Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1992
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þetta er góður dagur fyrir þig
til að ráðfæra þig við yfirmenn
þína um mikilvæg mál sem
snerta starf þitt. Byrjaðu á
nýjum verkefnum sem tengjast
langtímahagsmunum þínum.
Naut
(20. apríl - 20. maí) tffö
Þú átt einlægar viðræður við
maka þinn um sameiginleg
hagsmunamál ykkar. Áætlanir
sem þið hafið gert um ferða-
og orlofsmál standast í hví-
vetna.
Tvtburar
(21. maí - 20. júní)
Skörp dómgreind kemur þér
að góðu haldi í starfi þínu í
dag. Þú afkastar miklu og
nærð að kynna hugmyndir þín-
ar fyrir samverkafólkinu. Þú
færð óvænt heimboð.
Krabbi
(21. júní - 22. júlf) hb
Þér tekst að ná ákaflega góðu
sambandi við böm þín og maka
í dag. Kvöldið býður upp á
skemmitlega samveru með fjöl-
skyldunni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú hefur mikinn áhuga á verk-
efni sem þú hefur með höndum
núna og kannt að vinna fram
eftir heima við. Auk þess þarftu
að sinna ýmsu á heimilinu.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) <3^
Andinn kemur yfir þig í dag
svo að það er tilvalið fyrir þig
að sinna listrænum viðfangs-
efnum. Þú ferð í óvænta úti-
vistarferð með fjölskyldunni.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú tekur mikilvægar ákvarðan-
ir sem snerta fjölskyldu þína
og heimili. Þú kaupir eitthvað
óvenjulegt þegar þú ferð út að
versla.
zSporódreki
(23. okt - 21. nóvember)
Hugsun þín er ákaflega skýr
núna. Mælsku þinni er við
brugðið og þú átt auðvelt með
að sannfæra annað fólk um
ágæti hugmynda þinna..
Bogmaóur
(22. nóv. -21. desember)
Þú átt einkaviðræður í dag og
bætir fjárhagsstöðu þína að
miklum mun. Sinntu lestri
góðra bóka og bréfaskriftum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú færð þá uppörvun sem þú
þarft á að halda núna. Sam-
ræður við góðan vin hvetja þig
til dáða á nýjum sviðum. Fé-
lagslífið er blómlegt.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Þú vinnur að mikilvægum und-
irbúningi fyrir verkefni sem þú
hefur tekið að þér. Það sem
gerist á bak við tjöldin kemur
sér vel fyrir þig. Andinn kemur
yfir þig þegar þér gefst kostur
á að njóta næðis.
Fiskar
-’-A 19. febrúar - 20. mars) Jmk
Þú tekur þátt í menningarvið-
burði í hópi góðra vina. Góðar
fréttir berast þér úr fjarlægð.
Þú gerir ferðaáætlanir núna
og færð bráðsnjallar hugmynd-
ir í kvöld.
Stjörnuspána á aó lesa sem
.dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vísindalegra staöreynda.
DÝRAGLENS
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinfrnrwTmiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiniiiiniiiiiniiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinTiiiiiwii» 1 .. ...... ............................ 1,1 w' -.......
LJOSKA
FERDINAND
y
L
SMÁFÓLK
/-20
Það kallast „skeiðar", og það er dálítið flókið, en ég held að þið hafið gaman af því ...
BRIDS
Umsjón: Guðmundur Sv.
Hermannsson
„Mönnum sést oft yfír einfalda
millileiki sem geta skipt sköpum
um úrslit spils.
Norður
♦ Á75
♦ 105
♦ KD2
+ ÁÐG96
Vestur
♦ D10832
♦ 8742
♦ 9
♦ 753
Suður
♦ K64
♦ ÁD
♦ G7543
♦ 1084
II
Austur
♦ G9
♦ KG963
♦ Á1086
♦ K2
Vestur Norður Austur Suður
1 hjarta pass
2 hjörtu dobl pass 3 grönd
Vestur spilaði út hjartaáttu
og suður drap kóng austurs með
ás. Hann gat talið 9 slagi ef tíg-
ullinn hegðaði sér vel, og spilaði
því tígli á kóng og ás austurs.
Austur hreinsaði hjartað en þeg-
ar suður spilaði tígli á drottningu
kom legan í ljós. Hann varð því
að treysta á laufasvíninguna,
spilaði spaða á kóng og hleypti
laufaáttunni. En austur átti
kónginn og þijá hjartafríslagi
og spilið fór því einn niður.
Suðri yfirsást millileikur sem
hefði tryggt spilið eins og legan
var. Hann hefði átt að fara inn
í blindan á spaðaás og spila litl-
um tígli frá hjónunum því austur
átti nær örugglega tígulásinn
fyrir opnun sinni. Austur hefði
ekki getað stungið upp ásnum,
því þá ætti suður fjóra tígul-
slagi, en með slag á tígulgosann
í pokahorninu hefði suður nú
getað skipt um lit og farið í lauf-
ið og brotið sér fjóra slagi þar.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opna alþjóðlega mótinu í
Bern í Sviss um daginn kom þessi
staða upp í viðureign rússneska
stórmeistarans Anatólí Vaiser
(2.580), sem hafði hvítt og álti
leik, og Þjóðverjans Holger Na-
myslo (2.225)
23. Rg6+! - fxg6, 24. Df4+ -
Hf7, 25. Dd6+ - He7, 26. Bxg6
— c5, 27. Hdl (Hvítum liggur
ekkert á með að taka svörtu
drottninguna) 27. — b6, 28.
Hxe8+ — Dxe8 og svartur gafst
upp um leið. Vaiser er einn fjöl-
margra rússneskra skákmeistara
sem flutt hafa til vesturlanda á
undanförnum tveimur árum.
Hann er búsettur í París, rétt eins
og þeir Polugajevski og Dorfman,
fyrrum aðstoðannaður Ka-
sparovs. Á lista FIDE eru þeir
Vaiser og Dorfman skilgreindir
sem Frakkar.