Morgunblaðið - 20.02.1992, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992
100 fm
risíbúð
til sölu eða leigu. Skipti á hús-
næði á Stór-Reykjavíkursvæðinu
kemur til greina.
Upplýsingar í síma 93-13083.
Gúmmíklædd
WIPAC
ímmaiLíHPt
Varahlutaverslun
Btldshðfða 18 - Reykjavik - Simi 91-672900 J
HITAKÚTAR
ELFA-OSO
30—BO—120—200—300 lítra.
Ryðlrítt stál - Blöndunarloki.
Áratuga góð reynsla.
Elnar Farestvelt & Co.hf
BORGARTÚNI28, SÍMI622901
4 stoppar við dymar
Salmson
Miðstöðvardœlur
Þróuð.
framleiðsla.
Hagstœtt verð.
r
LANDSSMIÐJAN HF.
Verslun: Sölvhólsgötu 13
SlMI (91) 20680 • FAX (91)19199
Hvenær, hvort og hvemig?
eftir Óla Björn
Kárason
Blaðamenn og þá ekki síst þeir
sem starfa hjá áhrifamiklum fjölmiðl-
um, sem allur almenningur tekur
trúanlega, standa oft frammi fyrir
erfiðum ákvörðunum: Hvenær, hvort
og þá hvernig á að birta frétt. Yfir-
menn fréttastofu Ríkisútvarpsins
stóðu frammi fyrir þessari erfiðu og
vandasömu ákvörðun síðstliðinn
þriðjudag, þegar fréttamaður henn-
ar, sem nú er staddur í Israel, sendi
heim frétt um að Simon Wiesenthal-
stofnunin í ísrael saki íslenskan rík-
isborgara um stríðsglæpi í síðari
heimsstyijöldinni.
Þegar yfirmenn fréttastofunnar
tóku ákvörðun um hvenær viðkom-
andi frétt skyldi birt, var tekin röng
ákvörðun. Þegar yfirmenn fréttastof-
unnar tóku ákvörðun um að birta
fréttina var tekin rétt ákvörðun.
Það er skylda hvers blaðamanns
að greina frá því að virt stofnun á
borð við Wiesenthal-stofnunina (þó
hún hafi ekki reynst óskeikul eða sé
dómstóll), skuii saka íslenskan ríkis-
borgara um þátttöku í einhvetjum
hryllilegustu glæpum sögunnar.
Spurningin er aðeins hvernig og hve-
nær flytja skuli fréttina.
Misskilinn metnaður
Var það metnaður fréttastofu út-
varpsins að verða fyrst með fréttirn-
eftirRagnar
Tómasson
Það var bæði lífshættulegt og
afar óþægilegt af pólitískum
ástæðum fyrir Davíð Oddsson for-
sætisráðherra að fara í opinbera
heimsókn til ísraels eins og á stóð.
ísraelsmönnum kom heimsóknin
að sama skapi mjög vel því ísland
nýtur sem eitt Norðurlandanna,
virðingar fyrir málefnalega þátt-
töku í alþjóðlegu samstarfí.
Það hefði verið maklegt að ísra-
elsmenn sýndu forsætisráðherra
okkar sérstaka virðingu og þakk-
læti fyrir staðfestu sína, fyrir að
hafa ekki hætt við heimsóknina.
Víst þekkja þeir ofurmátt alþjóð-
legrar umræðu og staðfestuna
telja þeir eina af undirrótum ríkis
síns.
Þegar ísraelsmenn standa höll-
um fæti í alþjóðlegri umræðu sjá
þeir sér það helst til bjargar að
„Þetta er ekki í fyrsta
skipti sem fréttastofa
útvarpsins hleypur á
sig og sakar Islending
um verstu glæpi —
landráð. Þá var byggt
á erlendum heimildum
sem reyndust rangar."
ar, sem réð því að ákveðið var að
birta umrædda frétt án þess að vinna
hana að nokkru leyti áður? Var það
metnaður fréttastofunnar að nafn-
greina Eðvald Hinriksson, fyrst allra,
án tillits til þess hvaða afleiðingar
það kynni að hafa fyrir saklaus
barnabörn hans? Hér skal haft í huga
að það er ekki verið að bera mann
sökum um hvem annan glæp, heldur
glæp gagnvart mannkyninu. Það eitt
hefði átt að hægja á fréttamanninum
og fréttastofunni, þar sem um enga
venjulega frétt var að ræða, heldur
frétt sem krafðist, allra vegna, að
yrði unnin eins vel og kostur væri,
án þess að misskilinn metnaður hefði
þar áhrif.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
fréttastofa útvarpsins hleypur á sig
og sakar íslending um verstu glæpi
— landráð. Þá var byggt á erlendum
heimildum sem reyndust rangar.
