Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
55. tbl. 80. árg.
FOSTUDAGUR 6. MARZ 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Azerbajdzhan:
Saka Rússa um að
standa á bak við átök
Baku. Reuter.
ÞÚSUNDIR manna mótmæltu í gær fyrir utan azerska þingið og sök-
uðu Ayaz Mutalibov forseta um að sitja aðgerðarlausan á meðan az-
erskar sveitir ættu í átökum við Armena. „Segðu af þér, segðu af
þér,“ hrópaði mannfjöldinn. Mörgum tókst að komast í gegnum raðir
lögreglumanna, sem stóðu vörð í
berja þar glugga.
Mutalibov var einnig harðlega
gagnrýndur af mörgum þingmönn-
um og sætti ásökunum um að vera
strengjabrúða stjórnvalda í Moskvu.
„Öll okkar ógæfa í Karabak á rætur
að rekja til Moskvu og enn á ný
látum við undan vilja þeirra," sagði
stjórnarandstöðuþingmaðurinn Tair
Keremly. „Ef þú vilt ekki segja af
þér, þá lýstu því yfir að stríð ríki í
Karabak og fyrirskipaðu almennt
herútkall," bætti þingmaðurinn við.
Bandaríkin:
Kerrey dreg-
ur framboð
sitt til baka
Washington. Reuter.
BOB Kerrey, öldungadeildarþing-
maður frá Nebraska, dró sig í gær
úr baráttunni um útnefningu sem
forsetaefni Demókrataflokksins.
Kerrey henti gaman að slælegum
árangri sínum í forvali demókrata í
sjö ríkjum á þriðjudag og sagði að
sér liði á vissan hátt eins og
bobsleðaliði Jamaica á vetrarólymp-
íuleikunum. „Það var góður keppnis-
' andi hjá okkur en því miður unnum
við engin verðlaun," sagði Kerrey.
Hann var sá eini af fimm frambjóð-
endum sem ekki vann sigur í neinum
forkosningum.
Af þeim fjórum sem eftir eru í
baráttunni um útnefningu flokksins
eru þeir Paul Tsongas, fyrrum öld-
ungadeildarþingmaður frá Massa-
chusetts og Bill Clinton, ríkisstjóri
Arkansas, taldir vera sigurstrang-
legastir. I næstu viku er hinn svo-
kallaði „stóri þriðjudagur" þar sem
kosið verður samtímis í ellefu ríkjum
og er talið að þá muni ráðast hvor
þeirra eigi eftir að sigra.
kringum þinghúsið, og byrjuðu að
Azerskir þjóðernissinnar eru í
miklu uppnámi eftir að Armenar
hertóku borgina Khojaly en í kjölfar
þess fundust lík tuga almennra borg-
ara þar í kring. Segja embættismenn
í Baku að allt að þúsund manns
hafí fallið en Armenar neita því að
fjöldamorð hafi átt sér stað.
í umræðunum sakaði Mutalibov
sjálfur Rússa um að standa á bak
við átökin undanfarið og það hversu
vel Armenum hefði vegnað í þeim.
Hvatti hann til þess að pólitísk lausn
yrði fundin á deilunni um Nagorno-
Karabak, sem staðið hefur í fjögur
ár. „Karabak er orðið að alþjóðlegu
vandamáli og það verður að leysast
eftir pólitískum leiðum vegna þess
að Azerbajdzhan ræður ekki yfir
neinum her. Við getum ekki komið
á laggirnar her á skömmum tíma.
Við höfum hvorki útbúnaðinn né
mannaflann til þess. Hver getur
gert betur?“ sagði Mutalibov.
Áfram var barist í Nagorno-Kara-
bak í gær og sögðu hvorir tveggju
að tugir manna hefðu fallið í bardög-
um.
Þúsundir manna mótmæltu fyrir utan
Azerbajdzhans, í gær.
Reuter.
