Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1992 17 Þorbjörg- Höskulds- dóttir sýnir í Nýhöfn ÞORBJÖRG Höskuldsdóttir opnar málverkasýningu í Ný- höfn, Hafnarstræti 18, laugar- daginn 7. mars kl. 14-16. A sýningunni eru ný málverk og vatnslitamyndir. Þorbjörg fæddist í Reykjavík árið 1939. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík 1962-66 og síðan við Listaakademíuna i Kaupmanna- höfn árið 1967-71 og lagði stund á olíumálun, grafík og leik- myndagerð. Þetta er níunda einkasýning Þorbjargar en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlend- Þorbjörg Höskuldsdóttir is og unnið að leikmyndagerð hjá Þjóðleikhúsinu og Leikbrúðu- landi og auk þess myndskreytt bækur. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 12-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Henni lýkur 25. mars. Utburðarkrafan í Stafholtstungum: Ráðherra hefur ógilt ákvörðun sveitarfélags ÓLAFUR Þ. Þórðarson, alþingismaður, hefur krafist þess fyrir fógeta- rétti Mýra- og Borgarfjarðarsýslu að hjón sem búa á jörðinni Efranesi í Stafholtstungnahreppi verði borin út. Ólafur hafði með kaupsamn- ingi við fyrri eiganda keypt jörðina fyrir um 10,2 milljónir króna. Sveitarfélagið gekk inn í kaupsamninginn á grundvelli forkaupsrétt- arákvæða jarðalaga, gegn mótmælum aðila samningsins, og endur- seldi jörðina hjónum sem síðan hafa hafið þar búskap. Landbúnaðar- ráðherra hefur á hinn bóginn ógilt ákvarðanir sveitarfélagsins, bæði hvað varðar beitingu forkaupsréttar og endursölu jarðarinnar, og á grundvelli þess hefur Ólafur Þ. Þórðarson, sem réttur eigandi jarðar- innar, krafist útburðarins. Bjarni Lárusson fulltrúi sýslu- manns í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu hefur tekið kröfuna til úr- skurðar og er niðurstöðu hans að vænta á næstunni. Hann fer einnig með sem dómari mál sem Stafholtstungnahreppur hefur höfðað vegna þessara sömu viðskipta fyrir aukadómþingi Mýra- og Borgarfjarðarsýslu gegn land- búnaðarráðherra, Ólafi Þ. Þórðar- syni og fyrri eiganda jarðarinnar. Þar krefst sveitarfélagið þess að ákvörðun ráðherrans um ógildingu þeirrar ákvörðunar sveitarfélagsins að ganga inn í kaupin og endur- selja jörðina verði felld úr gildi en til vara er þess krafist að einungis sú ákvörðun ráðherrans að fella endursölu jarðarinnar úr gildi fái að standa óröskuð. í því máli hefur lögmönnum stefndu verið veittur frestur til 24. mars að skila greinargerðum. Selfoss: Samið verður við Ar- mannsfell hf. um þjón- ustuíbúðir aldraðra ^ Selfossi. ÁKVEÐIÐ hefur verið að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Ármannsfell hf., um byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða við Grænumörk á Selfossi. Tilboð Ármannsfells hljóðaði upp á tæpar 177 milljónir en kostnaðaráætlun var 222 milljónir króna. Alls bárust 10 tilboð í verkið. Bæjarráð Selfoss samþykkti á fundi sínum 24. febrúar að heimila bygginganefnd þjónustuíbúðanna að ganga frá samningi við lægst- bjóðanda. Á fundi bygginganefnd- arinnar 4. mars samþykkti nefndin formlega að ganga til samninga við Ármannsfell hf. Á fundi bygginganefndarinnar greindi fulltrúi Alþýðusambands Suðurlands í nefndinni frá sam- þykkt bygginganefndar Alþýðu- sámbands Suðurlands sem telur að æskilegra hefði verið að kanna nánar fleiri þeirra tilboða