Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1992 39 KÖRFUKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNIN - UNDANURSLIT Kominn tími til að leika í urslitum - sagði Henning Henningsson, íyrirliði Hauka, efitrað lið hans hafði unnið bikarmeistara KR HAUKAR báru sigurorð af KR-ingum, 86:81, í undanúrslitum bik- arkeppni KKÍ í æsispennandi leik og hafa þvítryggt sér rétt til að leika til úrslita gegn Njarðvík eða Val. „Það var kominn tími til að Haukar leiki til úrslita. Við höfum ekki verið í úrslitum frá þvívið vorum íslandsmeistarar 1986,“ sagði Henning Hennings- son, fyrirliði Hauka, eftir leikinn. „Við vissum að þetta yrði jafn ieikur og því spurning um að halda haus. KR-ingar voru óheppn- ir að missa bæði Baer og Pál Kolbeinsson útaf með fimm villur." , Bæði lið hófu leikinn af miklum krafti. Hraðinn var mikill og góð hittni. Liðin léku bæði maður ^■■■■1 á mann vörn og PéturHrafn gekk KR-ingum illa Sigurðsson að eiga við John skrífar Rhodes, sem lék hreint stórkostlega og gerði 23 stig af 41 stigi Hauka í fyrri hálfleik. Ennfremur tók hann fjölda frákasta bæði í sókn og vörn. KR-ingar með Pál Kolbeinsson í broddi fylkingar léku vel í fyrri hálfleik. Páll var mjög sterkur í vöminni og hélt bakvörðum Hauka alveg niðri. Hálfleikurinn var jafn og spennandi og það var ekki fyrr en undir lokin að KR-ingar komust sjö stig yfir. Haukum tókst þó að minnka muninn í 4 stig þegar Jón Amar gerði þriggja stiga körfu eft- ir að hafa fengið boltann úr innk- asti þegar ein sekúnda var til leik- hlés. í síðari hálfleik náðu KR-ingar nokkmm tökum á leiknum. Þeir breyttu yfir í svæðisvörn og freist- uðu þess að stöðva John Rhodes. Það tókst mjög vel því Haukar áttu erfitt með að koma boltanum inná Rhodes og þegar það tókst var hann umkringdur KR-ingum og hitti því illa. A þessum tíma hittu Haukar einnig illa fyrir utan og KR-ingar juku forskotið. „Það vantaði hreifanleika í sókn- ina gegn svæðisvörn KR-inga,“ sagði Olafur Rafnsson, þjálfari Hauka. „En við erum með góðar skyttur og því aðeins spurning um hvænar boltinn færi ofaní. Annars var þetta sigur liðsheildarinnar. Ég notaði níu leikmenn og allir stóðu þeir frábærlega vel fyrir sínu.“ KR-ingar vom óheppnir og kom- ust fljótlega í villuvandræði í síðari hálfleik. Þegar fjórar mínútur vom eftir fékk Jon Bear tæknivillu fyrir mótmæli við dómara leiksins og var það jafnframt fimmta villa hans. Þá var staðan 69:77 en fjarvera Bear reyndist KR-ingum dýrkeypt því eftir að hann fór að leikvelli náðu Haukar að skora átta stig í röð og jafna leikinn. Þegar tvær mínútur voru eftir fór Páll Kolbeins- son einnig útaf með fimm villur. KR-ingar hengdu haus og þrátt fyrir eggjunarorð frá Axel Nikulás- syni, sem aldrei gefst upp, tókst þeim ekki að jafna leikinn. Bestir í liði Hauka voru John Rhodes, sem lék frábærleg vel sér- staklega í fyrri hálfleik og lok þess seinni. Jón Arnar og Henning Henn- ingsson léku einnig vel ásamt Braga Magnússyni, ungum nýliða sem skoraði körfur á mikilvægum augnablikum. Hjá KR vom Axel, Guðni Guðnason og Jon Baer bestir og Páll Kolbeinsson átti einnig góð- an leik. Morgunblaðið/KGA Haukar höfðu ríka ástæðu til að gleðjast eftir bikarleikinn gegn KR í gær. Haukar leika til úrslita í bikarkeppninni í fyrsta sinn síðan 1986. Haukar-KR 86:81 íþróttahúsið í Hafnarfirði, undanúrslit í bikarkeppni karla, fimmtudaginn 5. mars 1992. Gangur leiksins: 0:3, 12:13, 23:30, 27:32, 38:43, 41:45, 56:55, 61:70, 69:77, 77:77, 80:79, 86:81. Stig Hauka: John Rhodes 31, Jón Amar Ingvarsson 14, tvar Ásgrims- son 11, Henning Henningsson 7, Pét- ur Ingvarsson 7, Bragi Magnússon 6, Jón Örn Guðmundsson 4, Tryggvi Jónsson 4. Stig KR: Jon Baer 23, Axel Nikulás- son 21, Guðni Guðnason 21, Hermann Hauksson 9, Páll Kolbeinsson 7. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Kristján Möller. Höfðu góð tök á leiknum. Áhorfendun 600. Bikarkeppni kvenna, undan- úrslit: ÍBK-ÍR...................84:57 Haukar - Njarðvík........72:53 BADMINTON Broddi og Ámi Þór í Ólympíusæti Verða meðal keppenda um helgina á sterkasta alþjóðlega mótinu sem haldið hefurverið hérá landi BRODDI Kristjánsson og Árni Þór Hallgrímsson verða með- al keppenda á Ólympíuleikun- um í Barcelona, ef þeir halda þeim sætum sem þeir eru í nú á styrkleikalista Alþjóða Badmintonsambandsins fyrir leikana. Þeir verða meðal þátttakenda á Meistaramóti Reykjavíkur sem fram fer um helgina. Þetta er alþjóðlegt mót og gefur stig á styrkleika- listann fyrir Ólympíuleikana í sumar. Broddi er „inni“ í einliðaleikn- um og ætti að vera nokkuð öruggur með sæti á leikunum í Barcelona. Árni Þór er hins vegar talsvert frá því að komast inn í einliðaleikinn. Staða þeirra félaga er góð í tvíliðaleiknum og miklar líkur á að þeir keppi á þeim vett- vangi í Barcelona. Níu erlendir keppendur verða með að þessu sinni, fjórir Skotar, þrír Englendingar, einn frá Wales og einn frá Grenada. Þetta er sterkasta opna badmintonmót sem haldið hefur verið hér hingað til, því ofangreindir keppendur eru meðal þeirra bestu frá sínum þjóð- um, og eru að beijast um sæti á ÓL. Mótið fer fram í TBR-húsunum og hefst á morgun, laugardag, kl. 13.00 Undanúrslit hefjast á morgun kl. 16.00 í öllum greinum nema einliðaleik. Þau verða á sunnudag kl. 10.00 og strax á eftir hefjast úrslitaleikirnir. ÍÞRÚntR FOLK ■ SKAPTI Hallgrímsson á Morgunblaðinu var kjörinn formað- ur Samtaka íþróttafréttamanna á aðalfundi þeirra á dögunum. Hann tók við af Samúel Erni Erlings- syni á Ríkisútvarpinu, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs, en Samú: el hafði verið formaður í sjö ár. í stjóm SI eru einnig Logi Berg- mann Eiðsson, RUV og Jón Krist- ján Sigurðsson, DV. ■ KRISTINN Björnsson, skíða- maður, var nýlega útnefndur íþróttamaður Ólafsfjarðar 1991. KNATTSPYRNA Höttur og Magni leika um sæti í þriðju deildinni Höttur frá Egilsstöðum og Magni frá Grenivík mætast í aukaleik um sæti í 3. deildinni í knattspymu á komandi keppnis- tímabili, á Sandgrasvellinum í Kópavogi á morgun kl. 14.00. Magni varð í 9. sæti 3. deildar í fyrra og átti að falla í 4. deild en eftir að íþróttafélag Kópavogs var lýst gjaldþrota og lagt niður, var ákveðið að Magni og Höttur, sem varð í 3. sæti í úrslitakeppni 4. deildar, mættust í aukaleik um sæti ÍK. Félögin mega eingöngu nota þá leikmenn í þessum leik sem voru löglegir með þeim í lok keppnistíma- bilsins í fyrra. Leikið verður til þrautar, þ.e. ef jafnt verður eftir 90 mínútur verður framlengt í 2x15 mín. og verði þá enn jafnt ráðast úrslit í vítaspyrnukeppni. UBKhefurkært leikinn gegn ÍR Breiðablik, sem leikur í 1. deild karla í körfuknattleik, hefur kært leikinn við ÍR á þriðjudags- kvöld til dómstóls ÍBR, en sam- kvæmt leikskýrslu vann ÍR með 82 stigum gegn 80. Breiðabliksmenn fullyrða að karfa sem þeir skoruðu í lok leiksins hafi verið 'gild, en dómarar leiksins sögðu að leikurinn hafi verið búinn þegar boltinn fór í körfuna. Einnig segja þeir að ritar- ar leiksins hafi gert mistök og skráð tvö stig fyrir eitt vítaskot IR-inga í leiknum. Blikar telja sig því hafa unnið leikinn 81:82. Máli sínu til stuðn- ings hafa þeir lagt inn myndbands- upptöku af leiknum. KNATTSPYRNA Oruggur sigur íslenska liðsins í Þýskalandi ÍSLENSKA kvennalandsliðió í knattspyrnu lék æfingaleik gegn svæðisúrvali Giessen í Þýskaiandi í gær og sigraði 4:1. Guðrún Sæmundsdóttir úr Val gerði tvö marka íslands og lagði upp það þriðja. Að sögn Sigurðar Hannesson- ar, þjálfara liðsins, lék ís- lenska liðið nokkuð vel. „Guðrún Sæmundsdóttir átti stórleik og eins lék Jónína Víglundsdóttir mjög vel. Þetta lið var ekki alveg eins sterkt og lið Hessen sem við töpuðum fyrir á þriðjudaginn. En engu að síður stóðu íslensku stúlk- urnar sig vel og ég er ánægður með leikinn," sagði Sigurður. Jafnræði var á með liðunum fyrsta stundarfjórðunginn eða allt þar til íslenska liðið fékk víta- spyrnu sem Guðrún Sæmunds- dóttir skoraði úr. Jónína Víglunds- dóttir bætti öðru markinu við skömmu síðar og þannig var stað- an í leikhléi. Þýska liðið náði að minnka muninn í upphafi síðari hálfleiks en síðan tók íslenska lið- ið völdin og gerði tvö mörk áðu^* en flautað var til leiksloka. Guð- rún Sæmundsdóttir gerði það fyrra af 20 metra færi og síðan Asta B. Gunnlaugsdóttir af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Guðrúnu. í dag fara stúlkumar til Frank- furt og verða m.a. gestir borgar- stjórans. Þær leika síðan við þýskt úrvalsdeildarlið frá Frankfurt á laugardaginn. Liðið kemur heim á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.