Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1992 11 Ferðamál - hugleiðing um tjaldstæði eftir Eðvald Friðriksson Margt og mikið hefur í vetur verið rætt um ferðamál, þjónustu við ferðamenn, tekjur af ferða- mönnum og uppbyggingu ferða- þjónustu almennt. Æ fleiri gera sér ljóst mikilvægi þessa iðnaðar og vaxtamöguleika hans í framtíð- inni. Einn hluti ferðaþjónustunnar hefur ekki mikið verið ræddur. Þar á ég við tjaldsvæðin og þjónustu við tjaldgesti, sem hefur verið fram til þessa ákaflega vanþróuð og allt- of lítið sinnt. Reyndar hillir undir bjartari framtíð í þessum málum sem öðrum. Lengi vel var það útbreiddur misskilningur, að gisting á tjald- stæði væri valkostur fátæka mannsins. Aðeins þeir gistu þar er ekki hefðu efni á, eða tímdu að nota hótelin. Því miður eru margir á þeirri skoðun enn í dag. Á undanförnum árum hefur vaxandi fjöldi íslendinga lagt leið sína á eigin vegum um meginland Evrópu og gist á tjaldstæðum og kynnst þessum lífsmáta af eigin raun. Mér er minnisstætt er við hjónin komum í fyrsta sinn, fyrir ijölda mörgum árum inn á alvöru tjaldsvæði. Við bláeygir íslending- arnir horfðum í forundran á alla eðalvagnana er stóðu framan við stórglæsileg hjólhýsin, og ekki voru húsbílarnir síðri. Nú tugum, ef ekki hundruðum gistinátta seinna, á tjaldstæðum Evrópu erum við sannfærð um að tjald- búðalíf er miklu frekar lífsstíll en auraleysi. Yfírleitt eru tjaldstæðin afgirt og engin óviðkomandi umferð leyfð. Við komu skráir þú þig inn, skilur eftir tjaldbúðarvegabréf, eða jafnvel vegabréfið (Ítalía) til trygg- ingar góðri umgengni og að ekki sé hlaupið frá ógreiddum reikning- um. „Þarftu rafmagn?" spyr tjald- vörðurinn. „Já,“ (í þessu tilviki), segi ég. Oft er þér sýnt á korti hvar á stæðinu lóðin þín er. (En algengt er að þér sé fylgt þang- að.) „Þama á staurnum er raf- magnsinnstungan þín. Salernin eru í húsinu þama til vinstri. Þar er þrifið á milli kl. 10 og 11 á morgn- ana,“ segir tjaldvörðurinn. Við leggjum bílnum og innbyrðum hressingu. Höldum síðan af stað í könnunarleiðangur. Fyrsti við- komustaðurinn er sporpgámurinn. Alltaf er eitthvað til að fóðra hann með. „Þarna til vinstri er fótbolta- völlur fyrir tjaldgesti," segir kon- an. Vatnspóstar eru með reglulegu millibili. Hávaði berst til okkar af barnaleikvellinum. Skammt þaðan er minigolf. Við aðalbygginguna er stórt útigrill, til afnota fýrir gesti,. Þar er líka þvottahúsið. Kon- an notar tækifærið og setur óhrein- an þvott í þvottavélina. Við hliðina á þvottahúsinu eru snyrtilegir bað- klefar. „Þama er merkt hvar við igetum losað ferðaklósettið," segi ég. „Já, og þarna getum við losað skólptankinn á bílnum“, segir kon- an. Við lítum sem snöggvast inn í sjónvarpsherbergið. I setu og veitingastofunni er auglýstur dansleikur fyrir tjaldgesti, næst- komandi laugardagskvöld. Þarna er líka sundlaug. Isköld að venju, ekki fyrir okkur hitaveitumeyra íslendinga. Á heimleiðinni lítum við inn í verslun staðarins, velbúna vörum er henta tjaldgestum. Reyndar eru tjöld þarna í algerum minnihluta, aðallega hjólhýsi og húsbílar. Ósjálfrátt verður mér hugsað heim! „Já, en við erum með sérís- lenskar aðstæður,“ afsaka ég mig með. „En hvað eru séríslenskar aðstæður?