Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1992 29 Kveðjuorð: Eggert Halldórs- son, Hnífsdal Fæddur 1. júlí 1903 Dáinn 23. febrúar 1992 Eggert hét hann Halldórsson, þekktastur jafnan undir nafninu Eggert í Búð, en þángað kom hann ungur að árum í atvinnu til hins þekkta athafna- og dugnaðarmanns Hálfdáns í Búð, útgerðarmanns þar um langa tíð og þótti mörgum sem þar mættu hendur fram úr ermum standa, sem hylli þess höfðingja njóta mættu, því hamhleypa var hann að dugnaði og útsjón allri og kunni því betur við að láta verkin ganga í þeim farvegi að ekki mynd- uðust ládeyður eða lognmolla í störfin. En sá gæfudagur mun Egg- ert þessum orðið hafi dýrastur í allri hans lífsgöngu þá hann þangað sínum fyrstu sporum stigið hafði enda ekki til einnar nætur tjaldað þar sem hans mesta hamingja ofin var í það klæði sem eftir hann fet- aði svo gott ævina á enda, í því hamingjusamasta litskrúði í hjú- skap sínum og tilveru allri til síð- ustu stunda. Börn átti Hálfdán í Búð engin en svo æxlaðist tilveran í það form að upp ólu þau hjón, Hálfdán í Búð og kona hans, Ingibjörg Halldórs- dóttir, það blóm frá blautu barns- beini sem svo óx í tímans rás í þá grænu grein að alla götu frá fyrstu kynnum varð Eggert sú mikla stoð í tilveru hans daga að aldrei bogn- aði við að styðja hans farsælu göngu um vegu hans alla meðan líf og heilsa hennar til þess entist. En þessi kona var Þorbjörg Jónsdóttir, Hálfdánssonar frá Meirihlíð í Bol- ungarvík. Þessari blómarós kvænt- ist Eggert 11. september árið 1927 og þar var sú skikkjan yfir hann dregin sem aldrei brást þann kær- leika að ylja sem farsælastur reynd- ist honum í stormi lífsins, enda ein- stök indæliskona sem ég vissi að allir dáðu í samskiptum allrar til- veru sinnar. I'jóra syni eignuðust þau hjón, ekki einungis mannvænlega ágæt- isdrengi, heldur allir til hópa þeir einstöku snillingar í öllu því marg- slungna formi sem þeir sér fyrir hendur tekið hafa í öllu því raf- magnstölvuflóði sem runnið hefir yfir landið hér undanfarin ár. Tölvu- vogir og allrahanda fullkomnunar Pennavinir Tomas Gustavsson Sparsnögatan 42 226-52 Lund Sverige Áhugamál hans eru skotfimi, sjálfs- vörn (júdó), tölvuspil, dans. Henrik Gustafsson Jaktstigen 26 226-52 Lund Sverige Áhugamál hans eru tennis, fótbolti, diskó. ÁSTRALSKUR strákur óskar eftir að eignast íslenska pennavini. Hann heimsækir ísland í sumar og hefur mikinn áhuga á að kynnast land- inu. Áhugamál hans eru bréfa- skriftir, tónlist, bókmenntir, ætt- fræði og golf. Heimilisfang hans er: Rodney Ruff 63 Putnam Ave Bendigo VIC 3550 Australia 17 ÁRA GÖMUL japönsk stúlka óskar eftir íslenskum pennavinum á svipuðum aldri. Heimilisfang hennar er: Mitsue Togo 1111-15 Takaoka, Fukusaki-cho. Kanzaki-gun Hyogo-ken. 679-22 Japan tæki og tól í skip, frystihús og ann- an búnað sem engan gat órað fyrir þá er þeir fyrstu spor sín tifuðu um garða í Búð í Hnífsdal, ættu slík undur og ósköp úr höndum þeirra og hugarviti að renna sem og rekst- ur Pólstækni og raftækjaverzlunar- innar Pólsins, Isafirði. Mátti þar um segja að eplin féllu ekki langt frá eikinni, því Eggert faðir þeirra var hinn listilega laghentasti maður enda sá er jafnan stóð í lagfæring- um öllum fyrirtækjum Hálfdáns í Búð til handa, enda hans hægri hönd í umsvifum öllum eftir að hans naut þar við. Mátti hinn aldni höfðingi Hálfdán í Búð vel þessum manni einnig treysta sem hann og enda kunni vel að meta, svo sem hann í allan máta lagði í hendi þessa gæfumanns verkstjórn og forustu um framgang hans dýrustu mála margra. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera um tíma í vinnu hjá þeim félögum og er mér óhætt að segja að frá þessum mönnum ljóma í huga mér ljúfar minningar frá sam- skiptum þeirra og það má ég sann- ast segja að engan mann þekkti ég eða konu sem ekki samdóma virti Eggert og þótti svo vænt um hann og dáðust að manngildi hans að einstakt var. Það var einmitt fyrsta vorið sem Hálfdán í Búð var að taka fyrsta grunninn í Norðurtanganum á Isafirði sem ég var í vinnu hjá hon- um í Hnífsdal. Fól hann þá Eggert umsjón með öllu sínu umfangi í Hnífsdal. Þá kynntist ég best þeim mannkostum og persónuleika sem Eggert bar í bijósti sér og þeirri hjartans hlýju sem Hálfdán átti yfir að ráða, eftir að hann í sólskins- blíðu biður mig að setjast niður með sér á þúfukoll rétt fyrir innan svokallaða Sigríðarbúð og spjallaði við mig um tilveruna. Þá var eins og opnaðist lind í huga hans og sálu og sá kaldlegi skrápur, sem mörgum fannst umlykja tilveru hans, hvarf eins og dögg fyrir sólu og þá fann ég af næmri tilfinningu hversu hjarta hans sló af einmuna kærleika og elskulegri tilfmningu til náungans. En hann opnaði ekki hug sinn fyrir hveijum sem var. En Eggert virti hann og mat í það óendanlega og þar fann Hálfdán það trausta tól sem treysta mátti í öllu því umfangi sem með höndum hans hafði, enda Eggert hans sterk- asta stoð og stytta í öllu hans um- fangi. En í Norðurtanganum á ísafirði sáði Hálfdán í Búð því fræi sem uppsprottið hefur af sá kjarnakvist- ur sem nú að telja má orðinn sé að stórum skógi, enda alla tíð vel hirt verið um garðinn þann og þar ekki síst átti Eggert í Búð drjúgan þátt framan af árum þessa stóra fyrirtækis, með huga sínum og höndum og það varð þessu mönnum báðum mikil gæfa þegar leiðir þeirra mættust og hin gæfusama hugarkeðja þeirra svo saman flétt- aðist í straumi tímans að hvorugur þeirra mátti sjá af hinum. En nú þegar Eggert í Búð, en svo var hann að jafnaði kallaður, hefur gengið sína lífsgötu á enda, er mér ríkast í huga þakklæti til hans fyrir ljúfmennsku hans, tryggð og kærleika, jafnan léttur í geði, spaugsamur og glettinn í einlægu sakleysi sínu og persóna hans gleymist engum þeim er honum kynntist og hann taldi að til trausts mætti teljast. Hið annaálaða heim- ili hans, Búð í Hnífsdal, er nú horf- ið af jörðu hér en þar lifir samt í minningu þeirra sem til þekktu bjartar stundir sem út frá geisluðu hlýir straumar frá samtíð þeirra daga sem þessir ágætu menn réðu húsum á þessum stað og nöfn þess- ara manna blómstruðu í tilveru daganna í vissum töfraljóma. Eg votta sonum Eggerts samúð sem og venslafólki hans og afkom- endum og óska þeim öllum gæfu og farsældar um ókomin ár. Jens í Kaldalóni. + Móðir okkar, ANNA FRITZDÓTTIR BERNDSEN, Búðardal, lést í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 4. mars. Börn og fjölskyldur. t Móðir okkar og amma, MAGNEA JÓELSDÓTTIR, Grundarstíg 12, Reykjavík, andaðist á öldrunardeild Hvítabandsins fimmtudaginn 5. mars. Hreinn