sem bár- ust í aðalframkvæmd byggingar- innar. En með hliðsjón af mikil- vægi fyllstu einingar samstarfsað- ila í veigamestu ákvörðunum þá samþykkir BASS að styðja þá ákvörðun Selfossbæjar að ganga til samninga við lægstbjóðanda með því skilyrði að eftirlitsmanni yrði falið að fínkemba útboðsgögn- in og fengi heimild til að leita sér aðstoðar. Bygginganefnd hússins heimil- aði á fundinum eftirlitsmanni við verkið að leita eftir aðstoð hjá Verkfræðistofu Stanleys Pálssonar við undirbúning samningsgerðar við Ármannsfell hf. og frágang samnings. Sig. Jóns. -----» ♦ ♦----- Herranótt setur upp Sölku Völku LEIKFÉLAG Menntaskólans í Reykjavík setur nú upp leikritið Sölku Völku eftir Halldór Lax- ness. Tilefnið er 90 ára afmæli Nóbelskáldsins. Leikgerð er eftir Stefán Baldursson og Þorstein Gunnarsson. Leikstjóri sýningarinnar er Sig- rún Valbergsdóttir og leikmyndar og búningahönnuður Alda Sigurð- ardóttir. Frumsýningin er sunnu- daginn 8. marz og fara faram i Tjarnarbæ (gengt Ráðhúsinu) og hefjast klukkan 20. EFTA gerir fríverslunar- samning við Tékkóslóvakíu EFTA, Fríverslunarbandalag Evrópu, hefur gert fríverslunarsamn- ing við Tékkóslóvakíu. Nær samningurinn til iðnaðar, iðnaðarvara úr landbúnaðarhráefnum og sjávarafurða. Gert er ráð fyrir að samn- ingurinn taki gildi 1. júlí eftir að þing viðkomandi landa hafa stað- fest hann. í frétt frá EFTA kemur fram, að vegna þess ástands sem .ríki í Tékkóslóvakíu á meðan landið er að þróa efnahags sinn, fái Tékkó- slóvakía aðlögunartíma til ársins 2002, en á þeim tíma muni EFTA- löndin afnema innflutningshindran- ir hraðar gagnvart Tékkóslóvakíu en Tékkóslóvakía gagnvart EFTA. Þannig munu EFTA-löndin afnema innflutningstolla á flestum vörum sem samningurinn nær til um leið og hann tekur gildi, að undanskild- um nokkrum viðkvæmum vöruteg- undum. Tékkóslóvakía mun afnema tolla af nokkrum vörum strax en flestir innflutningstollar verða af- numdir smátt og smátt. I samningnum er einhliða örygg- isákvæði af hálfu Tékkóslóvakíu þar sem áskilinn er réttur til að hækka tolla ef alvarlegir erfíðleikar gera vart við sig við endurskipu- lagningu. Einnig er í samningum almennt þróunarákvæði og gert er ráð fyrir að hann geti einnig náð til samvinnu á sviði Ijárfestinga og þjónustu með hliðsjón af þróun í Evrópu. EFTA-löndin seldu vörur til Tékkóslóvakíu fyrir að jafngildi um 75 milljarða króna árið 1990 og fluttu inn vörur frá landinu að jafn- gildi rúmra 59 milljarða króna. Það ár keyptu íslendingar vörur frá Tékkóslóvakíu fyrir að jafngildi um 340 milljónir króna en seldu þangað vörur fyrir að jafngildi um 63 millj- óna króna, samkvæmt upplýsingum EFTA. HINN BNISANNI ALLRA SIÐUST DAGA .1DAG 0G A NI0RGUN Það hefur engin efni á að missa af þessum stórútsölumarkaði Fjöldi fyrirtækja - gífurlegt vöruúrval STEINAR, hljómplötur - geisladiskar - kasettur • KARNABÆR, tískufatnaður herra og dömu • SONJA, tískufatnaður • PARTÝ, tískuvörur • BOMBEY, barnafatnaður • BLÓMALIST, allskonar gjafavörur og pottablóm • KÁPUSALAN, kvenfatnaður • STRIKIÐ, skór á alla fjölkylduna • KJALLARINN/KÓKÓ, alhliða tískufatnaður STÚDÍÓ, fatnaður • SAUMALIST, allskonar efni • ÁRBLIK, peysur • Xog Z, barnafatnáður • ÉG OG ÞÚ, undirfatnaður og margt fleira

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.