Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1992
19
Reuter
Þrír af frambjóðendum Astarflokksins kynntu framboð sitt á blaða-
mannafundi í gær en þessar brosmildu konur hafa einkum getið sér
frægðar fyrir leik í klámkvikmyndum. Þær eru (f.v.) Virna Bonino,
sem geng^ur undir nafninu Barbarella, Ilona Staller eða Cicciolina,
og Eva Orlowsky.
Líbýumenn flytja bankainni-
stæður frá Evrópulöndum
Manama í Bahrain. Reuter.
LÍBÝUMENN hafa undanfarið flutt innistæður af reikningum í Evr-
ópulöndum til banka í arabaheiminum. Talið er að rekja megi þessar
ráðstafanir til hugsanlegra refsiaðgerða Frakka, Breta og Bandaríkja-
manna vegna þess að Líbýustjórn hefur ekki farið að ályktun öryggis-
ráðs Sameinuðu þjóðanna um framsal líbýskra hryðjuverkamanna.
Bankamenn í arabaheiminum
sem Reutere-fréttastofan ræddi við
í gær segja að undanfarna tvo til
þrjá mánuði hafi Líbýumenn flutt
fé af reikningum í Evrópulöndum
til arabaríkja. Þetta gerist á sama
tíma og þrýstingur vex á Líbýumenn
að framselja hryðjuverkamenn sem
grunaðir eru um að hafa komið
sprengjum fyrir í bandarískri Pan
Am þotu sem sprakk yfir Lockerbie
í Skotlandi árið 1988 og franskri
UTA þotu sem sprakk yfir Níger
árið 1989. Margt bendir til að Líbý-
menn óttist að bankainnistæður
þeirra verði „frystar“. „Það er engin
leið að ganga úr skugga um hvað
er að gerast en í ljósi ásetnings
þeirra ríkja sem vilja refsiaðgerðir
þá virðist mjög líklegt að verið sé
að flytja féð á tryggari staði,“ sagði
ónefndur bankamaður.
Breska dagblaðið Financial Times
sagði a frétt í gær að um væri að
ræða tvo til þijá milljarða Banda-
ríkjadala og sögðu heimildarmenn
Reuíers-fréttastofunnar að sú upp-
hæð væri ekki ólíkleg. Blaðið sagði
að Líbýumenn, sem eiga að því er
talið sex milljarða dala á erlendum
reikningum, fari nú ætíð fram á að
fá greitt fyrir olíuútflutning með
svissneskum frönkum frekar en
Bandaríkjadölum. Þetta geri þeir til
að fækka gjaldeyrisflutningum milli
landa sem þurfa samþykki banda-
rískra banka.
116 flokkar eru í
framboði á Italíu
Mílanó. Daily Telegraph.
ÞINGKOSNINGAR fara fram á ítaliu eftir mánuð, 5. apríl, og verða
116 flokkar í framboði og hafa aidrei verið fleiri. Samtals verða 11.000
menn í framboði en kosið verður um 3.154 sæti í öldungadeild þings-
ins og 630 í neðri deildinni.
Flokkamir hefðu getað orðið mun
fleiri því alls sóttu 247 flokkar og
samtök um leyfi til að bjóða fram
áður en frestur til að skrá flokka til
þátttöku í þingkosningunum rann
út, en innanríkisráðuneytið hafnaði
beiðni rúmlega helmings þeirra. í
mörg^um kjördæmum verða a.m.k.
20 flokkar í framboði og 28 í Rómar-
borg.
í framboði verða ýmsir sem getið
hafa sér frægð á öðrum sviðum en
stjómmálum, svo sem tískukóngur-
inn Luciano Benetton sem býður sig
fram fyrir Lýðveldisflokkinn, leik-
konan Alessandra Mussolini og
barnabarn fyrmm leiðtoga Ítalíu,
sem verður fulltrúi nýfasistaflokks
í Napólí. Meðal kunnra borgara sem
neituðu boði um pólitískan frama
voru tenórsöngvarinn Luciano Pav-
arotti, sem sósíalistar vildu bjóða
Ehud Gol, talsmaður Shamirs,
sagði í gær að engin ástæða væri
til að fresta næstu lotu fram yfir
kosningar, engin tengsl væra milli
kosninganna og friðarviðræðnanna.
