Morgunblaðið - 20.02.1992, Side 30

Morgunblaðið - 20.02.1992, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992 Morgunblaðið/Þorkell Allir undir grun Málshefjandi, Kristinn H. Gunn- arsson, (Ab-Vf) vildi vekja athygli þingmanna á ásökunum Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra í garð kennara og samtaka þeirra. Ráðherrann hefði ásakað kennara um að hafa notað kennslustundir til að ófrægja ríkisstjómina og sig per- sónulega. Ráðherrann hefði borið það á kennara og skólastjórnendur að hafa staðið á bak við fund grun- skólanemenda á Lækjartorgi í síð- ustu viku. Málshefjandi gagnrýndi einnig menntamálaráðherra fyrir að láta þessar alvarlegu ásakanir falla en jafnframt segja að hann gæti ekki sannað þessar ásakanir en sagt að þeir tækju þær til sín sem þær ættu. Allir sem við skólana störfuðu hlytu nú að liggja undir grun. Ef þessar alvarlegu ásakanir væru sannar bæri ráðherranum að taka þetta mái upp og fylgja eftir. Sér sem foreldri þætti það með öllu óþo- landi ef það væri satt að kennarar misnotuðu starfsaðstöðu sína til póli- Ólafur G. Sturla Svavar Fyrstu umræðu um Lánasjóð íslenskra námsmanna lokið ÞAÐ TÓKST í gærkvöldi að ljúka fyrstu umræðu um frumvarp um lánasjóð íslenskra námsmanna, LÍN. Stjórnarandstæðingar ítrekuðu að vaxtatakan af námslánum gengi ekki upp. Menntamálaráðherra ítrekaði tilmæli sín til menntamálanefndar um að skoða allar leiðir til að markmið frumvarpsins næðust svo sjóðurinn gæti áfram stutt námsmenn til mennta. Samkomulag var um að þessi lokaþáttur fyrstu umræðu hæfist kl. 18 og að umræðan skyldi til lykta leidd. Stjórnarandstæðingar ítrekuðu gagnrýni sína á fjölmarga ef ekki flesta þætti frumvarpsins. En Sturla Böðvarsson (S-Vl) fagn- •aði því hve einarðlega menntamála- ráðherrann leitaðist við að tryggja hag LÍN svo sjóðurinn gæti áfram stutt íslenska námsmenn til mennta. Sturla fagnaði einnig því að ráðherra hefði ekki útlokað nein- ar þær tillögur sem gætu bætt frumvarpið. Sturla taldi ástæðu til að biðja menntamálanefnd að huga að nokkrum atriðum, m.a. því að ekki yrði svo hart að námsmönnum gengið að hlutskipti þeirra í hús- bréfakerfínu yrði óbærilegt. Sturla vildi einnig að skýrt yrði kveðið á um það að stjórn sjóðsins væri ætl- að að taka tillit til aðstæðna náms- manna s.s. fjölskyldustærðar, bú- '■feetu og ferðakostnaðar. Sturla sagði einnig mikilvægt að efla verk- og iðnnám og hafði af því áhyggjur að lánveitingar ættu að verða skil- yrtar við 20 ára aldurslágmark. Svavar Gestsson (Ab-Rv) tók í sinni ræðu undir áhyggjur Sturlu, sérstaklega varðandi vextina. Þetta kerfi gengi ekki upp. Svavar vísaði til útreikninga máli sínu til stuðn- ings, t.a.m. fengi einstætt foreidri tæplega 2,6 milljónir króna til 4 ára náms í hjúkrunarfræði. Við starfs- lok myndi þessi hjúkrunarfræðing- ur standa frammi fyrir því að höfuð- stóllinn hefði vaxið í rúmar 3,7 milljónir. Svavar Gestsson taldi fulla ástæðu fyrir reiknimeistara menntamálaráðuneytisins að gera ráð fyrir aföllum af þessum lánum, þegar þeir væru að reikna út bætt- an hag sjóðsins vegna vaxta- greiðslna. Aðrir stjórnarandstæð- ingar s.s. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir (SK-Rv) og Ólafur Þ. Þórð- arsson (F-Vf) höfðu áhyggur af því að námsmönnum myndi reynast erfitt að fá ábyrgðarmenn fyrir þessum námsskuldum. I lok umræðunnar svaraði Ólafur G. Einarsson nokkrum fyrirspurn- um sem til hans hafði verið beint. Hann dró enga dul á það að hertar reglur hefðu áhrif á hag náms- manna eftir að þeir hefðu lokið námi. En það yrði einnig að tryggja hag lánasjóðsins svo hann gæti áfram sinnt hlutverki sínu. Ráð- herra ítrekaði tilmæli sín til mennt- amálanefndar sem fengi frumvarpið til meðferðar að athuga og íhuga ýmis atriði. Umræðu varð lokið