Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1992
Breytt staða hjá kúabændum;
Verulegar kerfísbreytingar
með nýjum búvörusamningi
Selfossi.
„Afkastageta í vinnslustöðvunum er of mikil og ljóst að einhverjar
þeirra verða að víkja,“ sagði Oskar Gunnarsson, forsljóri Osta- og
smjörsölunnar, meðal annars á fjölmennum fundi sunnlenskra kúa-
bænda á Hvolsvelli í fyrrakvöld, þar sem fjallað var um horfur í mjólk-
urframleiðslu og -iðnaði. Auk Oskars var Ari Teitsson ráðunautur
frummælandi á fundinum. í máli þeirra beggja kom fram að veruleg-
ar breytingar eru framundan í mjólkurframleiðslunni sem byggjast á
aukinni ábyrgð bænda á verði mjólkurafurðanna. Það gæti þýtt tekju-
lækkun til bænda. Einnig þýddu þessar breytingar uppstokkun á verð-
lagskerfi mjólkuriðnaðarins og nýrri stöðu félagskerfis bændasamtak-
Búvörusamningur er ekki full-
gerður varðandi mjólkurframleiðsl-
una og Ari Teitsson sagði að allt
benti til þess að nýr samningur setti
bændur í nýja stöðu þar sem þeir
bæru meiri ábyrgð á endanlegu verði
afurðanna. Hann lagði áherslu á að
bændur og félagskerfi þeirra yrðu
að finna lausn á því hvemig bregð-
ast ætti við kröfum um aukna sam-
keppni milli afurðastöðva og bænda
sjálfra. Hann sagði að menn myndu
örugglega horfa á rekstur mjólk-
urbúanna í öðru ljósi en áður og einn-
ig á ýmsa sameiginlega kostnaðarliði
sem reknir væru af félagskerfi
bænda.
Óskar Gunnarsson sagði að fram-
undan væri breytt staða í afurðasölu-
málum. Mesta breytingin værri fólg-
in í því að minni ríkisábyrgð yrði á
framleiðslunni. Framleiðslan yrði
meira á ábyrgð bænda og úrvinnslan
á ábyrgð afurðastöðvanna og bænda.
Það væri á ábyrgð þeirra ef umfram-
framleiðsla yrði. Óskar lagði áherslu
á að samkeppni milli afurðastöðva
gæti orðið eyðileggjandi en mikil
krafa væri um það að meiri sam-
keppni yrði en nú er. Hann nefndi
dæmi um eyðileggjandi samkeppni
frá Danmörku þar sem mjólkin væri
keyrð fram og aftur um landið en
skilaði ekki hærra verði til bænda.
Félagskerfi bænda yrði að koma í
veg fyrir upplausn þannig að innlend-
ir framleiðendur stæðu betur gegn
þeim innflutningi sem á döfinni væri.
Á fundinum kom fram að hörð
krafa er uppi um það í sjömanna-
nefnd að óheft samkeppni komi til
svo verð á mjólkurvörum geti lækk-
að. Þessar kröfur eru í algjörri and-
stöðu við það kerfi sen nú er við
iýði og þýða að taka þarf upp alveg
nývinnubrögð.
í máli forsvarsmanna Mjólkurbús
Flóamanna á fundinum, er þeir
svörðuðu fyrirspurnum, kom fram
að áhersla er lögð á það af þeirra
hálfu að hagræðing fari fram innan
greinarinnar og málum verði komið
þannig fyrir að afurðastöðvarnar
hafí sameiginiegan vettvang sem
þær geti notað til þess að samræma
stöðu sína í samkeppni við innfluttar
vörur. Þeir lögðu ennfremur áherslu
á að sterk staða afurðastöðvanna nú
gæfi þeim tækifæri til þess að búa
sig vel undir samkeppni við inn-
flutninginn og þau ættu því að geta
hagrætt hjá sér og lækkað verð á
afurðunum. Menn innan greinarinnar
þyrftu að gera sér fulia grein fyrir
því að afurðastöðvunum myndi
fækka eitthvað.