í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins
síðastliðinn þriðjudag, var ekki greint
Ragnar Tómasson
nota þá athygli sem opinber heim-
sókn íslenska forsætisráðherrans
vekur til þess að bera fram ákæru
Öli Björn Kárason
frá því að Eðvald hefur áður verið
borinn svipuðum sökum. (Blaðamenn
falla oft í þá undarlegu gryfju að
setja málin ekki í sögulegt sam-
hengi, sem gæti auðveldað almenn-
ingi að átta sig betur á viðkomandi
frétt.) Það var heldur ekki greint frá
réttarhöldunum yfir honum í Svíþjóð
í lok stríðsins, réttarhöldum sem
hreinsuðu hann af öllum ákærum,
að því er fram kemur í ævisögu
Eðvalds. Það hefði verið tiltölulega
á aldraðan og þjóðkunnan íslend-
ing. Mann sem hefur í áratugi
þurft að bera hönd fyrir höfuð sér
fyrir erlendum dómstólum og í
opinberri umræðu hér heima. Ein-
hver harðsnúnasta leyniþjónusta
heims uppgötvaði það ekki fyrr
en við opinbera heimsókri forsætis-
ráðherra okkar að maðurinn væri
til.
Það er óvíst að nokkru sinni
hafi þjóðarleiðtoga verið sýnd önn-
ur eins svívirðing í opinberri heim-
sókn og ísraelsmenn hafa nú sýnt
Davíð Oddssyni, forsætisráðherra
íslands. í hugum þeirra virðist
orðið drengskapur hafa litla eða
enga merkingu.
Það er nóg komið af höfðings-
skap ísraelsmanna þó forsætisráð-
herra taki ekki þennan sérstæða
virðingarvott með sér heim.
Höfundur er lögmaður í
Reykjavtk.
auðvelt fyrir fréttastofu útvarpsins
að afla sér heimilda um sögu Eð-
valds, bæði frá honum sjálfum og
úr ævisögu hans sem hefur birst á
íslensku, áður en fréttin var birt.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Eðvald er borinn þungum sökum af
íslenskum fjölmiðli. Þjóðviljinn réðist
á hann fyrir liðlega 30 árum og sak-
aði hann um fjöldamorð. Frétt blaðs-
ins var byggð á frásögn Árna Berg-
manns, sem þá var í Moskvu, og
þýðingu úr bókinni Grímulausir
morðingjar, sem hafði komið út sama
ár í Tallinn fyrir tilstilli KGB.
Vonandi er samkeppni íslenskra
blaðamanna um hver sé fyrstur með
fréttirnar ekki farin að koma niður
á mannlega þættinum sem blaða-
menn verða alltaf að taka tillit til,
eða þeim metnaði sem hver blaða-
maður hlýtur að hafa til að vanda
sem best til fréttaflutnings. Því mið-
ur er frétt Ríkisútvarpsins í hádegis-
fréttunum sl. þriðudag ekki eina
merkið um að svona sé. Það er mik-
ill misskilningur að samkeppni fjölm-
iðla snúist um það hver sé fyrstur
með fréttirnar, heldur hver vinnur
fréttina best og byggir á bestu heim-
ildum.
Móðgun
Og það er fleira sem hefði átt að
kalla á að fréttamenn hægðu á ferð-
inni. Það hvernig þetta mál bar að
er undarlegt. Tímasetningin er und-
arleg. Og hvemig Wiesenthal-stofn-
unin kaus að gera málið opinbert
hefði átt að vekja upp spumingar —
spurningar sem enginn blaðamaður
hefði átt að leiða hjá sér áður en
frétt teldist fullunnin.
Þegar þetta er ritað liggja engar
upplýsingar um það hvaða heimildir
og/eða sannanir Wiesenthal-stofn-
unin hefur fyrir jafn alvarlegum
ásökunum. Raunar segir Efraim
Zuroff, forstöðumaður stofnunarinn-
ar, í viðtali við Morgunblaðið að hann
sé ekki tilbúinn til að „ræða þær
upplýsingar við fjölmiðla að svo
stöddu". Engu að síður þykir honum
rétt að bera jafn alvarlegar sakir
fram opinberlega.
Framkoma ísraela gagnvart okkur
íslendingum er þeim lítt til sóma.