nokkru eftir kl. 20 en atkvæðagreiðslu frestað. tískrar innræt- ingar. Kristinn H. Gunnarsson hélt því fram að „þessa áróðurs- lotu“ ráðherrans og aðstoð- armanns hans yrði að skoða og íhuga í Ijósi við- bragða og yfir- lýsinga annarra ráðherra ríkis- stjórnarinnar við gagnrýni á ráðstaf- anir hennar. Ólafur G., Einarsson mennta- málaráðherra, sagðist standa við sín orð m.a. að hent hafí kennara að ófrægja gerðir ríkisstjórnarinnar og sig persónulega í kennslutíma og að sumir kennarar hefðu óbeint staðið að fundinum á Lækjartorgi með því að gefa nemendum frí. En mennta- málaráðherra ítrekaði að hann hefði ekki látið að því liggja að Kennara- samband Islands hafi á einn eða annan hátt staðið að undirbúningi fundarins á Lækjartorgi. Mennta- málaráðherra yísaði til bréfs er hann skrifaði Kennarasambandinu um þetta efni og las úr því bréfi. Áður en fundurinn á Lækjartorgi var hald- inn hafi hann haft öruggar upplýs- ingar um að i ákveðnum skólum hefði þeim boðum verið komið til nemenda að ekki yrði tekið á fjar- aimmi Skjótari úrlausn þing- lýsingarágreinings ★ GBC-Pappírstætarar Þýsk framlelðsla Ýmsar stærðlr og gerðlr fáanlegar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavlk Slmar 624631 / 624699 Frumvarp um þinglýsingarlög samþykkt SAMÞYKKT var í fyrradag, sem lög frá Alþingi, frumvarp til laga um breytingu á þinglýsingalögum nr. 39 10. maí 1978, sbr. lög nr. 85. 1. júní 1989. Sólveig Pétursdóttir (S-Rv), formaður allsherj- arnefndar, segir að þessi lagabreyting geti stytt málsmeðferð varð- andi þinglýsingarágreining niður í átta til tíu vikur. Málsmeðferð verður einfaldari og horfi til aukins réttaröryggis, m.a. í fasteigna- viðskiptum. Frumvarpið, sem Alþingi sam- þykkti í fyrradag með 37 samhljóða atkvæðum, felur í sér að málskot úrlausna í þinglýsingarmálum verð- ur borið undir héraðsdómara í lög- sagnarumdæmi þinglýsingarstjóra. Urskurði héraðsdómara verður skotið til Hæstaréttar samkvæmt almennum reglum um kæru úr- lausna í einkamálum. Sólveig Pétursdóttir (S-Rv) benti á við aðra umræðu þessa máls, að samkvæmt iögum frá 1989 um að- skilnað dómsvalds og umboðsvalds á þinglýsingarbeiðandi, sem sættir sig ekki við úrlausn - þinglýsingar- stjóra, tvo kosti. Annars vegar get- ur hann kært úrlausnina til dóms- málaráðuneytisins með stjórnsýslu- kæru. En ekki verði séð af nefndum lögum að dómsmálaráðuneytið geti almennt verið vettvangur þess mats sem þarf að fara fram ef leysa á úr efnisatvikum að baki skjali. Hins vegar geti þinglýsingarbeiðandi höfðað mál til ógildingar úrlausn- inni. Dómur héraðsdóms í máli til ógildingar væri borinn undir Hæst- arétt með áfrýjun. Þessi máismeðferð getur reynst nokkuð tímafrek. Formaður alls- heijarnefndar lét þess getið í sinni ræðu, að ef allra leiða er leitað sem lögin frá 1989 komi til með að heim- ila, um þinglýsingarágreining, geti málsmeðferð tekið allt að þremur til fjórum árum. Málskotsleiðin, sem frumvarpið mælir fyrir um, styttir þann tíma verulega. Málsmeðferð yrði einfaldari og horfí til aukins réttaröryggis. Gæti málsmeðferðin samkvæmt frumvarpinu sem nú hefur verið samþykkt tekið átta til tíu vikur. Lög þessi sem Alþingi samþykkti í gær öðlast gildi 1. júlí 1992 um leið og lögin um aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds. Utandagskrárumræða um ásakanir menntamálaráðherra: Stend við mín orð vistum þann dag sem fundurinn yrði haldinn. Honum hefði líka verið kunnugt um dæmi þess að nemend- um hefði verið tilkynnt að frí feng- ist bærist um það ósk undirrituð af foreldri. Ráðherra kvaðst hafa ákveðin dæmi um að kennarar hefðu notað kennslustundir til að ófrægja aðgerðir ríkisstjórnarinar og sig per- sónulega. En hann vildi ítreka að ekki mætti skilja orð sín þannig að þar væri öll kennarastéttin