Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 21
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1992
fliljif ,V>[/>,fA í) flUiWI’JTMV'l fflðMHVHÍWIOM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1992
21
jHttrgniiÞljifrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulitrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Sj ávarútvegiir í
Færeyjum. og kvót-
inn við Island
Staða sjávarútvegsins í Fær-
eyjum er vægast sagt hrika-
leg. Hvert gjaldþrotið af öðru
dynur á útgerð og fiskvinnslu.
Afli fer minnkandi á heimaslóð-
inni og kvótar í lögsögu annarra
landa eru í hættu. Þá hefur Evr-
ópubandalagið ákveðið að senda
Færeyingum reikning upp á
tæpar 800 milljónir króna vegna
ólöglegs innflutnings á rækju til
EB-landa. Viðskiptahalli hefur
verið viðvarandi lengi. Það er
því ekki bjart yfir hjá frændum
vorum Færeyingum, en hvað
skyldi valda þessari mjög svo
bágu stöðu. Sjávarútvegur
stendur á bak við 97% útflutn-
ingstekna þjóðarinnar og sáu
menn á tímabili ekki aðrar leiðir
til aukinnar hagsældar meðal
þjóðarinnar, en auka umsvif sín
á sviði sjávarútvegs. Þau umsvif
voru hins vegar ekki byggð á
traustum grunni og réðu pólit-
ískar lánveitingar til útgerðar
og fiskvinnslu ferðinni. Ríkis-
sjóður tók á sig miklar fjárhags-
legar skuldbindingar og þegar
illa hefur farið, hefur ríkissjóður
þurft að borga hundruð milljóna
króna af almannafé vegna gjald-
þrota. Gengi færeysku krónunn-
ar er bundið þeirri dönsku og
því hefur þeim verið ómögulegt
að nota sér gengisbreytingar til
þess að bæta rekstrarskilyrði í
sjávarútvegi. Ríkisafskiptum
hefur því verið haldið áfram með
umtalsverðum styrkveitingum til
útgerðar og fiskvinnslu og með
gjaldþrotum nú taka umtals-
verðar atvinnuleysisbætur við.
Ríkisstyrkurinn varð mestur árið
1989, um 4,5 milljarðar króna
eða 21,2% af tekjum ríkisins og
19,9% af verðmæti útfluttra
sjávarafurða. Auðvitað stendur
engin þjóð undir slíku til lengdar
og hefur núverandi ríkisstjórn
og sjávarútvegsráðherrann John
Petersen náð að keyra styrkina
umtalsvert niður og ætlunin er
að leggja þá af. Talið er að skip-
um hafi fækkað svo, að nægilegt
sé, en þau eru nú nærri jafnfá
og 1975 þó miklu muni hvað
tonnatölu varðar. Bylgja gjald-
þrota í fiskvinnslu gengur nú
yfir og óvíst hvemig þeirri þróun
líkur. í raun virðist hér um skóla-
bókardæmi hvernig ekki á að
haga ríkisafskiptum af grund-
vallaratvinnugrein viðkomandi
þjóðar. Fé hefur verið tekið út
úr ríkisrekstrinum til að auka
sókn í fískistofna og fískimið,
sem ekki hafa getað gefið meira
af sér og fé hefur verið veitt til
uppbyggingar í vinnslu þrátt
fyrir minnkandi hráefni. Niður-
staðan er langvarandi efnahags-
kreppa, mun lengri og sársauka-
fyllri, en hefði sjávarútvegurinn
orðið að bregðast við breyttum
aðstæðum af sjálfsdáðum. Þarna
hafa menn ætlað að láta sjávar-
útveginn halda uppi miklu meiru
en mögulegt hefur verið í stað
þess að leita annarra leiða til
aukins hagvaxtar og niðurstað-
an er slæm.
Við slíkar aðstæður telja Fær-
eyingar sig þurfa á öllum mögu-
legum veiðiheimildum að halda.
