Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1992
15
Þjóðmálabaráttan varð honum
fljótt hugleikin. Samhliða þátttöku
í henni hóf hann störf í samtökum
launþega og baráttu fyrir sjálf-
stæði þeirra og hann var kjörinn
formaður Verkamannafélagsins
Hlífar 1940 eftir harða og eftir-
minnilega baráttu.
í fyrstu gekk Hermann Guð-
mundsson til liðs við Sjálfstæðis-
flokkinn. Var formaður félags
ungra sjálfstæðismanna, Stefnis,
erindreki Sjálfstæðisflokksins
1939-1942 og kjörinn bæjarfull-
trúi í janúar 1942.
Leiðir Hermanns og Sjálfstæðis-
flokksins skildu við setningu gerð-
ardómslaganna 1942 og hann sagði
sig jafnframt úr bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar.
Hermann var kosinn 1942 á
fyrsta þing ASI eftir að lögum
þess hafði verið breytt og ASÍ orð-
ið að samtökum íslenskra launþega
óháð stjórnmálaskoðunum, en fyrir
því hafíð Hermann einmitt barist.
Hann var síðan kjörinn í stjórn
samtakanna og forseti ASÍ 1944.
Um það leyti gekk Hermann til liðs
við Sameiningarflokk alþýðu, Sós-
íalistaflokkinn, og varð landskjör-
inn_ alþingismaður 1946.
Árið 1948 urðu enn kaflaskipti
hjá Hermanni því að mikil átök
urðu á þingi ASI það ár. Hermann
var trúr skoðunum sínum og eigin
sannfæringu eins og fyrr en það
réð að sjálfsögðu gjörðum hans.
Þeir sem höfðu stutt hann urðu að
lúta ákvörðunum hans og misstu
þá forystu senxþeir höfðu haft.
Hermann átti ekki lengur leið
með Sósíalistaflokknum og að
loknu kjörtimabilinu sagði hann sig
úr flokknum og fór ekki aftur í
framboð.
Það var félagið hans í Hafnar-
fírði, Hlíf, og félagar hans þar, sem
áttu hug hans allan. Þar hóf hann
baráttu sína fyrir launþegasamtök-
in og þar fann hann sig best, dáð-
ur af samherjum sínum og virtur
af mótheijum. Hann gegndi for-
mennsku í Hlíf til ársins 1952 er
hann hafði tekið við framkvæmda-
stjórn ÍSÍ og hugsaði sér að breyta
örlítið til því íþróttaáhuginn var
hinn sami.
Enn leituðu Hlífarfélagar til
Hermanns um forystu og hann var
kjörinn formaður á ný 1954 og
gegndi formennsku til 1977, svo
og fjölmörgum öðrum trúnaðar-
störfum fyrir launþegasamtökin til
ársins 1983. Hafði Hermann þá
verið í fjölbreyttri félagsmálafor-
ystu í 50 ár.
Ég hef hér aðeins stiklað á stóru
úr lífssögu Hermanns Guðmunds-
sonar. Mér er það margt í fersku
minni enda kornungur þegar ég
kynntist Hermanni og með okkur
tókst vinátta sem aldrei bar skugga
á hvemig sem málum var háttað á
hveijum tíma.
Ég kynntist ekki aðeins dreng-
skapar- og forystumanninum held-
ur og Hstamanninum Hermanni
Guðmundssyni. Ég eignaðist ungur
kjörgrip eftir Hermann, fyrsta
skipslíkanið sem hann smíðaði og
mér var gefíð. Það ber enn í dag
meistara sínum lofsvert vitni eins
og hann gekk frá því. Hermann
hefur síðan bætt við mörgum lista-
verkum, þar á meðal dýrgrip sem
hann gaf Sjóminjasafni Islands, lík-
an af b/v Coot, fyrsta togaranum
sem gerður var út af íslendingum.
Vinur minn Hermann naut þess
í erilsömu og oft mjög stormasömu
lífí sínu að komast heim. Þar var
hans styrka stoð, Heiða, með börn-
in þeirra þijú, Guðmund, sem lést
ungur, Baldvin og Auði sem í dag
eru fjölskyldufólk búsett í Hafnar-
fírði og iinköping í Sviþjóð. Síðar
kom til þeirra sonarsonurinn Guð-
mundur, sem notið hefur umönnun-
ar ömmu og afa eins og þeirra eig-
ið bam. Þá notaði Hermann tímann
vel og við tók listamaðurinn hvort
heldur var til lagfæringa á heimil-
inu eða áhugamálin sem unnið var
að.