að verki og hefði hann ekki gefið neitt tilefni til slíkar túlkunar. Það mætti hins vegar vera ljóst að, af tilliti til barna og unglinga, sem á slíkan lestur hefðu hlýtt og sagt frá, muni hann ekki sanna þessi orð sín með því að nefna nöfn, hvorki'viðkomandi kenn- ara eða nemenda. Menntamálaráðherra vildi ítreka að hann hefði aldrei látið að því ligga að Kennarasamband íslands eða önnur samtök kennara hefðu verið með skipulagða ófrægingarherferð í kennslustundum eða varðandi fund grunnskólanemenda á Lækjartorgi. En hann vissi það fyrir satt sem hann hefði greint frá, þótt hann vildi heldur liggja undir ámæli sem ós- annindamaður heldur en að nefna nöfn máli sínu til sönnunar. Þarft námsefni Stjómarandstæðingar, Kristinn H. Gunnarson (Ab-Vf), Kristin Einarsdóttir (SK-Rv), Svavar Gestsson (Ab-Rv), Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F-Ne), Valgerður Sverrisdóttir (F-Ne), Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv) og Guðrún J. Halldórsdóttir (SK-Rv), töldu menntamálaráðherra hafa lít- ilsvirt kennarastéttina með ummæl- um, ásökunum og dylgjum sem hann gæti ekki staðið við. Þingmennimir gagnrýndu einnig menntamálaráð- herra og ríkisstjórnina alla fyrir hörð viðbrögð gagnvart gagnrýni þjóð- félagshópa sem væru ríkisstjórninni ósammála og einnig fyrir hörð við- brögð gagnvart boðbemm þessarar gagnrýni og ótíðinda, þ.e.a.s. fjölmiðlum, einkum og sér í lagi fréttastofu Ríkisútvarpsins. Val- gerður Sverrisdóttir (F-Ne) sagði að það væru ekki bara kennarar sem fylgdust grannt með ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar í skólamálum og væru óánægðir, foreldrar og börnin gerðu það líka. Ingbjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv) sagði börn ekki hafa á sér sömu hömlur og fullorðn- ir og einharðari réttlætiskennd. Eggjakastið á Lækjatorgi væri því miður mælikvarði á þá miklu óánægju sem væri í þessu þjóð- félagi. Svavar Gestsson (Ab-Rv) lék forvitni á að vita hvaða breytingar það væru sem menntamálaráðherra hyggðist beita sér fyrir varðandi kennaranámið; með hvaða hætti hann ætlaði að fyrirbyggja að kenn- arar ófrægðu ríkisstjórnina? Guðrún J. Halldórsdóttir (SK-Rv) vissi þess ekki dæmi af sínum þijátíu ára kénn- araferli að kennarar hefðu notað starfsaðstöðu sína til að ófrægja stjórnvöld en sagði kennara þekkja það afskaplega vel -að nemendur spyrðu spurninga og túlkuðu svo svarið á þann hátt sem þeim hent- aði með fororðum; „kennarinn sagði“. Guðrún taldi líklegt að ásakanir menntamálaráðherra mætti rekja til slíkra mistúlkana. Olafur G. Einarsson mennta- málaráðherra kvaðst trúa orðum Guðrúnar J. Halldórsdóttir um að henni væri ekki kunnugt um að kennarar hefðu ófrægt stjórnvöld. Hann vildi því trúa því að þetta væri einstæður atburður „sem hefði því miður hent í fleiri en einni kennsl- ustofu". Menntamálaráðherra hafði ekki tíma til að útlista hugmyndir um breytingar á kennaranámi en lét í ljós þá skoðun að hann vildi gjarn- an að kennd yrði meiri háttvísi í skólum landsins. Menntamálaráð- herra fagnaði áhuga þeim á skóla- málum sem Valgerður Sverrisdóttir hafði gert að umtalsefni, sérstaklega áhuga foreldra en með þeim hefði hann átt málefnalega fundi. - segir menntamálaráðherra ÁSAKANIR menntamálaráðherra, Ólafs G. Einarssonar, um að sum- ir kennarar hefðu misnotað starfsaðstöðu sína til að ófrægja ríkis- stjórnina og sig persónulega, voru ræddar utandagskrár í gær. Stjórnarandstæðingar telja að það hafi verið ráðherrann sem hafi ófrægt kennarastéttina og ætti hann að draga ummæli sín til baka. Menntamálaráðherrann segist standa við orð sín. Þessi utandagskrár- umræða var samkvæmt fyrri málsgrein 50. greinar þingskapa og var því einungis hálftími.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.