Morgunblaðið - 20.02.1992, Page 20

Morgunblaðið - 20.02.1992, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992 Kennaraháskóli íslands: FRÁ Kennaraháskóla ísland brautskráðust s.l. föstudag níu skóla- stjórar og yfirkennarar úr námi fyrir stjórnendur skóla. Að sögn dr. Barkar Hansen, umsjónarmanns námsins, er þetta í annað skipti sem brautskráð er úr þessu námi. Skólastjóranámið er 15 eininga nám sem dreifist á eitt og hálft ár samhliða starfí sem skólastjómandi, að sögn Barkar. Hann segir að til þess að geta hafíð þetta nám þurfí fólk að vera með kennarapróf auk tveggja ára starfsreynslu annað hvort sem skólastjóri eða yfírkennari. „Þetta eru þrjú námskeið og er hvert þeirra fímm einingar. Hluti hvers námskeiðis fer svo fram í eins konar bréfaskóla og er það fyrir- komulag haft til að mæta þörfum skólastjómenda er starfa utan höfuð- borgarsvæðisins," segir Börkur. A föstudaginn útskrifaði Kennara- háskólinn nemendur af öllum náms- brautum en alls útskrifar skólinn þrisvar sinnum á ári. „Þessi braut- skráning er með formlegu sniði þar sem þetta er fámennur hópur og þetta nám fylgir ekki hefðbundnum tímasetningum skólaársins," segir Börkur. Kristinn Breiðfjörð, skólastjóri í Bamaskóla Staðarhrepps í Hrúta- fírði, er einn af þeim sem útskrifað- ist. Hann segir þetta nám vera tölu- vert viðamik'ið og tímafrekt. „Þess vegna hentar þetta fyrirkomulag vel fyrir fólk eins og mig sem vinn úti á landi. Við höfum einnig fengið góðan stuðning frá þeim sem standa að þessu námi,“ segir hann. Afhenti trúnaðarbréf Ingvi S. Ingvarsson afhenti hinn 17. febrúar Chaim Herzog, forseta ísrael, trúnaðarbréf sitt sem sendi- herra íslands í Israel með aðsetur í Kaupmannahöfn. Kristinn segist hafa trú á því að í framtíðinni verði aðrar kröfur gerð- ar til skólastjóra. „Ég held að skóla- stjórar þurfí að hafa verið í ein- hveiju stjómunamámi og ég tel einn- ig að þar sem þetta er mjög kre- fjandi starf sé það gott að hafa ein- hveija slíka undirstöðu," segir Krist- Útskriftarathöfnin í Kennaraháskólanum. Formennska Leifs Magnússonar í Flugráði: Get ekki fallist á að um sé að ræða brot á grundvallarreglum sFj órnsýsluréttar - segir Halldór Blöndal samgönguráðherra „ÉG get ekki fallist á þá niðurstöðu Davíðs Þórs Björgvinssonar að formennska Leifs Magnússonar í Flugráði sé skýrt og ótvírætt brot á grundvallarreglum íslensks stjórnsýsluréttar. Þessi grein hans er ónákvæm í þeim efnum, og eldd dregnar hliðstæður né horft til þess hverjir hafi setið í Flugráði frá upphafi," segir Halldór Blönd- al, samgönguráðherra, um það mat Davíðs Þórs Björgvinssonar, dósents við lagadeild Háskóla íslands, að Leifur Magnússon, formað- ur Flugráðs, sé almennt vanhæfur til að gegna formennsku í ráðinu og jafnvel til setu í því vegna starfa hans hjá Flugleiðum. í grein í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag kemst Davíð Þór að þeirri niðurstöðu að formennska Leifs í Flugráði sé eftir því sem best verði séð skýrt og ótvírætt brot á grundvallarreglum íslensks sljórn- sýsluréttar. Halldór Blöndal sagði að gagn- stætt því sem Davíð Þór fullyrti í grein sinni væru sett almenn hæfís- skilyrði þeim mönnum sem ráðherra skipar í Flugráð þar sem sérstak- lega væri tekið fram að þeir skuli hafa sérþekkingu á flugmálum. Þá