. Ég vil að leiðarlokum kveðja vin
minn Hermann Guðmundsson með
þakklæti og bið honum Guðs bless-
unar. Guðrúnu Ragnheiði og fjöl-
skyldu hennar sendum við
samúðarkveðjur.
Matthías Á. Mathiesen.
Hermann Guðmundsson, for-
maður Verkamannafélagsins Hlíf-
ar 1940-1952 og 1954-1977, lést
27. febrúar sl. á 78. aldursári.
Hér verður ekki getið um öll hin
margvíslegu störf sem Hermann
gegndi á sinni löngu starfsævi,
heldur eingöngu þau sem sneru að
verkalýðshreyfingunni. Við munum
fyrst og fremst minnast hans sem
Hermanns í Hlíf, mannsins sem
fórnaði verkafólki bestu árum ævi
sinnar og lét sig varða allt er bætt
gæti afkomu þess.
Störf Hermanns Guðmundsson-
ar fyrir verkalýðshreyfinguna voru
margvísleg til viðbótar við 36 ára
gifturíkt starf sem formaður Hlíf-
ar. Hann var aðalhvatamaður að
stofnun Fulltrúaráðs verkalýðs-
félaganna í Hafnarfírði 22. febrúar
1943 og formaður þess árum sam-
an. Hann átti sæti í stjórn Alþýðu-
sambands íslands 1942-1948 og
1968-1980 og forseti þess 1944-
1948. Hann var einn aðalhvata-
maður að stofnun Verkamanna-
sambands íslands 1964, ritari í
stjórn þéss 1964-1968 og varafor-
maður 1968-1976. Fjölmörgum
öðrum störfum gegndi hann fyrir
verkalýðshreyfínguna og með ólík-
indum hvað mikilvirkur hann var,
þegar tillit er tekið til þess að þetta
voru nær allt ólaunuð störf og til
viðbótar brauðstritinu.
I huga okkar Hlífarmanna er
Hermann Guðmundsson ímynd
hins fómfúsa baráttumanns, sem
mat hag verkafólks ofar sínum.
Minningin um þann góða dreng
mun ylja okkur á ókomnum árum.
Eftirlifandi eiginkonu Her-
manns, börnum þeirra og öðmm
ættingjum sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
F.h. stjórnar Verka-
mannafélagsins Hlífar,
Sigurður I. Sigurðsson,
formaður.
Þeir kveðja nú ört og hverfa af
sjónarsviðinu gömlu hafnfirsku
„patríótarnir", sem létu sér af,
hjarta annt um sitt fagra byggðar-
lag og unnu því svo heitt að þeir
sáu vart sólina fyrir því.
Nú síðast og óvænt kveður vænn
drengur og gegn, Hermann Guð-
mundsson, Hafnfírðingur í húð og
hár. Fáir hafa unnað Hafnarfirði
af meiri ástríðu en hann. Það er
því mikill sjónvarsviptir í Firðinum
að Hermanni Guðmundssyni.
Fráfall Hermanns kemur mörg-
um á óvart og til sanns vegar má
færa, að hann sé fallinn frá fyrir
aldur fram — þótt hann væri kom-
inn fast að áttræðu. Hann var enn
vel á sig kominn og ern, hvatur í
hreyfíngum sem jafnan áður og á
honum sáust engin ellimörk. Svo
sýndist sem kerling Elli ætti langt
í land með að koma honum á kné.
En margt fer öðruvísi en ætlað er.
Örlögin tilkynna hvorki staðinn né
stundina þegar höggið er látið ríða,
— og sem betur fer vitum við lítið
sem ekkert um þetta fyrirfram. En
sársaukalaust verður það aldrei að
sjá á bak góðum dreng, karli eða
konu. Enginn lifír um aldur. Fram
hjá vistaskiptunum verður ekki
gengið né undan þeim vikist,
hversu heitt sem við þráum að raða
niður hlutunum og skipa fyrir um
þá eftir eigin höfði.
Upp úr miðjum sjötta áratugnum
kynntist undirritaður Hermanni
Guðmundssyni fyrst fyrir alvöru,
en það var í stjórn íþróttabanda-
lags Hafnarfjarðar, þar sem báðir
áttu sæti um nokkurra ára skeið.