Hér við land höfðu þeir á síðasta
ári um 9.000 tonn af botnfiski,
þar af um 1.500 af þorski og
450 af lúðu. Nú bjóða þeir okkur
að veiða 2.000 tonn af síld yfir
sumarmánuðina auk makríls,
sem gæti nýzt í framhaldi síld-
veiðanna. Menn geta því betur
en áður metið ávinning þess að
eiga samskipti við Færeyinga
með þessum hætti. John Peter-
sen sjávarútvegsráðherra Fær-
eyja segir stöðu færeysks sjávar-
útvegs afar bága og vonast til
að halda kvótanum við ísland
óskertum. í fréttasamtali í
Morgunblaðinu síðastliðinn
laugardag kvaðst hann vilja
minna á þá aðstoð, sem Færey-
ingar hefðu veittu okkur á árum
áður, þegar okkur hafí skort
bæði sjómenn til að manna fiski-
skipin og verkafólk til að vinna
í íslenzkri fískvinnslu.
Vafalaust hefðu Færeyingar
ekki komið til íslands á þeim
árum nema vegna þess, að at-
vinnu hafi skort þar, þannig að
báðar þjóðir hafa notið góðs af.
Kjami málsins er hins vegar sá,
að við höfum orðið að grípa til
hrikalegs niðurskurðar á okkar
eigin veiðum. Sú aflaskerðing
er auðvitað helzta ástæðan fyrir
því, að atvinnuleysi er nú meira
hér en verið hefur í rúma tvo
áratugi og fer vaxandi. Af þess-
um sökum er ekki óeðlilegt, að
margir telji full rök fyrir því að
afnema veiðiheimildir Færey-
inga með öllu. Á hinn bóginn er
skynsamlegt að líta til lengri
tíma í samskiptum við aðrar
þjóðir. Sá tími kann að koma,
að við þurfum á hjálp Færeyinga
að halda og samstarf þjóðanna
er mikilvægt vegna frændsemi
og sérstöðu í Atlantshafí.
Þess vegna þurfa íslenzk
stjómvöld að íhuga vandlega þá
ákvörðun, sem tekin verður. Þá
má ekki bara hugsa um stundar-
hagsmuni. En auðvitað verður
ekki hjá því komizt, að Færey-
ingar taki á sig einhveija afla-
skerðingu, ekkert síður en við
sjálfir.
FRA ÞINGI NORÐURLANDARADS
Helsinki. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaða-
manni Morgunblaðsins.
HELMUT Kohl, kanzlari Þýzka-
lands, ávarpaði þing Norðurlanda-
ráðs í Helsinki í gær. Kanzlarinn
sagðist telja að viðræður við Aust-
urríki, Svíþjóð og Finnland um
aðild að Evrópubandalaginu (EB)
gætu hafizt í byijun næsta árs.
EB gæti jafnvel rætt við 811 ríki
Fríverzlunarbandalags Evrópu
(EFTA) um aðild á þeim tíma, ef
þau óskuðu þess. Hann lét í ljós
þá skoðun að Norðurlöndin yrðu
Evrópubandalaginu styrkur og
sagði Þjóðveija myndu beita séir
fyrir því að umfjöllun um umsókn-
ir þeirra yrði hröð og skilvirk.
Koma Kohls á afmælisþing Norð-
urlandaráðs þykir söguleg og tákn-
ræn. Aldrei áður hefur erlendur þjóð-
arleiðtogi ávarpað þingið. í forsætis-
nefnd Norðurlandaráðs var þó ekki
ákveðið að bjóða Kohl af því að hann
væri Þjóðveríi, heldur vegna þess að
hann var talinn „einn þýðingarmesti
fulltrúi hinnar nýju Evrópu“, eins og
Ilkka Suominen, forseti Norðurlanda-
ráðs, orðaði það þegar hann bauð
kanzlarann velkominn. Boðið til Kohls
á þingið er tákn um vi(ja Norðurland-
anna til að horfa til Evrópu.
