Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 10
L'» «••(•<*• wun » sm.ur.rmw :f /f'-iaoj/ 10 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 6. MARZ 1992 Náunginn, ritdóm- arinn og kennarinn Athugasemdir við vinnubrögð eftir Ólaf Oddsson Hinn 28. febrúar sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir Jón Stefánsson, sem mun vera ritdóm- ari hjá blaðinu. Jón gagnrýndi ýmislegt í greinarkorni eftir mig í Morgunblaðinu 22. febrúar, — en þar var ég að gera athugasemdir við grein hans í Morgunblaðinu frá 16. febrúar, einkum þó við birtingu könnunar um listaskáldið góða og birtingu myndar af ungu fólki. — Efni þessarar seinni greinar minnar er ekki um Jónas Hallgrímsson, heldur um vinnubrögð, fremur vafasöm vinnubrögð. Unnendum skáldsins skal á þetta bent í upp- hafi. Hafi menn ekki áhuga á vinnubrögðum, þá geta þeir varið tíma sínum í að iesa verk Jónasar eða annarra skjálda og njóta þeirra. Sá sem þetta ritar hefur skrifað dálítið í Morgunblaðið, einkum um skóla og íslenskukennslu, svo og um kennara og framkomu við þá. Rétt er að taka fram, að hér er um „einkaframtak“ mitt að ræða. Ég skrifa ekki í atvinnuskyni eða á vegum einhverra aðila. Ég hef fengið fyrir skrifin þakkir ýmissa manna. Einkum hafa mörg ung- menni þakkað grein mína frá 22. febrúar. — Markmið með þessum skrifum flestum hefur einkum verið það að slá á mikla fordóma, sem alið er á um störf í skólum, og reyna að auka skilning manna á mikilvægi skóla og menntunar. Sá skilningur hefur verið helst til dauf- ur hér á landi, og hræddur er ég um, að það geti reynst okkur dýr- keypt, þegar fram í sækir. Að taka á móti háskólanemum Ég hef að ósk kennara í Há- skóla íslands alloft í starfi mínu tekið á móti ungum mönnum, sem vilja fá alls kyns uppiýsingar um skóla, leiðbeiningar um kennslu eða þá að gera ýmsar smákannanir. Sumir stúdentar hafa komið sjálfír, og hef ég ekki heimtað af þeim nein skjöl eða meðmælabréf. Mér er frá gamalli tíð hlýtt til Háskóla íslands og nemenda hans og hef því reynt að taka þeim vel og veita þeim einhverja úrlausn mála. Þessi samskipti hafa yfirleitt reynst ánægjuefni. Það á þó ekki við um könnun Jóns Stefánssonar á þekk- ingu nemenda á „náunganum“ Jón- asi Hallgrímssyni. Það mál allt hefur verið heldur til ama. Ég hef í umfjöllun á opinberum vettvangi varað við fullyrðinga- semi, skyndikönnunum og fljót- færnislegu og lítt grunduðu mati á færni og þekkingu ungs fólks, eink- um í íslensku og íslenskum fræð- um. Slíkt mat er flókið, vandmeð- farið og erfitt viðfangsefni, og kemur þar margt til. — Þessi um- fjöllun mín hefur stundum kallað á svör og gagnrýni, og hef ég ekkert við það að athuga. Þetta vekur ein- ungis meiri athygli á efninu. Ég hef yfirleitt ekki hirt um svara. Ef einhverjir kanna þessa umræðu síðar, geta þeir sjálfir borið saman það, sem ég er sagður segja, og það, sem ég segi í raun. — Vinnu- brögðin hjá Jóni Stefánssyni í grein hans frá 28. febrúar eru hins vegar með þeim hætti, að ekki verður hjá því komist að gera hér nokkrar athugasemdir. Kannski getur og einhver lært af þeim einhver vinnu- brögð, — eða öllu heldur, hvernig á ekki að vinna. Persónan og vinnubrögðin Jón Stefánsson segir um skrif mín: „En kjarninn í skrifum hans er eitthvað sem má flokka undir ásakanir á hendur mér; að ég sé í fyrsta lagi undirförull, í öðru lagi lyginn og í þriðja lagi vanhæfur til að skrifa um skáld á borð við Jón- as. Þetta hljóta að teljast alvarleg- ar ásakanir, en hver eru rök Ólafs?“ Þetta er alrangt. Ég hef aldrei haldið þessu fram um persónu Jóris og ekki fært nein rök fyrir því. Ég hef hins vegar gagnrýnt vinnu- brögð við könnun hans, en manninn þekki ég ekkert persónulega. — Það er algengur og heimskulegur siður hér á landi að rugla saman persónu manna og efnislegri gagn- rýni á einstök verk þeirra. Það er brýnt, að fjölmiðlamenn gefi gott fordæmi í þessum efnum til þess að stuðla að framförum. Jón segir í grein sinni: „Ólafur heldur því fram að ég hafi fengið nemendur úr MR í myndatöku til þess eins að láta hlæja að þeim.