Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1992 VMA; Fjölbreytt dagskrá á Opnum dögnm OPNIR dagar hafa staðið yfir í Verkmenntaskólanum á Akur- eyri þessa viku og er þetta í fimmta sinn sem efnt er til slíkra daga í skóianum. Engin kennsla fer fram í skólanum þessa daga, en nemendur fá tækifæri til að kynnast hinum ýmsu hliðum mannlífsins þess í stað. Dagskrá Opnu daganna hefur að venju verið fjölbreytt, ýmis nám- skeið hafa verið í boði, s.s. í nuddi og blómaskreytingum og brids, þá hefur verið farið í útreiðartúr á vegum hestamannafélags skólans, Fyam úr hófí, keppt hefur verið í borðtennis og hjálparsveitarmenn hafa kynnt bjargsig. Þá hafa verið haldnir fyrirlestrar, m.a. um at- vinnuhorfur, fjölmiðla, ástandið í Júgóslavíu, sjálfsvíg og líf eftir dauðann. Sykurmolarnir léku á fjölmenn- um tónleikum á þriðjudagskvöld, en Opnu dögunum lauk í gærkvöld með árshátíð skólans sem haldin var í Iþróttahöllinni. -----»■ 4----- Rocky Horror í Borgarbíói Kvikmyndaklúbbur Akureyrar sýnir rokksöngleikinn Rocky Horror Picture Show í Borg- arbíói, sunnudaginn 8. mars kl. 17. og mánudaginn 9. mars kl. 19. Söngleikurinn hefur notið mikilla vinsælda um langt skeið, en þar segir frá þeim Brad og Janet sem leita aðstoðar í húsi nokkru eftir að dekk á bíl þeirra springur og eru íbúar hússins í meira lagi furðuleg- ir. Á meðal leikara eru Tim Curry, Meatloaf, Barry Bostwic, Susan Sarandon, Charles Grey og Richard O’Brian. Myndin er með íslenskum texta og eru allir velkomnir. (Úr fréttatilkynningu) Morgunblaðið/Rúnar Þór VMA-nemar skoða varnarliðsþyrlu Björgunarþyrla varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli kom til Akureyrar í gær, en koma hennar er einn liður í Opnum dögum sem staðið hafa yfir í Verkmenntaskólanum á Akureyri þessa viku. Auk þess sem nemar við Verkmenntaskólann skoðuðu þyrluna fór fram kynning á þyrlunni fyrir björgunarsveitarmenn af Eyja- 'fjarðarsvæðinu. Það voru því fjölmargir sem skoðuðu og kynntu sér kosti þessarar þyrlu á Akureyri í gær. Sýningu Ið- unnar í Vín að ljúka Sýningu Iðunnar Ágústsdóttur myndlistarkonu í blómaskálanum Vín í Eyjatjarðarsveit lýkur um helgina. Á sýningunni eru 45 mynd- verk, pastelmyndir og myndir unnar með blandaðri tækni, en viðfangs- efni Iðunnar eru þjóðsögur, ævin- týri og ljóð. Sýningin er opin á opnunartíma blómaskálans og lýkur henni á sunnudag. -----♦ ♦ 4---- ■ STJÓRNIN leikurí Sjallanum á Akureyri í kvöld, föstudagskvöld og annað kvöld. Hljómsveitin hefur undanfarið leikið á Hótel íslandi og heldur því áfram, eftir þessa stuttu norðurför. Þrír liðsmanna Stjórnar- innar eru nýir, þeir Halldór H. Hauksson, trommur, Friðrik Karlsson, gítar og Jóhann Ás- mundsson, bassi. Fyrir eru þau Sigríður Beinteinsdóttir og Grét- ar Orvarsson. í frétt frá hljóm- sveitinni segir að hún sé nú með fjölda nýrra danslaga í farteskinu. Ovíst er hvenær hljómsveitin spilar næst á Akureyri, því í hönd fer mikil vinna vegna útgáfu nýrrar hljómplötu og þátttöku í Söngva- keppninni í Málmey. Ferðaskrifstofa Akureyrar og Úrval-Útsýn hefja samstarf FERÐASKRIFSTOFAN Úrval-Útsýn hefur hætt formlegum rekstri umboðsskrifstofu á Akureyri, en tekið þess í stað upp samstarf við umboðsaðilann, Ferðaskrifstofu Akureyrar. Þessar breytingar gengu í gildi 1. mars síðastliðinn og mun Úrval-Útsýn taka þátt í kostnaði við rekstur skrifstofunnar og fá hlutdeild í tekjum hennar. Rekstrar- formmu er breytt td að na fram eyrar verður eftir sem áður með Tryggingamiðstöðina. Hörður Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar sagði að ekki væri um að ræða sameiningu félaganna og áfram yrði Ferðaskrif- stofa Akureyrar norðlenskt fyrir- tæki. Þessar breytingar hefðu verið gerðar til að ná fram hagræðingu í rekstrinum, sem aðallega kemur hagræðmgu. Ferðaskrifstofa Akur- umboð fyrir Fjárfestingafélagið og fram í minni tilkostnaði. Jafnframt