Kohl sagði i ræðu sinni að Þýzka-
land hefði átt gott samstarf við EB-
landið Danmörku og við ísland og
Noreg sem aðildarríki Atlantshafs-
bandalagsins. Þá hefðu Þjóðveijar
lengi átt náin og vinsamleg tengsl
við Svíþjóð og Finnland. „Við fylgj-
umst þess vegna með opinberum
umræðum í þessum löndum um tengsl
þeirra við hina sameinuðu Evrópu
framtíðarinnar með mikilli athygli og
sérstakri hluttekningu," sagði kanzl-
arinn.
Norðurlönd gáfu fordæmi
Hann sagði að stofnun Norður-
landaráðs árið 1952 hefði verið merki
um framsýni norrænna þingmanna.
Stofnun formlegs ráðs hefði byggt á
langri hefði norræns samstarfs, en
jafnframt hefðu menn dregið lær-
dóma af þróuninni í Evrópu eftir síð-
ari heimsstyijöld. „Segja má að þró-
unin á Norðurlöndum hafi gefíð hin-
um fijálsu ríkjum, og allri Evrópu,
gott fordæmi," sagði kanzlarinn.
„Eins og Kola- og stálbandalag Evr-
ópu, sem var stofnað 1951, leitaðist
Norðurlandaráð við að koma á nýrri
tegund af samstarfí í Evrópu eftir
stríðið. Þetta nýja samstarf byggðist
á því að aðildarlöndin voru tilbúin að
beina ákveðnum fullveldisréttindum
Helmth Kohl heilsar forsætisráðherrum Norðurlandanna í Helsinki i gær.
sínum í farveg sameiginlegrar
ák varðanatöku. “
Kohl sagði að strax um miðjan
sjötta áratuginn hefðu Norðurlöndin
verið leiðandi í því að setja þá staðla,
sem farið hefði verið eftir í Evrópu.
Hann minntist til dæmis á samstarf
Norðurlanda í félagsmálum, sam-
komulag um ferðalög án vegabréfs
og sameiginlegan norrænan vinnu-
markað.
Kanzlarinn sagði að aðildarríki
Evrópubandalagsins hefðu sýnt mik-
inn áhuga á Mariehamn-yfírlýsing-
unni, sem forsætisráðherrar Norður-
landa gáfu út í nóvember síðastliðn-
um. „I leit að nýju innihaldi fyrir
norrænt samstarf á tíunda áratugn-
um, segir í þessu skjali að „öll eða
fleiri Norðurlönd" verði aðilar að EB.
Þýzka sambandsstjómin og banda-
menn hennar í Evrópubandalaginu
fagna þessari þróun innilega. Hún
er merki um framsýni og kjark,“
sagði Kohl.
Aðild raunhæf um miðjan
áratuginn
„Ég tel að viðræður um inngöngu
í EB geti hafizt snemma árs 1993
við Austurríki, Svíþjóð og Finnland,
ef til vill við öll EFTA-ríkin, ef þau
óska þess. Sambandsstjórnin mun
mæla eindregið með þessu á næsta
fundi leiðtoga EB í iissabon í júní,
þar sem við munum ræða um horfur
á stækkun bandalagsins," sagði Kohl.
„Ég vænti þess einnig að við getum
lokið þessum viðræðum mjög hratt,
þannig að það virðist fullkomlega
raunhæft að til aðildar geti komið
um miðjan áratuginn. Mikið hefur
verið liðkað fyrir aðildarviðræðum
með því að mikilvæg atriði hafa þeg-
ar verið leyst í EES-samningunum,
sem lauk farsællega 14. febrúar."
Kanzlarinn sagði að þrátt fyrir að
Evrópubandalagið hefði verið „dýpk-
að“ á fundinum í Maastricht, þar sem
ákveðið var að gera EB að eins kon-
ar sambandsríki, ætti það ekki að
torvelda inngöngu nýrra aðildarríkja.
