Morgunblaðið - 20.02.1992, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR 1992
51
Ómar
Jóhanrtsson
skrifar
HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ
AuðveH
hjáKA
KA vann auðveldan sigur,
20:28, á HK í 1. deild íslands-
mótsins í Kópavogi í gærkvöld.
Yfirburðir KA voru miklir og
leikurinn því hvorki skemmti-
legur né spennandi.
I^A sló HK út af laginu strax á
fyrstu mínútu leiksins og
hafði um miðjan hálfleikinn náð
sjö marka forskoti, 5:12. Norðan-
menn bættu um bet-
ur og höfðu 10
marka forystu í
leikhléi, 8:18. í fyrri
hálfleik spiluðu KA-
menn mjög öfluga vörn og áttu
HK-menn í hinum mestu vandræð-
um með að finna glufur á henni.
Þau fáu skot sem sluppu í gegn
varði Axel Stefánsson markvörður
KA.
Sami munur á liðunum hélst síð-
an í síðari hálfleik og sigri KA var
aldrei ógnað.
„Við náðum að bijóta þá niður
í upphafi með sterkum vamarleik
og fengum mörg hraðaupphlaup
eftir að hafa unnið af þeim bolt-
ann,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálf-
ari og leikmaður KA, eftir sigur-
inn. „í síðari hálfleik var þetta
aðeins spuming um að halda haus,
það tókst og ég er ánægður með
það. Ég átti von á HK-mönnum
frískari í vetur, sérstaklega eftir
góða byijun í mótinu, en þeir virð-
ast hafa misst trúna á sjálfa sig
og þá vantar sigurvilja."
Sigurpáll Árni, Erlingur og Stef-
án Kristjánsson voru bestu menn
KA, en Óskar Elvar og Bjarni
Frostason bám af hjá HK.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Breiðablik
fallið
FRAM sendi Breiðablik niður í
2. deild með tilþrifum í gær-
kvöldi með 24:13 sigri í Laugar-
dalshöllinni þar sem aðalatrið-
ið var ekki að sigra heldur gera
helmingi fleiri mörk en Blikar.
Cramarar voru mun ákveðnari
* alveg frá byijun, léku hraðan
sóknarleik og ef Blikar nálguðust
vörnina var tekið á
þeim. Aftur á móti
gekk hvorki né rak
hjá , Kópavog-
spiltunum þótt þeir
reyndu margar útgáfur af sóknar-
leik. Fram náði samt aldrei að
stinga almennilega af og Blikar
náðu sér aðeins á strik eftir tutt-
ugu mínútur þegar þeir minnkuðu
muninn niður í þijú mörk. Fram
gerði samt þijú síðustu mörkin
fyrir hlé, þar af tvö eftir hraðaupp-
hlaup.
Breiðablik rétti aðeins úr kútn-
um eftir hlé en það dugði ekki til
því Fram klippti á sóknarleik
þeirra með „indíána“ fyrir framan
vörnina. Fram hélt svo áfram að
raða inn mörkum, náði mest í tólf
marka mun, og keppti að því að
ná helmingi fleiri og náði því næst-
um, því mótstaðan var ákaflega
lítil.
Frammarar voru snöggir, sterk-
ir og góðir í þessum leik en mega
ekki ofmetnast því mótstaðan var
mjög lítil. Markverðirnir Þór
Björnsson og Sigurður Þoivalds-
son vörðu vel, Páll Þórólfsson fór
á kostum og Ragnar Kristjánsson
var góður í vörninni. Gunnar Andr-
ésson var góður framanaf en fékk
högg á lærið og fór þá útaf.
Þórir Sigurgeirsson stóð uppúr
í Breiðabliksliðinu og Björgvin
Björgvinsson og Ingi Þór Guð-
mundsson áttu góða kafla. Vörnin
var oft ágæt en sóknarleikinn þarf
að brýna rækilega.
Þjálfarar kljást! Stefán Arnarson lék sóknarieikinn vel fyrir Gróttu f gærkvöldi, en hér sér Kristján Arason við honum.
