Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1992
25
Atkvæðagreiðslur með rafútbúnaði;
Stj órnarandstæðingar telja viðbrögð
forsætisnefndarinnar ófullnægjandi
ATKVÆÐAGREIÐSLUR með rafbúnaði eru enn deiluefni Alþings-
manna. Stjórnarandstæðan hefur skrifað forsætisnefnd Alþingis bréf
og ítrekað tilmæli sín um að forsætisnefndin fari yfir umræðuna sem
orðið hefur um þessi mál. Hvernig þau mistök gátu gerst þegar Matt-
hías Bjarnason (S-Vf) greiddi atkvæði fyrir fjarstaddan þingmann,
Árna Johnsen (S-Vf). Stjórnarandstæðingar óttast að hér hafi ekki
verið um einstæðan atburð að ræða. Þeir telja hið vélvædda atkvæða-
greiðslukerfi meingallað í núverandi mynd og bjóða heim misnotkun.
Sá atburður eða mistök sem
hentu Matthías Bjarnason (S-Vf)
fimmtudaginn 27. febrúar hafa orð-
ið tilefni mikillar umræðu meðal
þingmanna og í fjölmiðlum. Síðast-
liðinn þriðjudag skrifuðu formenn
þingflokka stjórnarandstöðu forseta
Alþings bréf og fóru þess á leit að
forsætisnefnd þingsins fjallaði um
þennan alvarlega atburð og birti
síðan yfirlýsingu sína þar um. Þess
var einnig farið á leit að ekki yrðu
greidd atkvæði með rafbúnaði, þar
til niðurstöður forsætisnefndar lægu
fyrir.
í fyrradag svaraði forsætisnefnd-
in þessum tilmælum formanna þing-
flokka stjórnarandstæðinga. í bréfi
forsætisnefndarinnar kom m.a.
fram, að hún teldi ekki tilefni til
þess að nefndin segði sitt sitt álit á
þeirri umræðu sem átt hefði sér
stað. Það kom einnig fram í svari
forsætisnefndarinnar að Matthías
Bjarnason hefði föstudaginn 28.
febrúar beðið þingforseta afsökunar
og harmað mistök sín.
Bréf stjórnarandstöðunnar
í gær átti að greiða atkvæði um
5 þingmál. Nokkru fyrir hádegi
greindi fundarstjóri Björn Bjarna-
son varaforseti Alþingis frá því að
borist hefðu formleg ósk um það
að þeim atkvæðagreiðslum sem
fram áttu að fara yrði frestað fram
á mánudag og hefði forseti orðið
við þeirri ósk.
Ósk um þessa frestun mun hafa
komið frá talsmönnum stjómarand-
stöðunnar. Starfandi formenn þing-
flokka stjórnarandstöðu töldu svör
og viðbrögð forsætisnefndarinnar
frá því fyrradag ófullnægjandi og
halda því áfram bréfaskiptum. Bréf
formanna þingflokka Alþýðubanda-
lags, Framsóknarmanna og Sam-
taka er stílað til forsætisnefndar
Alþingis og er dagsett 5. mars.
1992. Bréfið er svohljóðandi:
„Borist hefur bréf frá forsætis-
nefnd Alþingis dagsett 4. mars
1992.
í bréfinu kemur fram að Matthías
Bjarnason alþingismaður hefur síð-
astliðinn föstudag harmað mistök
sín við atkvæðagreiðslu 27. febrúar
síðastliðinn og hefur beðið forseta
afsökunar á þeim mistökum. Það
er gagnrýnivert að forseti Alþingis
hefur ekki fyrr en í gær skýrt frá
þessu. Teljum við þó að þessi niður-
staða sé eftir atvikum með þeim
hætti að við munum ekki aðhafast
frekar í þessu máli.
Það mál sem hér um ræðir er
hins vegar svo alvarlegt að óhjá-
kvæmilegt er að ganga skýrar frá
niðurstöðum en forsætisnefndin hef-
ur gert til þessa. Uppgjör og grein-
ing þeirra mistaka er ekki aðeins
mál milli forsetans og viðkomandi
þingmanns; það er mál sem snertir
virðingu Alþingis og er því mál
þingsins og þjóðarinnar. Atkvæða-
greiðslur á Alþingi verða að ganga
eftir svo öruggum brautum að þjóð-
in geti treyst því að rétt sé farið
með formsreglur í einu og öllu.
