Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1992
Minning:
Hermann Guðmunds-
son, Hafnarfirði
Fæddur 15. júní 1914
Dáinn 27. febrúar 1992
Þá er ég hóf störf í Hafnarfirði
í byijun árs 1945 varð Hermann'
Guðmundsson, verkalýðsleiðtogi
brátt á vegi mínum. Hann átti þá
þegar skelegga sögu að baki. Þar
fór enginn veifískati. Þar fór vask-
ur maður um veginn. Grannvaxinn,
léttur á fæti og yfirbragð allt gaf
af sér góðan þokka. Hann var
þekktur fyrir að hlýða rödd sam-
viskunnar. Barði í borðið og beitti
röddinni af festu ef svo bar undir
og nauðsyn krafði. Hann var engin
stjómmálaleg undirlægja. Öðm
nær. En hagur og heill verkalýðsins
vom hans hugsjónamál. Þar naut
hann líka trausts og virðingar.
Formaður Hlífar var hann um
ijölda ára og jafnframt um langt
skeið heiðursfélagi þar.
Hann vann og mikið að íþrótta-
málum. Framkvæmdastjóri ISÍ um
árabil. Ömggur Haukamaður, bæj-
arfulltrúi um skamman tíma svo
og alþingismaður. Hann var virkur
þátttakandi í mörgum félögum.
Hvar sem hann skipaði sér í fylk-
ingu sópaði að honum. Hann tendr-
aði eldana og tryggði tilvist þeirra
svo lengi sem kostur var.
Snillingur var hann í höndunum
og em mörg skipalíkön hans hin
mesta völundarsmíði og lofa sinn
meistara.
Okkar leiðir lágu oftlega saman
og sá stóð ekki einn, er hafði hann
sér vð hlið eða í iylkingarbijósti.
En tíminn og aldurinn lamar
margan áður en Iýkur. En Her-
mann virtist vera undanskilinn
þessum annmarka. Ámnum íjölg-
aði en hann bar þess ekki mikinn
vott. Beinn í baki og léttur í spori
var hann til þess síðasta. Yfirbragð-
ið stílhreint, karlmannlegt og at-
hyglisvert.
Hin síðustu árin mættumst við
iðulega við pósthúsið í Hafnarfirði.
Orð fóm á milli í gamni og alvöra
og var að því stefnt að ná jafntefli
og alls ekki að safna skuldum hvor
hjá öðmm á þessu sviði. í sannleika
fór hið besta á með okkur:
Þagalt og hugalt
skyli þjóðans bam
og vígdjarft vera:
glaður og reifur
skyli gumna hver
uns sinn bíður bana.
(Hávamál)
Þegar við Hermann áttum orð
saman um útlit og horfur í bæjar-
eða þjóðmálum og hér eða þar var
hann bæði vopndjarfur, glaður og
reifur, og er ég leit hann á hraðri
göngu heim á leið, er við mætt-
umst við pósthúsið í síðasta sinn
var mér efst í huga að þessi bar-
áttumaður ætti enn mörg ár fram-
undan og það væri gott tilefni að
heimsækja hann er hann héldi upp
á 80 ára afmælið að tveimur ámm
liðnum. En ekki gengur það eftir.
Örfáum dögum síðar var hann allur
og mér brá ekki lítið. Mannleg
hyggja skynjar jafnan skammt eða
veit lítt hveijum og einum klukkan
glymur næst.
„En að hetjumar skuli vera fallnar
og hervopnin glötuð"
Slíkt vekur að vonum sársauka.
Verkalýðshetjan Hermann Guð-
mundsson er nú fallinn og hervopn
hans liggja tvist og bast nú um
sinn við veginn. En þess er gott
að minnast, að menn koma í manns
stað og gömlum vopnum verður
haldið til haga og koma síðar að
notum eða ný tækni nýrra daga
kemur í þeirra stað. Mannlífsins
mikla ganga og viðfangsefni henn-
ar hefur enn ekki verið stakkur
skorinn. Áfram liggur leiðin.
Hermann Guðmundsson hefur
nú lokið göngu sinni hér. Hann
hefur grafíð með góðum hætti í
orðum, verkum og með háttsemi
rúnir þær sem ráðast hinum megin.