Framkoma þeirra við forsætisráð-
herra íslands í opinberri vináttuheim-
sókn er móðgun við íslensku þjóðina.
Framkoma ísraela sýnir hroka þeirra
gagnvart smáþjóð. Mér segir svo
hugur að þeir hefðu ekki komið fram
með þessum hætti gagnvart fulltrúa
annars ríkis. Samskipti íslands og
ísraels hafa verið góð allt frá stofnun
þess 1948. Nú hvílir skuggi yfir þeim
samskiptum.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Svívirðing við íslenska þjóð
Hver vill halda þairnig áfram?
eftir Tómas
Inga Olrich
Ég gat þess í fyrstu grein minni
um íjárlögin, að fjárlög undanfar-
inna ára hefðu reynst marklausar
viljayfirlýsingar. Þessa fullyrðingu
er nauðsynlegt að styðja með upp-
lýsingum.
Með aðstoð fjárlaganefndar Al-
þingis hef ég fengið yfirlit um áætl-
aðar tekjur og útgjöld ríkissjóðs
fyrir árin 1984—1991 og eru þessar
áætlanir bornar saman við greiðslu-
afkomu í reynd. Líta má á fjárlaga-
frumvarp sem vilja- og stefnuyfir-
lýsingu ríkisstjómar á hveijum
tíma. Á meðförum Alþingis breytist
frumvarpið og við endanlega af-
greiðslu lýsa fjárlögin vilja löggjaf-
ans. Fjáraukalög eru tilraun til að
leiðrétta fjárlögin, en greiðsluaf-
koman er raunveruleikinn.
Uppsafnaður halli ríkissjóðs
1984-1991:
í milljörðum kr. Frum- Fjár- Fjár-
Verðlag 1991 varp lög aukal. Afkoma
Tekjur 644 678 6 709
Gjöld Gjöld umfr. tekjur 653 693 20 760
9 15 U
„Þegar þessar stað-
reyndir eru skoðaðar í
ljósi þess að íslendingar
hafa búið við langvar-
andi halla á viðskiptum
við útlönd, blasir við
raunveruleiki, sem eng-
inn íslendingur getur
horft fram hjá: Við lif-
um mjög verulega um
efni fram og höfum
gert það lengi.“
Rétt er aó benda á að allar upphæðir eru í millj-
örðum króna á verðlagi ársins 1991. Rétt er einn-
ig að hafa til samanburðar að tekjur ríkisins á
árinu 1990 voru 108 milljarðar króna á núvirði.
51 þúsund milljónir
Þegar þetta yfirlit er skoðað
kemur í ljós að samkvæmt ákvörðun
löggjafans, Alþingis, átti halli ríkis-
sjóðs á þessu tímabili að nema 15
milljörðum, en reyndist 51 milljarð-
ur. Uppsafnaður halli þessara átta
ára nemur tæpum hálfum fjárlögum
ársins 1991. Hann er meiri en öll
Tómas Ingi Olrich
útgjöld til heilbrigðismála á því ári.
Sú þróun, sem hér er verið að
lýsa, hófst ekki 1984. Til eru sam-
bærilegar upplýsingar fyrir tímabil-
ið 1975-1989. Á því tímabili gerðu
ljárlög ráð fyrir tæpum einum millj-
arði í halla, sem reyndist vera 43
milljarðar þegar upp var staðið.
Að horfast í augu við vandann
Það sem vekur ugg er að hallinn
hefur farið vaxandi þegar á tímabil-
ið frá 1975-1991 er litið í heild.
Við erum með hveiju árinu að ijar-
lægjast það markmið að stunda
hallalausan ríkisbúskap.
Þegar þessar staðreyndir eru
skoðaðar í ljósi þess að íslendingar
hafa búið við langvarandi halla á
viðskiptum við útlönd, blasir við
raunveruleiki, sem enginn íslend-
ingur getur horft fram hjá: Við lif-
um mjög verulega um efni fram og
höfum gert það lengi.
Bjartsýni byggð á raunsæi
Það að horfast í augu við veru-
leikann er skylda hvers manns og
ber ekki vott um svartsýni. Að tak-
ast á við veruleikann er affarasæl-
ast til lengdar. Að horfa fram hjá
honum er sjálfsblekking. Bjartsýni,
sem byggir á sjálfsblekkingu, er
eins og hvert annað mýraljós, einsk-
is virði sem vegvísir. Við þurfum
ekki slíka bjartsýni. Við þurfum
bjartsýni byggða á raunsæi og yfir-
vegun.
Höfundur er 5. þingnmður
Norðurliwds eyslra.