Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1992 Hrognakúlan er alsett augum seiðanna, sem bíða þess að brjót- ast út. Skarð er í kúluna, þar sem hrygnan glefsaði í hana. Steinbítsklak í Eyjum FYRSTU steinbítshrognin eru nú að klckjast út á Náttúrugripasafn- inu í Vestmannaeyjum. Ef seiðin lifa öil er búist við að fjöidi þeirra verði á bilinu 5.500-6.000 og til gamans má geta þess, að yrðu þau öli fullvaxnir steinbítar yrði afrakstur klaksins 45-50 tonn. Nokkur hrogn komin að klaki. Morgunblaðið /Sigurgeir Skýrt var frá því í Morgunblað- inu 4. desember sl. að steinbítspar hefði reynt fijóvgun hrogna í safn- inu í Eyjum. Steinbiturinn hefur aðra aðferð við hrygningu og frjóvgun en flestir aðrir fiskar, því hjá honum fer fram innri fijóvgun, þ.e. hængurinn sprautar svilum í hrygnuna áður en hún hrygnir. Kristján Egilsson, forstöðumaður Náttúrugripasafnsins, sagði að' hrygnan hefði þjappað hrognunum saman í kúlu. Hins vegar hefði hún fyrir nokkru glefsað í hrognakúl- una, svo hann taldi vænlegra að færa hrognin í sérstakt búr. Nú eru liðnir þrír mánuðir frá hiygn- ingu og seiðin farin að klekjast út. Fjöldi seiðanna er mikill og hrognakúlan er nú alsett augum. Þegar seiðin bijótast út, sprengja þau eggin með sporðinum, en höf- uðið draga þau ekki út fyrr en tveimur sólarhringum síðar. Krist- ján sagði að rólegt væri yfir klak- inu, aðeins örfá seiði brytust út á degi hveijum. Þau nærast á krabbaflóm til að byija með og Kristján hefur leitað til lúðueldisins í Eyjafírði eftir fóðri. Eitt steinbítsseiðanna svamlar um. Viðræður Alþýðusambands íslands og vinnuveitenda um nýja kjarasamninga: Ræðst á næstu tíu dögnm hvort samningar takast ; NOKKUR hreyfing er nú á viðræðum um nýja kjarasamninga og er almennt taiið að það ráðist á næstu viku til tíu dögum hvort samning- ar takast eða ekki. Formlegur samningafundur var í gær hjá ríkis- sáttasemjara og var ákveðið að smærri hópur samningamanna Alþýðu- sambands íslands og vinnuveitenda fundaði um helgina, en nýr samn- ingafundur hefur verið boðaður á mánudag. Þá hefur verið óskað eftir fundi með forsætisráðherra á morgun, laugardag, og munu samningsaðilar fara á fund hans hvor í sínu lagi. Breytt staða hjá kúabændum: Leggja þarf niður mjólk- urstöðvar Selfossi. OSKAR Gunnarsson forstjóri Osta og smjörsölunnar segir að afkastageta mjólkurvinnslu- stöðva sé of mikil og ljóst að ein- hveijar þeirra verði að víkja. Þetta kom fram á fjölmennum fundi sunnlenskra kúabænda á Hvolsvelli í fyrrakvöld þar sem fjallað var um ástand og horfur í mjólkurframleiðslu og -iðnaði. Auk Óskars var Ari Teitsson frummælandi á fundinum. í máli þeirra beggja kom fram að veruleg- ar breytingar eru framundan í mjólk- urframleiðslunni sem byggjast á aukinni ábyrgð bænda á verði mjólk- urafurða. Þetta gæti leitt til tekju- lækkunar til bænda og uppstokkun- ar á verðlagskerfi mjólkuriðnaðar- ins._ Óskar sagði að framundan væri breytt staða í afurðasölu. Mesta breytingin væri fólgin í að minni ríkisábyrgð yrði á framleiðslunni. Framleiðslan yrði meira á ábyrgð bænda og úrvinnslan á ábyrgð af- urðastöðvanna og bænda. Það væri á ábyrgð þeirra ef umframfram- leiðsla yrði. Óskar lagði áherslu á að samkeppni milli afurðastöðva gæti orðið eyðileggjandi en mikil krafa Væri gerð um aukna sam- keppni. Forsvarsmenn Mjólkurbús Flóa- manna lögðu áherslu á að sterk staða afurðastöðvanna nú gæfi þeim tækifæri til að búa sig vel undir samkeppni við innflutning og þær ættu því að geta hagrætt hjá sér og lækkað verð á afurðum. Sig. Jóns Sjá nánar á bls. 16. Eldur í íbúð á Ránargötu ELDUR KOM upp á annarri hæð í húsi við Ránargötu á sjötta tím- anum í gær. Eldurinn kviknaði í potti á eldavél náði að iæsa sig i innréttingar og veggfóður. Tals- verðar skemmdir urðu og heimil- isköttur kafnaði í reykkófinu. Að sögn varðstjóra hjá slökkvilið- inu reyndu húsráðendur að kæfa eld- inn með teppi og töldu þeir sig hafa ráðið niðurlögum hans og afboðuðu slökkvilið. Að sögn varðstjóra fer slökkvilið þó alltaf á vettvang í slík- um tilfellum af öryggisástæðum. Þegar að var komið logaði talsverður eldur í eldhúsi íbúðarinnar. Eldurinn hafði læst sig í innréttingar og í loft og barst þaðan í gluggatjöld. Slökkviliðið