þingið í Baku, höfuðborg
Helmut Kohl um
fjölgun EB-ríkja:
Vill hefja
viðræður
við EFTA
árið 1993
HELMUT KOHL, kanslari Þýska-
lands, sagði er hann ávarpaði þing
Norðurlandaráðs í gær, fyrstur
erlendra þjóðarleiðtoga, að hann
teldi að viðræður um aðild að
Evrópubandalaginu við Svíþjóð,
Finnland og Austurríki og ef til
vill öll ríki Fríverslunarbandalags
Evrópu ef þau óskuðu þess gætu
hafist í byrjun næsta árs.
Kanslarinn sagði að þýska sam-
bandsstjórnin mundi mæla eindregið
með þessu á næsta fundi leiðtoga
EB-ríkjanna sem haldinn verður í
Lissabon í Portúgal í júní. „Ég vænti
þess einnig að við getum lokið þess-
um viðræðum mjög hratt þannig að
það virðist fullkomlega raunhæft að
til aðildar geti komið um miðjan ára-
tuginn," sagði Kohl.
Hann sagðist viss um að innganga
fleiri Norðurlanda, ásamt Austurríki
og hugsanlega Sviss, myndi koma
EB til góða. Norðurlöndin væru ná-
tengd í menningarlegu og viðskipta-
legu tilliti og gætu miðlað af dýr-
mætri reynslu.
Sjá nánar á miðopnu.
Forseti Suður-Afríku um þjóðaratkvæðagreiðslu um umbótastefnu:
Hætta er á uppreisn blökku-
manna verði umbótum hafnað
Höfðaborg, Ladysmith. Reuter.
F.W. DE KLERK, forseti Suður-
Afríku, hefur ritað sjötiu þjóðar-
leiðtogum um allan heim bréf þar
sem hann Ieitar eftir stuðningi
við þjóðaratkvæðagreiðslu um
umbótastefnu sína sem hann ætl-
ar að halda meðal hvítra Suður-
Afríkubúa. í bréfinu segir forset-
inn m.a. að hann sé sannfærður
um að stjórn hans muni vinna sig-
ur í þjóðaratkvæðagreiðslunni og
leggur áherslu á mikilvægi þess
fyrir framtíðarumbætur í Suður-
Afríku. 1 ræðu sem hann hélt í
gær sagði forsetinn að ef umbóta-
stefnu hans yrði hafnað myndi
það leiða til uppreisnar blökku-
manna. Bætti hann því við að af-
leiðing af stefnu hvítra hægri
öfgamanna yrði uppiausn og öng-
þveiti.
Ríkisstjórn de Klerks og umbóta-
stefna hennar hafa verið undir mikl-
um þrýstingi undanfarið eftir að
Bandarískar rannsóknir á bóluefni gegn mænuveiki:
Alnæmisveira úr öpum fannst í bóluefni
Apaveirur valda ekki sjúkdómum í mönnum, segir íslenskur smitsjúkdómalæknir
ROBERT Bohanon, bandarískur veirufræðingur sem veitir forstöðu
fyrirtæki er framleiðir búnað til að greina alnæmisveiruna, sagði
í samtali við Keuters-fréttastofuna í gær að í birgðum af bóluefni
gegn mænuveiki, sem notaðar hefðu verið í Chicago um miðjan
sjötta áratuginn, hefði fundist veira sem veldur alnæmi í öpum.
„Þetta gæti verið skýringin á því hvernig og hvers vegna veiran
barst í menn,“ segir Bohanon. Telur hann að veiran kunni að hafa
stökkbreyst með árunum eftir að hún var komin inní mannslíkam-
í grein í nýjasta hefti tímaritsins
Rolling Stone Magazine er fjallað
um hugsanleg tengsl alnæmisveir-
unnar og bóluefna gegn mænu-
veiki. Kemur þar fram að sum af
fyrstu bóluefnunum hafí verið unn-
in úr nýrum úr afrískum öpum og
staðfesta tveir þekktir sérfræðing-
ar á sviði mænUveiki, Jonas Salk
og Albert Sabin, að ýmsar apaveir-
ur hafi fundist í bóluefni sem millj-
ónir manna voru bólusettir með,
þar með taldar veirur, sem hafi
valdið sjúkdómum áþekkum al-
næmi, í dýrum.
