Morgunblaðið - 20.02.1992, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR 1992
35
lagt mikla vinnu í að byggja upp
menntun iðnaðarmanna. I seinni
tíð hefur áherslan verið lögð á að
efla meistaraskólann og væru
margar ástæður fyrir nauðsyn á
bættu meistaranámi. Meistaranám
fyrir múrara og trésmiði var komið
á um 1960 og pípulagningameist-
arar 1979, rafvirkjar hafa verið
mjög framarlega í menntun sinnar
stéttar. Reglugerð um meistara-
nám hefur nú tekið gildi í öllum
iðngreinum sem þýðir að þeir sem
lokið hafa sveinsprófi eftir 1. jan-
úar 1989 þurfa að stunda slíkt nám
til að fájneistarbréf.
Meistaranámið
„ Meistarnámið er þó enn of lít-
ið og það er nánast óskipulagt fyr-
ir allar aðrar greinar en byggingar-
greinar,“ sagði Haraldur. „Að und-
anförnu hefur aðal áherslan verið
lögð í að koma meistaranáminu í
eðlilegt form. Það gengur ekki
nógu vel. Menntamálaráðuneytið
þarí að samþykkja breytingar og
það gengur fátt hratt fyrir sig sem
þarf að fara í gegnum mennta-
málaráðuneytið, og virðist sama
hver situr þar í ráðherrastóli. Þess-
ar breytingar kalla þó ekki nauð-
syniega á aukið ijármagn, heldur
er fyrst og fremst um skipulags-
mál að ræða. Við viljum skilgreina
kröfur um það hvaða þekkingu
menn eiga að hafa að loknu námi,
en ekki nákvæmlega hvernig eigi
að kenna þeim. Ein helsta ástæðan
fyrir því að við leggjum áherslu á
að efla meistarnámið er sú að í
fagskóla okkar vantar kennslu í
rekstrarfræðum. Við erum að út-
skrifa fólk sem ætlar sér að reka
fyrirtæki, en með núverandi
menntun hafa þeir ekki nærri nóga
þekkingu til þess að gera það.“
Iðnnám með þrennum hætti
„Núverandi staða iðnmenntunar er
óviðunandi,“ sagði Haraldur.
„Menn ljúka iðnnámi með þrennum
hætti: í fyrsta lagi með 4 ára námi
tilkomu óþvegins sjávarsands.
Hönnun húsa hefur mikið að segja,
veggir húsa sem eru með þak-
skeggi eru nokkuð vel varðir. Aftur
á móti mæðir bæði regn og frost
á opnum veggjum, og ef steypa í
þeim er rakadræg molna þeir niður
af veðrunarálagi. Sama gildir um
svalahandrið. Um tíma ríkti sá
byggingarstíll að steypan í veggj-
um var ekki varin. Þessi stíll krefst
þess að réttar kröfur verður að
gera til samsetningar steypunnar.
Steypukröfur í
útboðslýsingum
- Hákon var spurður hvort slíkar
kröfur væru gerðar.
„Jú, svaraði hann, „Þar sem
verulega á að vanda til verks eru
gerðar sérstakar útboðslýsingar,
eins og t.d. fyrir virkjanir, brýr og
önnur mannvirki. í þeim eru ákvæði
sem tryggja eiga langvarandi end-
ingu jafnvel við hið mesta álag.
Þessi ákvæði varða loftblendi, se-
mentsmagn og vatnsmagn.
Varðandi venjulegar húsbygg-
ingar, þar sem ekki eru gerð sér-
stök útboðsgöng, virðast menn oft
ekki gera sér grein fyrir gæðamun
á byggingum, eða hvaða kröfur
þarf að gera til steypunnar.