notaði nánast ekkert vatn við slökkvistarfið og urðu þvi skemmdir minni en á horfðist í fyrstu. Nokkrar skemmdir urðu þó af völdum reyks á neðri hæð hússins. Tvennt var flutt á slysadeild með væga reykeitrun. Á fundi samninganefndar Al- þýðusambandsins í gær var ákveðið að stefna að kjarasamningum til eins árs. Að líkindum munu vinnu- veitendur ekki vera tilbúnir að semja til svo Iangs tíma nema samn- ingurinn feli í sér möguleika á opn- un í haust. Hvað varðar verðlags- þróun á samningstímanum er rætt um að stefna að eins lágri verð- bólgu og mögulegt er. Að hluta til ræðst hún af launabreytingum, en ekki er talið óraunhæft að stefna að 1-3% verðbólgu, en spáð er um 4% verðbólgu í ríkjum OECD. Aðil- ar gera sér vonir um að hægt verði í tengslum við kjarasamninga að gera átak til að ná raunvöxtum verulega niður, en samkvæmt upp- lýsingum Hagstofunnar myndi hvert prósent í lækkun raunvaxta verða til þess að framfærsluvísital- an lækkaði um 0,3-0,35%. Þá er þess einnig vænst að hægt verði að ná fram lækkun á búvöruverði, sem einnig yrði til þess að draga úr hækkun framfærsluvísitölunnar. Minni verðbólga og lækkun nafn- vaxta ætti einnig að skila sér í frek- ari lækkunum verðlags. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu Iaunabreytingar fyrst og fremst miða að því að veija kaupmátt hinna lægst launuðu, en ófrágengið er með hvaða hætti það verður gert. Vinnuveitendur hafa verið afar harðir á því að ekkert svigrúm sé til Iaunahækkana í þeirri stöðu sem uppi er í efnahagsmálum, en Alþýðusambandið hefur verið jafn ósveigjanlegt í því að samning- ar séu ekki mögulegir nema al- mennar launahækkanir komi til. Þá NORSKIR laganemar munu skila Grágás, heillagripi Orat- er talið að ríkisstjórnin verði að koma til móts við kröfur Alþýðu- sambandsins um breytingar á ráð- stöfunum í ríkisfjármálum ef samn- ingar eiga að takast. Takist samn; ingar ekki má búast við að ASÍ kalli saman formannafund strax um næstu helgi til að fara yfir framl haldið. ors, sem þeir tóku ófijálsri hendi er þeir voru gestir Orat- ors hér á landi í febrúar sl. Dag Herrem, formaður orðunefndar Félags laganema í Ósló, segir að eftir að þeim barst fax-send- ing frá Orator um alvöru máls- ins hafi þeir tekið ákvörðun um að senda gæsina heim aftur. „Annars er það ekki vaninn hjá okkur að skila gripum sem við höfum stolið heiðarlega af kolleg- um okkar í öðrum löndum,“ segir Dag. „Ég vil nefna sem dæmi að árið 1981 stálum við 250 kílóa gifsstyttu, „Fru Justicia", frá kol- legum okkar í Stokkhólmi og rat- aði sú frú ekki heim aftur fyrr en í fyrra.“ Dag segir að sjálfír eigi norsku laganemamir sér heillagrip, tré- hryssuna „Hennar hátign Merin“ sem oft hafi lent í hrakningum án þess að þeir hafi séð ástæðu til að vera með áhyggjur af því. En hin hörðu viðbrögð Orators við stuldinum á Grágás verði.að taka til greina. Stytta eftir Signijón Ólafsson seld á listaverkauppboði: Maður og kona seld listasafní Silkiborgar STYTTAN Maður og kona eftir Sigurjón Ólafsson var seld á uppboði í Kunsthallen í Kaupmannahöfn sl. miðvikudag. Styttan sem gerð er úr mýrareik var seld hæstbjóðanda, Silkeborg Kunst- museum, á 40 þúsund danskar krónur, en með uppboðsgjaldi og söluskatti nemur kaupverðið um 57 þúsund d.kr., eða um 570 þúsund ísl. krónum. Styttan var gerð á árunum 1939-1940 og var hún metin á 50 þúsund d.kr. Silkeborg Kunst- museum er eitt virtasta nútíma- listasafn Danmerkur og varð það til er einn frægasti listamaður Dana á þessari öld, Asger Jom, gaf borginni allar sínar myndir og stórt safn eftir aðra listamenn, en Jom fæddist í Silkiborg. Silkeborg Kunstmuseum hefur undanfarin ár selt myndir í sinni eigu til að eignast önnur myndlist- arverk og þykja það nokkur tíðindi að verk eftir íslenskan listamann skuli nú vera til á safninu, að því er Pétur Þór starfsmaður Gallerís Borgar tjáði blaðinu í gær. Greint var frá uppboðinu í Berlingske Tidende í gær og sagt frá kaupum listasafnsins á styttu Siguijóns Ólafssonar. Maður og kona. Norskir laganemar munu skila Grágás „ Annars ekki vaninn að skila heiðarlega stolnum munum,“ segir formaðurinn Frá Guðmundi Löve, fréttaritara Morgunblaðsins í Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.