Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 30
30 fclk i fréttum MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1992 3 ÓDÝRASTIR Ljósmyndastofurnar: Mynd sími 65-42-07 Barna og Fjölskylduljósm. sími 677-644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4-30-20 Tónleikar Brúðkaups- myndatökur þarf að panta með góðum fyrirvara hársnyrtistofa, Ármúla 17a, 2. hæð, sími 32790. Opið alia virka daga frá 09-18.00. Opið á laugardögum frá 09-16.00 Við afhendíngu þessarar úrklippu er veittur 20% afsláttur. Gildir til 1. apríl. Ragnheiður Guöjohnsen, hárgreiðslumeistari. Stjórn Ólafsfirðingafélagsins, frá vinstri: Bergþóra S. Þor- steinsdóttir formaður, Hannes Kristmundsson varaformaður, Jón W. Magnússon, Margrét Sigurðardóttir gjaldkeri og Helga Björnsdóttir ritari. A myndina vantar Halldór Jóns- son og Friðrik Olgeirsson. Morgunblaðið/Þorkell Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, tekur hér við gjöf frá BHMR af Páli Halldórssyni. AFMÆLI BSRB heldur upp á 50 ára afmæli sitt í Hinu húsinu Frá þorrablóti Ólafsfirðingafélagsins á Hótel Örk. SKEMMTUN Olafsfirðingar blóta þorra Olafsfírðingafélagið hélt sitt árlega þoiTablót nýlega á Hótel Örk í Hveragerði. Um 300 manns sóttu að þessu sinni blótið og kom fólk alls staðar að af land- inu. Skemmtiatriði voru fjölbreytt og öll flutt af brottfluttum Ólafs- firðingum eða heimamönnum. Ólafsfirðingafélagið var stofnað fyrir hálfu öðru ári og mikil gróska hefur verið í starfi þess. Gefnar hafa verið umtalsverðar fjárhæðir til hinna ýmsu félagasamtaka á Ólafsfirði og tvær gróður- setningarferðir hafa verið farnar með plöntur sem félagið hefur fært bæjarbúum. Þá hefur félagið gert samning við bæjarstjóm 01- afsfjarðar um langtímaleigu á jörðinni Hólkot og þar verður í framtíðinni unnið að því að koma þar aðstöðu fyrir félagsmenn. TÓNLIST Morgunblaðið/Ámi Sæberg Nýlega voru haldnir tónleikar í Hinu húsinu og var það rokk- deild Félags íslenskra hljómlisýar- manna sem stóð fyrir þeim. Átta hljómsveitir komu fram; Cranium, Talisman, Cremation, Groblin, Extermination, Viral Infection, Inflammatory og Clockwork Dia- bolus. Á annað hundrað manns skemmtu flestir sér vel hvort sem mættu á tónleikaná og eins og sjá það voru hljómsveitarmeðlimir má af meðfylgjandi myndum sjálfir eða áhorfendur. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, hélt nýlega upp á 50 ára afmæli bandalagsins á af- nnælishátíð í Borgarleikhúsinu. Fé- lagar BSRB sáu að mestu um afmæl- isdagskrána og fluttu ýmis skemmti- atriði. Félagar ýmissa aðildarfélaga BSRB sungu nokkur lög undir stjóm Bergþóru Jónsdóttur, leikararnir Sigurður Skúlason, Þórhallur Sig- urðsson og Anna Kristín Arngríms- dóttir fluttu ljóðadagskrá, Tómas Tómasson söng nokkur lög og einnig var saga BSRB sýnd á myndbandi í máli og myndum. Ásmundur Stefánsson hélt ávarp fyrir hönd ASÍ, Svanhildur Kaaber flutti ávarp fyrir hönd opinberra starfsmanna og Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra hélt einnig ávarp. Auk þess var BSRB fært gjafír, m.a. færði BHMR bandalaginu mynd, ASÍ gaf ræðustól með út- skornu merki bandalagsins og fjár- málaráðherra færði BSRB fyrir hönd ríkisins gjafabréf fyrir trjáplöntum til gróðursetningar á orlofssvæðum bandalagsins auk þess sem starfs- fólk Munaðarness gaf gjafabréf fyr- ir trjáplöntum. Eftir hátíðina var móttaka í and- dyri Borgarleikhússins þar sem m.a. kór Starfsmannafélags ríkisstofnana tók lagið og þótti afmælishátíðin hafa tekist sérstaklega vel. _________ MAKRÓBÍÓTÍSK ___________ ___MATREIDSLA LÆRIÐ AÐ MATBÚA MAKRÓBÍÓTÍSKA FÆÐU Fimmtudaginn 12. mars verður haldið námskeið í makróbíótískri matreiðslu. Námskeiðið fer fram í Matreiðsluskólanum okkar, Bæjarhrauni 16, Hafnarfirði, kh 18.00. Pátttakendur elda sjálfir ýmsa rétti undir leiðsögn Sigrúnar Ólafsdóttur. Þátttaka tilkynnist í síma 678979 og 650918. Þátttökugjald er kr. 3-000. Innifalin er máltíð og uppskriftir af réttum sem eldaðir verða. Sigrún Ólnfsclóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.