Hönnuðir nýta sér ekki
leiðbeiningar
Við gáfum út, fyrir löngu síðan,
leiðbeiningarblöð um kröfur sem
gera þarf tll steypu sem verður
fyrir miklu álagi. Hönnuðir notuðu
sér ekki þessar leiðbeiningar í nógu
miklum mæli. Það eru hönnuðurnir
eða verkfræðingarnir sem eiga að
segja til um það hvaða kröfur þarf
að gera til steypunnar og það á
að standa á teikningunum. Það eru
þeir sem reikna út burðarþolið mið-
að við einhvern ákveðinn styrkieika
og það hafa þeir oft látið duga, en
styrkur tryggir ekki veðrunarþolið.
Auk þess þarf að gera kröfur um
ákveðnar prósentur af lofti og há-
hjá meistara og eru í skóla þijá
mánuði á ári, - í öðru lagi með
svokallaðri grunndeild í einn vetur
og eru síðan þijú ár hjá meistara, -
í þriðja lagi geta þeir lært iðnina
í skóla eingöngu en með starfs-
þjálfun á eftir sem oftast tekur 18
mánuði, en er þó mislöng eftir iðn-
greinum. Síðan eiga menn að vinna
í iðngreininni í tvö ár. Hér áður
fyrr gátu menn fengið meistara-
bréf eftir þessi tvö ár. Nú eiga
þeir að fara í meistaraskólann.
Skólinn er einn og hálfan vetur og
fer kennslan fram eftir klukkan
fjögur á daginn. Okkur finnst þeir
vera of stutt á veg komnir eftir
námið í meistaraskólanum miðað
við þær kröfur sem til þeirra eru
gerðar. Til dæmis verða menn að
sitja í tvö ár í undirbúningsdeild í
Tækniskólanum til að komast inn
í tækninám. Við teljum að það
þurfi að vera það mikið nám að
baki meistaragráðu að það opni
mönnum leið ekki aðeins að Tækni-
skólanum heldur einnig að hvaða
háskóla sem er, ef menn vilja halda
námi áfram.
Breyttar áherslur í iðnnámi
„Fyrir nokkrum árum voru sett-
ar fram kröfur um meira bóklegt
nám og var það bætt dálítið, síðan
komu kröfur um meira verklegt
nám og var það aukið á kostnað
bóknámsins. Verkleg kennsla er
nú betri en áður, en bóklega nám-
ið er minna en það áður var. Náms-
tíminn var ekki lengdur. Við höfum
vilja auka kröfurnar í Iðnskólanum
og í fjölbrautaskólum sem bjóða
upp á iðnnám. Þetta þýðir miklar
breytingar á þessu námi. Skóla-
menn segja að nemendurnir komi
ekki nægjanlega vel undirbúnir úr
grunnskólanum og mun ver en fyr-
ir nokkrum árum síðan. Kennarar
meistaraskóla segja að nemendur
komi ekki nógu vel undibúnir úr
iðnnámi. Við höfum velt fyrir okk-
ur möguleika á að lengja iðnnámið
til að mæta þessum kröfum eða
marks vatni í steypunni til að
tryggja veðrunarþolið. Ef þær
vantar er hæpið að steypan verði
vel veðrunarþolin.
Hönnuðir slepptu oft þessum
þáttum í hönnun íbúðarhúsa, af
þeim ástæðum voru árið 1987 sett-
ar kröfur í byggingarreglugerð um
að útisteypa uppfyllti ákveðin skil-
yrði.
Að steypa í frosti
- Við sjáum oft að hús eru steypt
í frosti. Er það óhætt?
„Það er hægt að steypa í hvaða
frosti sem er, ef tryggt er að steyp-
an fijósi ekki. Til þess að tryggja
það verða þeir sem ætla að steypa
í frosti að hafa góðan útbúnað.
Þeir verða að vera með heita
steypu, þeir verða að hita mótin
alveg sérstaklega áður en steyp-
unni er hellt í þau. Síðan verða
þeir að vera með einangrunarmott-
ur tilbúnar til að rúlla yfir steypuna
um leið og hún hefur verið lögð.