væri verið að vinna að tenginu skrif- stofunnar við aðalbókunartölvu Úr- vals-Útsýnar sem bætir verulega þjónustu við farþega á Eyjafjarðar- svæðinu. „Það var ákveðið að hætta rekstri umboðsskrifstofu á Akureyri og taka þess í stað upp samstarf við Ferða- skrifstofu Akureyrar. Það samstarf felur m.a. í sér að Úrval-Útsýn tek- ur nú þátt í launa- og rekstrarkostn- aði við þann hluta rekstrarins sem fellur undir ferðaskrifstofuhlutann og munum fá okkar hlutdeild í tekj- um. Við erum þannig beinir þátttak- endur í rekstrinum eftir þessar breytingar," sagði Hörður. Hann sagði að fyrst og fremst hefðu umræddar breytingar verið gerðar til að ná fram hagræðingu þar sem unnt væri að samnýta marga þætti í rekstrinum og ljóst þótti að hægt væri að spara talsvert í kjölfarið. „Okkur þótti sjálfsagt að reyna þetta, en tíminn leiðir í ljós hver árangurinn af þessu samstarfi verður.“ Hörður sagði að viðskipti fólks af Eyjafjarðarsvæðinu hefðu aukist mikið og á síðasta ári hefði umtals- verð fjölgun verið í leiguflugsferðir á vegum ferðaskrifstofunnar. „Það var einmitt vegna þess, sem við fór- um að skoða þessa samnýtingar- möguleika, því ef heldur áfram sem horfir, þá teljum við rekstrinum bet- ur borgið með þessari samnýtingu heldur en að vera með umboðs- aðila,“ sagði Hörður. Ráðstefna um sjávarútvegsmál Stafnbúi, félag sjávarútvegsfræðinema við Háskólann á Akur- eyri, og Akureyrarbær gangast fyrir ráðstefnu um SJÁVARÚTVEGSSTEFNU FRAMTÍÐARINNAR. Ráðstefnan verður haldin í Alþýðuhúsinu, 4. hæð (Fiðlaranum), Skipagötu 14, Akureyri, þann 14. mars og hefst kl. 10.00 með innritun ráðstefnugesta. Frestur til skráningar rennur út miðvikud. 11. mars. Skráning- arsími er 96-11770 f.h. og 11780 e.h. Skráningargjald er kr. t 2.500 pr. mann (innifalið er matur, kaffi og ráðstefnugögn). Dagskrá: 10.45 Setningarávarp: Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra. 11.00 Erindi hagsmunaaðila (skipt á tvo sali). Framsögumenn verða: Snær Karlsson, V.M.S.Í. Kristján Þór Júlíusson, Samb. ísl. sveitarfélaga. Hólmgeir Jónsson, Sjómannasamb. Islands. Sveinn H. Hjartarson/Kristján Ragnarsson, L.Í.Ú. Guðjón Kristjánsson/Benedikt Valsson, F.F.S.Í. Arthur Bogason, Landssamb. smábátaeigenda. Guðlaugur Stefánsson, Landssamb. iðnaðarmanna. Sturlaugur Sturlaugsson, Sambandi fiskvinnslustöðva. 13.00 Hádegisverður. 14.00 Fulltrúar stjórnmálaflokkanna. Framsögumenn verða: Jón Sigurðsson, Alþýðuflokki. Halldór Ásgrímsson, Framsóknarflokki. Árni Johhsen, Sjálfstæðisflokki. Steingrímur J. Sigfússon, Alþýðubandalagi. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Kvennalista. 16.30 Kaffihló. 17.00 Pallborðsumræður. 18.30 Ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri: Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Isinn brast Starfsmenn Umhverfísdeildar Akureyrarbæjar hugðust nota ísinn á Leirutjörn til að flytja mold út í eyju eina sem í tjöminni er, en hann reyndist ekki nægilega traustur, því hann brast undan þungan- um. Stórvirk vinnuvél var fengin á staðinn og dró dráttarvélina með hlassið upp úr tjörninni. -----4—♦—4--- Kirkjuvika: Hádegistón- leikar og há- tíðarguðs- þjónusta Hádegistónleikar verða haldnir í Akureyrarkirkju kl. 12.00 á morgun, laugardag, og á sunnudag verður hátíðarguðs- þjónusta í kirkjunni kl. 14 og lýkur þar með kirkjuviku sem staðið hefur síðustu viku. Á hádegistónleikunum leikur Björn Steinar Sólbergsson organ- isti verk eftir Duruflé og Alain, en einnig verður lesið úr ritning- unni. Sr. Bolli Gústavsson vígslubisk- up flytur predikun við hátíðar- guðsþjónustu í kirkjunni á sunnu- dag, kór Akureyrarkirkju syngur og þá syngja söngkonurnar Hólm- fríður Benediktsdóttir og Þuríður Baldursdóttir við athöfnina. Ragn- heiður Árnadóttir formaður sókn- arnefndar flytur lokaorð kirkju- vikunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.