Ég þakka honum kynnin og gott
samstarf um ijölda ára og áma
honum fararheilla.
Eftirlifandi eiginkonu hans og
niðjum votta ég samúð mína. Á
þeim vettvangi sló hjarta hans af
mestum innileik.
Eiríkur Pálsson
frá Ölduhrygg.
Nú er skammt stórra högga í
milli. í september síðastliðnum féll
Sveinn Björnsson, þáverandi forseti
íþróttasambands Islands, frá og
nú er Hermann Guðmundsson,
fyrrverandi framkvæmdastjóri ISI,
látinn. Báðir þessir menn höfðu
varið dijúgum hluta ævi sinnar í
störf í þágu íþróttahreyfíngarinnar.
Þeir áttu samleið á þeim vettvangi
meðan þeir lifðu. Nú hittast þeir
fyrir aftur á öðmm og ókunnum
vettvangi.
Víst var Hermann Guðmundsson
framkvæmdastjóri og launaður
starfsmaður íþróttahreyfíngarinn-
ar í þeim skilningi. En það leyndist
engum sem kynntist þeim mæta
manni, að þar sem Hermann fór,
þar fór foringi. Bæði í anda og
verki. Starfinu fylgdi áhugi og
fítonskraftur og Hermann Guð-
mundsson var enginn venjulegur
kontóristi á skrifstofu ÍSÍ. Störf
hans í þágu íþróttasambandsins
náðu langt út fyrir þau verk sem
starfsmönnum eru sett. Hlutverk
hans og hlutskipti var að móta
íþróttahreyfinguna, skipuleggja
hana og virkja kraftana. í þeim
efnum var hann framheiji og for-
vígismaður í orðsins fyllstu merk-
ingu.
Þann tíma sem Hermann starf-
aði á vegum ÍSÍ voru samtökin að
taka miklum breytingum, stækka
og vaxa, íþróttirnar að festa ræt-
ur, ný sambönd, bandalög og félög
að verða til, umgjörðin öll að verða
flóknari og viðameiri. Hermann var
óþreytandi að veita liðsinni sitt,
mæta til funda, stappa í menn stál-
inu og mörg voru þau þingin þar
sem reynsla Hermanns í fundar-
stjórn og félagsmálum naut sín til
fullnustu, íþróttahreyfingunni til
ómetanlegs gagns. Skeleggari ræð-
umenn og fundarstjórar fundust
ekki.
Hermann Guðmundsson fæddist
í Reykjavík en ól aldur sinn i Hafn-
arfirði. Hann varð formaður Hauka
á árinu 1933, aðeins 18 ára gam-
all, og gegndi þeirri formennsku í
fimm ár. Þaðan lá leiðin í íþrótta-
ráð Hafnarijarðar 1935 til 1945
og í stjóm íþróttabandalags
Hafnarfjarðar 1945-1949. Hann
var einnig á þessum árum formað-
ur íþróttanefndar ríkisins.
Hermann var kjörinn í stjóm ISI
árið 1949 og var varaformaður
sambandsins til 1951, en þá um
haustið var hann ráðinn til starfa
sem framkvæmdastjóri ÍSÍ og
gegndi því starfí til 1. júní 1985,
eða í þijátíu og fjögur ár. Síðustu
árin hefur hann setið í laganefnd
sambandsins og sótti_sinn síðasta
fund í húsakynnum ÍSÍ daginn áður
en hann dó.
Auk þessa má geta að Hermann
var listfengur maður og drátthagur
og hannaði margháttuð heiðurs-
og viðurkenningarskjöl, hátíðar-
merki og þess háttar til afnota fyr-
ir íþróttasambandið.
Jafnframt störfum sínum fyrir
íþróttahreyfínguna átti Hermann
litríkan feril í stjórnmálum og í
verkalýðshreyfíngunni. Þess þáttar
ævistarfs hans munu aðrir gera
skil, en hann var bæði forseti Al-
þýðusambands íslands um tíma og
þingmaður Sósíalistaflokksins.