Fundarmenn setti nokkuð hljóða
við boðskap frummælenda en þeir
sem til máls tóku voru á því að kúa-
bændur myndu ekki fara „kartöflu-
ieiðina" heldur standa saman. „Ef
kúabændur hafa vit og rænu á því
að standa saman og beijast við inn-
flutninginn fer allt vel þótt breyting-
ar dynji yfir því þær eru eðlilegar á
hveijum tíma,“ sagði Þorkell Steinar
Ellprtsson, bóndi á Ármóti.
í lok fundarins var eftirfarandi
ályktun samþykkt:,, Fundur Félags
kúabænda á Suðurlandi hvetur alla
kúabændur til að standa saman um
framleiðslu og vinnslu á mjólk og
að eðlileg hagræðing fari fram.
Fundurinn tekur undir samþykkt
Landssambands kúabænda frá 26.
febrúar um málefni afurðastöðva."
í nefndri ályktun landssambands-
ins segir: „Vinnslukostnaði mjólkur
verði náð niður með aukinni verka-
skiptingu og skerptum kröfum um
framleiðni. í því augnamiði verði
Samtök afurðastöðva mjólkuriðnað-
arins efld sem skipulags- og stjórn-
unaraðili og tekið upp kerfi sem
mismunar afurðastöðvum í samræmi
við mismunandi arðsemi vegna
verkaskiptingar, þannig að rekstrar-
grundvöllur þeirra verði sambærileg-
ur.“
Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson.
Frá fundi sunnlenskra kúabænda á Hvolsvelli.
Viðbrögð við tillögum atvinnumálahóps ASÍ/VSÍ:
Ýmislegt athyglisvert að
finna í þessum tillögum
\
-segir Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ
KRISTJAN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra út-
vegsmanna, segir að í þeim tillögum atvinnumálahóps Alþýðusam-
bandsins og samtaka vinnuveitenda sem snerta sjávarútveginn sé
ýmislegt athyglisvert en hann geti þó ekki tekið undir ýmsar
hugmyndir sem þar eru settar fram. „Það er ekkert sjálfgefið að
menn séu sammála um alla þessa þætti en í það heila tekið er
ýmislegt jákvætt," segir hann.
Atvinnumálahópurinn telur upp
nokkru atriði sem talin eru geta
skilað árangri strax á þessu ári
og eru m.a. nefndir auknir veiði-
möguleikar á úthafskarfa. Krist-
ján sagði að veiðst hefðu 10 þús-
und tonn af úthafskarfa á síðasta
Landsvirkjun:
/
Umframorkan stendur nýj-
um atvinnurekstri til boða
LANDSVIRKJUN hefur að undanförnu kannað möguleika á að auka
raforkusölu vegna þeirrar miklu umframorku sem hún ræður nú
yfir, samkvæmt upplýsingum Halldórs Jónatanssonar forstjóra
Landsvirkjunar. Stærsta skrefið í þá átt er samningur sem Lands-
virkjun gerði á síðasta ári við íslenska álfélagið í Straumsvík um
kaup ÍSAL á allt að 172 GWst á ári af ótryggðu rafmagni til hausts-
ins 1994.
Atvinnumálahópur sem starfað
hefur á vegum Alþýðusambands
íslands og vinnuveitenda tók raf-
orkumálin fyrir í skýslu sinni sem
birt var í Morgunblaðinu á miðviku-
dag. Þar er vakin athygli á mikilli
ónýttri raforku og lagt til að nú
þegar verði hugað að nýtingar-
möguleikum orkunnar. Samkvæmt
upplýsingum Halldórs hefur Lands-
virkjun kannað möguleika á aukinni
rafmagnssölu til húshitunar í sam-
ráði við iðnaðarráðuneytið, Sam-
band íslenskra rafveitna og aðila
vinnumarkaðarins. Auk húshitunar
nefnir Halldór sundlaugar, rafmagn
til skipa í höfnum, fiskimjölsverk-
smiðjur og ylrækt. Halldór segir að
niðurstaða þessara athugana liggi
ekki fyrir. Þá segir hann að nýjum
atvinnurekstri standi til boða að
leita samninga um tímabundin kaup
á umframorku hliðstætt því sem
ÍSAL gerði.