Þvert á móti þyrfti stærra bandalag
á skilvirkari uppbyggingu að halda.
Aðild Norðurlanda kæmi EB
til góða
„Ég er viss um að innganga fleiri
Norðurlanda, ásamt Austurríki og
kannski Sviss, mun koma Evrópu-
bandalaginu til góða,“ sagði Kohl.
Hann sagði að Norðurlöndin væru
nátengd menningarlega og í viðskipt-
alegu tilliti og gætu miðlað af dýr-
mætri reynslu. Hann tiltók þar sér-
staklega reynslu Norðurlanda af
svæðisbundnu samstarfi, og sagði að
þýðingu slíkrar samvinnu mætti ekki
vanmeta. Þjóðveijar hefðu sjálfir
reynslu af svæðisbundnu samstarfí
við Frakkland og Sviss og nokkur
af sambandslöndum Þýzkalands
hefðu tengsl við nágrannahéruð í
Olpunum.
Kohl lagði ríka áherzlu á að eining
Evrópu myndi ekki þurrka út menn-
ingarleg einkenni þjóðanna. Fjöl-
breytileiki væri lífsnauðsynlegur, því
að auður heimsálfunnar væri fólginn
í hinum mismunandi sögulegu og
menningarlegu hefðum ríkja og land-
svæða. „Sameinuð Evrópa verður því
engin deigla, sem steypir alla í sama
mót. Hún mun varðveita og ýta und-
ir þjóðareinkenni, menningu og lifs-
stíl sérhverrar þjóðar og lands,“ sagði
kanzlarinn.
Fundar með
forsætisráðherrum og
leiðtogum hægrimanna
Kohl hitti forsætisráðherra Norð-
urlandanna að máli áður en hann
hélt ræðu sína og á eftir fundaði
hann með leiðtogum hægriflokkanna
á Norðurlöndum. Gro Harlem
Brundtland, forsætisráðherra Nor-
egs, sagði við blaðamenn eftir fund-
inn með Kohl að hann hefði látið í
ljós þá von að sem flest Norðurlöndin
gengju í raðir EB-ríkja. Kanzlarinn
hefði sagt mjög skýrt að hann myndi
fagna því að öll EFTA-ríkin myndu
sækja um EB-aðild.
Norðurlandaráðsþingi, því fertug-
asta í röðinni, lýkur í Helsinki í dag,
föstudag.
Framtíð Norðurlandaráðs:
Hagsmunasamtök í Evrópu
- segir Ilkka Suominen, forseti Norðurlandaráðs
Helsinkl. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins.
ILKKA Suominen, forseti finnska þingsins og nýkjörinn forseti Norð-
urlandaráðs, segir í samtali við Morgunblaðið að ráðið muni í auknum
mæli taka sér hlutverk hagsmunasamtaka Norðurlanda innan Evrópu.
Norrænt samstarf muni þó áfram halda gildi sínu á öðrum sviðum
en því efnahagslega.
„Á næstu árum munum við beina
kröftum okkar meira út á við, til
Evrópu,“ segir Suominen. „Raunar
hafa Norðurlönd alltaf haft mikil
samskipti við önnur Evrópuríki, en
nú mun Norðurlandaráð í auknum
mæli taka sér hlutverk norrænna
hagsmunasamtaka innan Evrópu.
Við munum að sjálfsögðu einnig ein-
beita okkur að samstarfi við ná-
grannalönd okkar. Ég tel að hag-
kvæmt samstarf um ýmis mál geti
tekizt, allt frá Vestur-Norðurlöndum
og til ríkjanna við Eystrasalt."
Suominen segir að á efnahagssvið-
inu muni norrænt samstarf færast
inn fyrir ramma Evrópubandalags-
ins. „Við verðum að viðurkenna að
Norðurlöndunum hefur ekki tekizt
að koma á raunverulegu og sam-
ræmdu norrænu efnahagssamstarfi.
