Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1992
Einar H. Páls-
son — Minning
í dag verður til moldar borinn
tengdafaðir minn Einar H. Pálsson,
en hann andaðist aðfaranótt 28.
febrúar sl. eftir langvarandi heilsu-
leysi.
Einar var fæddur 7. janúar 1911
á Eskifirði, næstelztur fimm sona
hjónanna Páls Bóassonar, sem síð-
ast var starfsmaður í fjármála-
ráðuneytinu, og konu hans Vilborg-
ar Einarsdóttur. Auk þess átti Ein-
ar fóstursystur, Oddnýju Guð-
• mundsdóttur, sem býr hér í bæ, en
bræðurnir eru allir látnir. Páll og
Vilborg voru bæði Austfirðingar,
ættuð frá Reyðarfirði, hann frá
Sléttu, en hún frá Helgustöðum.
Eins og títt var með unga menn
í sjávarplássum fór Einar ungur til
sjós, fyrst fyrir austan, en síðar frá
Reykjavík, en hingað fluttist hann
í kringum 1930. Seinna starfaði
hann m.a. hjá Tollstjóra, og um
tíma var hann fulltrúi hjá bróður
sínum Gunnari A. Pálssyni, er hann
var bæjarfógeti í Neskaupstað.
Einar kvæntist 1937 Þuríði
Sveinsdóttur Pálssonar kaupmanns
í Hábæ í Vogum. Eignuðust þau
fjögur böm, en misstu eitt þeirra á
bamsaldri. Einar og Þuríður slitu
samvistum.
Þegar ég kynntist Einari fyrir
tæplega hálfum fjórða tug ára bjó
hann ásamt einkasyni sínum hjá
foreldmm sínum, þeim góðu hjón-
um Vilborgu og Páli á Asvallagötu
17. Að Páli ólöstuðum var Vilborg
einhver sérstæðasta og bezta kona,
sem ég hef kynnzt, traust og um-
hyggjusöm og ákaflega orðvör.
A meðan þau Vilborg og Páll
lifðu vora heimsóknir á Asvallagöt-
gina fastur liður um helgar, en þar
var, ef svo má segja, samkomustað-
ur fjölskyldunnar.
Við fyrstu kynni fannst mér Ein-
ar vera óhamingjumaður, enda
kominn í félagsskap Bakkusar, en
seinna tókst honum af mikilli ein-
urð að slíta þeim félagsskap. Hann
var mjög hæglátur maður og dulur
og flíkaði ekki tilfinningum, en var
vinur vina sinna. Um árabil hafði
Einar átt við vanheilsu að stríða,
og hefur sjálfsagt verið hvíldinni
feginn.
Ég og böm min óskum honum
blessunar á Guðs vegum.
Steinunn H. Yngvadóttir.
Einar Halldór Pálsson föðurbróð-
ir minn fæddist á Eskifirði 7. jan-
úar 1911 og var því rétt áttatíu og
eins árs gamall er hann lést í
Reykjavík 28. febrúar sl. Einar var
næst elsti sonur afa míns og ömmu,
þeirra Páls Bóassonar frá Sléttu í
Reyðarfirði (f. 1881, d. 1967) og
eiginkonu hans, Vilborgar Einars-
dóttur frá Helgustöðum í Reyðar-
fírði (f. 1888, d. 1986). Þau Páll
og Vilborg bjuggu á Eskifirði til
1934 er þau fluttust til Reykjavík-
ur. Bræður Einars voru fjórir, Bóas
Albert járnsmiður (f. 1913, d.
1962), Óli Sæberg (f. 1915, d.
1946), Friðrik lögregluþjónn (f.
1917, d. 1974) og faðir minn Gunn-
ar Axel (f. 1909, d. 1991) sem var
elstur þeirra bræðra.
Einar ólst upp á Eskifirði hjá
foreldram sínum og bræðram og
fóstursystur sinni Oddnýju Guð-
mundsdóttur (f. 1923) en hana tóku
þau Páll og Vilborg að sér og ólu
upp. Oddný er húsmóðir í Reykja-
vík. Hún var gift Pétri Steinssyni
sem nú er látinn. Þá var og á æsku-
heimili Einars Viihjálmur Á. Lúð-
víksson (f. 1897) en hann hafði
Oddný langamma mín, móðir Vil-
borgar, tekið að sér sem kornabam
og fluttist hann með henni til Páls
og Vilborgar er hún fullorðnaðist.
