Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ • FO&TUDAGUR -6. - MARZ- 1«02 7 Skoðanakönnun meðal íbúa í Árbæ: Fæstir íbúanna kaupa neysluvörur í hverfinu íbúar yfirleitt sáttir við þjónustu og skipulag FÆSTIR íbúar í Arbæjarhverfi í Reykjavík kaupa neysluvörur í verslunum í hverfinu. Jafnframt eru flestir íbúarnir þeirrar skoð- unar að ekki vanti neina verslun eða þjónustu í hverfið. Þá er meiri- hluti íbúa sáttur við útivistarsvæð- in í hverfinu, þjónustu strætis- vagna og telur að umferðaröryggi sé nægjanlegt. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Islenskar markaðsrannsóknir hafa gert fyr- ir Borgarskipulag Reykjavíkur. Markmið könnunarinnar var að athuga venjur íbúa Árbæjarhverfis, hvað þeim fyndist vanta í hverfið og hvað þeim fyndist um þjónustu Strætisvagna Reykjavíkur. í þeim hluta könnunarinnar sem fjallaði um útivistarsvæði og tóm- stundir kom fram að íjórir af hveijum fimm íbúum Árbæjar höfðu farið í Elliðaárdalinn á síðasta ári, og 28% fóru vikulega og oftar í dalinn. Þeg- ar spurt var hvað fólki fyndist vanta á útivistarsvæðin í hverfinu kom fram að flestir töldu þau fullnægj- andi; en þeir sem töldu eitthvað vanta nefndu leiktæki, sundlaug, betri lýs- ingu og bekki. Þá kom fram að rúm- lega 80% sögðust nota göngustígana í Árbænum 2-3 eða oftar í mánuði, og rúmlega 30% notuðu stígana dag- lega. Loks fannst vel flestum, eða 63% þeirra sem afstöðu tóku, að rækta ætti svæðið upp milli Bæjar- háls og Hraunbæjar. Þegar spurt var um umferðarmál fannst rúmlega 52% íbúanna engin þörf á að bæta umferðaröryggið í hverfinu. En þeir, sem töldu örygginu ábótavant, vildu lækka hámarks- hraðann eða setja upp hraðahindran- ir. Af þeim sem tóku afstöðu til þjón- ustu strætisvagnanna taldi um helm- ingur þjónustuna vera mjög góða eða frekar góða en 33% töldu þjónustuna vera frekar slæma eða mjög slæma. Um 64% þeirra sem afstöðu tóku töldu ónauðsynlegt að bæta við at- vinnuhúsnæði í Árbæ eða næsta nágrenni, tæplega 20% töldu það frekar nauðsynlegt en 7% mjög nauð- synlegt. Fram kom að þeir sem höfðu undir 175 þúsund krónum í ijöl- skyldutekjur fannst nauðsynlegra en öðrum að byggja atvinnuhúsnæði í hverfinu. Um 33% aðspurðra í könnuninni fannst ekki vanta verslun eða þjón- ustu í hverfið. Tæplega 17% fannst helst vanta ódýran stórmarkað, tæp- A Ottast tölvu- veiru í dag TÖLVUVEIRA, sem gengur undir nafninu MichaelAngelo-veiran, er líklega í um 50-500 tölvum hér- lendis og mun verða virk í dag, 6. mars að sögn Friðriks Skúla- sonar tölvufræðings, eins og raunar áður hefur komið fram í Morgunblaðinu. Veiran lýsir sér í því að hún þurrkar út allar upp- lýsingar á hörðum diski tölvunn- ar. Ýmsar aðrar tölvuveirur finnast nú hér á landi þó ekki séu þær jafn hættulegar. Að sögn Friðriks eru til tvenns konar tölvuveirur. Annars vegar veirur sem smitast með dis- kettum og hins vegar veirur sem smitst með forritum en MichaelAng- elo-veiran smitast með diskettum og finnst hún einungis í IBM PC og öðrum samhæfðum vélum. ýmis kon- ar aðrar veirur eru þó í öllum töivu- tegundum og telur Friðrik að 1 af hveijum 20 vélum á íslandi hafi ein- hvern tímann smitast af einhverri tölvuveiru. Til að koma í veg fyrir að MichaeiAngelo og aðrar veirur nái að valda tjóni er hægt að keyra for- rit sem eyðir veirum úr tölvum. Þetta forrit hefur verið hægt að fá á kostn- aðarverði, 200 krónur, hjá Einari J. Skúlasyni fram til dagsins í dag, 6. mars. lega 13% fannst helst vanta vefnað- arvöruverslun og rúmlega 8% fannst vanta sundlaug. Þá kom fram að 41% kaupir mjög lítinn hluta daglegra neysluvara í hverfinu, 15% kaupa frekar lítinn hluta og 18% kaupa um helming neysluvara. Um 25% kaupa frekar stóran eða mjög stóran hluta neysluvara í hverfinu. Könnunin var gerð í byijun des- ember á síðasta ári og var úrtakið 800 manns, þar af fengust svör frá 601 eða 75%. Veiddi þrjár tóf- ur sömu nóttina Bíldudal EINBÚINN og refaskyttan Hákon Sturluson, bóndi á Hjallkárseyri í Arnarfirði, fékk aldeilis vænan feng eina nóttina fyrir fullu tungli þegar hann Iá í skothúsi á Rauðsstöðum fyrir tófu. Skaut Hákon þrjár tófur um nóttina úr skothúsi sínu með haglabyssu. Morgunblaðið/Róbert Schmidt Hákon Sturluson er nú kominn með fimm mórauðar tófur það sem af er vetri. Nokkrum dögum síðar náði Konni tveimur tófum, með stuttu millibili, til viðbótar og er nú kom- in með fimm tófur það sem af er vetri. Öll dýrin eru mórauð á lit. Konni verkar tófumar að venju og því til staðfestingar hanga allmörg tófuskinn uppi í skúrnum við hús- ið, bæði snjóhvít og mórauð. Bestu skilyrði til tófuveiða eru þegar tungl er fullt og veður stillt. Vindur verður helst að vera úr norðri eða austri ef vei á að takast til hjá Konna. Og á milli lægða og hríðarveðra leggst einbúinn fyrir í skotbyrgi sínu fyrir skínandi tungli í von um að lágfóta komi af ijalli á útburðinn sem er skammt frá byrginu. Þá er takmarkinu náð hjá sauðfjárbóndanum á Hjallkárseyri. - R. Schmidt. ^rSiaa*%8 SU'lm /QÉt&m 't2llisí §68sír% 1 /0 Énlm ' Akureyri Egilsstaðir Hamafförður Húsavík ísqfförður Norðfförður Patreksfförður Sauðárkrókur Þingeyri 5.970 7.860 6.970 6.720 5.600 8.100 5.430 5.400 5.370 Vestmannaeyjar 4.000 OHUILEGT m m Það hejur aldrei veriðjajn hagstœtt að jljúga innanlands. Ofangreint verð er fram og til baka milli áfangastaða Flugleiða og Reykjavíkur. Miðað er við að greitt sé fyrir báðar leiðir, fram og til baka, með a.m.k. tveggja daga fyrirvara og höfð sé viðdvöl í a.m.k. þrjár nætur. Flugvallarskattur, 330 kr., er inni- falinn. Takmarkað sætaframboð. Hafðu samband í síma: 91-690 250 eða við um- boðsmann á hverjum stað. FLUGLEIDIR þjóðbrant innanlands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.