Nú er það hins vegar í augsýn, inn-
an vébanda EB. En það er margt
sem skiptir máli annað en efnahags-
mál. Á öðrum sviðum mun norrænt
samstarf halda áfram af krafti, og
sá árangur, sem við höfum þegar
náð, verður ekki til einskis. Við
munum áfram geta ferðazt á milli
Norðurlandanna án vegabréfs, við
munum áfram hafa náið samstarf á
félagslega sviðinu og hin fjölbreyttu
menningarlegu tengsl Norðurlanda
munu áfram verða til staðar."
Þingforsetinn segir að æskilegast
væri fyrir norrænt samstarf að öll
Norðurlöndin gengju í Evrópubanda-
lagið. Hann segist eiga von á aðildar-
umsókn Norðmanna innan skamms
tíma. „í Noregi skapar EB-aðild fyrst
og fremst sálræn og að vissu leyti
pólitísk vandamál. íslendingar
standa hins vegar frammi fyrir raun-
verulegri vanda. Vilji. íslendingar
ekki ganga í EB, sé ég fyrir mér
að þeir muni hafa mjög náin tvíhliða
tengsl við bandalagið, og þeir verða
áfram fullgildir fjölskyldumeðlimir í
fjölskyldu Norðurlanda.“
Suominen segir að þótt Norður-
löndin kjósi að haga tengslum sínum
við EB á ólíkan hátt, þurfí það ekki
að þýða að neinn einangrist. Hann
bendir á að Norðurlönd hafi lengi
haft mismunandi skuldbindingum að
gegna, en samt haldið saman í gegn-
um þykkt og þunnt. „Danmörk hefur
til dæmis átt aðild að EB í næstum
tuttugu ár, án þess að draga sig út
úr Norðurlandasamstarfinu. Danir
hafa að vísu verið svolítið tvístígandi
í norrænu samstarfi, en samt séð sér
hag í að taka þátt í því áfram. Ég
tel að norrænt samstarf verði á sín-
um stað um ókomna tíð,“ segir Ilkka
Suominen.
Hluthafar í Eimskipafélagi íslands á aðalfundinum í gær.
Morgunblaðið/Sverrir
Aðalfundur Hf. Eimskipafélags íslands haldinn í gær:
Mikilvægt verkefni að byggja
upp aukinn rekstur erlendis
— segir Indriði Pálsson nýkjörinn stjómarformaður Eimskipafélagsins
EIMSKIPAFÉLAG íslands hyggur á aukinn rekstur erlendis vegna
takmarkaðra vaxtarmöguleika hér á landi á sviði þeirrar flutninga-
starfsemi sem félagið hefur stundað. Á sl. ári námu tekjur Eimskips
erlendis um 14% af rekstrartekjum og á þessu ári er áætlað að auka
flutninga erlendis til að bæta upp fyrirsjáanlegan 10% samdrátt í
tekjum af flutningum i áætlanasiglingum. Þetta kom fram í ræðu
Indriða Pálssonar, varaformanns stjómar Eimskips á aðalfundi félags-
ins í gær. Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjómar í gær var Indriði Igör-
inn formaður. Afkoma Eimskips var mun betri í fyrra en árið áður
og nam hagnaður af reglulegri starfsemi um 525 mil(jónum en var
295 miHjónir árið 1990.
Rekstrartekjur Eimskips námu
8.026 milljónum á árinu 1991 og
jukust um 10% frá árinu áður sem
er um 2% raunaukning miðað við
hækkun byggingarvísitölu. Rekstr-
arhagnaður Eimskips og dótturfé-
laga árið 1991, þ.e.a.s. hagnaður
fyrir fjármagnskostnað og óreglu-
lega liði, nam 437 milljónum saman-
borið við 259 milljónir árið 1990.
Heildarhagnaður félagsins nam
392,2 milljónum.
Heildareignir félagsins voru bók-
færðar á 10.139 milljónir i árslok
en skuldir námu 5.738 milljónum.