Hver þingmaður er bundinn af sam-
visku sinni og hver þingmaður und-
irritar eiðstaf er hann tekur sæti á
Alþingi. Það er því hveijum einasta
þingmanni skylt að taka þátt í upp-
gjöri máls af því tagi sem kom upp
27. febrúar síðastliðinn.
Að öðru leyti teljum við ástæðu
til að gera ýmsar athugasemdir við
bréf forsætisnefndarinnar þar sem
við teljum svör hennar ófullnægj-
andi og óviðunandi að ýmsu leyti.
Við teljum óeðlilegt að forsætis-
nefndin skuli ekki fjalla sérstaklega
um ummæli einstakra þingmanna
um mál þetta utan þingsins. Þannig
er fullyrt að atburðir af þessu tagi
— að einn þingmaður hafi greitt
atkvæði fyrir annan — hafi komið
fyrir aftur og aftur. Þá hefur komið
fram að Ámi Johnsen alþingismaður
hafi hvað eftir annað beðið Matthías
Bjarnason um að greiða atkvæði
fyrir sig. Við teljum eins og áður
hefur fram komið af okkar hálfu
að forsætisnefndin hefði átt að fara
yfir þetta mál og birta þjóðinni
niðurstöðu sína um málið í heild.
Því hafnar forsætisnefndin og við
erum ósammála þeirri niðurstöðu.
Það er hlutverk forsætisnefndarinn-
ar og forsetans að gæta virðingar
Alþingis og því hefði verið eðlilegt
að fjalla einnig um þessar yfirlýsing-
ar. Það hefur t.d. komið fram í
ummælum Árna Johnsens og Matt-
híasar Bjarnasonar utan þings að
atkvæðagreiðslur hafi mismunandi
þýðingu og við teljum gagnrýnisvert
að forsætisnefndin tekur á vissan
hátt undir það sjónarmið í bréfi sínu
með því að kalla sumar atkvæða-
greiðslur„formsatriði“. Allar at-
kvæðagreiðslur hafa efnislegt inni-
hald og það er beinlínis hættulegt
að forsætisnefnd Alþingis geri
minna úr einni tegund atkvæða-
greiðslu en annarrar.
Við umræður um þessi mál að
undanförnu hefur athygli manna
beinst að ýmsum ágöllum atkvæða-
greiðslna með hinu nýja vélbúnaðar-
kerfi. Þannig hefur verið bent á, að
þingmaður getur látið vera að greiða
atkvæði þó að hann sé í salnum og
þar með er hann skráður fjarver-
andi. Atkvæðagreiðsla með vélbún-
aðinum getur því gefið ranga mynd
af hinum pólitíska veruleika í þing-
sainum. Þess vegna er óhjákvæmi-
legt að forseti láti bera saman fjölda
þeirra þingmann sem taka þátt í
atkvæðagreislu og eru í þingsalnum
í hvert skipti sem atkvæðagreiðsla
fer fram.
fllMÍIGI
Við teljum það engu breyta um
atkvæðagreislu með vélbúnaðinum
og ekki bæta á neinn hátt úr ágöll-
um hennar þó að einstakir þingmenn
fái yfirlit um niðurstöður hinna vél-
rænu atkvæðagreiðslna eftir á eins
og boðið er fram í bréfi forsætis-
nefndarinnar.
Það ber að ítreka í þessu sam-
bandi að opin atkvæðagreiðsla þar
sem öllum er ljóst hvernig hver þing-
maður greiðir atkvæði er grundvall-
arregla þingskapalaga. Þá reglu ber
að virða í einu og öllu og ekkert
má gera af hálfu forseta Alþingis
né þingmanna sem teflir því grund-
vallaratriði í tvísýnu.
Af þessum ástæðum og með hlið-
sjón af fyrri umræðum er líklegt
að þingmenn muni í vaxandi mæli
í öryggisskyni óska nafnakalls og,
atkvæðagreiðslu með handaupprétt-
ingu, sem er reyndar aðalregla sam-
kvæmt 2. málsgrein 66. greinar
þingskapa.
Við förum þess á leit við forseta
Alþingis að gerð verði grein fyrir
málinu í heild með ítalegri yfirlýs-
ingu af forsetastóli þar sem meðal
annars verið lesin upp þau bréfa-
skipti sem fram hafa farið um mál
þetta, þannig að niðurstöður verði
skráðar í þingtíðindi að svo miklu
leyti sem þær liggja enn fyrir.“
Bréfíð er undirritað af Svavari
Gestssyni varaformanni þingflokks
Alþýðubandalagsins, Valgerði
Sverrisdóttur varaformanni þing-
flokks Framsóknarflokksins og
Önnu Ólafsdóttur Björnsson for-
manni þingflokks Samtaka um
kvennalista.