Hermann var þó engin flokksþræll
og það segir kannski nokkra sögu
um persónuna Hennann
Guðmundsson, að hann starfaði á
yngri áram sem erindreki Sjálf-
stæðisflokksins og spannaði þannig
litróf stjómmálanna án þess að bíða
andlegan eða stjórnmálalegan
hnekk af þeim kúvendingum. Hann
var sjálfs sín herra, maður sann-
færingar og samvisku og hafði
ákaflega ríka réttlætiskennd. Her-
mann var skapmikill og ör, eins
og íþróttaforystan vítt og breitt um
landið síðustu áratugina fékk
ótæpilega að kenna á þegar Her-
manni þóttu hlutimir ekki ganga
nógu hratt fýrir sig. En hann lét
skapið aldrei mgla dómgreind sína
og var í rauninni maður sátta og
samlyndis. Bak við harða og stund-
um hvatskeytlega framkomu sló
eldheitt hjarta hugsjónamannsins
og höfðingjans. Undir niðri og alla
jafna var Hermann Guðmundsson
ljúfur maður og léttur í lund.
Hressilegt viðmót, hnitmiðaðar at-
hugasemdir og beinskeytt skoðun
vora aðalsmerki þessa eldhuga.
Hermann Guðmundsson var
sestur í helgan stein fyrir nokkram
áram, en hugur hans var enn með
okkur í íþróttahreyfíngunni og það
er mikill sjónarsviptir að slíkum
öðlingi sem honum. Hermann setti
svo sannarlega svip sinn á samtíð-
ina og þá hreyfingu æsku og íþrótta
sem hann unni og vann fram á síð-
ustu stundu.
íþróttasamband íslands og
íþróttamenn um land allt votta
eftirlifandi konu Hermanns, Guð-
rúnu Ragnheiði Erlendsdóttur, og
fjölskyldu, sína dýpstu samúð._
Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ.
Þegar mér barst fregnin um
andlát vinar míns, Hermanns Guð-
mundssonar, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra ÍSÍ, ætlaði ég varla
að trúa því. Daginn áður hafði ég
átt langt og ánægjulegt samtal við
hann á skrifstofu ISÍ og síðar sím-
tal, þar sem rætt var að vanda um
íþrótta- og félagsmál almennt, en
þótt hann væri hættur störfum hjá
ISÍ vann hann stöðugt að nokkrum
sérmálum sambandsins. Hermann
var hress að vanda og var auðvitað
rætt um framtíðina.
En fljótt skipast veður í lofti, og
svo varð einnig um vegferð hans.
Frá fyrstu tíð var Hermann mjög
félagssinnaður og kom það strax
fram þegar Knattspymufélagið
Haukar í Hafnarfirði var stofnað
og færði nýtt líf í íþróttahreyfingu
Hafnarfjarðar. Þar varð hann fljót-
lega í fararbroddi og markaði stefn-
una, því á 4. aðalfundi félagsins
var hann kosinn formaður félagsins
og gegndi því starfí í fímm ár.
Hann hélt mikilli tryggð við sitt
félag, enda var það án efa mikil
lyftistöng fyrir Hafnfirðinga, að
sterkt íþróttafélag gæti veitt öðram
félögum hæfílega keppni á íþrótta-
leikvanginum.
Samstarf okkar Hermanns hófst
fyrir hartnær 30 áram, er ég kom
inn í stjórn ÍSÍ, en þá hafði hann
gegnt störfum framkvæmdastjóra
sambandsins í 11 ár. Hann gjör-
þekkti því starfíð sem unnið var,
en það var að sjálfsögðu fyrst og
fremst að stjórna og útbreiða
íþróttir um landið. Áður en Her-
mann hóf störf hjá ÍSÍ hafði hann
unnið markverð félagsmálastörf í
verkalýðshreyfíngunni, hann var
kjörinn forseti ASÍ árið 1944 og
gegndi því starfí til ársins 1948.
Hann var kjörinn alþingismaður
árið 1946 og sat eitt kjörtímabil.
Var hann þá m.a. kjörinn formaður
íþróttanefndar ríkisins.
Hermann var því orðinn lands-
þekktur félagsmálamaður þegar
okkar samstarf hófst.
