Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1992
AUGLYSINGAR
A TVINNUAUGL YSINGAR
Tannsmiður
óskast til starfa.
Upplýsingar gefa Þorsteinn eða Sigurbjörn
í síma 23724 eða 22350 á daginn.
Trúnaði heitið ef óskað er.
Tannsmíðastöðin sf.,
Hátúni 2A,
105 Reykjavík.
Skrifstofustarf
Vantar starfskraft á skrifstofu til þess að
annast eftirfarandi:
Tollskýrslugerð á tölvu, erlendar bréfaskriftir
(enska/Norðurlandamál), símavörslu
og önnur skrifstofustörf.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf
og menntun, óskast sendar auglýsingadeild
Mbl. í síðasta lagi þriðjudaginn 10. mars
merktar: „H - 7495".
HUSNÆÐIIBOÐI
Orlando - Flórída
íslensk kona, búsett í Flórída, vill leigja ferða-
fólki herbergi. Stórt sér baðherbergi og að-
gangur að eldhúsi, þvottavél og þurrkara fylgir.
Verð 30 dollarar á dag eða 150 dollarar á
viku. Greiðsla í ísi. kr. kemur til greina.
Er yfirleitt við frá kl. 20.00-23.00 að íslensk-
um tíma. Geymið auglýsinguna.
Sími 407-671-8261.
Jóhanna Stefánsdóttir,
7439 Blue Jacket Place East,
Winter Park, Fl. 32792.
1 TIL SŒJ j
DEC MicroVax 3600 töiva
Til sölu er DEC MicroVax 3600 tölva með
32mb minni, þremur RA82 620 mb diskum,
8 línu Mux, TK70 segulbandi, ásamt 5 Dec-
Servers 200, VT skjáum, LA75 prenturum
og NEC prenturum.
Upplýsingar veitir Þórarinn Magnússon,
sími 96-21901, bréfasími 96-27285.
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur
Aðalfundur Hraðfrystihúss Grundarfjarðar
hf. vegna ársins 1991, verður laugardaginn
14. mars kl. 14.00. Fundurinn verður haldinn
í matsal hraðfrystihússins.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur
mál. Reikningar liggja frammi á skrifstofu
félagsins.
Stjórn Hraðfrystihúss Grundarfjarðar hf.
SVFR Opið hús
Opið hús verður í félagsheimili S.V.F.R.
föstudaginn 6. mars. Húsið opnað kl. 20.30.
Dagskrá: Sogið.
★ Helstu veiðistaðir: Syðri Brú, Ásgarður,
Bíldsfell og Alviðra. Falleg litskyggnusýn-
ing eftir Rafn Hafnfjörð. Leiðsögumaður
Gylfi Pálsson.
★ Glæsilegt happdrætti.
Fræðslu- og skemmtinefnd S.V.F.R.
SVFR SVFR SVFR SVFR SVFR SVFR
Til foreldra/aðstandenda
fatlaðra barna
Fyrirlestur verður haldinn á vegum Hjálpar-
tækjabanka RKÍ og Sjálfsbjargar, Hátúni 12,
laugardaginn 14. mars nk. kl. 13.00-17.00.
Fyrirlesari verður danskur barnaiðjuþjálfi,
Jette Bentzen, og mun hún fjalla um börn
með skynúrvinnsluvandamál (sensory-inte-
gration).
Þeir foreldrar eða aðstandendur fatlaðra
barna, sem hafa áhuga á að sækja þennan
fyrirlestur, vinsamlegast tilkynnið þátttöku í
Hjálpartækjabankann í síma 623333 mánu-
daginn 9. mars. Ekkert þátttökugjald.
Bessastaðasókn
Aðalsafnaðarfundur Bessastaðasóknar verð-
ur haldinn sunnudaginn 8. mars 1992 kl.
15.30 í Hátíðarsal íþróttahússins að lokinni
messu í Bessastaðakirkju.
Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning endur-
skoðanda. Kaffiveitingar.
Sóknarnefnd.
Aðalfundur
Tollvörugeymslan hf.
Aðalfundur Tollvörugeymslunnar hf. verður
haldinn þriðjudaginn 10. mars 1992 kl. 17.00
í Holiday Inn, Sigtúni 38, Reykjavík.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
3.4.1 -3.4.6 gr. samþykkta félagsins.
2. Önnur mál.
Dagskrá fundarins, endanlegar tillögur, svo
og ársreikningur ásamt skýrslu endurskoð-
anda mun liggja frammi, hluthöfum til sýnis,
á skrifstofu félagsins, Héðinsgötu 1, 105
Reykjavík, frá og með 3. mars 1992.
Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Stjórn Tollvörugeymslunnar hf.
TOLLVÖRU -
GEYMSLAN HF
FKÍCCYMSLA ■ VÖRUHÓTCL
30 ára
1962-1992
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík, Gjald-
heimtunnar í Reykjavík, skiptaréttar
Reykjavíkur, ýmissa lögmanna og stofnana,
fer fram opinbert uppboð í uppboðssal toll-
stjóra íTollhúsinu (hafnarmegin), laugardag-
inn 7. mars nk. og hefst það kl. 13.30.