Vilhjálmur er kvæntur Helgu Giss-
urardóttur. Þau tvö, Oddný og Vil-
hjálmur, hafa ávallt verið nátengd
fjölskyldunni og afkomendum Páls
og Vilborgar. Á æskuheimili þeirra
Einars og föðurbróður míns á Eski-
fírði hafa sjálfsagt skiptst á skin
og skúrir eins og jafnan er í lífínu.
Ungir hófu þeir að starfa við físk-
verkun undir stjóm föður síns sem
hefur lagt ríkt á við þá um trú-
mennsku, heiðarleika og alúð í öll-
um störfum, stórum sem smáum.
Mér eru minnisstæðar margar
dæmisögur föður míns af þeim
toga; hversu lítilmótlegt það er að
gera ekki alltaf sitt besta í hveiju
því sem menn taka sér fyrir hendur.
Eins og flestir íslendingar á aldri
Einars föðurbróður míns stundaði
hann margvísleg störf bæði til sjós
og lands um ævina. Hann vann þó
lengst af við ýmis skrifstofustörf,
m.a. lengi hjá Tollstjóranum í
Reykjavík. Þá starfaði hann um
hríð með föður mínum á Neskaup-
stað er hann var þar bæjarfógeti
1945-1947.
Einar var ekki háskólamenntaður
maður en fjölmenntaður og fróður
um menn og málefni af eigin at-
beina. Hann hafði gaman af bók-
lestri og hafði fyrst og fremst áhuga
á ættfræði og sögu.
Árið 1937, eftir að fjölskyldan
fluttist frá Eskifírði til Reykjavíkur,
kvæntist Einar Þuríði Sveinsdóttur
og áttu þau saman fjögur böm. Þau
Einar og Þuríður skildu 1955. Elst
barna þeirra er Hörður Einarsson,
f. 1938, sem er kvæntur Steinunni
H. Yngvadóttur og eru börn þeirra
Yngvi, f. 1960, sem er kvæntur
Vilborgu Hjaltadóttur og eiga þau
einn son, Magnús, f. 1966, og Páll
fæddur sama ár, tvíburar, Guðrún
Dóra, f. 1970, og Vilborg Helga,
f. 1977. Annað barn þeirra Einars
og Þuríðar er Edda, f. 1940, maður
hennar er Einar M. Magnússon.
Edda á tvo syni, Einar, f. 1957, og
Hörð, f. 1958, sem býr í Ástralíu
og á þar þijú böm, og dótturina
Valgerði, f. 1961, maður hennar
er Jón Freyr Jóhannsson. Valgerður
á einn dreng. Þriðja barnð var Vil-
borg sem fæddist 1942 og dó sama
ár. Fjórða bamið er Kristín, f. 1945.
Hún er gift Sveini G. Scheving og
era þeirra synir Ómar, f. 1966,
kona hans er Hulda B. Einarsdótt-
ir, Birgir, f. 1970, kona hans er
Cynthia N. Crawford, Daníel, f.
1977, og Reynir, f. 1979. Af þess-
ari upptalningu má sjá að þegar
er frá Einari kominn talsverður
ættbogi. I allri umgengni Einars
og bama hans og barnabama ríkti
hlýja og nærfæmi. Einari þótti afar
vænt um afabörnin öll og fylgdist
með þeim og framgangi þeirra af
miklum áhuga, enda var hann bæði
blíðlyndur að eðlisfari og barngóð-
ur.
Fyrstu endurminningar mínar
um Einar era frá heimili afa míns
og ömmu, Páls og Vilborgar, á
Ásvallagötu 17 í Reykjavík. Þar
átti hann heimili með þeim í mörg
ár ásamt Halldóru ömmusystur
minni og föður mínum, sem bjó þar
um skeið, en flutti síðan í næsta
hús, en var daglega á Ásvallagöt-
unni allt til dauðadags, síðustu tvo
áratugina á mínu heimili þar, en
ég fluttist þangað nokkru eftir að
þau Páll og Vilborg féllu frá. Þann-
ig fléttuðust saman kynslóðirnar
með áþreifanlegum hætti.