“ Þetta er einnig rangt. Þetta er hvergi sagt í minni grein, hvorki beint né óbeint. í öðrum dálki í grein Jóns er bein tilvitnun í mitt greinarkorn. Þar er ekki hirt um að taka rétt upp. Á tveimur stöðum eru felld burt einstök orð úr minni grein, og þetta síðan tengt saman. Slíkir hættir tíðkast stundum í heldur óvandaðri stjórnmálaumræðu („skæraaðferðin"), en þetta eru ekki talin vönduð vinnubrögð. Og enn segir Jón: „Ólafur heldur þvi fram að lítið sem ekkert sé að marka nafnlausar kannanir.“ Þetta er miður nákvæmt. í grein minni sagði ég: „í slíkum könnun- um hleypur stundum einhver un- gæðisháttur í nemendur. Þeir eiga þá til að reyna að vera „fyndnir" og svara út í hött með barnalegri kímni. Miklu meira er að marka próf, sem menn svara undir eigin nafni.“ Þetta er byggt á reynslu minni. Rétt er að greina frá því, að til mín kom fyrir fáeinum dögum „garnall" nemandi minn, og tók mjög undir þessi orð mín. Þegar hann var unglingur, hefði það mjög tíðkast að gefa harla vafasöm svör í nafnlausum könnunum af ýmsu tagi. — Þetta þyrftu þeir, sem stunda slíkar kannanir, að athuga. Um óformlegheit og hneykslan Jón segir um könnun mína, að hann hafi lagt áherslu á að „hafa hana sem óformlegasta, þannig að spurningarnar myndu ekki stýra svörunum“. Form kannana og prófa þarf að vera í lagi, og það þarf alls ekki að vera stýrandi. Og það er ekki traustvekjandi, þegar farið er rangt með nafn stofnunar, þar sem kann- anir fara fram. Slík „formsatriði“ þurfa að vera í lagi. Og Jón bætir við: „Ég hef grun um að hneykslan Ólafs yfir spurn- ingunni „hverskonar náungi var hann“, stafí af því hversu óhátíð- legt orðalagið er og laust við upp- Ólafur Oddsson „Eiga menn eftir lík- amsdauðann, skáld eða aðrir, rétt á því að einkalíf þeirra hér sé látið í friði? Er það við hæfi að velta sér upp úr því? — Eru það verk skáldanna og listræn einkenni, sem skipta máli, eða einkahagir þeirra?“ hafningu. En hana forðast ég eins og heitan eldinn." Grunur Jóns er ekki á rökum reistur. Ég er andvígur upphafn- ingu, og gagnrýni mín á þessa spurningu byggist á því, að ekki sé að búast við vitrænum svörum unglinga við henni í nafnlausri skyndikönnun. Sá sem útbýr kann- anir eða próf, verður að setja sig í spor hlutaðeigandi og horfa á málin frá hans hlið. Spumingin: „Getur þú bent á eitthvað sem liggur eftir hann?“ — er einnig gölluð frá tæknilegu sjón- armiði. Jón segir í greininni frá 16. febrúar: „Þeir bestu töldu upp þrjú Ijóð.“ — Ef verið var að kanna, hve mörg Ijóð eftir Jónas menn gætu nefnt, átti að orða spurninguna skýrt og greinilega. Að standa í persónulegu skítkasti Margt fleira er vafasamt í grein Jóns, og er ekki tóm til þess að rekja það allt. Jón segir að lokum: „En því miður er til Jítils að rök- ræða við þá sem vilja frekar standa í persónulegu skítkasti en ræða málin.“ í þessu efni fel ég lesendum blaðsins að leggja á það mat, hvort ég hafi í þessari grein eða öðrum staðið í „persónulegu skítkasti" fremur en að ræða efnislega um einstök mál. Háskólanemi eða blaðamaður En sumt er rétt í grein Jóns Stefánssonar frá 28. febrúar sl. Það er rétt, að hann átti frum- kvæði að okkar samskiptum. Hann hringdi í mig og bað mig um að aðstoða sig við margnefnda könn- un. Þá er það líka rétt, að hann kvaðst vera að vinna að samningu háskólaritgerðar. Þrátt fyrir ann- ríki og yfirvofandi jólapróf fékk ég nokkra nemendur og einn sam- kennara minn til þess að aðstoða hann og gerði það sjálfur. Ég treysti oftast háskólanemum, — og ég hef yfirleitt heldur góða reynslu af flestum þeim blaða- mönnum, sem ég hef kynnst. En ég umgengst blaðamenn að störf- um með nokkurri varúð, eðli máls samkvæmt. Kannski eru það bara formlegheit, en ég vil vita, hvort ég á skipti við háskólanema, sem er að semja ritgerð, eða starfsmann (eða verktaka) hjá áhrifamiklu og víðlesnu blaði. En Jón hefur beðið nemendur velvirðingar og ber að meta það. Ég óska Jóni Stefánssyni alls góðs í framtíðinni, en ég hygg, að það sé ráðlegt fyrir hann að viðhafa ekki þau vinnubrögð, sem hér hafa verið gagnrýnd. Það getur ekki reynst farsælt. Ég er sammála Jóni um það, að Jónas „á ekki að þarfnast kynning- ar“, — og sama á við um mörg önnur skáld. Þeir sem vinna í skól- um og hjá fjölmiðlum