í Morgunblaðinu í gær kom fram
að Samband garðyrkjubænda telur
að auka megi heildarraforkunotkun
í blóma- og grænmetisframleiðslu
úr 10 í 42-47 gígawattstundir á ári
og hefur garðyrkjan áhuga á að
kaupa hluta af þeirri ónýttu raforku
sem Landsvirkjun hefur yfir að
ráða. Þorsteinn Hilmarsson upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar segir
að ef Samband garðyrkjubænda
hafi gert könnun á þessu máli ættu
þeir endilega að hafa samband við
Landsvirkjun. Stofnunin sé tilbúin
til að skoða allar slíkar tillögur með
velvilja.
Þorsteinn sagði að raforkuverð
lýsingar við ylrækt hér á landi
væri lægra eii í helstu samkeppni-
slöndunum. Þessi kostnaðarliður
væri þó hærri hjá íslenskum garð-
yrkjubændum en keppinautum
þeirra vegna þess að hér þyrfi að
lýsa plönturnar meira. Ástæðan
fyrri þessum óhagstæða kostnað-
arlið væri því hnattstaða landsins
en ekki raforkuverðið.
Hann sagði að ákveðin tæknileg
vandkvæði væru við dreifingu á
mikið meiri orku en nú er. Svo virt-
ist sem RARIK réði við að bæta
við sig 20 gígawattstundum án
þess að leggja í nýjar fjárfestingar,
en ekki væri víst að þessir mögu-
leikar hentuðu garðyrkjustöðvun-
um, það færi til dæmis eftir stað-
setningu þeirra. Þorsteinn sagði að
á meðan Landsvirkjun hefði umfra-
morku ætti að vera grundvöllur til
samninga um trygga afhendingu á
rafmagni á afgangsorkuverði í
ákveðinn tíma. En slíkir samningar
yrðu að vera háðir því að menn
gætu sýnt fram á að verkefnið
væri það gott að þeir gætu greitt
almennt raforkuverð eftir nokkur
ár þegar slíkur tímabundinn samn-
ingur rynni út. í tilviki garðyrkjunn-
ar þyrftu að vera líkur á að garð-
yrkjustöðvarnar gætu aukið mark-
aðinn, til dæmis á kostnað innflutn-
ings, og borgað niður fjárfestinguna
á þessum tíma.
Atvinnumálahópur ASI og vinnu-
veitenda leggur til að búið verði í
haginn fyrir frekari framkvæmdir
við Fljótsdalsvirkjun með því að
ljúka frágangi við Blönduvirkjun
og flytja vinnubúðirnar í Fljótsdal
og ljúka síðan vegagerð á virkjana-
svæðinu. Halldór Jónatansson segir
að vegna frestunar álversfram-
kvæmdanna hafi í framkvæmdaá-
ætlun Landsvirkjunar fyrir yfir-
standandi ár ekki verið gert ráð
fyrir öðrum virkjanaframkvæmdum
en lúkningu Blönduvirkjunar. Hann
segir að endurskoðun þessarar
áætlunar vegna tilmæla samninga-
nefnda ASÍ og vinnuveitenda hafi
enn sem komið er ekki verið á dag-
skrá hjá stjórn Landsvirkjunar hvað
sem síðar verði.
ári og fleiri skip stunduðu þessar
veiðar nú. „Þetta er hins vegar
fyrst og fremst verkefni fyrir
frystitogara. Það hefur verið gerð
tilraun til að senda ísfisktogara,
sem hefur ekki gefið eins góða
möguleika og að vinna þetta út á
sjó í frystitogurunum,“ segir Krist-
ján.