“ spyr hugurinn. Við kynnumst nábúunum. Þau fara heim um helgina. Hafa verið hér í þrjár vikur. í næsta fríi verðum við á einhverju öðru tjaldstæði, segja þau. Kannski á Costa del Sol, eða á öðmm ákjósanlegum stað. Eftir kl. 10 að kveldi er umferð bíla óheimil um svæðið og kl. 11 skal vera orðið hljótt! Heima hefði ég hugsanlega fengið að fylgjast með ölglöðum nágrannanum halda veislu fram undir morgun. En þá hefði líka verið hljótt fram undir hádegi. Kannski væri það betra, en að vera rifinn upp með hávaða fyrir kl. 7 eins og hér tíðkast. Þetta er sönn lýsing á ónefndu tjaldstæði í Norður-Evrópu. Þetta er ekki undantekning, heldur miklu fremur reglan. Þessum málum verðum við að fara að sinna betur hér heima. Við verðum að fara að byggja alvöru tjaldstæði. Þau þurfa að vera aðlaðandi og hvetja „í svona bæklingí þarf að koma skýrt fram, hvernig tjaldstæðin eru útbúin, hvaða þjónustu er þar að fá og hvað býðst í nágrenninu. Tugir þúsunda nota sér þessa þjónustu á hverju sumri, bæði innlendir og erlendir, svo eftir einhverju er að slægj- ast.“ menn til að staldra við nokkra daga, ekki bara blá nóttina. Ekki að maður hrekist burtu strax að morgni, vegna ólykar úr útikamri- num eða drykkjuláta nábúans, sem er alltof algengt! Það væri rangt að halda því fram að hér á landi sé ekkert að gerast í þessum málum, undan- tekningar eru frá þessari lýsingu. Nokkrir, bæði opinberir og einka- aðilar, eru að byggja upp alvöru tjaldstæði og þjónustu við tjald- gesti um þessar mundir. Virðast þeir leggja metnað sinn í að gera þau sem best úr garði. En það verður að kynna þessa staði, og miðla réttum upplýsingum um þá, svo að við er þessa þjónustu kaup- um getum treyst þeim upplýsing- um sem í boði eru og valið gisti- staði eftir því. Fyrir nokkrum árum rakst ég á bækling um íslensk tjaldstæði. Þar gaf á að líta. „Loksins sláum við útlendingnum við,“ hugsaði ég. „Hér eru fleiri merki en á bestu stæðum erlendis. Já, og meira að segja flugvöllur á tjaldstæðinu!" En Adam var ekki lengi í paradís. Ekki voru þetta aipplýsingar um hvað væri að fínna á tjaldsvæðinu þó að svo mætti skilja á bækling- num. Nei, þarna var talið upp hvað sveitarfélagið hafði upp á að bjóða! í svona bæklingi þarf að koma skýrt fram, hvernig tjaldstæðin eru útbúin, hvaða þjónustu er þar að fá og hvað býðst í nágrenninu. Tugir þúsunda nota sér þessa þjón- ustu á hveiju sumri, bæði innlend- ir og erlendir, svo eftir einhveiju er að slædagjast. Höfundur er formaður Flakkara■ félags húsbílaeigenda. NYR 0G STÆRRI FJOLSKYLDUBILL 2 LADA SYHIHGIDAG 1/ið kynnum nýja útgáfu af Laúa Samara (Lada Samara stallbak). Þessi bíll er 20 cm lengri en hin hefðbundna Samara og rúmbetri. Bíllinn hentar því vel fjölskyldufólki. Lada Samara stallbakur er fimm manna og með lokaðri farangursgeymslu (skotti). Komið og skoðið nýja Samara bílinn ásamt fjölbreyttu úrvaHaföðrumLadabílum. Við bjóðum upp á kaffi og með því og krakkar fá ís og gos. SÓL BIFREHJAR & LANDBUNAÐARVELAR HF. Ármúla 13108 Reykjavík Símar 6812 00 & 312 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.