Sérhæfð fyrirtæki á þessu sviði
geta gert þetta. En fyrir þá sem
eru með lítinn útbúnað býður upp-
steypa í frosti upp á mikil vanda-
mál.
Eftirlit á byggingarstað
- Hvernig er eftirliti háttað á
byggingarstað?
„Eftirlitið á byggingarstað er
mismunandi. Byggingafuiltrúinn
eða fulltrúi hans tekur út ákveðna
þætti, svq sem járnalögn í öllum
húsum. Varðandi steypugæði eða
meðferð steypunnar á byggingar-
stað er eftirlit mun minna.
Eftirlit okkar takmarkast við
steypuframleiðenduma. Við förum
á byggingarstað og gerum mæling-
ar sé þess óskað. Ef steypu-
kaupandinn vill tryggja sig, þá er
slíkt eftirlit sett í verksamning eða
útboðsgögn og þá förum við á
byggingarstað og tökum sýni.
taka upp aðfaranám að iðnnámi.
Auknar kröfur umdeildar
„Meðal iðnaðarmanna eru mjög
skiptar skoðanir á þessum málum.
Menn eru hræddir við að lengja
námið, þeir telja að með auknum
kröfum sé verið að hrekja nemend-
ur frá iðnnámi. Ég tel það ekki
vera rétt. Menn vilja fá góða undir-
stöðumenntun ekki síður í iðnnámi
en öðrum greinum.
íslendingar munu fara inn í
mikla samkeppni ef og þegar Evr-
ópska efnahagssvæðið opnast. Með
því verður búið að opna hér fyrir
ennþá harðari samkeppni en við
höfum áður þekkt og við verðum
að undirbúa okkar iðnað undir
hana. Þessvegna er það höfuðatriði
að menn hafi þekkingu á því sem
er að gerast nýjast og best. Sumar
iðngreinar fylgjast vel með og
leggja í það fjármuni, má þar nefna
málmiðnaðinn. Aðrir eru skemmra
á veg komnir eins og byggingariðn-
aðurinn. Hins vegar hafa þeir aðil-
ar sem koma hér að byggingariðn-
aðinum, komið á fót gæðaráði
byggingariðnaðarins sem á að sjá
um gæðaeftirlit í byggingariðnaði
eins og þekkt er víða erlendis.
Þarna er verið að reyna að byggja
upp skipulegt byggingareftirlit
með nýjum hætti.“
Orð til umhugsunar
- Áttu góð ráð að lokum?
„Ég held að hér þurfi að koma
til breyttur hugsunargangur hvað
alla gagnrýni snertir," sagði Har-
aldur. „Ég tel ekki sanngjarnt að
nútíminn sé skammaður fyrir
fortíðina. Við iðnaðarmenn erum
þannig settir að við eigum mjög
mikið undir þeim menntamönnum
komið sem eiga að leiða Jiróunina.
Ég vil líka benda á að við Islending-
ar eru alltof gjarnir á að líta á
húsbyggingar sem einhvers konar
heimilisiðnað sem allir geti stund-
að. Það hefur orðið mörgum dýrt.“
M. Þorv.
Framfarir í steypugerð
Undanfarin ár hefur orðið mikil
framþróun í steypugerð. Komist
var fyrir alkaliskemmdir 1979 m.a.
með íblöndun kísilryks í sementið.
Árið 1987 voru hertar reglur í
byggingareglugerð og steypunni
deilt í veðrunarflokka. Eftirlit með
framleiðslunni var hert verulega,
bæði með sementi, fylliefni og
steypunni hjá steypustöðvum. Eft-
irlit með steypuframleiðslu hefur
verið í góðu lagi síðastliðin þijú ár.
Eftirlitið byggist á sérstöku innra
eftirliti hvers steypuframleiðanda.