Samstarf okkar stóð í þrá ára-
tugi og aldrei bar skugga á þá
ánægjulegu samvinnu. Hermann
var mikið lipurmenni í allri um-
gengni og þótt hann væri ekki
ávallt sammála um stefnumörkun,
vann hann ávallt af mikilli sam-
viskusemi að framgangi mála. En
vegna hans miklu reynslu í félags-
málum vó hans álit mjög þungt og
var ávallt fullt tillit tekið til hans
góðu ráða.
Á þessum árum fórum við marg-
ar ferðir saman um landið til að
heimsækja héraðssamböndin. Her-
mann var dugmikill ferðamaður og
lagði sig fram um að heimsækja
íþróttafélögin út um landsbyggð-
ina, svo segja má að um leið og
hann gegndi framkvæmdastjóra-
starfinu var hann einnig sjálfskip-
aður erindreki íþróttasambandsins
um áraraðir.
Allir fögnuðu komu Hermanns,
enda var þægilegt fyrir alla að
ræða við hann um íþrótta,- og fé-
lagsmál. Þar gat hann miðlað af
mikilli þekkingu og reynslu. Þá var
hann mikill samningamaður, þegar
þurfti að miðla málum, en það kem-
ur oft fyrir í jafn umfangsmikilli
hreyfingu og íþróttahreyfingin er,
að menn greinir á um leiðir að settu
marki. Er þá gott að eiga góðan
sáttasemjara, en þar var Hermann
sjálfkjörinn, enda fengið mikla og
góða þjálfun hjá verkalýðsfélögum
í þeim efnum. Þá var mjög sóst
eftir Hermanni sem þingforseta á
hinum stóra ársþingum íþrótta-
samtakanna. Þar þótti hann
skörungur hinn mesti, þar sem
hann stjómaði af festu og sann-
girni. Málin gengu því létt fram
og tímasetningar voru haldnar.
Eitt af síðustu verkum sem við
Hermann unnum saman að fyrir
ISI voru lagabreytingar, er sam-
þykktar voru á síðasta þingi sam-
takanna, en hann var mjög fróður
um öll íþróttalög hér og á Norður-
löndum. Hann var því oft sá sem
túlkaði lögin út á við, enda sat
hann í fasta-laganefnd ISI til
dauðadags.
Um áraraðir var Hermann fram-
kvæmdastjóri Ólympíunefndar ís-
lands og gegndi því starfí af áhuga
og festu. Það var eins og hann
gæti ávallt bætt á sig störfum fyr-
ir íþróttahreyfínguna. Hirti hann
þá lítið um launin fyrir langan
vinnudag, en þau voru oft af skom-
um skammti. Laun fyrir eftirvinnu
eða löng og ströng ferðalög á helgi-
dögum og frídögum um landið
þekkti hann ekki. Uppskeran varð
því fyrst og fremst ánægja hans
að geta orðið öðram að liði, hitta
íþróttavini vítt um landið og geta
stutt þá við uppbyggingu íþrótta-
starfsins í landinu. Ekki man ég
eftir því að Hermann hafí ekki
haft tíma til að taka sér ferð á
hendur til útbreiðslu íþrótta í land-
inu. Eldmóður brautryðjandans var
ávallt til staðar.
Eitt af síðustu verkum Her-
manns fyrir sitt ástsæla félag,
Hauka, var að veita ritnefnd félags-
ins forstöðu og koma út veglegu
afmælisriti er félagið varð 60 ára
á sl. ári. Rit þetta er eitt vegleg-
asta afmælisrit íþróttafélags, sem
út hefur verið gefíð og er gott
dæmi um afbragðs vinnubrögð rit-
nefndar undir stjórn Hermanns.
Færi vel á því að fleiri íþróttafélög
gæfu út svo myndarleg sögurit, en
þau mundu stuðla að því að hægt
væri að skrá sögu íþróttanna í
framtíðinni.