Sigurður Guðmundsson, smit-
sjúkdómalæknir á Borgarspítalan-
um, sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að þetta virtist vera angi
af gamalli sögu. Veiran sem fannst
fyrst hefði heitið SV-40 og hefði
mátt rekja hana til apa. Margar
tegundir væru til af þeirri veiru en
þær hefðu ekki reynst valda sjúk-
dómum í mönnum jafnvel þó bólu-
efni væru menguð af þeim. Þó
væru til dæmi um fólk með bæklað
ónæmiskerfi, til dæmis vegna líf-
færaflutninga, sem hefði sýkst af
völdum veira af þessu tagi.
„Ef það hefur gerst sem þama
er haldið fram, þá hefði maður
búist vjð að sjúkdómur líkur al-
næmi hefði komið fram miklu fyrr,
til dæmis á sjöunda eða áttunda
áratugnum en ekki árið 1981 eins
og raun varð á. Einnig hefði mátt
gera ráð fyrir að dreifing sjúk-
dómsins hefði orðið önnur en hún
er. Til dæmis hefðu mun fleiri börn
átt að sýkjast. Þetta minnir á marg-
an hátt á það þegar byijað var að
ræða um að alnæmi kynni að smit-
ast með moskítóflugum. Sú kenn-
ing var hrakin vegna aldursdreif-
ingarinnar. Moskítóflugur bíta alla
en ekki bara ákveðna aldurshópa,"
sagði Sigurður.
Hann bætti því við að á íslandi
hefði ávallt verið notað dautt bólu-
efni en ekki lifandi, eins og gert
hefði verið í mörgum löndum.
„HIV-veiran, sem veldur alnæmi,
er mjög viðkvæm og þær aðferðir
sem notaðar hafa verið nægja til
að drepa hana margfalt. Hún deyr
miklu fyrr en t.d. mænuveikiveir-
ur,“ sagði Sigurður.
Þjóðarflokkurinn tapaði fyrir íhalds-
flokknum, sem er andvígur umbótum
forsetans og vill stofna sjálfstætt
ríki hvítra innan núverandi Suður-
Afríku, í nokkrum aukakosningum.
Ákvað de Klerk því að boða til þjóðar-
atkvæðagreiðslu um stefnu sína
meðal hvítra kjósenda 17. mars nk.
og lýsti því yfir að hann myndi segja
af sér embætti ef hann biði ósigur.
De Klerk ferðast nú um landið til
að tryggja mikinn stuðning við
stjórnina og hefur hann ráðist harka-
lega á Ihaldsflokkinn á fundum sín-
um. „Þeir geta lofað öllu fögru og
sagt að þeir séu ekki kynþáttahatar-
ar en stefna þeirra er kynþáttahat-
ur,“ sagði forsetinn í bænum Lady-
smith í Natal-héraði í gær, en þar
var háð fræg orrusta í Búastríðinu
á sínum tíma. I kjölfar þeirrar styij-
aldar náðu Bretar yfirráðum yfir
Búalýðveldunum og hefur verið rígur
milli enskumælandi Suður-Afríkubúa
og Afrikaners (Búa) síðan sem enn
gætir að einhverju leyti.
De Klerk, sem sjálfur er Afrikan-
er, hefur undanfarið reynt að höfða
til enskumælandi manna í málflutn-
ingi sínum. „I hvert skipti sem tals-
menn íhaldsflokksins komast í til-
finningaham tala þeir ekki um annað
en Afrikanerdom, Afrikanerdom,
Afrikanerdom. Þeir eru ekki vissir
um hvort þeir vilji hafa Englending-
ana eða Natal-hérað í hvíta ríkinu
sínu. Ef enska væri móðurmál mitt
þá myndi ég reiðast mjög.“