Morgunblaðið/KGA
FH slapp fyrir hom
IHF sæti í höfn, en gott lið Gróttu þarf að leika um sæti í deildinni
FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn í ár og þátttökurétt í Evr-
ópukeppni félagsliða, IHF-keppninni, næsta haust með tveggja
marka sigri, 21:19, gegn Gróttu á Seltjarnarnesi í gærkvöldi.
FH-ingar voru samt við sama heygarðshornið og gegn Víkingi á
sunnudaginn, en Kristján Arason gerði gæfumuninn með því að
taka þátt í sóknarleiknum í seinni hálfleik. Grótta lék mjög vel
og gat alveg eins sigrað, en leikmennirnir geta sjálfum sér um
kennt — misstu boltann allt of oft, einkum í fyrri hálfleik — og
svo verður að segjast eins og er að dómararnir, sem hafa stað-
ið sig vel í vetur, dæmdu oft furðulega á kostnað heimamanna.
Steinþór
Guðbjartsson
skrifar
Grótta kom greinilega til leiks
með sama hugarfari og frá
áramótum — að beijast og sigra.
Alexander Revine
gaf tóninn með því
að veija fyrsta skot-
ið og hann átti eftir
að reynast FH-ing-
um erfiður ljár í þúfu. Vörnin var
hreyfanleg og samstíga, en sóknar-
leikurinn, sem var lengst af árang-
ursríkur, var afleitur á sex mínútna
kafla um miðjan fyrri hálfleik og
það var vendipunktur leiksins. FH-
ingar gerðu fimm mörk í röð eftir
hraðaupphlaup og breyttu stöðunni
úr 4:2 í 4:7 sér í vil. Grótta sýndi
mikinn styrk með því að jafna fyrir
hlé, en komst ekki lengra.
FH-ingar geta munað sinn fífil
fegri. Markvarslan var að vísu góð
hjá Bergsveini Bergsveinssyni, en
vörnin var illa á verði og í fyrri
hálfleik var sóknin ómarkviss og
tilviljunarkennd, átta af 10 mörkum
’komu eftir hraðaupphlaup. „Þetta
leit illa út í hálfleik," sagði Kristján
Arason, þjálfari og leikmaður FH,
við Morgunblaðið. „Við höfum ekki
leikið eins lélegan sóknarleik og í
fyrri hálfleik og því var ég með
eftir hlé til að róa spilið og skipu-
ieggja — og þetta hafðist."
Þáttur dómaranna
Herslumuninn vantaði hjá Gróttu
til að gera vonir FH að engu, en
ótímabær skot og klaufaskapur
reyndust dýrkeypt. Og sumir dóm-
amir gegn Gróttu orkuðu tvímælis.
I stöðunni 3:2 var boltinn í þrígang
dæmdur af liðinu; í byijun seinni
hálfleiks fengu FH-ingar tvö víta-
köst á silfurfati og náðu tveggja
marka forystu; í stöðunni 15:13
fyrir FH náði Stefán Arnarson bolt-
anum löglega af FH-ingum, en
gestunum var dæmdur boltinn. Það
segir sína sögu að Björn Pétursson,
þessi annars dagfarsprúði maður,
mótmælti kröftuglega á þessari
stundu — og fékk að sjá gula spjald-
ið. í þar næstu sókn var Gróttu
reyndar bættur skaðinn, en fyrri
leikur var endurtekinn, þegar fjórar
mínútur voru til leiksloka og Grótta
marki undir.
Grótta sýndi enn einu sinni að
liðið á heima í 1. deild, en staða
liðsins leiðir hugann að þeirri undar-
legu reglu að þriðja neðsta lið deild-
arinnar þurfí að leika um sæti, þeg-
ar tvö falla. En með sama áfram-
haldi þurfa Seltirningar ekki að
örvænta.
Mikið álag
FH-ingar voru ekki sannfærandi
og misstu auk þess Hálfdán Þórðar-
son og Þorgils Óttar Mathiesen
meidda af velli. Vörnin var götótt
og Sigurður Sveinsson verður að .
hugsa sinn gang — var hættuleg-a
grófur á stundum. „Það var mikið
álag á okkur,“ sagði Kristján. „Við
höfum leitt deildina lengst af í vet-
ur, en misstum sjálfstraustið í seinni
hálfleik gegn Víkingi og það bætti
ekki ástandið. Grótta lék vel, en
sigurinn léttir álagið og fyrir vikið
komum við betur undirbúnir í bikar-
úrslitaleikinn."