Um þá tillögu að hefja eða auka
rannsóknir á öðrum vannýttum
fiskistofnum og styrkja veiði- og
vinnslutilraunir með fjárframlög-
um segir Kristján að þar séu menn
að gera sér vonir sem ekki standi
fyrir miklu. „Eg held að menn eigi
ekki að gera sér stórar vonir í
þessu,“ segir hann.
Atvinnumálahópurinn vill heim-
ila landanir erlendra fiskiskipa á
íslandi. „Ég veit ekki hvaðan sá
afli á að koma eða jivaðan þau
skip eiga að koma. Ég^ veit ekki
um önnur mið tengd íslandi en
við Grænland en þar er um að
ræða karfastofninn og ég veit
ekki annað en allir séu sammála
um að heimila ekki landanir úr
honum hér á meðan við höfum
ekki samið við Grænlendinga um
hagnýtingu stofnsins. Þetta yrði
þá ekki til annars en að ýta útlend-
ingum til veiða á stofni sem er
sameiginlegur og það myndi bitna
á okkur. Ég sé ekki kosti við þessa
tillögu,“ segir Kristján.
Hann segist hins vegar taka
undir með atvinnumálahópnum að
veiðiheimildir Færeyinga við Is-
land verði felldar niður.
Atvinnumálahópurinn leggur
einnig fram hugmyndir um mótun
heildstæðrar sjávarútvegsstefnu
þar sem m.a. er lögð áhersla á að
fjármunir sem nú þegar eru í sjáv-
arútvegi verði nýttir að fullu.
Kristján segir að vandinn í dag
felist í að allt of mikið húsnæði
sé bundið við fiskvinnslufyrirtæk-
in. „Það sem sjávarútvegurinn
þarf á að halda er að losna við
umtalsvert húsnæði, veð og skuld-
bindingar en ekki að lögð sé
áhersla á að nýta þetta húsnæði,
því það eru ekki til afurðir til að
vinna í húsunum miðað við fiski-
stofna í dag og í fyrirsjáanlegri
framtíð,“ segir hann.
Kristján kveðst hins vegar taka
undir með atvinnumálahópnum að
hefja beri hvalveiðar hið fyrsta og
segir að byija megi á herefnuveið-
um strax á þessu ári.
Um áherslu atvinnumálahóps-
ins á ný tækifæri til framleiðslu
og sölu á síld til manneldis segir
Kristján að mestu möguleikamir
séu á Evrópumarkaði en í samn-
ingunum um EES hafi mikilvæg-
ustu þættimir vegna síldarsölu
verið skildir eftir.
Hópurinn leggur að lokum til
að hafnar verði athuganir á þeim
möguleikum að afla réttinda til
veiða og vinnslu í öðmm löndum
m.a. vegna þess að í landinu sé
umtalsverð vannýtt fjárfesting í
sjávarútvegi. Kristján segir að út-
gerðarfyrirtækin hafi ekki séð
kosti við fiskveiðiréttindi við önnur
lönd fyrir önnur skip flotans en
frystiskip. „Við eigum ekki á lausu
nein frystiskip sem eigendur eru
viljugir til að senda í burtu,“ sagði
hann.
Halldór Blöndal:
Athyglisverð-
ar tillögur
ATVINNUMÁLAHÓPUR Al-
þýðusambandsins, Vinnuveit-
endasambandsins og Vinnumála-
sambands samvinnufélaganna,
sem hefur lagt fram tillögur tií
úrbóta í atvinnumálum vegna
kjarasamninga, leggur m.a. til
að hert verði á framkvæmdum í
vegamálum og lokið verði við
hringveginn og tengingu helstu
kaupstaða landsins, með upp-
byggingu á bundnu slitlagi og
endurnýjun brúa.
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra segir að skýrsla atvinnumála-
hópsins sé athyglisverð og hún sýni
þann kvíða sem menn hafi um yfir-
vofandi aukið atvinnuleysi.
„Ég tel nauðsynlegt að þessi
skýrsla verði könnuð mjög ræki-
lega,“ sagði Halldór en vildi ekki
tjá sig um hugmyndirnar frekar að
sinni.