Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1992
Reuter
Engin brögð í tafli!
Bandarískir herflugmenn bregða á leik með rússneskum starfsbræðrum á herflugvelli skammt frá Moskvu
en þangað komu tvær B-52 flugvélar í kurteisisheimsókn í fyrradag. Þykir það bera vott um þíðu sem
orðið hefur í samskiptum risaveldanna. Úrslit skákarinnar voru ekki birt.
EB-aðildarumsókn Svíþjóðar:
Bildt reynir að afia
tímáætlun Svía fylg’is
Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins.
CARL Bildt, forsætisráðherra Svíþjóðar, heldur í dag í opinbera heim-
sókn til Portúgal. Aðahnarkmið heimsóknarinnar eru viðræður við
Cavaco Silva forsætisráðherra um leiðtogafund Evrópubandalagsins
(EB) í júní sem skipulagður verður af Portúgölum, en þeir fara nú
með forystuna innan EB.
Bildt mun leggja áherslu á hug-
myndir Svía um tímasetningar varð-
andi aðild landsins að EB en Portú-
galar ráða því hvaða málefni verða
til umræðu á júnífundinum. Fundur-
inn verður haldinn í Lissabon og á
meðal annars að ákveða hvenær
teknar verða fyrir þær aðildarum-
sóknir sem borist hafa.
Forsenda fyrir því að hægt sé að
taka þær fyrir er að samkomulag
náist um fjárhagsáætlun bandalags-
FIX WC-hreinsir
hreinsar vel föst i
óhreinindi í
salernisskólum. Gefur
góðan ilm og gfjóandi
yfirborð.
FIX Tip-Top bab- og
eldhúshreinsir sem
Efnið er sýrulai
hentar þvi vel ■
sem þo a vatn.
baðherbergi c
ins. Jacques Delors, forseti fram-
kvæmdastjórnar EB, hefur lagt fram
tillögu qjm fjárhagsáætlun og hafa
nokkrar deilur orðið um hana en
hann krefst m.a. stóraukinna tekna
og útgjalda EB.
Síðast þegar fjárhagsáætlun EB
var til umræðu tók íjórtán mánuði
að afgreiða hana. Ef sú verður einn-
ig raunin nú gæti það valdið Svíum
vandræðum þar sem þeir vilja heíja
aðildarviðræður þegar í haust eða í
síðasta lagi í byijun næsta árs. Er
stefnan að EB-aðild Svíþjóðar gangi
í gildi árið 1995 eða 1996.
Portúgalar hafa möguleika á að
flýta fyrir umræðunum um fjár-
hagsáætlunina og einnig er vitað að
þeir eru hlynntir aðild Svíþjóðar að
EB.
Svíar munu greiða hærri gjöld til
bandalagsins en fátækari ríki á borð
við Portúgal sem eykur líkur þeirra
á því að fá greiða afgreiðslu aðildar-
umsóknarinnar. Það er einmitt eitt
af helstu áhersluatriðum tillagna
Delors að meiri fjármunum verði
veitt til fátækari ríkja EB. Lönd á
borð við Finnland og síðar meir e.t.v.
Noreg geta því einnig reiknað með
að fá vinsamlega afgreiðslu.
■■ ♦ ♦ ♦---------
Norskur lax:
EB framlengir
lágmarksverð
Brussel. Reuter.
Framkvæmdastjórn Evrópu-
bandalagsins (EB) tilkynnti á mið-
vikudag að gildistími reglna um
lágmarksverð á innfluttum laxi
frá Noregi hefði verið framlengd-
ur um þrjá mánuði.
Lágmarksverðið var sett á fyrir
þremur mánuðum eftir að skoskir
laxeldismenn höfðu kvartað um stór-
felld undirboð Norðmanna á EB-
markaði. Sögðu Skotamir sölu hjá
sér hafa minnkað vegna framboðs á
ódýrum norskum laxi.
Þegar lágmarksverðið var sett var
það í fyrsta sinn sem gripið hefur
verið til slíkra ráðstafana vegna und-
irboðs á matvörum.
Akvörðun framkvæmdastjóm-
arinnar var birt í opinberu málgagni
EB. Lágmarksverðið gildir til 31.
maí.
Kröfur um framsal Honeckers:
Þjóðverjar senda
stjóm Chile mótmæli
Bonn. Reuter.