Hann ræður mann til þess að fylgj-
ast með öllum þáttum steypugerð-
arinnar og mælir hann daglega
marga þætti í steypunni. Gerður
er samningur á milli Rannsókna-
stofnunar byggingariðnaðarins og
steypuframleiðandans um eftirlit
með innra eftirliti framleiðandans,
og er eftirlitið hér fólgið í því að
kanna hvort gæði steypunnar séu
í lagi. Gerðar eru samanburðar-
mælingar og þær bornar saman við
niðurstöður frá framleiðanda.
Skýrsla er gerð ársfjórðungslega
um framleiðslu viðkomandi steypu-
stöðvar og send byggingafulltrúa.
Bygging mannvirkis er flókið
ferli
Sá þáttur sem e.t.v. minnst hef-
ur verið tekið á, er eftirlit með
framkvæmdinni á byggingarstað,
en hann er mjög mikilvægur.
Ástandið hefur án efa batnað veru-
lega undanfarin ár í kjölfar um-
ræðu um gæði, með hertu eftirliti
byggingafulltrúa og auknu fram-
boði á námsskeiðum fyrir þá aðila
sem vinna við steypugerð og niður-
lögn steypu. Þróunin hefur verið
mjög jákvæð. En það er ljóst, að
það verða óhjákvæmilega ætíð fyr-
ir hendi einhveijir gallar í bygging-
ariðnaði, hjá því verður ekki kom-
ist. Þetta er flókið framleiðsluferli
og margir aðilar sem koma við
sögu. M. Þorv.
__________Brids_____________
Umsjón Arnór Ragnarsson
Bridsfélag Hvolsvallar og
nágrennis
Starfsemi hófst með aðalfundi og
léttri spilamennsku 30. september.
Þriggja kvölda tvímenningur hófst 2.
október með þátttöku 12 para og lauk
honum 22. október og varð röð efstu
para þessi:
Vilhjámur Pálsson - Gunnar Ásmundsson 369
Óskar Pálsson - Kjartan Aðalbjömsson 368
Magnús Bjamason - Guðmundur Jónsson 362
Haukur Baldvinsson - Brynjólfur Jónsson 352
Magnús Halldórsson - Gunnar Eyjólfsson 351
29. október hófst sveitakeppni, 12
spila leikir, með þátttöku 6 sveita.
Henni lauk 12. nóvember og urðu
úrslit þessi:
Sveit:
Ólafs Ólafssonar 101
Óskars Pálssonar 91
Guðmundar Magnússonar 73
Auk Ólafs eru í sveitinni Magnús
Bjarnason, Guðjón Þórarinsson og
Guðmundur Jónsson.
19. nóvember hófst 4 kvölda tví-
menningur með 12 pörum. Honum
lauk 10. desember og varð röð efstu
para þessi:
1. Óskar Pálsson - Kjartan Aðalbjömsson 493
2.-3. Kristján Hálfdánarson - Árni Þorgilsson 466
2.-3. Brynjól fur Jónss. - Haukur Baldvinss. 466
4. Elsa Isfold — Helgi Valberg _ 453
5. Magnús Bjamason - Ólafur Ólafsson 448
22. nóvember var spilaður landství-
menningur ásamt félögum úr Bridsfé-
lagi Eyfellinga, með þátttöku 16 para.
Sigurvegarar urðu:
A - V
Kristján Mikkelsen - Halldór Gunnarsson 1678
Guðjón Þórarinsson - Guðmundur Jónsson 1572
Helgi Hermannsson - Kjartan Jóhannsson 1568
N — S
Haukur Baldvinsson - Brynjólfur Jónsson 1470
Kristjana Einarsdóttir - Sigríður Einarsdóttir 1446
Vilhjálmur Pálsson - Guðmundur Magnússon 1427
24. nóvember var spilað við bridsfé-
lag Hreyfils á 7 borðum á Hvolsvelli
og fóru leikar þannig, að Hreyfíll vann
með 121 stigi gegn 86.
28. desember var spilaður KR-tví-
menningur, en Kaupfélag Rangæinga
gefur vegleg verðlaun til þess móts,
sem haldið er árlega og er það fyrir
spilara innan sýslunnar.