sagðist hann einnig draga mjög í Húsavík: Elsta kaupfélag landsins llOára efa að sú fullyrðing stæðist að meirihluti þeirra úrlausnarefna sem koma fyrir Flugráð snertu Flugleið- ir sérstaklega, og sér þætti fróðlegt að sjá það yfirlit sem Davíð Þór leggði til grundvallar þeirri fullyrð- ingu sinni. „Þessar raddir hafa stundum komið upp, að óeðlilegt sé að starfs- menn einstakra flugfélaga eigi sæti í Flugráði. En þá er á hitt að líta að í lögunum er kveðið á um það að ráðherra skuli skipa tvo menn með sérþekkingu á flugmálum í ráðið, annan til átta ára og hinn til fjög- urra ára. Ef rifjað er upp hveijir hafa verið skipaðir samkvæmt þessu ákvæði frá 1947 kemur í ljós að þar áttu sæti forstjórar flugfé- laganna beggja, Flugfélags íslands og Loftleiða, yfírflugstjóri Flugfé- lags íslands og síðar Flugleiða, og fleiri flugstjórar. Mér er ekki kunn- ugt um að þetta hafi komið að sök,“ sagði Halldór. Hann sagði að ef rætt væri um Leif Magnússon sérstaklega, þá nyti hann almenns trausts fyrir al- hliða þekkingu sína á flugmálum hér og erlendis. „Ég nefni sem dæmi að 1978 var hann kjörinm forseti 275 manna ráðstefnu Alþjóða flugmálastofnun- arinnar, sem falið var að ákveða val á framtíðar blindaðflugskerfi, og hefur hann auk þess verið skip- aður í tvær alþjóðlegar sérfræði- nefndir stofnunarinnar, sem falið var endurskoðun á tæknilegum og fjárhagslegum þáttum þjónustu við N-Atlantshafsflugið. Auk þess hef- ur hann gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum, og var hann með- al annars stjómarformaður Amar- flugs hf. þar til að hann sagði þeirri stöðu sinni lausri eftir að hann var skipaður formaður Flugráðs í jan- úar 1980. Ég tel það mikið happ að maður með reynslu og þekkingu y Leifs Magnússonar skuli gefa kost á sér sem formaður Flugráðs. Ég minni á í því sambandi að Flugráð starfar sem nokkurs konar stjómar- nefnd Flugmálastjórnar. Ákvörðun- arvaldið er þó ætíð í höndum ráð- herra, og em fjölmörg dæmi um að hann fylgi ekki ráðleggingum eða samþykktum Flugráðs,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort hann teldi rétt að fá umsögn Lagastofnunar Há- skólans um hæfi Leifs í stöðu form- anns Flugráðs sagði Halldór að Lagastofnun væri ekki dómstóll, og álitsgerðir frá henni væm ekki skoðun lagadeildar HÍ, heldur ein- ungis þeirra lögfræðinga sem skrifa undir álitsgerðina. „Hún hefur þess vegna ekki meira gildi en það traust sem við- komandi einstaklingar hafa. Ég get nefnt fjölda lögmanna, sem með alhliða reynslu og störfum sínum njóta ekki síður trausts en þeir menn sem vinna við kennslu við lagadeild Háskólans, þótt þeir geti ekki státað af háskólastimplinum. Það er auðvitað hæpið að nafn Háskólans sér notað með þeim hætti sem gert er með Lagastofnun Háskólans," sagði Halldór Blöndal. Ferðaskrifstofurekstur Flugleiða hf.: Níu skólastjór- ar brautskráðir Húsavík. ^ KAUPFÉLAG Þingeyinga, elsta kaupfélag landsins, er 110 ára í dag, 20. febrúar. Það var stofnað að Þverá í Laxárdal að frum- kvæðí framsýnna bænda og héraðshöfðingja, þeirra Benedikts Kristjánssonar, prests í Múla, Benedikts Jónssonar, bónda á Auðn- um, Jakobs Hálfdánarsonar, bónda á Grímsstöðum, Jóns Sigurðss- onar, bónda í Gautlöndum og Péturs Jónssonar, bónda og síðar alþingismanns og ráðherra. Flugleiðir