Vantar siðanefnd
Salome Þorkelsdóttir forseti Al-
þingis sagðist hafa vænst þess að
þessu máli væri lokið og hún harm-
aði það að hafa nú fengið í hendur
bréf sem gæfi tilefni til að ætla að
svo væri ekki. Þingforseti kvaðst
myndu leggja bréf formanna þing-
flokka stjórnarandstöðunnar fyrir
forsætisnefndina á fundi sem yrði
haldinn næsta morgun. Hún vildi
því ekki tjá sig frekar um þetta mál
að svo stöddu.
Björn Bjarnason (S-Rv) varafor-
maður þingflokks Sjálfstæðismanna
sagði að hann teldi að þessu máli
væri lokið þótt nú hefði borist bréf
frá formönnum þingflokka stjórnar-
andstöðunnar. í þessu bréfi ítrekaði
stjórnarandstaðan í flestum atriðum
fyrri athugasemdir og tilmæli. Björn
Bjarnason sagði að þingflokkur
sjálfstæðismanna teldi svar það sem
forsætisnefndin hefði gefið í fyrra-
dag fullnægjandi. Ef menn vildu
halda áfram að ræða einstök atriði
þessa máls væri svo sem ekkert við
því að segja, en það þjónaði fremur
pólitískum tilgangi en því að upp-
lýsa málið. Vildi stjómarandstaðan
að þetta mál kæmist í þingtíðindi,
eins og lesa mætti í bréfi hennar,
hefði hún margar leiðir til þess og
þyrfti alls ekki atbeina forseta
þingsins eða forsætisnefndar.
Björn Bjamason vildi láta það
koma fram að hann liti ekki svo á
að forsætisnefndin væri siðanefnd
alþingismanna. Hlutverk forsætis-
nefndarinnar væri að fara með
stjóm Aþlingis og forsetar stjórnuðu
fundum. Vildu menn að einhver
aðili annar en kjósendur felldi dóma
um störf þingmanna og siðferði
væri unnt að koma á fót einhvers
konar siðanefnd þingmanna. Ymsir
starfshópar eða stéttir í þjóðfélaginu
hefðu slíkar nefndir. Ef slík nefnd
væri starfandi hefði verið full
ástæða til þess fyrr á þessu þingi
að skjóta málum til hennar.
Tillaga sjávarútvegsnefndar:
Þremur þingsályktunum
um sj ávarútveginn verði
vísað til ríkisslj ómarinnar
RÍKISSTJÓRNIN mun væntanlega fá þijár þingsályktunatillögur er
varða sjávarútveginn til athugunar- og íhugunar. Tillögurnar varða
gæðamál og sölumeðferð á ferskum fiski, útfærslu togveiðilandhelg-
innar og þorskeldi. Ossur Skarphéðinsson formaður þingflokks Alþýðu-
flokksins og doktor í fisklífeðlisfræði skiptist á skoðunum um sína
fræðigrein við framsóknarmenn.
í gær mælti Matthías Bjarnason
(S-Vf) formaður sjávarútvegs-
nefndar fyrir áliti nefndarinnar á
þremur tillögum til þingsályktunar.
Tillögu frá Jóhanni Ársælssyni (Ab-
VI) og Steingrími J. Sigfússyni (Ab-
Ne) um gæðamál og sölu á ferskum
fiski. Tillögu Magnúsar Jónssonar
(A-Rv) um útfærslu togveiðiland-
helginnar. Tillögu frá Ragnari Arn-
alds (Ab-Ne) um tilraunir til að
hefja seiðaeldi í stórum stíl til efl-
ingar þorskstofninum við ísland.
Matthías gerði grein fyrir því
áliti að hér væri um mikilsverð og
vandmeðfarin mál sem væru fullrar
athygli verð. Nefndin taldi rétt að
tillaga Jóhanns Ársælssonar og
Steingríms J. Sigfússonar yrði at-
huguð í tengslum við endurskoðun
á stefnunni í sjávarútvegsmálum.
Tillögu Magnúsar Jónsonar yrði að
athuga í tengslum við endurskoðun
laga frá árinu 1976 um veiðar í
fiskveiðilandhelgi íslands. Því var
lagt til að þessum tillögum yrði vís-
að til ríkisstjórnarinnar. Sjávarút-
Össur Ólafur Þ.