Eftir kröfu tollstjóra: Allskonar kven-, karla-
og barnafatnaður, Ijósabúnaður, ýmsar smá-
vörur, taflborð og taflmenn, ritvélaborð,
plastvörur, videobox, myndbandstæki, öngl-
ar og vél 882 kg. tæki til umbúnuðar, leik-
föng, hreinlætisvörur, töskur, hljóðnemar,
verslunarinnréttingar, þéttiefni, snyrtivörur,
útvörp og kasettur, vír, vefnaðarvara, álþynn-
ir, vír og lásar, fiskinet, glervara, plastskáp-
ar, bindivél, húsgögn, íþróttavörur, alls konar
varahlutir, fiskflökunarvél, bátur 1200 kg.,
Volvo 244 1979, ýmsir upptækir munir og
margt fleira.
Eftir kröfu skiptaréttar og lögmanna: Gagna-
grunnur, skrifstofubúnaður, tölvuskjáir,
prentarar, sjónvarpstæki, myndbandstæki
og allskonar heimilistæki, hlutabréf í Silfur-
laxi hf. að nafnverði kr. 215.478 og margt
fleira.
Bifreiðarnar 11-164, MMC Galant árg. 1987,
KR-958 Fiat Tipo árg. 1989, JT-772 Mercury
Topas árg. 1988, IC-869 Ford Sierra árg.
1986, IR-976 Lada Station árg. 1987, HÖ-
441 Citroen árg. 1982, G-7746 Lancer árg.
1987 og margt fleira.
Ávísanir ekki teknar sem greiðsla nema með
samþykki gjaldkera eða uppboðshaldara.
Greiðsla við hamarshögg.
Uppboðshaldarinn í Reykjavík.
England
Enskunám á vegum úrvalsskóla og fjölbreytt
íþróttaaðstaða fyrir unglinga á aldrinum
12-16 ára verður í boði í Brighton á Suður-
Englandi í sumar. Besta fermingargjöfin íár.
Upplýsingar gefur Sölvi Eysteinsson, Kvist-
haga 3, sími 14029.
Umferðarráð flytur
Höfum flutt skrifstofu okkar í Borgartún 33.
Nýr sími 622000.
Nýtt póstnúmer 150 Reykjavík.
^jUMFERÐAR
Borgartúni 33,
Reykjavík.
Er skattheimta rán?
F U S
Heimdallur heldur föstudagsrabbfund í
kvöld kl. 21.00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Heimdallur spyr: Hver er munurinn á skatt-
heimtu og ráni? Hannes H. Gissurarson
lektor svarar. Lóttar veitingar.
Allir velkomnir.
Viðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins
Borgar- og vara-
borgarfulltmar Sjálf-
staeöisflokksins
verða í vetur með
fasta viðtalstíma í
Valhöll á laugardög-
um milli kl. 10.00 og
12.00.
Á morgun, laugar-
daginn 7. mars,
verða þessir til við-
tals:
Borgarfulltrúinn Páll Gíslason, 1. varaforseti borgarstjórnar, formað-
ur stjórnar veitustofnana og formaður byggingarnefdar aldraðra.
Varaborgarfulltrúinn Sigríður Sigurðardóttir, í stjórn dagvistar barna
og fræðslu- og skólamálaráði.
I.O.O.F. 1 = 17336872 = 9.0.*
I.O.O.F. 12 = 173368'* =
Bingo.
FERÐAFÉIAG
ÍSIANDS
ÖLDUGÖTU3 S-11798 19533
Vetrarfagnaðurinn
7. mars
Pantið og takið miða sem fyrst
á vetrarfagnaðinn, sem haldinn
verður í Básnum, ölfusi, á laug-
ardagskvöldið. Brottför frá
Mörkinni 6 kl. 18.00. Skemmtun
sem enginn ætti að missa af.
Sunnudagsferðir 8. mars
kl. 13.
1. Kjalarnesgangan 5. ferð:
Undirhlíöar Esju-Leiðhamrar.
2. Strandganga fjölskyldunnar:
Brimnes-Hofsvík.
3. Skíðaganga.
Myndakvöld á miðvikudags-
kvöldið 11. mars i Sóknarsaln-
um, Skipholti 50a. Björn Hróars-
son sýnir myndir er tengjast efni
árbókarinnar 1992.
4. Kl. 13.00 Halldór Matthíasson
verður með skíðakennslu fyrir
byrjendur í Hveradölum.
Ath. Næsta myndakvöld verður
á miðvikudaginn 11. mars, Björn
Hróarsson sýnir myndir og segir
frá því svæði, sem árbókin 1992
fjallar um.
Ferðafélag Islands.
Skfuk fAa
V KFUM™
Laugardagsráðstefna
verður haldin laugardaginn 7.
mars I Kristniboðssalnum við
Háaleitisbraut og hefst kl. 13.00.
KFUM, KFUK og náðargjafirn-
an Frummælendur verða séra
Jónas Gíslason, Gunnar J. Gunn-
arsson, Jón Ágúst Reynisson og
Kristbjörg Gísladóttir. Pallborðs-
umræður. Allir velkomnir.
Stórsvigsmót Víkings
verður haldið laugardaginn 7.
mars á skíðasvæði Víkings.
Brautarskoðun hefst kl. 9.30 í
flokki 11-12 ára og kl. 12.30 f
flokki 9-10 ára.
Keppni hefst kl. 10 (flokki 11-12
ára og kl. 13 (flokki 9-10 ára.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Almenn samkoma ( kvöld kl.
20.30.
Ræðumaður Reuben Sequeira.
Allir hjartanlega velkomnir.
Munið „Oag fyrir þig“, sem
hefst á morgun kl. 13.30.