sitji ekki við lakara borð en erlendir keppinautar - segir Halldór Blöndal samgönguráðherra „ÞAÐ er fundið að því að Flugleiðir hafi almennan ferðaskrifstofu- rekstur með höndum til að tryggja rekstraröryggi sitt, en við höfum líka dæmi þess hér á landi að ferðaskrifstofur hafi verið aðilar að rekstri flugfélags í sama skyni. Við verðum undir í sam- keppninni við erlenda keppinauta ef við leyfum ekki íslenskum fyrirtækjum að hafa sama fijálsræði og tíðkast í vestrænum lönd- um,“ segir Halldór Blöndal samgönguráðherra um þá gagnrýni sem undanfarið hefur komið fram á ferðaskrifstofurekstur Flug- Saga kaupfélagsins er bæði löng og viðburðarík og hefur hún verið rakin í tveimur bókum, sú fyrri var gefin út í tilefni 60 ára afmælis félagsins og hin síðari í tilefni af 100 ára afmælinu. Afmælisins verður ekki minnst með neinni stórhátíð, þó félags- menn munu í dag gera sér daga- mun. Kaupfélagsstjórinn, Hreiðar Karlsson, taldi 110 árin ekki vera nein stórkostleg tímamót og tímamir nú gæfu ekki tilefni til að efnt yrði til stórhátíðar. í dag eru og liðin 90 ár frá því að Samband íslenskra samvinnu- félaga var stofnað en sú stofnun fór einnig fram á þingeyskri grund í Ysta-Felli í Ljósavatnshreppi að frumkvæði þá framámanna KÞ. - Fréttaritari. leiða. Halldór sagði í samtali við Morgunblaðið að þegar staða Flugleiða í dag væri metin, þá hlyti athyglin fyrst og fremst að beinast að því hvort fyrirtækið hefði burði til að standast sam- keppni við SAS og önnur flugfélög sem hingað væru að teygja arma sína, og hins vegar væri það mik- ilsvert að fargjöld færu lækkandi, en það væri ótvíræð kjarabót fyrir þorra fólks. „Við getum verið stoltir af því íslendingar að nú á þessu vori verða allar flugvélar Flugleiða inn- an tveggja ára aldurs, og mér er sagt að ekkert annað flugfélag geti státað af Slíku. Það er auðskil- ið að Flugleiðir verða að ná góðri nýtni fyrir þessa dýru farkosti, og eina leiðin til að tryggja það er að skipuleggja sólarferðir og aðrar sambærilegar ferðir á þeim tíma sem flugvélarnar eru ekki í notkun í almennu áætlunarflugi. Við höf- um verið að fylgjast með því hvemig þessi viðleitni hefur leitt til sílækkandi fargjalda, og hljót- um að vona að þessi nýja stefna Flugleiða gangi upp,“ sagði Hall- dór. Hann sagði að til samanburðar vildi hann minna á að keppinautar Flugleiða erlendis hefðu rekstur ferðaskrifstofa með höndum, og ekki væri hægt að fallast á að Flugleiðir ættu að sitja þar við annað og lakara borð. „Samtímis þessu hefur það ver- ið að gerast að ferðaskrifstofumar hafa verið að stækka vegna nauð- synlegra tölvuvæðingar, samtímis því sem lækkandi fargjöld breyta öllum forsendum fyrir rekstri ferð- askrifstofa. Ýmsar litlar ferða- skrifstofur hafa af þessum sökum verið að tína tölunni, og í öðrum tilvikum hafa Flugleiðir orðið að hlaupa undir bagga án þess að hafa sóst eftir því. Þetta er óhjá- kvæmileg þróun, og ég er sam- mála Neytendasamtökunum um að höfuðatriðið sé að þau fyrir- tæki, sem annast ferðaþjónustu og hafa mikla fjármuni almenn- ings undir höndum, séu traust, þannig að dæmið af Veröld endur- taki sig ekki,“ sagði Halldór Blöndal. Morgunblaðið/Silli Pakkhúsið reist 1886, Jaðar (á miðri mynd) og Söludeild 1902.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.