M. Jóhannsson, Hafdís Jóhannsdóttir, Jóhann Gislason og fjölskyldur. + Ástkær móðir okkar, HERBORG ÓLAFSSON kristniboði, Ásvallagötu 13, lést á heimili sínu 5. mars. Fyrir hönd ættingja, Guðrún Ólafsdóttir, Hjördís Ólafsdóttir, Rannveig Ólafsdóttir. Minning: Hólmfríður S. Guð- mundsdóttir Fædd 15. apríl 1938 Dáin 9. febrúar 1992 Það var eins og kalt vatn rynni milli skinns og hörunds á mér þeg- ar ég hringdi á fjórðungssjúkrahús- ið á Ákureyri að morgni 10. febr- úar, og var sagt að systir mín, Hólmfríður S. Guðmundsdóttir, hefði látist þá kvöldið áður. Þar var farin um aldur fram, ekki bara systir heldur Iíka hún litla mamma eins og ég kallaði hana á mínum yngri árum. Hún var 10 árum eldri en ég og gætti mín af og til, til 18 ára ald- urs eða með öðrum orðum, önnur mamma. Hún var dóttir Guðmundar Þorsteinssonar sem lést árið 1956 og Þórunnar Agnarsdóttur sem dvelur nú á hjúkrunardeild aldraðra að Hornbrekku í Ólafsfirði. Við átt- um þtjá bræður, þar af lifa nú tveir, Óskar Ingi og Björn Steinar. Eftir- lifandi maðut' hennar er Björn Björgvin Þorvaldsson málarameist- ari og hefur hann verið konu sinni mjög góður, svo langt sem ég man, og þá sérstaklega í veikindum henn- ar. Börn þeirra eru Þorvaldur Þór, Guðmundur Þorbjörn og Elín Arn- dís Þórunn. Þau misstu eina dóttur, Elínu Arndísi, sem nú tók á móti móður sinni, það er ég viss um. Veikindi systur minnar hafa staðið í ár, nú er þeim lokið, samt finnst mér svo stutt síðan ég hringdi til hennar og þá var hún svo kát og hress að vanda, því kom þetta eins og hálfgert reiðarslag þegar að því kom. Þau bjuggu lengst af í Reykjavík en síðastliðin ár í Ólafsfirði. Það var alltaf gestkvæmt á heimili þeirra hjóna og gestrisnina vantaði ekki. Systir mín var mjög lagin við hannyrðir, hún saumaði til dæmis föt á sig og fjölskylduna. Meira að segja eftir að hún veiktist saumaði hún jólafötin á barnabörnin. Atork- an og dugnaðurinn var geysilegur og ég veit að hún var mjög góð dóttir, eiginkona, móðir, tengda- móðir, amma og systir. Elsku mamma, Bjössi, Doddi, Bubbi og Elín, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Stella Guðmundsdóttir. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVERRIR JÓNSSON járnsmiður, Faxatúni 18, Garðabæ, lést í gjörgæsludeild Borgarspítalans miðvikudaginn 4. mars. Guðrún Ólafsdóttir, Erla Margrét Sverrisdóttir, Björn Ingason, Ólafur Þ. Sverrisson, Helga Sigurðardóttir, Birna Sverrisdóttir, Sigurjón Már Pétursson og barnabörn. + > Sambýliskona mín, HREFNA STEFÁNSDÓTTIR, Hringbraut 50, lést 2. mars sl. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 11. mars kl. 13.30. Valdimar Bjarnason. + Móðir mín, PETRÚN MAGNÚSDÓTTIR, áður húsfreyja í Þingnesi, lést í sjúkrahúsinu á Akranesi 2. mars. Útförin fer fram frá Bæjarkirkju laugardaginn 7. mars kl. 14.00. Eyjólfur Hjálmsson. + Ástkær faðir okkar, HINRIK STEFÁNSSON, Ytri-Völlum, lést aðfaranótt 4. mars í sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Þórunn Hinriksdóttir, Helga Hinriksdóttir, Stefanía Hinriksdóttir. + Faðir okkar, afi og langafi, HARALDUR GUNNLAUGSSON frá Siglufirði, síðast til heimilis á Skjólbraut 4, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 10. mars kl. 10.30. Börn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.