Hermann skipaði þar sæti fyrir
félag sitt, Hauka. Gott fólk sat í
bandalagsstjóminni, fulltrúar
íþróttafélaganna í bænum. Sam-
starfíð var í alla staði hið ánægju-
legasta og lærdómsríkt. Að mál
gengu vel og greiðlega fyrir sig í
bandalagsstjórninni, var ekki síst
Hermanni Guðmundssyni að
þakka. Hann var þaulvanur fundar-
maður, laginn og lipur að hveiju
sem hann gekk, enda oft valinn til
þess að vera formaður eða forseti
á fundum og málþingum, þar sem
mikils þurfti við til að hafa lag og
stjórn á hlutunum, svo að ekkert
færi úr skorðum, og það tókst hon-
um líka afburðavel svo að á orði
var haft.
Hann hafði gott tungutak og
átti auðvelt með að tjá sig í mæltu
máli. Ræður hans voru ekki alltaf
sléttar og felldar. Hann fór ekki
ætíð eftir ýtrustu framburðar- og
málfræðireglum í ræðum sínum og
tali, en þær hittu samt í mark, því
talið var einlægt og hreinskilið,
rökin einföld og auðskilin.
Um hann má segja, að hann
væri fremur maður andans en orðs-
ins og bókstafsins, eins og sagt var
um einn frægan ræðumann. Ræður
hans höfðuðu því fremur til hjart-
ans en til kaldrar skynsemi og rök-
hyggju. En það er einmitt oft aðal
merkra ræðumanna, að þeír hitta
fólk, þar sem það er viðkvæmast
fyrir — í hjartað.
Þetta kunna félagsmálaljón
Hafnarfjarðar, Hermann Guð-
mundsson, var ekki við eina fjölina
fellt. Það hafði að jafnaði mörg
járn í eldinum, því að áhugamálin
voru margvísleg og ekki öll af sama
toga. Hann hafði yndi af fögrum
hlutum og munum. Var laginn og
listfengur og völundur í ýmiss kon-
ar smíð, eins og öll þau líkön sem
hann smíðaði bera með sér, einkum
þó hin mörgu skipslíkön hans, sem
eru afbragð og hrein listasmíð.
í þessum kveðjuorðum var það
ekki ætlunin að rekja æviferil Her-
manns Guðmundssonar í smáu og
stóru, þótt af mörgu martkverðu
sé þar að taka. Að minnast á stjórn-
málaferil hans fyrr á árum og setu
á Alþingi íslendinga um skeið, er
ekki á færi undirritaðs, heldur skal
lítillega minnst á það, sem lengst
verður í minnum haft af því sem
hann gerði, en það eru störf hans
í þágu íþróttahreyfíngarinnar í
landinu og hin miklu og óeigin-
gjömu störf í þágu verkalýðshreyf-
ingarinnar, einkum þó verkalýðs-
hreyfíngarinnar í Hafnarfírði, sem
hann fómaði stómm hluta starf-
sævi sinnar. En hann var formaður
Verkamannafélagsins Hlífar frá
1940 til 1978, að tveim ámm und-
anskildum eða samtals 36 ár. Geri
aðrir betur. í heildarsamtökum
verkalýðsins, Alþýðusambandi ís-
lands (ASÍ), var hann í stjórn
1942-1948 og 1968-1980, en for:
seti ASÍ var hann 1944-1948. í
forsetatíð sinni hjá ASÍ sýndi hann,
að þar var enginn meðalmaður á
ferð, þar sem hann fór. Á þessum
árum varð hann landskunnur fyrir
réttsýni og að láta ekki einræðisöfl-
in vaða yfir þau samtök, sem hon-
um hafði verið treyst og trúað fyr-
ir. Með þessu sýndi hann, að hann
var dugandi og þrekmikill stjórn-
andi, en ekki veikgeðja, sem ein-
ræðisöflin gætu haft að leiksoppi
og veifað eins og dulu, þegar henta
þætti. Hermann Guðmundsson var
ekkert lamb að leika við, þegar
valið stóð á milli einræðis og lýð-
ræðis. Hann var lýðhyggjumaður,
fijálslyndur umbóta- og lýðræðis-
sinni. Þess vegna stóð hann með
lýðræðinu og löglegum aðgerðum,
en lét einræðið og einræðisöflin
sigla lönd og leið á örlagastundu,
þegar mikið lá við að gera rétt og
löglega í stað yfírgangs og lög-
leysu. Sjálfan sig lagði hann í söl-
urnar fyrir málstað sinn og hugði
ekki á frekari frama á stjórnmála-
sviði en orðinn var, en helgaði
hafnfirsku verkamönnunum krafta
sína eftir því sem hann framast
mátti. Þeir voru að jafnaði í takt
við hann og hann við þá. Þeir
treystu honum sem forustumanni
'og hann brást þeim ekki.