26 pör kepptu, og urðu úrslit þessi:
Ingibjörjg Þorgjlsdóttir—Jóhann Kjartansson 129
ÓlafurOlafsson-MagnúsBjamason 119
Siguijón Karlsson - Heimir Hálfdánarson 101
TorfiJónsson-JónÞorkelsson 82
Helgi Hermannsson - Kjartan Jóhannsson 72
14. janúar hófst aðalsveitakeppni
félagsins með þátttöku 6 sveita. Spiluð
er tvöföld umferð, 24 spila leikir. Þeg-
ar keppnin er hálfnuð er staða efstu
sveita þessi:
Sveit:
Óskars Pálssonar 92
Sigurðar Bergssonar 88
Ólafs Ólafssonar 87
Vetrar-Mitehell
Bridssambandsins
Góð þátttaka var í tvímenningnum
sl. föstudag. Alls mættu 28 pör en
þess má geta að á þessum tíma stóð
Bridshátíð sem hæst.
Hæsta skor í n/s:
Valdimar Elíasson - Óli Bjöm Gunnarsson 394
EyþórHauksson-BjömSvavarsson 355
Bjöm Amórsson - Kristín Guðbjömsdóttir 338
Hólmsteinn Arason - Eyjólfur Magnússon 355
Hæsta skor í a/v.
Guðmundur Þórðareon - Leifur Jóhannesson 367
MagnúsSven-isson-GuðjónJónsson 357
Jóhannes Ágústsson - Friðrik Friðriksson 352
Erlendur Jónsson - Guðlaugur Sveinsson 341
Bridsfélag Kópavogs
Mikil spenna færðist aftur í sveita-
keppnina þegar sveit Valdimars vann
sveit Ármanns í 10. umferð.
Staðan:
yaldimar Sveinsson 178
Ármann J. Lárusson 178
Hjálmtýr Baldursson 173
Ragnar Jónsson 169
Guðmundur Pálsson 167
Magnús Aspelund 164
Stefán R. Jónsson 160
í 11. umferð spila saman m.a. Ár-
mann og Hjálmtýr, Valdimar og Ragn-
ar, Guðmundur og Magnús og Stefán
og Jón Steinar. Ekki sést fyrr en að
lokinni 11. umferð hveijir spila saman
í lokaumferðinni.
Bridsfélag Eskifjarðar og
Reyðarfjarðar
Þriðjudaginn 11. febrúar var spiluð
fjórða umferð í aðalsveitakeppni fé-
lagsins. Úrslit urðu eftirfarandi:
5. umferð:
Eskfirðingur-JóhannÞórarinsson 21:9
Kokteill - Ámi Guðmundsson 22:8
Svala Vignisdóttir - Óttar Guðmundsson 25:4
Jónas Jónsson - Aðalsteinn Jónsson 20:10
Staðan eftir 5 umferðir:
-Sv. Kokteils 117
Sv.JónasarJónssonar 93
Sv. AðalsteinsJónssonar 92
Sv. Áma Guðmundssonar 85
Sv.JóhannsÞórarinssonar 63
/''"Nf
/ )
JLs
• •
SLYS A BORNUM
FORVARNIR
FYRSTA HJÁLP
SNÚUM VÖRN í SÓKN OG
FORDUM BÖRNUM OKKAR
FRÁ SLYSUM
Rauði kross íslands gengst fyrir tveggja kvölda námskeiði um
algengustu slys á bömum, hvemig bregðast á við slysum og
hvemig koma má í veg fyrir þau.
Námskeiðið fer fram að Hótel Lind, Rauðarárstíg 18,
Reykjavík dagana 24. og 25. febrúar n.k. kl. 20 - 23.
Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu RKÍ í
síma 91-26722 fyrir kl. 12 mánudaginn 24. febrúar.
I FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ
RAUÐA KROSS ÍSLANDS
Rauðarárstíg 18 - Reykjavík - sími: 91-26722