Hermann var mjög listrænn í
sér. Kom það víða fram. Var hann
m.a. annálaður skrautritari og kom
það sér vel fyrir stjórn ÍSÍ þegar
senda þurfti afmæliskveðjur eða
bókagjafir. Ávallt var Hermann
fenginn til að skrifa slíkar kveðjur
með sinni listrænu skrautskrift,
sem varð til þess að gjöf eða kveðja
fékk meira gildi fyrir móttakanda
en ella.
Þá var Hermann mjög næmur
fyrir allri módelsmíði og eru þeir
orðnir margir togararnir, sem hann
smíðaði fyrir Sjóminjasasfn íslands
á síðustu árum. Allt er þetta frábær
og nett handavinna með listrænu
yfirbragði.
Hermann var kvæntur Guðrúnu
Ragnheiði Erlendsdóttur, áttu þau
þijú börn. Heiða, eins og hún var
ákvallt kölluð milli vina, hafði búið
manni sínum fallegt heimili í snotru
einbýlishúsi, þar sem Hermann
hafði víða lagt gjörva hönd að
verki. Þangað var ávallt gott að
koma. Húsráðendur tóku gestum
sínum ávallt tveim höndum, svo
sérhver fann að hann var þar í vina-
höndum. Guðrún Ragnheiður
studdi mann sinn dyggilega og var
ánægja að sjá hvað þau voru sam-
hent.
Nú þegar leiðir skilja, vil ég
þakka Hermanni Guðmundssyni
fyrir langa og ánægjulega sam-
vinnu, um leið og ég sendi Guðrúnu
Ragnheiði og börnum hugheilar
samúðarkveðjur.
Gísli Halldórsson,
formaður Ólympíunefndar
íslands.
Horfinn er af sjónarsviðinu
merkur Hafnfirðingur, Hermann
Guðmundsson, fyrram bæjarfull-
trúi og alþingismaður, formaður
Verkamannafélagsins Hlífar um
langt skeið og framkvæmdastjóri
ÍSÍ.
Með Hermanni er genginn mað-
ur sem markaði þýðingarmikil og
eftirminnileg spor hvar sem hann
fór.
Úr Kjósinni og ofan af Akranesi
var hann ættaður en fæddur í
Reykjavík, 15. júní 1914. Hann var
sonur Guðmundar vélstjóra Guð-
laugssonar, bónda að Sogni í Kjós
Jakobssonar, og konu hans, Marsi-
bil Eyleifsdóttur, húsmanns í Mýr-
arhúsum á Akranesi Eyleifssonar.
Úr vesturbænum í Reykjavík
fluttist Hermann með foreldram
sínum 12 ára gamall í vesturbæinn
í Hafnarfirði þar sem han ól síðan
allan sinn aldur. Hann stofnaði þar
heimili sitt,-3. okt. 1936, er hann
kvæntist eftirlifandi eiginkonu
sinni, Guðrúnu Ragnheiði Erlends-
dóttur, sjómanns í Hafnarfirði
Jónssonar og konu hans, Þórunnar
Jónsdóttur.
Að Flensborgarskólanámi loknu
hófst fljótlega lífsbaráttan, verka-
mannastörf og sjómennska. Ekki
verður um Hermann Guðmundsson
annað sagt en að hann hafí tekið
þátt í fjölþættum störfum þjóðfé-
lagsins af fullum krafti og áhuga
svo víða kom hann við og hvar-
vetna var sóst eftir starfskröftum
hans og forystu.
Á æskuárunum hneigðist hugur-
inn að íþróttum og félagsmálum
íþróttafólks í Hafnarfírði. Knatt-
spyrnufélagið Hörður starfaði þá
með blóma, en síðar þegar þætti
þess var lokið gekk hann til liðs
við Knattspyrnufélagið Hauka og
varð formaður þess 1933-1938 og
þar síðan ævinlega í fylkingar-
bijósti. Kjörinn í íþróttaráð Hafnar-
fjarðar, stjórn ÍBH, í íþróttanefnd
ríkisins, stjórn ÍSÍ og fram-
kvæmdastjóri samtakanna 1951-
1985.
Minningarsjóður
íþróttamanna
Minningarkort sjóðsins eru afgreidd á skrifstofu ISI í
Laugardal og í síma 91-813377.
íþróttasamband íslands.