ÞÝSK stjórnvöld sögðust í gær hafa beðið sendiherra sinn í Chile
að koma á framfæri mótmælum vegna þess að Erich Honecker,
fyrrum leiðtogi Austur-Þýskalands, fær að hafast við í sendiráði
Chile í Moskvu. I yfirlýsingu þýska utanríkisráðuneytisins sagði að
Honecker væri ekki alvarlega veikur og því léki enginn vafi á því
að hann þyldi það að vera fluttur til Þýskalands.
Honecker yfirgaf sjúkrahús í
Moskvu á þriðjudag en eiginkona
hans hafði haldið því fram að hann
væri alvarlega veikur. Birt hefur
verið rússnesk læknaskýrsla þar
sem segir að ekkert ami að leiðtog-
anum fyrrverandi. í kjölfar þessa
gerast þær raddir háværari í
Þýskalandi að stjórnvöld þar verði
að leggja harðar að sér til að fá
Honecker sendan ti Þýskalands en
þar á hann yfir höfði sér ákæru
fyrir að hafa fyrirskipað að þeir
sem reyndu að flýja land yrðu
skotnir á flótta.
Míkhafl Poltoranin, aðstoðarfor-
sætisráðherra Rússlands, hét því í
gær að rússnesk stjómvöld myndu
framselja Honecker til þýskra
stjórnvalda. Poltoranin sagði í við-
tali við þýska dagblaðið Neue VFest-
fálische að leitað væri leiða til að
senda Honecker heim til Þýska-
lands en hann er nú í sendiráði
Chile í Moskvu. Míkhaíl Kamíjnín,
talsmaður rússneska utanríkisráð-
herrans, sagði hins vegar í gær að
afstaða Rússa hefði ekki breyst.
Stjómvöld í Chile og Þýskalandi
yrðu sjálf að útkljá málið.
Norbert Schaefer, talsmaður
þýskra stjórnvalda, lét í ljósi bjart-
sýni í gær um að málið væri að
leysast. Þýska stjórnin hefur sakað
Honecker um að gera sér upp
veikindi til að sleppa við að vera
sendur til Þýskalands. Schaefer
sagði einnig að yfirlýsingar sendi-
herra Chile í Bonn bentu til breyttr-
ar afstöðu yfirmanna hans.
Þýsk dagblöð sendu Honecker
tóninn eftir að innihald rússnesku
læknaskýrslunnar var gert opin-
bert. „Gamli austur-þýski einræðis-
herrann er enn sami lygarinn,"
sagði dagblaðið Super í Berlín.
„Hann laug að Rússum, hann laug
að þýsku stjórninni og hann laug
meira að segja að eina vininum sem
eftir var, sendiherra Chile í
Moskvu." Der Tagesspiegel sagði
að „gamli lævísi loddarinn" væri
greinilega við hestaheilsu og Bild
hélt því fram að „gamli morðinginn
við Berlínarmúrinn" væri nú að
„hlæja að okkur öllum".
Reuter
Vopnaðir Serbar gæta þjóðvegar skammt frá Sarajevo, höfuðborg
Bosníu.
Vance hvetur til
stillingar í Bosníu
Sanyevo. Reuter.
CYRUS Vancee, sérlegur sendimaður Sameinuðu þjóðanna (SÞ),
hvatti deiluaðila í Bosníu-Her/egovínu í gær til þess að sýna still-
ingu og forðast vopnuð átok í lengstu lög.
Vance kom í gær til Bosníu og
ræddi fyrst við Alija Izetbegovic
forseta og ráðgerði að hitta einnig
Radovan Karadzic, leiðtoga serb-
neska minnihlutans í lýðveldinu.
Karadzic sagði í gær að Bosnía
væri á barmi borgarastyijaldar og
það væri Guði að þakka að stríð
hefði ekki þegar brotist út. Hann
hefur harðlega gagnrýnt afstöðu
Evrópubandalagsins (EB) til deil-
unnar í Júgóslavíu en af hálfu EB
var það forsenda fyrir hugsanlegri
viðurkenningu Bosníu sem sjálf-
stæðs ríkis að íbúar lýðveldisins
greiddu fyrst atkvæði um hvort
þeir vildu sjálfstæði eða áfram-
haldandi aðild að júgóslavneska
ríkjasambandinu. í atkvæða-
greiðslu um síðustu helgi var lýst
yfir stuðningi við stofnun sjálf-
stæðs ríkis.
Spenna hefur verið í Bosníu af
þeim sökum og andstæðar fylking-
ar hafa vígbúist. Ástandið stefnir
komu 14.000 manna friðargæslul-
iðs SÞ til grannríkisins Króatíu í
hættu.