Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 4
íí|iO| SffAf/ F» VTt]{>ArfTJTRO'i f MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1992 4_________ Garðabær: Framkvæmdir hafnar við hol- ræsalagnir í Arnarnessvogi Peningar fyrir framkvæmdum voru til Á VEGUM Garðabæjar eru hafnar framkvæmdir við holræsalagnir í Amamessvogi, en um er að ræða lið í samvinnuverkefni Reykja- víkur, Kópavogs, Seltjamarness og Garðabæjar um holræsafram- kvæmdir sem miða að því að hreinsa allar fjörur í Skerjafirði. Að sögn Eiríks Bjarnasonar, bæjarverkfræðings í Garðabæ, er áætlað- ur kostnaður við þær framkvæmdir sem nú er unnið að um 12 milljónir króna. Loftorka hf. er verktaki við framkvæmdiraar, en búist er við að þeim ljúki í júní eða júlí næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að heildar- mannvirkinu sem þessar fram- kvæmdir eru liður í verði lokið árið 1998. Þá verður öllu skolpi dælt frá Garðabæ yfir Kópavog á Kárs- nesið þar sem skolp frá Kópavogi kemur til viðbótar. Þessu verður síðan dælt yfir Fossvog í Skerja- fjörð þar sem við bætist skolp frá Reykjavík og Seltjamamesi, og því síðan dælt um 5_ km út í sjó fyrir utan Akurey. Áætlaður heildar- kostnaður við þetta mannvirki er 1.500-1.700 milljónir króna. „Framkvæmdimar sem við vinn- um að núna eru'fyrsti liðurinn hjá okkur í þessu stóra mannvirki, sem er skemmtilegt dæmi um góða samvinnu sveitarfélaga, og verður kostnaður við þær um 12 milljónir króna. Um er að ræða yfirfallsrás- ir, sem taka eiga við því sem um- fram er nokkmm sinnum á ári og kerfið getur ekki tekið við, en það er þegar mikið regn er, hitaveitu- vatn og síðan skolp. Þarna verður því um mikið uppþynnt skolp að ræða, sem veitt verður 200 metra íbanka út í sjó, eða niður fyrir stórstraums- fjöru," sagði Eiríkur. Sem fyrr segir er miðað við að samvinnuverkefninu ljúki 1998, og sagði Eiríkur að aðallega yrði unn- ið að þætti Garðabæjar í því árið 1997. Hins vegar væri nú til um- ræðu að ljúka verkinu árið 1995, og ef af því yrði lyki þeim fram- kvæmdum er heyra undir Garðabæ árið 1994. „Við lögðum á holræsagjald til sjö ára árið 1987 sem lagt hefur verið í banka, þannig að við eigum fyrir þessum framkvæmdum, en það verður að teljast óvenjulegt fyrir sveitarfélög. Þess má svo geta að Reykjavíkurborg er að láta vinna við þann hluta sem Garðabær, Kópavogur og Seltjarnarnes eiga innan Reykjavíkur, og erum við byijaðir að greiða hluta af kostnaði við það,“ sagði hann. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 6. MARZ YFIRLIT: Við strönd Grænlands vestur af íslandi er hægfara 975 mb lægð sem grynnist. Heldur vaxandi 1003 mb lægð skammt vestur af Suðureyjum mun fara norðaustur með strönd Noregs. SPÁ: Suð- og suðvestan átt með éljagangi um sunnan- og vestanvert landið, en nokkuð bjart norðaustan- og austanlands. Hitinn verður ekki fjarri frostmarki. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Vaxandi suðaustan átt og heldur hlýnandi veður. Nokkuð hvasst, snjókoma og rigning sunnan- og vestanlands þegar líða tekur á daginn. Úrkomulítið norðaustanlands. HORFUR Á SUNNUDAG: Hvöss sunnanátt og 5-8 stiga hiti framan af degi. Rigning eða súld sunnanlands, en að mestu þurrt é norð- og norðausturlandi. Síðia dagsíns kólnar með suðvestanátt og þá má bú- ast við slydduéljum sunnan- og vestanlands. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Léttskýjað * r * * r r * r Slydda Hálfskýjað * * * * ♦ * * ♦ Snjókoma c___) Skýjaö Alskýjað V Ý V Skúrír Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörín sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka stig.. VEÐUR VÍÐA UM HEÍM kl. 12.00 í gær að ísl. tfma híti veður Akureyri 3 léttskýjað Reykjavík 2 úrkoma fgrennd Bergen 7 alskýjað Helsinki 3 þokumóða Kaupmarmahöfn +1 alskýjað Marssarssuaq +8 skýjað Nuuk +9 snjókoma Ósló 4 þokaigrennd Stokkhólmur 7 skýjað Þórshöfn 8 skýjað Algarve 18 léttskýjað Amsterdam 12 mistur Barcelona 12 SÚId Berlfn 12 mistur Chicago 8 þokumóða Feneyjar 7 þoka Frankfurt 12 skýjað Glasgow 9 mistur Hamborg 12 mistur London 10 mistur LosAngeles 13 skýjað Lúxemborg varrtar Madrid 11 þokumóða Malaga 17 þokumóða Mallorca 16 þokumóða Montreal +7 skýjað NewYork vantar Oriando vantar Parfs 12 alskýjað Madeira 17 rykmlstur Róm 16 þokumóða Vln 13 heiðskírt Washington vantar Winnipeg 1 súld íDAG kl. 12.00 Helmltó: Veðurstofa íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 í gœr) Morgunblaðið/Sverrir Unnið að holræsaframkvæmdum í Arnamesvogi í gær. Hætt við að innheimta 5.000 kr. sorphirðugjald Leyfisgjald fyrir hunda hækkar um rúm 40% BÆJARSTJÓRN Mosfellsbæjar hefur ákveðið að falla frá innheimtu 5.000 króna sorphirðugjalds á þessu ári. í greinargerð með tillögu, sem samþykkt var á bæjarstjómarfundi á miðvikudag, kemur fram að vegna versnandi atvinnuástands og minnkandi tekna margra heimila í Mosfellsbæ vilji bæjarstjórnin koma til móts við íbúana með þessum hætti. íbúar í Mosfellsbæ greiða að jafnaði hæstu opinberu gjöld á höf- uðborgarsvæðinu þrátt fyrir þessa lækkun, samkvæmt úrteikningum Morgunblaðsins fyrir skömmu. Þeg- ar Páll Guðjónsson bæjarstjóri var spurður hvort með þessu væri bæj- arstjórn Mosfellsbæjar að viður- kenna að opinber gjöld hefðu verið of há, sagði hann að því yrði hver að svara fyrir sig. Að minnsta kosti hefði bæjarstjórnin ákveðið að inn- heimta ekki þetta gjald í ár, með þeim rökum sem fram komu í grein- argerðinni. Heildarskatttekjur Mosfellsbæjar lækka af þessum sökum um 6 millj- ónir króna og eru áætlaðar 400,3 milljónir króna á þessu ári. Mos- fellsbær segir að heildargjöld fjöl- skyldu með 2,1 milljón króna árs- tekjur og sem eigi íbúð með fast- eignamati 6,4 milljónir lækki um 2,4%. Um þessar mundir eru hundaeig- endur í Mosfellsbæ að fá tilkynn- ingu um að leyfisgjald fyrir hunda hækki um rúm 40% miðað við síð- asta ár, eða úr 5.400 krónum í 8.000 krónur. Páll sagði að þessi hækkun hefði verið ákveðin við af- greiðslu fjárhagsáætlunar. Hann sagði að þetta gjald hefði verið mun lægra en samsvarandi gjald í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæð- inu og ekki staðið undir eðlilegum kostnaði við hundaeftirlit. Könnun Félagsvísindastofnunar: Meiríhluti íbúa Ölfus- hrepps hlynntur Sogni í KÖNNUN sem Félagsvísindastofnun hefur gert um viðhorf íbúa Ölfushrepps til stofnunar réttargeðdeildar að Sogni kemur fram að yfirgnæfandi meirihluti íbúanna er sáttur við starfsemina. Fram kemur að 75,1% svarenda er frekar eða nyög hlynnt réttargeðdeild- inni en 24,9% eru frekar eða mjög andvíg. Könnun þessi náði til 40% af íbúum hreppsins eða 400 einstaklinga á aldrinum 18-75 ára. í frétt frá heilbrigðisráðuneytinu um málið kemur fram að könnun þessi var gerð í febrúar sl. Mun hreppsnefnd Ölfushrepps hafa verið kunnugt um niðurstöður hennar en beðið var með að birta upplýs- ingamar þar til hreppsnefndin hafði tekið ákvörðun sína um leyfi til breytinga á Sogni. Hreppsnefndin samþykkti á fundi sínum 4. mars að veita leyfi til þeirra breytinga. Samningaviðræður standa nú yfir við eiganda Sogns, Náttúrulækn- ingafélagið, og munu niðurstöður þeirra viðræðna liggja fyrir um helgina. I könnun Félagsvísindastofnunar kom greinilega fram munur á af- stöðu fólks eftir búsetu í hreppnum. Þannig eru aðeins 28,3% svarenda í dreifbýli hlynnt Sogni en 49,2% andvíg. Dæmið snýst við í þéttbýli þar sem 57,3% eru hlynnt en aðeins 8,9% andvíg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.