Minningar mínar um Einar
frænda minn eru allar góðar og
fallegar. Eins og fyrr sagði var
hann blíðlyndur og hlýr að eðlisfari
og það skynjaði vel litli drengurinn
sem kom í heimsókn til afa óg
ömmu. Hann vék gjarnan að mér
sælgæti og sýndi því áhuga sem
ég var að gera eða hafði áhuga á.
Einar var líka góður vinur móður
minnar heitinnar og allt var þetta
ásamt frændskap og frændrækni
til þess fallið að laða fram góð og
náin samskipti þrátt fyrir hálfrar
aldar aldursmun.
Þeir Einar og Gunnar faðir minn,
en á þeim var aðeins 16 mánaða
aldursmunur, vora mjög góðir vinir
alla ævi.
Mörgum kann þó að hafa þótt
að á stundum hlyti að vera allt
annað en gott á milli þeirra er
stríðni og allt að því hnýfílyrði
gengu á milli. Svo var þó alls ekki,
allt var það kersknislaust og í raun
aðeins staðfesting á nánu og djúpu
vinasambandi og bræðrabandi. Vin-
átta þeirra og samkennd efldist og
dýpkaði með árunum og síðustu tvo
til þijá áratugi hygg ég að fáir
dagar hafi liðið án þess að þeir
töluðust við. Eftir að Einar fór af
Ásvallagötunni bjó hann um hríð
nærri vinnustað föður míns og lá
leið hans þá oftar en ekki um heim-
ili Einars. Um allnokkurt skeið bjó
Einar á vistheimili aldraðra við
Dalbraut og þar lést hann. Hann
kunni afar vel við sig á heimilinu
við Dalbraut og vil ég nota þetta
tækifæri til að koma á framfæri
þakklæti við starfslið þar allt fyrir
nærfærni og gott atlæti sem Einar
naut þar. Einar átti marga góða
vini og kunningja þarna síðustu
árin og nú um áramótin fluttist
þangað fósturbróðir hans, Vilhjálm-
ur Lúðvíksson, og kona hans,
Helga, en því miður fengu þau ekki
lengi notið saman góðra stunda á
ævikvöldinu. Síðustu árin átti Einar
oft við vanheilsu að stríða, m.a.
slæma lungnaveiki, sem hefti nokk-
uð fyrir honum. Þrátt fyrir þessi
veikindi lét hann aldrei hugfallast,
en tók öllu með jafnaðargeði og
jákvæðri lífsafstöðu. Ég er sann-
færður um að hann naut lífsins og
lagði sig fram um að aðrir fengju
líka notið, m.a. með því að deila
hvorki áhyggjum sínum, veikindum
eða óþægindum með öðrum heldur
bera það sjálfur og vinna úr því
með sínum hætti.
Einar frændi minn var mikill
áhugamaður um stjórnmál og fylgdi
Sjálfstæðisflokknum jafnan fast að
málum. Ég hygg t.d. að ófáa sam-
býlinga sína síðustu árin hafí hann
hvatt til að notfæra sér kosninga-
réttinn.
Um margra ára skeið var það
fastur vikulegur atburður að þeir
bræður Einar og Gunnar faðir
minn, Vilhjálmur Lúðvíksson, Jón
Þ. Ámason, en hann, Einar og
Gunnar vora systrasynir, ásamt
mér og Herði syni Einars, hittumst
í síðdegiskaffí á þriðjudögum. Á
þessum fundum fóra fram kraft-
miklar þjóðmálaumræður og var
þar svo margt sinnið sem skinnið
og skiptar skoðanir á nánast öllu.
Þetta voru skemmtilegar stundir
sem ég minnist með söknuði. Einar
var jafnan málsvari sátta og sam-
heldni við þessi tækifæri og blöskr-
aði án efa oft afdráttarleysi og ein-
földun sjónarmiða og málefna sem
oft vildu verða mikil.
Einar fellur nú frá síðastur sonar
Páls og Vilborgar, afa míns og
ömmu, sjálfur kynntist ég aðeins
þeim fjórum er komust á fullorðins-
ár. Sameiginleg einkenni þeirra
allra voru nákvæmni, orðheldni og
samviskusemi. Allir voru þeir frem-
ur dulir og flíkuðu lítt tilfínningum
sínum en tóku lífínu og því sem það
færði þeim með jafnaðargeði sann-
færðir um að ef þeir gerðu sitt
besta væri a.m.k. ekki við þá að
sakast. Hæglát framkoma, ræktar-
semi við foreldra sína, böm og vini,
óbrigðult trygglyndi, sanngirni og
mannúð vora allt sameiginlegir eðl-
iskostir þeirra bræðra.