Gol sagði að vissulega hefði náðst
einhver árangur í síðustu lotunni.
Fjórðu lotunni lauk í Washington
á miðvikudag án þess að þátttakend-
ur gætu komið sér saman um hvar
eða hvenær ætti að funda næst.
Næsta lota getur í fyrsta lagi hafist
í apríl eftir Ramadan, helgan mánuð
múslima, og páskahátíð gyðinga.
Bandaríkjamenn era þeirrra skoð-
unar eins og ísraelar að best sé að
halda áfram sem fyrst því erfitt
fram, og þjálfarinn Enzo Bearzot
sem gerði Itali að heimsmeisturam
í knattspyrnu 1982, en hann hafn-
aði boði jafnaðarmanna á síðustu
stundu.
í gær kom upp alvarlegur klofn-
ingur í stjóm Giulios Andreottis for-
sætisráðherra varðandi lagafram-
varp sem gerir ráð fyrir því að ítalsk-
ir þegnar geti komist hjá því að
gegna herþjónustu stangist það á
við samvisku þeirra. Sósíalistar vilja
ekki styðja framvarpið og í gær-
kvöldi reyndu leiðtogar Kristilegra
demókrata og flokks sósíalista að
bjarga stjórninni. Klofningurinn
kemur upp á versta tíma því flokk-
arnir höfðu heitið því að halda áfram
stjórnarsamvinnu eftir kosningamar
5. apríl nk. hlytu þeir tilskilinn þing-
styrk.
geti orðið að taka þráðinn upp að
nýju eftir langt hlé. Mouwafak al-
Allaf, aðalsamningamaður Sýrlend-
inga, sagði hins vegar í fyrrakvöld
að ef frekari viðræður yrðu fyrir
kosningar í ísrael þá myndi Shamir
nota þær sér til framdráttar í kosn-
ingabaráttunni og það væri óviðund-
andi. „Ríkisstjórn ísraels, sem er í
miðri kosningabaráttu þar sem and-
stæðingar keppa um hver sé mesti
harðlínumaðurinn,, hefur að því er
virðist ekki áhuga á árangri í friðar-
viðræðunum, og vill fremur árang-
urslausa lotu til að styggja ekki
öfgasinnaða stuðningsmenn á hægri
vængnum," sagði Mouwafak.
Hinn þekkti húðfrœðingur,
MICHELLE AMBERNI
kynnir og veitir persónulega róðgjöf
varðandi notkun ó nýju áhrifaríku
kremlínunni RM2 frá STENDHAL.
Laugardaginn 7. mars kl. 12-16.
KAUPSTAÐUR snyrtivörudeild,
Mjódd • Reykjdvík.
Stcudhal
Stendhalfrœðingur veitir förðunarráðgjðf,
með litalínunni frá STENDHAL.
Shamir vill halda
ótrauður áfram
Jerúsalem. Reuter.
YITZHAK Shamir, forsætisráðherra ísraels, hafnaði í gær hugmynd-
um Sýrlendinga um að fresta frekari viðræðum um frið í Miðaustur-
löndum þangað til eftir kosningarnar í Israel 23. júní. Fjórðu lotu
viðræðnanna lauk í Washington í fyrradag án þess að árangur næðist.
Bjálka-
klæðning,
spánný
framleiðsla
frá
Húsasmiðjunni
Bjálkaklæðning frá Húsa-
smiðjunni er gullfalleg og
mjög vönduð utanhúss-
klæðning, jafnt fyrir sumar-
bústaði sem önnur hús.
Klæðningin er úr þykkri,
gegnheilli furu, sérlega
einföld og þægileg í upp-
setningu. Hafi þig dreymt um
hlýlegt en svipmikið bjálka-
hús þá er nú tækifærið til að
láta drauminn rætast.
Allar nánari upplýsingar um
þessa nýju framleiðslu
Húsasmiðjunnar fást í
Timbursölunni, Súðarvogi,
sími 687700 og Helluhrauni 16,
Hafnarfirði, sími 650100.