Egilsstaða.
Einhver spyr — hver er ástæðan
til flutnings?
Svarið er: Ef sambærilegt slys
og varð við Grindavík 22. nóvem-
ber 1991 hefði orðið við Langa-
nes, Digranes eða annars staðar
á Norður- og Austurlandi hefði
þyrla í Reykjavík ekki skipt neinu
máli.
Höfundur er skipstjóri.
Bjarni Sigtryggsson
sem mestrar andstöðu gætir gegn
aukinni fríverslun. Samt er það
svo, að það eru einmitt hinar
dreifðu byggðir sem eiga hvað
mest í húfí. Það er þar sem ríður
á að menn eigi dugmikla og kjark-
aða forystumenn, sem þora að
hafa frumkvæði að breytingum.
Vandi byggðanna er hins vegar
sá, að þar ráða of miklu menn,
sem óttast breytingamar og vilja
loka augunum.
Höfundur er markaðsfræðingur.
Pitney Bowes
Frímerkjavélar
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 -105 Reykjavik
Símar 624631 / 624699
Þú svalar lestrarþörf dagsins