eiga sameig- inlega að reyna að stuðla að því, að sem mest sé lesið af verkum þeirra. Hvaða rétt eiga menn eftir dauðann? Þessari umræðu um vinnubrögð er hér með lokið af minni hálfu, nema sérstakar ástæður komi til. En það er að lokum eitt atriði, sem vert væri að íhuga, og um það geta hugsandi menn rökrætt. Eiga menn eftir líkamsdauðann, skáld eða aðrir, rétt á því að einkalíf þeirra hér sé látið í friði? Er það við hæfi að velta sér upp úr því? — Eru það verk skáldanna og listræn einkenni, sem skipta máli, eða einkahagir þeirra? Höfundur er íslenskufræðingur og kennari. Örn Ingi myndlistarmaður. Skondin uppátæki Myndlist Bragi Asgeirsson Myndlistarmaðurinn Öm Ingi frá Ákureyri er að verða regluleg- ur gestur á sýningavettvangi sunnan heiða. Ekki er nema gott um það að segja og mættu fleiri starfsbræður hans fyrir norðan taka hann sér til fyrirmyndar. I öllu falli er of lítill samgangur á miili byggðakjamanna á mynd- listarsviðinu, og á því sviði virðist fátt um fína drætti norðan heiða, a.m.k. hvað sýningastarfsemi snertir. Og eins og ég hef iðulega tæpt á í skrifum mínum, er skipu- lag í myndlistarmálum og dreifíng myndlistar um landið fyrir neðan allar hellur. Þá er mikilvægt að slík dreifíng myndlistar komist aldrei í hendur einhverra miðstýr- ingarafla, er telja sig eigendur listarinnar, en verði framkvæmd af metnaði og áræði. Reglulega er hermt frá menn- ingar- og listviðburðum á Norður- landi á Akureyrarsíðu blaðsins, en ég sakna þar sjónmennta sár- lega, en þeirra getur nær aldrei, og varla er það saga til næsta bæjar, þótt myndlistarsýning opni í Blómaskála í Eyjarfjarðarsveit, sem er þó vafalaust betri en ekk- ert. Öm Ingi virðist vera eins konar vandræðabarn, eða eins og það nefnist á fínu máli „enfant terrible" á Akureyri, og þannig gat að Iesa mikla ádeilu á þróun myndlistarmála á þeim stað í við- tali við hann í Menningarblaðinu nýlega, sem í engu gefur eftir ýmsu, sem sést hefur í fjölmiðlum á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og ýft öldurnar. Væntanlega stuðlar þetta að heilbrigðari rökræðum í framtíð- inni og umfram allt skulu þær fara fram fyrir opnum tjöldum, því að þá fyrst er sú myndlistar- umræða komin á skrið, sem allir virðast vera að bíða eftir, en ætla Öðram að hafa framkvæðið. Sýningin í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun þeirra Gafl- ara, nefnir Örn Ingi „Tíu ár og tíu dagar“ og mun þá vera að vísa til þess að myndimar hafa verið gerðar á því tímaskeiði. Að öllu samanlögðu sver þessi sýning sig mjög í ætt við fyrri sýningar Arnar Inga og hana prýða flest þau skondnu uppátæki sem hann er þekktur fyrir. Hér eru hin máluðu frímerki og mannspil hans í yfirstærð og hvers konar myndir í rúmtaki, sem hann skreytir listilega, ef svo má komast að orði, en þau ein- kenna alls konar hjáleitar krúsi- dúllur og frávik frá grunnforminu. Vafalítið má kenna viðleitni Arnar Inga við vissa tegund af súrrealisma, sem rík skreytikennd einkennir, en einnig bregður fyrir eins konar sjónrænum ljóðum, eða „Visual Poetry“ eins og þau hafa verið nefnd. Þar er hann mark- vissastur að mínu mati, og er verkið „Menu“ (14) áhrifaríkt í einfaldleika sínum og samstæðri heild. Það er án efa eitt athyglis- verðasta verkið á sýningunni, en einig má nefna skyld verk eins og t.d. nr. 2-4. Þá er sjónvarpið með símanum og ýmsum skírskot- unum til nútímans og fortíðarinn- ar, mjög í anda súrrealismans. Auk þess staldraði ég sérstaklega við verkin „Sjálfsmynd" (7), „Undrun“ (27) og „Gamalt mál- verk“ (36). Allt era þetta myndir, sem gætu átt heima á hvaða sýn- ingu sem er hér á landi, og gam- an væri að sjá upplitið á sumum, ef þetta kæmi frá útlöndum, en ekki frá Akureyri! Þótt þetta sýnist æði sundur- laust og hugdetturnar meira sprell á yfírborði en djúp átök við viðfagnsefnin, þá hefur Örn Ingi það fram yfir hina alvarlega þenkjandi menn og virðulegar þurrpumpur heimslistarinnar, að það má hafa lúmskt gaman af uppátækjum hans. Listamaðurinn er og samur við sig í sjónvarps- mynd, sem hann hefur gert, en hún einkennist út í gegn af skondnum uppátækjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.