Morgunblaðið - 20.02.1992, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 20.02.1992, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992 Reuter Stríðshörmungunum mótmælt Rúmlega 20 manns féllu í héraðinu Nagorno-Kara- bak í gær er bardagar brutust út á milli Armena og Azera. Myndin var tekin af azerskum konum í þorpi einu í héraðinu er þær efndu til mótmæla eft- ir að hafa orðið að flýja heimili sín vegna árása Armena. Rúmlega 1.000 manns hafa fallið frá 1988 í héraðinu, sem er aðallega byggt Armenum þótt það heyri undir Azerbajdzhan. Honecker sagður velkominn til Chile Santiago, Bonn. Reuter. SETTUR utanríkisráðherra Chile sagði í gær að Erich Honecker, fyrrverandi leiðtogi Austur- Þýskalands sem var, gæti komið til landsins ef stjórnin í Moskvu veitti honum leyfi til að fara frá Rússlandi. Honecker, sem er 79 ára að aldri, hefur háldið til í sendiráði Chile í Moskvu frá því í desember. Hann er að reyna að komast hjá því að verða framseldur til Þýskalands þar sem hann hefur verið ákærður fyrir að fyriskipa landamæravörðum að skjóta á fólk sem reyndi að flýja til Vestur-Þýskalands fyrir sameiningu þýsku ríkjanna. Edmundo Vargas, settur utanrík- isráðherra Chile, sagði í sjónvarps- viðtali að ekkert væri því til fyrir- stöðu að Honecker kæmi til landsins ef hann fengi leyfi rússneskra stjórn- valda til þess. Hann sagði þó ekki koma til greina að Honecker fengi hæli í Chile sem pólitískur flóttamað- ur. Stjórn Chile væri aðeins umhug- að um að Honecker fengi nauðsyn- lega læknisaðhlynningu, en hann er sagður þjást af krabbameini. Dieter Vogel, talsmaður þýsku stjórnarinnar, sagði aðspurður um ummæli Vargas að Þjóðverjar myndu áfram beita sér fyrir því að Honecker yrði framseldur til Þýska- lands. Klofningur í írsku stjórninni Dublin. Reuter. ALBERT Reynolds, forsætisráð- herra írlands, stóð frammi fyrir klofningi innan samsteypustjórnar sinnar vegna hæstaréttarúrskurðar um að 14 ára gömu! stúlka, sem varð þunguð eftir nauðgun, fengi ekki að fara til Bretlands í fóstureyð- ingu. Þingmenn Framfarasinnaðra demókrata, sem mynda stjórnina með flokki Reynolds, Fianna Fail, hafa krafist þess að forsætisráðherr- ann efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort breyta eigi ákvæði stjórn- arskrárinnar um algjört bann við fóstureyðingum. Reynolds mun treg- ur til að leggja málið undir þjóðarat- kvæði. Forkosningarnar í New Hampshire: Minnsta fylgi sitjandi forseta frá árinu 1976 Paul Tsongas hlutskarpastur frambjóðenda demókrata Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. ÍBÚAR í New Hampshire létu í ljós óánægju sína með frammmistöðu George Bush Bandaríkjaforseta í embætti í forkosningunum sem haldn- ar voru á þriðjudag. Patrick Buchanan, sem sækist eftir því á móti Bush að verða kjörinn forsetaefni Repúblíkanaflokksins fékk 40 pró- sent atkvæða en Bush 58 prósent. Paul Tsongas var hlutskarpastur frambjóðenda demókrata, Bill Clinton, ríkissljóri í Arkansas annar og Bob Kerrey, þingmaður frá Nebraska, þriðji. Sitjandi forseti hefur ekki farið jafn illa út úr prófkjöri í New Hamps- hire frá því að Gerald Ford sigraði Ronald Reagan með aðeins eins þró- sents mun árið 1976. Buchanan skoraði á kjósendur í New Hamps- hire, sem greiddu götu Bush í Hvíta húsið í prófkjöri árið 1988 eftir að hann hafði orðið þriðji í Iowa, að láta óánægju sína með forsetann í ljósi með atkvæði sínu. Þegar úrslit voru ljós sagði Buchanan að her- deildir sínar hefðu tekist á við sveit- ir „Georgs konungs sem eru á und- anhaldi." Framboð sitt hefði í upp- hafi verið „lítil upreisn" én væri nú orðið að „allsheijar byltingu". Skoðanakannanir, sem gerðar voru við kjörstaði, bentu þó til þess að fylgi Buchanans væri fremur sprottið af óánægju með efnahags- ástandið en stuðning við hugmynda- fræði þá sem Buchanan sagði að unnið hefði sigur í „byltingunni" á þriðjudag. Bush kom ekki sjálfur fram á þriðjudagskvöld en í yfirlýsingu sem gefin var út í Hvíta húsinu kvaðst hann himinlifandi yfir því að hafa borið sigur úr býtum um leið og hann viðurkenndi að úrslitin hefðu ekki verið eins og hann hefði kosið. „Það var sýnu mjórra á munum í þessum kosningum en margir höfðu spáð ,“ sagði í yfirlýsingunni. „Ég hygg að andstæðingar mínir í báðum fylkingum hafi nótið góðs af þeirri óánægju sem ríkir vegna stöðu efna- hagslífsins í New Hampshire. Ég geri mér grein fyrir að þessi yfirlýs- ing [kjósenda] er sprottin af óánægju." Bæði Buchanan sem er fulltrúi hægri vængs repúblíkana og demó- kratar hafa í kosningabaráttunni gagnrýnt Bush harðlega fyrir ástandið í bandarískum efnahags- málum. Buchanan hamraði á því á kosningafundum og í auglýsingum að Bush hefði gengið á bak orða sinna um að leggja ekki á nýja skatta og kjósendur ættu að refsa hinum fyrir það. Það er almennt álit manna að kosningabarátta Buchanans hafi verið vel skipulögð en liðsmenn Bush hafa viðurkennt að kosningabarátta forsetans hafi verið dauf og litlaus. Nánustu ráðgjafar Bush bjuggust við því að hann fengi meira fylgi og eiga líklega eftir að iðrast yfirlýs- inga um að það yrði ósigur fyrir forsetann fengi Buchanan meira en 35% atkvæða. Sitjandi forseti hefur aldrei verið endurkjörinn þegar áskorandi hans hefur fengið meira en 35% atkvæða. Stuðningsmenn Bush höfðu vonað að Buchanan famaðist illa í New Hampshire og að framboð hans myndi smám saman fjara út þannig að hann drægi sig til baka. En nú er ljóst að áskorandinn frá hægri á eftir að verða Bush óþægur Ijár í þúfu. Um helmingur þeirra sem greiddu atkvæði með Buchanan kvaðst hafa farið í kjörklefann til að lýsa yfir óánægju sinni með Bush. En eftir þessi úrslit má vænta þess að óánægjufylgi Buchanans breytist í annað og meira. Buchanan skoraði í gærmorgun á Bush í kappræður og sagði að skor- aðist forsetinn undan myndi það jafngilda viðurkepningu um að stefna hans hefði beðið skipbrot. „Don Kíkóti“ hlutskarpastur Paul Tsongas var líkt við Don Kíkóta þegar hann hóf kosningabar- áttu sína fyrstur demókrata þegar allt lék f lyndi hjá Bush og enginn annar áræddi að gefa kost á sér. Tsongas fékk 34% atkvæða og var sigri hrósandi þegar hann lýsti yfir því í að í Hvíta húsinu mættu ráða- menn fara að vara sig eftir að úr- slit voru ljós á þriðjudagskvöld. Tsongas er frá Massachusetts sem er nágrannaríki New Hampshire og hafa andstæðingar hans úr röðum demókrata sagt að hann hafi notið góðs af því að vera „þekkt andlit" á heimaslóðum. Þeir spá því að Tsongas eigi ekki eftir að vegna jafn vel þegar hann þarf að heyja kosningabaráttu í ríkjum þar sem kjósendur eru honum lítt kunnir. Tsongas kvaðst þess hins vegar full- viss að sigurinn í New Hampshire myndi gefa sér byr undir báða vængi annars staðar. Tsongas sagði einnig að hann ætlaði ekki að laða til sín kjósendur með fagurgala. Banda- ríkjamenn hefðu ekki efni á því að lækka skatta á meðan fjárlagahall- inn væri að ríða efnahagrfum á slig. „Ég er boðberi sannleikans, ekki jólasveinninn," sagði Tsongas. Patrick Buchanan fagnar eftir forkosningarnar í gær. Paul Tsongas hrósar sigri. George Bush Clinton fékk 26% atkvæða og sax- aði samkvæmt skoðanakönnum, sem teknar voru fyrir kosningamar, tals- vert á forskot Tsongas. Fréttaský- rendur eru þeirrar hyggju að þessi úrslit sýni að Clinton hafi tekist að standa af sér ásakanir um framhjá- hald og tilraunir til að víkja sér undan herþjónustu í Víetnam. Viku fyrir kosningarnar höfðu ýmsir lýst því yfir að Clinton væri búinn að vera vegna þessara ásakana. Aðeins sex prósent kjósenda sögðu að þess- ar ásakanir hefðu haft áhrif á at- kvæði þeirra. Clinton, sem var talinn sigurstranglegastur demókratanna áður en ásakanirnar komu fram túlkaði frammistöðu sína sem sigur. Hann sagði eðlilegt að Tsongas ynni á heimaslóðum en dæmið myndi snúast við þegar kosningabaráttan færðist suður á bóginn. Samkvæmt kosningareglum í New Hampshire leyfist kjósendum að skrifa nafn manna á kjörseðilinn þótt þeir hafi ekki gefið kost á sér. Hart var lagt að Mario Cuomo, ríkis- stjóra New York, að gefa kost á sér en hann skoraðist undan á síðustu stundu. Stuðningsmenn Cuomos í New Hampshire skoruðu á kjósend- ur að skrifa nafn hans á kjörseðilinn engu að síður og spáðu ýmsir því að þetta frumkvæði gæti skipt máli í forkosningunum. Sjálfur vildi Cuomo ekki letja stuðningsmenn sína. Þegar upp var staðið fékk Cuomo aðeins þijú prósent atkvæða og þykir sýnt að þar með verði bund- inn endi á allt tal um hann fari fram. New Hampshire er fámennt ríki og skiptir ekki sköpum í bandarísku þjóðlífi nema á fjögurra ára fresti. Allar götur frá 1952 hefur enginn frambjóðandi orðið forseti án þess að sigra í forkosningum í New Hampshire. Gangi það eftir stendur slagurinn nú á milli tveggja manna; George Bush og Paul Tsongas.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.