Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 37
opd i .ví(am h SUÓAnnWfVí rnrf * f)fi MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1992 37 Villandi fréttaflutningfur Morgunblaðsins Frá DaníelH. Sigmundssyni: Þann 22. febr. síðastliðinn birtist frétt á baksíðu Morgnnblaðsins sem bar fyrirsögnina „Rúmur þriðjung- ur telur vexti á námslán raunhæfan kost“. Fjallaði hún um skoðana- könnun sem gerð var af nemendum í aðferðafræði III við félagsvísinda- deild Háskóla íslands. Könnunin fór fram innan þriggja deilda Háskól- ans og var heildarúrtak um 300 manns. Niðurstöður könnunarinnar eru m.a. að um þriðjungur náms- manna telji vexti á námslaun raun- hæfan kost (t.d. 3%). Einnig kemur fram að um 53% nemenda séu reiðubúin til að borga kr. 17.000 í innritunargjöld við HÍ. Ýmislegt fleira kom fram svo sem viðhorf til spamaðaraðgerða sem felast m.a. í því að takmarka aðgang að HÍ með ýmsu móti, einnig var kannað viðhorf stúdenta til starfa SHÍ þ.e. hvernig það hefði þjónað hagsmun- um stúdenta og Háskólans. Það sem er í meira lagi athuga- vert við þessa frétt er að hún bygg- ir á ómarktækri könnun sem var unnin sem verkefni í aðferðafræði III í félagsvísindadeild HÍ, og ætluð sem þjálfun en ekki sérstaklega til birtingar í fjölmiðlum og því ekki gerðar hámarkskröfur t.d. varðandi úrtaksstærð og úrtaksaðferð. Könnunin er ómarktæk m.a. sökum þess að úrtakið er ekki nægjanlega stórt til að hægt sé að fullyrða um viðhorf stúdenta innan þessara þriggja deilda, hvað þá stúdenta innan Háskólans í heild. Einnig er því sleppt að gefa upp mikilvægar upplýsingar svo sem um brottfall, en brottfall veldur í flestum tilvikum kerfisbundinni skekkju og ætti ekki að birta kannanir sem hafa stærra brottfall en 30%. Að framangreindu má sjá að þessi könnun er eki ýkja áreiðan- lega heimild. En Morgunblaðið slær þessu upp í baksíðufrétt með stórri og áberandi fýrirsögn þannig að ekki fari nú fram hjá neinum að námsmenn séu bara nokkuð sáttir við það að fá t.d. 3% vexti á sín námslán. Þetta hefur án efa áhrif á að skapa villandi mynd hjá lands- mönnum af viðhorfum stúdenta til vaxta á námslán og er það miður að grundvöllur þessa mats sé ekki áreiðanlegri en þetta. En hvers er ábyrgðin þegar svona gerist? Er hún þeirra sem fram- kvæmdu könnunina og það jafnvel í þeirri trú að hún kæmi aldrei fyr- ir augu almennings heldur væri ein- ungis verkefni til að spreyta sig á? Eða er hún blaðamannsins, ritstjór- ans/ritstjórnar, eða hvað? Að mínu mati er hún blaðamannsins og rit- stjórnar viðkomandi blaðs, því að blaðamaður (sem ekki iætur nafns síns getið í viðkomandi frétt) á að vera fær (og ekki er efast um það) að lesa út úr könnunum sem þessum og geta metið hvort tölfræðilega réttar aðferðir er að ræða í grund- vallaratriðum, og það er siðferðileg skylda hans að gera svo. En einnig er ábyrgðin ritstjórnar því henni ber að ábyrgjast réttmætan frétta- flutning í sínu blaði sem undirritað- ur efast stórlega um að hægt sé í þessu tilfelli. Einna helst hvarflar að manni að fréttin sé birt í þeim tilgangi að liðka fyrir aðgerðum ríkisstjómarinnar sem fela í sér meiriháttar skerðingu fyrir náms- menn svo ekki sé meira sagt, eða hver er eiginlega tilgangurinn með fréttaflutningi sem þessum? Það væri fróðlegt að fá svar við því. En skaðinn er skeður og spurn- ingin er hvernig hægt sé að bæta þann skaða. Frétin er augljóslega villandi og getur ekki gefið rétta mynd af viðhorfum stúdenta. Einn- ig er hún á áberandi stað í blaðinu og hvergi er getið um þá annmarka sem könnun sem þessi hefur. Þegar mistök eiga sér stað í dagblöðum þá kemur gjaman leiðrétting stuttu síðar, en sú leiðrétting er yfírleitt lítil klausa jafnvel í miðju blaði, sem enginn tekur eftir og hefur þ.a.l. engin áhrif og þjónar tæpast þeim tilgangi til fulls að bola burt þeirri villandi mynd sem skapast hefur við þessa tilteknu frétt og skapa rétta. Því er mín tillaga sú að í fyrsta lagi biði Morgunblaðið nem- endur (sérstaklega þá sem að könn- uninni stóðu) afsökunar á þessum fréttaflutningi. Og í öðru lagi að Morgunblaðið kosti könnun sem athugi viðhorf stúdenta til viðkom- andi málefnis (vaxta á námslán) og birti á jafnáberandi stað og sú frétt sem - hér er til umfjöllunar, könnun sem framkvæmd yrði eftir reglum tölfræðinnar svo að mark væri á takandi. DANÍEL H. SIGMUNDSSON nemi í félags- og sálfræði við HÍ Aths. ritstj.: . 