Morgunblaðið - 20.02.1992, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR 1992
23
Alexander Goldfeder
Tónleikar
Alexanders
Goldfeders
ALEXANDER Goldfeder heldur
einleikstónleika í íslensku óper-
unni laugardaginn 22. febrúar
kl. 14.30. Á efnisskrá eru verk
eftir Mozart, Chopin, Debussy,
Schubert, Rakmanínov, Liszt,
Prokofjev og Gershwin.
Alexander Goldfeder er fæddur
1946 í Moskvu. Hann lauk einleik-
araprófi frá Tónlistarskólanum í
Moskvu 1970 undir handleiðslu
Yakov Flehar. Hann starfaði síðan
í Moskvu sem einleikari og kennari
auk þess sem hann hélt tónleika
víða um lönd. Árið 1976 óskaði
Alexander Goldfeder eftir að fá að
flytja frá Rússlandi til ísrael en
beiðni hans var synjað. í kjölfar
þessa var honum hins vegar meinað
að fara í tónleikaferðir utan Rúss-
lands. Það var svo ekki fyrr en árið
1989 að beiðni hans um að flytja
úr landi hlaut náð fyrir augum ráða-
manna í Moskvu og það sama ár
fluttist hann til ísrael ásamt fjöl-
skyldu sinni. Síðastliðið ár dvaldi
Goldfeder í Þýskalandi og Hollandi
þar sem hann hefur haldið fjölda
tónleika. Nú í mars hyggst hann
m.a. halda tónleika í Amsterdam
sem haldnir eru í minningu hins
þekkta píanóleikara Glen Gould.
Alexander Goldfeder dvelur nú á
Islandi ásamt fjölskyldu sinni en
kona hans Ivgenia er listdansari og
kennir hjá íslenska dansflokknum
og Listdansskólanum.
(Fréttatilkynning)
♦ ♦ ♦---
Dreifing
á fatnaði
í Kúrdist-
an hafin
HAFIN er í Kúrdistan dreifing á
fatnaðinum sem safnaðist á Is-
landi í síðasta mánuði en fyrstu
bílarnir komu þangað frá Dan-
mörku fyrir síðustu helgi. Starfs-
menn Iflálparstofnunar dönsku
þjóðkirkjunnar annast dreifing-
una og mun þeim á næstu vikum
berast hver farmurinn af öðruin.
Ennþá ríkir kuldi og snjókoma á
þessum slóðum.
Síðustu gámarnir sem Samskip
og Eimskip fluttu til Kaupmanna-
hafnar komu þangað nú í vikunni
og eru sendingarnar nú á leið suður
um Evrópu og til Kúrdistan. Kostn-
aður við fatasöfnunina nemur ekki
undir 2,5 milljónum króna og hefur
ríkissjóður lagt fram 500 þúsund
krónur til styrktar verkefninu. Þeir
sem styðja vilja söfnunina fjárhags-
lega geta greitt framlag sitt með
gíróseðli í bönkum og sparisjóðum.
Fríðrik Þór frétti af útnefningimni
þegar hann horfði á CNN í Berlín
„Leið eins og ég
hefði fengið fisk
í fyrsta kasti“
Frá Árna Þórarinssyni í Berlín
ÞEGAR . forseti bandarísku
kvikmyndaakademíunnar,
leikarinn Karl Malden tilkynnti
um val þeirra fimm mynda sem
hljóta útnefningu sem besta
erlenda myndin við Óskars-
verðlaunaúthlutunina í ár, lá
leikstjóri íslensku myndarinn-
ar Börn náttrúrunnar, Friðrik
Þór Friðriksson, upp í rúmi á
hótelherbergi sínu í Berlín þar
sem myndin er sýnd á úrvals-
dagskrá kvikmyndahátíðarinn-
ar í borginni. „Ég var að horfa
á beina útsendingu frá útnefn-
ingunni á CNN og þegar Börn
náttúrunnar var nefnd fyrst
allra mynda leið mér eins og
ég hefði kastað út í á og feng-
ið fisk í fyrsta kasti. Svo stökk
ég á fætur og dansaði stríðs-
dans því það er óhætt að viður-
kenna að ég var orðinn tölu-
vert stressaður þessa síðustu
daga,“ sagði Friðrik Þór Frið-
riksson í samtali við Morgun-
blaðið í Berlín í gær.
Þegar Friðrik Þór kom í aðal-
stöðvar kvikmyndahátíðarinnar
tók hann ekki aðeins við stöðug-
um straumi heillaóska, heldur
helltust tilboðin um dreifingu á
Börn náttúrunnar yfir hann og
þýska samstarfsaðila hans. Þýski
kvikmyndaframleiðandinn, Wolf-
gang Pfeiffer hjá MAX film sem
var einn af fjármögnurum Barna
náttúrunnar sagði í samtali við
Morgunblaðið að þetta væri ein
stærsta stund lífs síns. Hann
hefði ekki mætt miklum skilningi
þýskra kvikmyndasjóða þegar
hann falaðist eftir fjármagni í
Börn náttúrunnar og því lagt eig-
ið fé undir.