Dýrmætur sigur Vais
VALSMENN náðu að leggja Haukaað velli, 29:28, íleiksem
bauð upp á spennu og mistök. Leikmenn liðanna gerðu mörg
mistök, en þeir sem gerðu tvenn mestu mistök leiksins voru
milliríkjadómararnir, Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnarson.
Fyrst þegar þeir ráku Sigurjón Sigurðsson, Haukum, af leikvelli
eftir 22 mín. og síðan þegar þeir dæmdu vítakast á Valsmenn
á lokasek. leiksins. Guðmundur Hrafnkelsson gerði sér þá lítið
fyrir og varði lélegt vítakast Páls Ólafssonar, besta manns vallar-
ins, og tryggði Valsmönnum sigurinn. Þeir fögnuðu geysilega,
enda ekki nema von - þeir hafa enn möguleika á að taka þátt
í úrslitakeppninni.
Sigmundur Ó.
Steinarsson
skrifar
Það var ótrúlegt að milliríkja-
dómarar hafi fallið ofan í þá
gryfju að sýna Siguijóni Sigurðs-
syni rauða spjaldið,
eftir að Jakob Sig-
urðsson gerði til-
raun til að skjótast
fram hjá honum.
Siguijón i líkamssnúningi, með
hendur út til hliðar, en Jakob bú-
inn að leggja undir sig höfuðið til
að freistast til að skjótast framhjá
Siguijóni. Andlit Jakobs skall á
hönd Siguijóns, þegar hann sner-
ist til varnar. Óheppni Siguijóns
kostaði hann brottrekstur - hjá
dómurum sem gátu ekki metið
stöðuna rétt.
Stefán mat stöðuna heldur ekki
rétt undir lok leiksins og það gat
hæglega kostað Valsmenn sigur-
inn. Hann dæmdi vítakast á Vals-
menn, eftir að Baumruk hafði
fengið að skjóta óáreittur að marki
Valsmanna - skot sem Guðmund-
ur varði. Tíminn rann út og Vals-
menn fögnuðu, en öllum til undr-
unar dæmdi Stefán vítakast.
V alsmenn höfðu frumkvæðið
allan leikinn og voru komnir með
sex marka forskot, 21:15, í upp-
hafi seinni hálfleiksins, en þegar
staðan var 23:17 kom spennufall
í hið unga Valslið. Páll Ólafsson,
besti maður Hauka, gekk á lagið
og Þorlákur Kjartansson fór að
veija í marki þeirra. Haukar náðu
að minnka munninn í tvö mörk,
23:21, og jafna, 26:26 og 27:27.
Valsmenn skoruðu tvö mörk, en
Baumruk náði að minnka muninn,
29:28, þegar 2.11 mín. voru til
leiksloka. Eftir það varð mikil
spenna og mistök, en ekkert mark
skorað.
„Þetta var sætur sigur og við
fengum tvö dýrmæt stig, sem gef-
ur okkur von um að taka þátt í
úrslitakeppninni," sagði Þorbjörn
Jensson, þjálfari Valsmanna.
Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka,
var ekki eins ánægður. „Það er
ekki hægt að vinna leik þegar
dómararnir eru á móti okkur. Óll
vafaatriði leiksins voru Valsmönn-
um í hag.“
Mgóslavi
ímarki
KAnæstsf
vetur?
Búgóslavneskur markvörður
S leikur að öllum líkindum
með 1. deildarliði KA á Akur-
eyri í handknattleik næsta vet-
ur. Hann heitir Iztok Race, er á
þrítugsaldri og hefur leikið með
1. deildarliði í Júgóslavíu.
Race kom til Akureyrar fyrir
skömmu og hefur æft með liðin
undanfarið. Unnusta Race o,
samlandi, Jasna Pavlovich, hef-
ur dvalið á Akureyri í vetur og
leikið með 1. deildarliði KA í
blaki.
Race lék á sínum tlma ungl-
ingaiandsleiki fyrir Júgóslavíu,
að sögn Alfreð Gíslasonar þjálf-
ara KA. „Hann er góður mark-
vörður,“ sagði Alfreð við Morg-
unblaðið.