í íþróttahreyfíngunni lét Her-
mann Guðmundsson mikið að sér
kveða, allt frá unga aldri. Aðeins
19 ára varð hann formaður Knatt-
spyrnufélagsins Hauka og gegndi
þar formennsku í 5 ár (1933-
1938), átti sæti í íþróttaráði Hafn-
aríjarðar 1935-1945, alls 10 ár,
og var í stjórn íþróttabandalags
Hafnarfjarðar, frá stofnun 1945-
1959. Hann var formaður íþrótta-
nefndar ríkisins 1946-1949, en
átti sæti í nefndinni til 1952. Fram-
kvæmdastjóri íþróttasambands ís-
lands var hann í samfellt 34 ár, frá
1951-1985. Var hann mjög virtur
og vinsæll í því starfi af íþrótta-
fólki og forustumönnum þess um
alla landsbyggðina. Hann taldi,
sem rétt er, að fátt væri hollara
ungu fólki en stunda íþróttir sér
til andlegrar og líkamlegrar upp-
byggingar, og tók heils hugar und-
ir orð Benedikts heitins Waage,
sem oft kvað svo að orði, er hann
setti eða sleit íþróttamótum vítt og
breitt um land, að íþróttir væru vel
til þess fallnar að gera drengi að
góðum mönnum og menn aðgóðum
drengjum.
íþróttamálin og verkalýðsmálin
voru mikill og snar þáttur í lífí og
ævistarfí Hermanns
Guðmundssonar. Þessi mál áttu
hug hans allan. í þágu æskulýðs
og verkalýðs skilaði hann góðu
dagsverki. í lífshlaupi sínu átti
hann erindi við þetta fólk, sem for-
sjónin fól honum að vinna fyrir.
Þetta erindi leysti hann af hendi
eftir bestu getu og af fyllstu sam-
viskusemi. Meira verður ekki kraf-
ist af nokkrum manni. Af vett-
vangi þessara þörfu mála, sem
hann sinnti meðan dagur var og
vinnufært, hverfur hann á vit eilífð-
arinnar með hreinan skjöld og
óklofínn. Fjölmargir úr röðum
þessa fólks munu nú minnast hans
með þakklæti í huga.
Nú hallar smám saman að pásk-
um, upprisuhátíðinni — hátíð
vonarinnar, vonarinnar um eilíft
líf. Fyrr á árum vissi undirritaður
til þess, að Hermann Guðmundsson
var vanur að rísa eldsnemma upp
á páskadagsmorgni, oftast fyrir
allar aldir, til þess að halda upp í
óbyggðina fyrir ofan Hafnarfjörð,
í kyrrðina og friðinn þar, vera einn
með sjálfum sér og almættinu og
virða fyrir sér dásemdir íslenskrar
náttúru í hafnfirsku landslagi.
Hann þekkti hvem krók og kima
í landi Hafnarfjarðar, milli fjalls
og Qöru, hveija tá, nes, vog og
vík, holt og hæðir og hraunbolla
og sjálft hraunið, Hafnarfjarðar-
hraun, var honum sífelld opinberun
því að í því mátti alltaf sjá eitthvað
nýtt og áhugavert. Ur þessum reis-
um um sitt nánasta umhverfí á
páskadagsmorgni var hann venju-
lega kominn til baka nokkra fyrr
en helgar tíðir hófust í kirkjum
Fjarðarins, sæll og glaður. Vonandi
gengur hann nú sæll og glaður inn
í annars konar og nýja páskahelgi
— páskahelgi eilífðarinnar. Allir,
sem hann þekktu, óska honum far-
arheilla og þakka honum samfylgd-
ina hérna megin mæranna miklu.
Eiginkonu hans, Guðrúnu Ragn-
heiði Erlendsdóttur, börnum og
ástvinum þeirra eru færðar dýpstu
samúðarkveðj-
ur. Þorgeir Ibsen.
Fleirí greinar um Hermann
Guðmundsson bíða birting-
ar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
, sS&r-
Ertu með i gegnum
verðmúrin
Á Teppalandsútsölunni bjóðast þér gótfáii á áður óþekktu veiði.
Glæsilegt úrval hvers kyns gólfefna á
Teppalandsútsölunni um allt land.
•Teppi • Dúkar • Rísar • Korkur • Paiket • Sígild stök teppi frá 1.998 kr.
• 00
Teppaland
-landið þar sem leitin endar.
Grensásvegi 13, sími 813577
Opið laugardaga 10-16
VISA
RAÐGREIÐSLUR
Alltaö 18 mán.
Allt aö 11 mán.