Eigið fé er því 4.401 milljón í árslok
og eiginfjárhlutfall 43% samanborið
við 45% árið áður. Arðsemi eigin
fíár var 10% árið 1991 en á árinum
1987 til 1991 hefur arðsemin verið
að jafnaði um 11% á ári. Starfsmenn
Eimskips voru að meðaltali 813 á
árinu 1991 en voru 732 árið áður
og er fjölgunin nánast öll erlendis.
Heildarflutningar Eimskips og
dótturfélaga þess árið 1991 voru
937 þúsund tonn samanborið 993
þúsund tonn árið 1990. í innflutn-
ingi í áætlanasiglingum varð 5%
aukning á milli áranna 1990 og
1991. Mest varð aukningin í bygg-
ingavörum, bifreiðum og málmum.
Útflutningur með áætlanaskipum
jókst um 3% á árinu og má einkum
rekja það til aukningar á útflutningi
sjávarafurða, einkum á frosnum
fiski. Samdráttur heildarflutning-
anna sem er 6% stafar fyrst og
fremst af minni stórflutningum,
bæði í inn- og útflutning og minni
flutningum á milli erlendra hafna.
Tekjur Eimskips af flutningum
fyrir vamarliðið námu um 300 millj-
ónum á árinu 1991 sem er um 3,8%
af rekstrartekjum félagsins.
129 starfsmenn erlendis
í byijun árs 1991 var gengið frá
kaupum Eimskips á umboðs- og
flutningaþjónustufyrirtækinu MGH
Ltd. í Bretlandi og er það í samræmi
stefnu félagsins að auka og efla
starfsemi með því að byggja upp
rekstur erlendis. Tekjur af erlendri
starfsemi Eimskips og dótturfélaga
þess voru 1.106 milljónir árið 1991
sem er um 14% af rekstrartekjum
félagsins. Árið 1990 var þetta hlut-
fall 11%. Á árinu 1991 voru starfs-
menn Eimskips og dótturfélaga er-
lendis 129 talsins en þar af voru
15 íslendingar. Á árinu 1990 voru
starfsmenn erlendis alls 49.
Indriði Pálsson lagði í ræðu sinni
áherslu á mikilvægi þess fyrir Eim-
skip að auka umsvif sín erlendis.
„Vaxtarmöguleikar hér á landi eru
takmarkaðir á sviði þeirrar flutn-
ingastarfsemi sem Eimskip hefur
stundað. Rekstur félagsins hefur á
liðnum árum orðið alþjóðlegri m.a.
með opnun skrifstofa félagsins er-
lendis og kaupum á erlendum fyrir-
tækjum í flutningatengdri starf-
semi.“
Varðandi yfírstandandi ár kom
fram hjá Indriða að ætlað er að
flutningar í áætlanasiglingum muni
dragast saman um 10% og tekjur
Eimskips minnka af þeim sökum.
„Þar kemur vel í ljós mikilvægi þess
að auka starfsemi félagsins erlendis
og víkka starfsvettvang þess til þess
m.a. að vega á móti á móti sam-
drættinum hér heima. Félagið mun
líklega verða með sama skipafjölda
í rekstri á þessu ári og var á síð-
asta ári eða 14 skip. Dregið verður
úr fjárfestingum og gert er ráð fyr-
ir að starfsmönnum muni fækka
nokkuð."
Indriði sagði aukin umsvif félags-
ins erlendis miða að því að veita
íslenskum aðilum víðtækari þjónustu
og jafnframt að veita erlendum aðil-
um flutningaþjónustu þar sem
starfsfólk og tækjakostur gæti nýst
til aukinnar arðsemi og vaxtar.