„En ég hafði séð Skytturnar
og kynnst Friðriki Þór og nú hef
ég fengið staðfestingu á því sem
ég vissi fyrir að ég veðjaði á rétt-
an mann. Auðvitað yrði enn
sterkara að vinna sjálf verðlaunin
en sú viðurkenning að við erum
með eina af fimm besti myndum
í heiminum nægir mér á þessari
gleðistund.“
Það ríkti glaumur og gleði í
herbúðum Ex-Picturis, deifingar-
fyrirtækis Barna náttúrnnar utan
Norðurlandanna, í Berlín í gær
og menn skáluðu í kampavíni.
Peter Rommel, forstjóri fyrirtæk-
isins, var því kampakátur þegar
Morgunblaðið ræddi við hann og
sagði að þetta væri stórt skref
fyrir lítið fyrirtæki. „Við höfum
þurft að leggja hart að okkur og
nú erum við að uppskera. Það er
stórkostleg tilfinning. Við höfum
fundið mikinn áhuga á myndinni
en nú á þessum fáu mínútum síð-
an að útnefningin var tilkynnt
hafa tilboðin streymt til okkar.
Kvikmyndaheimurinn er svo und-
arlegur, menn svo óöruggir og
hræddir við mistök að svona
gæðastimpill er eins og himna-
sending. Við verðum núna, eftir
að gleðivíman er runnin af okk-
ur, að fara kalt og yfirvegað yfir
möguleika okkar.“
Friðrik Þór Friðriksson sagði
Morgunblaðinu að hann hefði alla
tíð haft bjargfasta trú á mynd-
inni. „Ég sagði við Einar Kárason
vin minn þegar hann var á sínum
tíma að gagnrýna handritið að
þetta væri rakin mynd til að vinna
Oskar. En þegar svona margir
þættir kvikmyndagerðar takast
vel — leikur, kvikmyndataka,
hljóðvinnsla og tónlist, auk mann-
eskjulegrar sögu — þá getur
maður átt von á svona árangri."
„Ætli ég leyfi mér ekki að
skála í kvöld,“ sagði leikstjórinn
um næstu skerf. „En svo verður
maður að fara að taka þetta al-
varlega og snúa sér að næstu
mynd.“
Sú mynd ber vinnuheitið „Cold
fever“ og er^ stefnt að tökum í
Japan og á íslandi nú í sumar.
Framleiðandi þeirrar myndar,
bandaríski kvikmyndaframleið-
andinn Jim Stark, sagði í samtali
við Morgunblaðið í Berlín: „Þetta
er ótrúlegt. Alveg ótrúlegt — að
lítil íslensk mynd skuli ná svona
langt. En það er fullkomnlega
verðskuldað." Þegar Morgunblað-
ið spurði Stark að því hversvegna
hann kysi að framleiða næstu
mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar
svaraði hann: „Af því hann er svo
skemmtilega geggjaður. Þar að
auki hef ég hingað til getað treyst
á þefskyn mitt fyrir hæfileika-
fólki.“
Þorsteinn Jónsson fram-
kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs
sem staddur er á kvikmyndahá-
tíðinni í Berlín sagði um þennan
viðburð: „Þetta er stórkostlegt og
ekki aðeins mikill heiður fyrir
Friðrik Þór heldur óvænt og vel-
komin viðurkenning á íslenskri
kvikmyndagerð. Börn náttúrunn-
ar er valin ein af fimm bestu
myndum síðasta árs í heiminum.
ísland er komið á landakortið sem
kvikmyndaland. Nú bíða íslenskir
kvikmyndgerðarmenn spenntir
eftir því hvort stjórnvöld taka við
sér.“
Við Óskarsverðlaunaafhend-
inguna í næsta mánuði munu
Börn náttúrunnar glíma um verð-
launin við Mediterrano frá ítaliu,
Barnaskólann frá Tékkóslovakiu,
Uxann frá Svíþjóð og Rauða
lampann frá Hong Kong.
fi*s?SS5fí
ÓÐRUM TIL
FYRIRMYNDÁRI
DAF er nú með vinsælustu
flutningabílum hérlendis og meðal
fyrirtækja, sem valið hafa hann
eftir rækilegan samanburð við aðra
bíla má nefna: Gosan, Kornax og
Sölufélag garðyrkjumanna.
DAF bílarnir eru sérlega vandaðir,
burðarmiklir miðað viö eigin
þyngd og allur aðbúnaður
ökumanns einstaklega góður.
Við eigum DAF 400 sendibíla til
afgreiðslu STRAX og útvegum
aðrar gerðir með örskömmum
fyrirvara.
V.Æ.S.HF
Fosshálsi 1 S 67 47 67
i m