Skarphéðinsson Þórðarson
vegsnefnd lagði einnig til að tillögu
Ragnars Arnalds yrði vísað til ríkis-
stjórnarinnar til athugunar m.a.
með hliðsjón af því að opinberir
sjóðir ættu nú aðstöðu fiskeldisfyr-
irtækja sem hætt hefðu starfsemi.
Það kom fram í umræðum að
stjórnarandstæðingar voru eftir at-
vikum sáttir við þá- afgreiðslu sem
sjávarútvegsnefnd gerði tillögu um.
En það kom fram t.d. fram í máli
Stefáns Guðmundssonar (F-Nv)
að hann teldi það álitamál að ríkis-
stjórnin væri þess verð að taka
þessi mál að sér. Þótt sá kostur
væri tekinn að láta reyna á dug
ríkisstjórnarinnar.
Hegðan þorska og manna
Formaður Sjávarútvegsnefndar
greindi frá því að nefndin teldi að
Ragnar Arnalds (Ab-Nv) hefði með
tillögu sinni þess efnis að fela
sjávarútvegráðuneytinu og Haf-
rannsóknarstofnun að láta hefja til-
raunir með seiðaeldi í stórum stíl
til eflingar þorskstofnjnum hefði
hreyft við hinu mikilsverðasta máli.
Þingmenn ræddu nokkuð góðan
árangur sem náðst hefur í lúðueldi
hjá Fiskeldi Eyjafjarðar. Tómas
Ingi Olrich (S-Ne) og Stefán
Guðmundsson (F-Nv) deildu nokk-
uð um að hve miklu leyti mætti
þakka hlut Byggðastofnunar góðan
árangur þessa fyrirtækis.
Össur Skarphéðinsson (A-Rv)
sagði að sennilega hefði engin at-
vinnugrein veitt jafnmiklum tekjum
til rannsókna eins og fiskeldið, þrátt
fyrir erfiða stöðu. Kunnugt væri
að Norðmenn hefðu náð góðum
árangri á sviði þorskeldis. En menn
hefðu hér á landi stundum gert að
því skóna að við gætum ekki náð
svipuðum árangri varðandi hafbeit
á þorski vegna þess að í innfjörðum
við strendur Noregs væri vitað um
mjög staðbundna stofna af þorski,
en hér við land væru ekki þekktir
staðbundnir stofnar.
Össur sagði að nú nýverið hefðu
komið fram afar mikilverðar upp-
lýsingar frá innlendum rannsóknum
varðandi þorskeldið. Niðurstöður á
merkingum þorskfiska við Aust-
firði. Það hefði nú komið fram sem
menn hefðu ekki fyrr vitað að þar
væri um að' ræða verulega stað-
bundna stofna. Þessar niðurstöður
bentu til þess að hafbeit á þorski
gæti skilað okkur mikiu meiri
árarigri en við hefðum fyrr talið.
Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf)
þótti það merkilegt að Össur Skarp-
héðinsson hefði staðfest að þorskur-
inn við ísland hegðaði sér svipað
og þorskurinn við Noreg og „hefðu
flestir leikmenn trúað að svo væri
að óreyndu". Össur Skarphéðins-
son (A-Rv) sagði raunvísindin hafa
mikils misst þegar Ólafur Þ. Þórð-
arsson hefði á bernskum aldri af-
ráðið að leggja fyrir sig kennslu.
Össur sem er doktor í fisklífeðlis-
fræði notaði þetta tækifæri til að-
fræða þingmenn um að það væri
ekki sjálfgefið að norskur þorskur
hagaði sér svipað og íslenskur
þorskur. Hann héldi því t.d. ekki
fram að íslenskir framsóknarmenn
höguðu sér svipað og norskir fram-
sóknarmenn. I Noregi væru þessir
djúpu firðir; staðhættir hefðu áhrif.
Það væri ósvinna að halda því fram
að Finnur Ingólfsson (F-Rv) fram-
sóknarmaður úr Reykjavík hagaði
sér með svipuðum hætti og Ólafur
Þ. Þórðarson þingmaður frá Vest-
fjörðum.
Framsóknarmönnunum, Guð-
mundi Stefánssyni (F-Ne), Stef-
áni Guðmundsyni (F-Nv) og Ólafi
Þ. Þórðarsyni (F- Vf) þótti alþýðu-
flokksmenn vera verðugt rannsókn-
arefni. T.a.m. flökkueðli sumra for-
ystumanna og hvort slíkir leituðu
síðar á hrygningarstöðvarnar.
Umræðum um allar þessar tillög-
ur var lokið en atkvæðagreiðslu
frestað.