Þegar ég sagði Einari lát föður
míns og bróður hans fyrir tæpu ári
brást hann við þeirri frétt með því
sama jafnaðargeði og mér þótti
öðra fremur einkenna þá bræður.
En ég fann, að hann hafði eins og
ég misst mikið. Það fann ég enn
betur þegar frá leið og falleg og
einlæg hughreystingar- og huggun-
arorð hans mættu mér ávallt er við
sáumst. Það var ekki asa eða fyrir-
gangi fyrir að fara, en einlægnin
og hjartahlýjan og viljinn til að'
bæta Iíðan þeirra sem áttu um sárt
að binda leyndi sér ekki. Við frá-
fall elskaðs föður, afa, langafa og
frænda ríkir auðvitað mikil sorg en
fjölmargar hlýjar minningar um
öðlingsmann og gengnar gleði-
stundir létta undir. Ég bið börnum
og öllum afkomendum Einars bless-
unar Guðs og að hann styrki þau
í sorg þeirra. Sjálfur kveð ég Einar
H. Pálsson föðurbróður minn með
djúpum söknuði og minnist ævi-
langrar og heilsteyptrar vináttu,
einlægrar hlýju, umhyggju og rækt-
arsemi í minn garð og minna.
Kjartan Gunnarsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ANNA KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR,
Lækjarbakka,
Mýrdal,
verður jarðsungin frá Reyniskirkju laugardaginn 7. mars kl. 14.00.
Ferð verður frá BSÍ kl. 8.30.
Þórólfur Gfslason,
Ragnhildur Gísladóttir, Guðbergur Sigurðsson,
Fjóla Gísladóttir, Birgir Hinriksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir,
ALBERT EINVARÐSSON
frá Marbakka,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 6. mars
kl. 14.00.
Helga Indriðadóttir,
Indriði Albertsson, Helga Sveinbjörnsdóttir,
Einvarður Rúnar Albertsson, Ingibjörg Sólmundardóttir,
Rósa Kristin Albertsdóttir, Gunnar Hafsteinsson,
Helga Þómý Albertsdóttir, Sturlaugur Gíslason.
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
ÁSDÍSAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Kóngsbakka 14.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks hjartadeildar Land-
spítalans fyrir sérstaklega góða umönnun og hlýhug.
Haraldur Kristinsson,
Erna Haraldsdóttir, John Moore,
Sigrún Magnúsdóttir, Jón Helgason
og barnabörn.
t
Eiginkona mín, móðirokkkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HULDA MARÍA KARLSDÓTTIR,
Suðurgötu 15-17,
-áðurtil heimilis á Blikabraut 9,
Keflavík,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 7. mars
kl. 14.00.
Blóm vinsamlega afþökkuð.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á Sjúkrahús
Keflavíkur.
Bjarni Guðmundsson,
Karl G. Sævars, Hallfrfður Ingólfsdóttir,
Ingveldur Bjarnadóttir, Þröstur Einarsson,
Fríða Bjarnadóttir, Sigurður Herbertsson ,
Guðbjörn Bjarnason, Sigurlaug Þráinsdóttir,
barnabörn og bamabarnabörn.
t
Okkar innilegustu þakkir til þeirra, sem
sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug
við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og lan-
gafa,
GUÐBJARTAR GUÐJÓNSSONAR,
Hlíf,
isafirði.
Petrína Ásgeirsdóttir,
Ásgerður Guðbjartsdóttir,
Sigriður Guðbjartsdóttir,
Marfa Guðbjartsdóttir,
Helga Guðbjartsdóttir,
Sesselja Guðbjartsdóttir,
Laufey Guðbjartsdóttir,
Guðjón Guðbjartsson,
Elísabet Guðbjartsdóttir,
Konráð Guðbjartsson,
Þorsteinn Guöbjartsson,
Ámi Guðbjartsson,
Einar Guðbjartsson,
Grétar Sfvertsen,
Hjörtur Jónsson,
Hreinn Ófeigsson,
Eggert Jónsson,
Fanney Þórðardóttir,
Sigurður Þorláksson,
Elínnóra Guömundsdóttir,
Sóley Jónsdóttir,
Guðrún Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.