4» I umræddri skoðanakönnun, sem Morgunblaðið hefur í höndum, var tekið hópúrtak úr þremur deildum Háskóla íslands. Deildirnar telja samtals um 2.000 nemendur, og ætti 300 manna úrtak úr þeim hópi að gefa nokkuð góða hugmynd um afstöðu stúdenta í þessum þremur deildum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var brottfall lítið sem ekkert. Ekki var í frétt Morg- unblaðsins alhæft um skoðanir há- skólastúdenta í heild út frá niður- stöðum könnunarinnar. Þvert á móti var skýrt tekið fram, bæði í fýrirsögn og texta fréttarinnar, að um væri að ræða könnun í þremur háskóladeildum. Því er ekki til að dreifa að aðstandendur könnunar- innar hafí ekki ætlað hana til opin- berrar birtingar, þar sem niðurstöð- urnar voru lánaðar Vökublaðinu og birtar þar að hluta. Morgunblaðið birtir heldur ekki fréttir til að „liðka fyrir aðgerðum ríkisstjórnarinnar", heldur vegna þess að innihald þeirra þykir fréttnæmt eða athyglisvert. St. Jósefssystur og Landakot Frá Hafsteini Snæland: Enginn efast um fómfúst starf St. Jósefssystra á gengnum árum. Enginn sem til þekkir efast heldur um að sala Landakotsspítalans var óumfiýjanleg, og að systurnar voru orðnar ófærar um að reka hann. Ekki fengust yngri stystur og fjár- framlög skorti. Sú lausn sem þær fengu var og er báðum aðilum til sóma. Nú sitja þessar gömlu konur í allsnægtum, í vernduðu umhverfi og njóta alls hins besta í læknis- hjálp, svo og öðru, sem nauðsynlegt er öldruðum manneskjum. En þá kemur í ljós að þær eru teknar að gleyma boðskap Krists. Hvað um náungakærleikann — hvað um minn minnsta bróður? Þessar gömlu konur, sem hafa allt til alls, geta nú ekki unnt öðrum öldruðum bræðrum og systrum þess að fá inni á Landakoti. Skyldi ekki staðreyndin vera sú, að þær í sínum fílabeinsturnum í Garðabænum, hafa einfaldlega ekki hugmynd um þá neyð og þær hörmungar, sem margt gamalt fólk á við að stríða hér í „velferðarkerfínu“? Væri ekki ráð að þeim væru sýndar staðreynd- ir öldrunarvistar á íslandi? Hugsan- lega gæti það leitt til þess að þær breyttu þá afstöðu sinni til þeirra hugmynda að nýta Landakotsspít- ala að einhverju leyti fyrir aldraða. Að minnsta kosti vitum við að þær þurfa sem betur fer ekki að þola þá neyð og það niðurbrot á mannlegri reisn, sem því miður er allt of algengt hlutskipti aldraðra meðbræðra þeirra nú. í guðanna bænum takið ykkur nú til þarna í heilbrigðisráðuneytinu og segið systrunum sannleikann — að það búi ekki allir aldraðir í vernd- uðum fílabeinsturnum suður í Garðabæ — efnalega gulltryggðir. HAFSTEINN SNÆLAND Heiðargerði 12 Vogum VELVAKANDI ÚR CASIO herraúr tapaðist þriðju- daginn 2. mars í Folda- eða Hamrahverfi í Grafarvogi. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Sigríði í síma 676751. HÆPINN SKATTUR Páll Sigurðsson: SPARIFÉ landsmanna er nú mjög til umræðu og þykir mörg- um mikið til um sparnaðinn. í stað þess að auka erlendar lán- tökur hefur þjóðin verið hvött til að spara m.a. að kaupa ríkis- skuldabréf. Nú á að refsa þessu fólki sem ekki hefur staðið sig í neyslunni með skattlagningu, þó enn þá sé reyndar auglýst hástöfum að ríkisskuldabréfín séu skattftjáls. Ekki sé ég nú hagkvæmnina í því að sparnaður hér á landi leggist af og öll fjár- mögnun fari fram með erlendum lántökum á ný. Varla mun nokk- ur geta hugsað sér að greiða skatta af sparifé en breyttir tímar kalla á breyttan hugsun- arhátt - sólarlandaferðir, nýja bíla og almennt meiri neyslu meðan spariféið endist. Ríkis- skuldabréfín valda hins vegar nokkrum áhyggjum, eins og bent hefur verið á, því hætt er við að þau falli ört í verði þegar farið verður að leysa þau út í miklu mæli er neysluveislan hefst. Hætt er við að þau reyn- ist ekki sú góða ijárfesting sem margur hefur trúað. En verst er að ríkissjóður mun ekkert bera úr bítum þrátt fyrir nýjan skatt, því loksins þegar kemur að innheimtunni verður ekkert sparifé til að skattleggja. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig og sýndu mér vináttuhug á 95 ára afmœli mínu þann 22. febrúar. GuÖ blessi ykkur öll. _ _ , , __ Margret J. Hansen. HEF OPNAÐ LÖGMANNSSTQFU að Skúlagötu 30, 4. hæð - Reykjavík. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 09:00 - 16:00. • Almenn lögfræðiþjónusta • Ráðgjöf • Málflutningur • Innheimta LÖGMANNSSTOFA ÖSKAR THORARENSEN hdl Skúlagata 30 - 101 Reykjavík - Sími: 1 11 90 - Fax: 62 07 57 Royal súkkulaðibúðingur - eftirlæti barnanna Royal SKÓVERSLUN HELSAR skórnirkomnir aftur Mjúkt leður, leðurfóðraðir og leðursóli. Litur: Svartur Stærðir: 34-43V2 Verð: 9.900,- 5% staógreiósluafsláttur Póstsendum samdægurs DOMUS MEDICI l KRINGLUNNI TOPPSKÓRINN Egilsgata3, Kringlunni8-12, Veltusundi 1, ^ sími 18519.sími 689212.simi 21212.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.