„Ýmsir möguleikar eru á að þjóna
nágrönnum okkar og öðrum þeim
sem þurfa á flutningi sjávarafurða
að halda. Félagið á t.d. í viðræðum
um þessar mundir við heimastjóm-
ina á Grænlandi um samstarf á sviði
flutningamála og Eimskip hefur náð
verulegum árangri í flutningum til
Indriði Pálsson flytur skýrslu stjórnar Eimskip. Við boðið sitja Baldur
Guðlaugsson, Benedikt Sveinsson, Jón H. Bergs og Erlendur Hjaltason
fundarritari '
og frá Nýfundnalandi og Færeyj-
um.“
Fram kom hjá Indriða að vart
hefur orðið við áhuga ýmissa aðila
hér á landi á að byggt verði alþjóð-
legt ráðstefnuhótel af þeirri gerð
sem Eimskip hefur unnið að, og
mundi slíkt hótel opna nýja mögu-
leika fyrir ísland sem ferðamanna-
land, einkum á sviði ráðstefnuhalds.
Hann sagði að alltaf hefði verið
ljóst að Eimskip liti á sig sem frum-
kvöðul í þessu verkefni og teldi
nauðsynlegt ef ráðist yrði í þessa
umfangsmiklu og áhugaverðu fram-
kvæmd, þá þurfi að fá til samstarfs
aðra innlenda og erlenda aðila. Jafn-
framt yrði rekstur hótelsins ekki í
höndum Eimskipafélagsins. „Við
teljum að þær aðstæður kunni að
skapast á næstunni, með lækkandi
vöxtum og auknum áhuga á þessu
viðfangsefni, að hótelbyggingin
komi brátt aftur á dagskrá hjá félag-
inu.“
Fjárfestingar 1.433 milljónir á
sl. ári
Fjárfestingar Eimskips og dóttur-
félaga voru samtals 1.433 milljónir
á sl. ári en voru 1.874 milljónir árið
1990. Fjárfest var í skipum fyrir
692 milljónir, í gámum og tækjum
fyrir 410 milljónir, í fasteignum 231
milljón og hlutabréf voru keypt fyr-
ir 100 milljónir.
í árslok 1991 voru dótturfélög
Eimskips 13 talsins. Rekstrartekjur
dótturfélaganna voru 796 milljónir
á árinu og höfðu aukist úr 600 millj-
ónum. Af 392,2 milljóna hagnaði
Eimskips nam hagnaður dótturfé-
laga 106,2 milljónum.
Markaðsverð skráðra hlutabréfa
Burðaráss hf. nam alls 1.935 millj-
ónum á sama tíma og bókfært verð
sömu bréfa var 1.359 milljónir.
Rekstrartekjur námu um 100 millj-
ónum á árinu sem er að mestu arð-
greiðslur frá félögum sem Burðarás
á hlut í. Eigið fé nam 1.1020 milljón-
um sem svarar til tæplega fjórðungs
af eigin fé Eimskips.
Á árinu 1991 eignaðist Eimskip
allt hlutafé Faxafrosts hf. í Hafnar-
firði og var það félag sameinað Eim-
skip. Einnig var dótturfélagið Eim-
skipafélagið Reykjavíkur hf. sam-
einað Burðarási hf.
Á fundinum var samþykkt að
greiða 15% arð og að gefin yrðu út
jöfnunarhlutabréf sem nemur 10%
af hlutafé.
Fimm stjórnarmenn áttu að
ganga úr stjóminni á fundinum f
gær og voru þeir allir endurkjömir
til tveggja ára. Þetta eru þeir Indr-
iði Pálsson, Hjalti Geir Kristíánsson,
Benedikt Sveinsson, Thor 0. Thors
og Gunnar Ragnars. Þá var Garðar
Halldórsson, kjörinn stjómarmaður
til eins árs í stað föður síns Hall-
dórs H. Jónssonar sem nýlega er
látinn. Á fyrsta fundi stjórnar var
Indriði Pálsson kjörinn formaður og
Garðar Halldórsson, varaformaður.
Kohl kanzlari Þýzkalands ávarpar þing Norðurlandaráðs:
EB getur liafíð aðildarviðræð-
ur við öll EFTA-ríkin 1993
J