Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 40
MORGUNBLADID, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMl 091100, FAX 091181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Frá áramótum hefur tíðin verið rysjótt og sett mark sitt á vertíðina. Myndin var tekin í Grindavík þar sem brimið hefur ósjaldan gengið yfir
hafnargarðinn í vetur.
Nefnd skilar samgöngnráðherra áliti:
Leggja til að Póstur og sími
verði sjálfstætt hlutafélag
Hugmyndir um að aðskilja símaþáttinn frá póstinum í framtíðinni og mynda tvö féiög
NEFND sem samgönguráðherra
skipaði til að gera stjórnsýsluút-
tekt á Póst og síma hefur nú
skilað ráðherra vinnugögnum
sinum. í þeim kemur fram að
Pósti og síma eigi að breyta í
sjálfstætt hlutafélag í eigu ríkis-
ins og þar er að finna hugmyndir
um að aðskilja símaþáttinn frá
póstinum og mynda þannig tvö
félög er fram í sækir. Halldór
-iJlöndal samgönguráðherra segir
að hann eigi eftir að hitta nefnd-
ina að máii en tillögur hennar séu
í samræmi við þær yfirlýsingar
sem hann hafi áður gefið um
málið.
Halldór segir að nefndin leggi til
að samið verði frumvarp um að
breyta Póst og síma í hlutafélag en
það frumvarp verður ekki lagt fram
fyrr en á haustdögum. „Ég á eftir
að hitta nefndin að máli og þetta á
eftir að ræða í ríkisstjórn en höfuð-
málið er að standa rétt að þessu frá
<««liphafi,“ segir Halldór Blöndal.
Nefndin sem samgönguráðherra
skipaði í ágúst sl. var falið að kanna
hvernig staðið hefur verið að breyt-
ingum á póst- og símamálastofnun-
um í Evrópu á undanfömum árum
og leggja fram hugmyndir sínar í
framhaldi af því. Lárus Jónsson for-
maður nefndarinnar segir að nefnd-
in hafi talið mikilvægt að Islending-
ar færu sömu leiðir í þessum málum
og gert hefur verið víðast í Evrópu,
þ.e. að breyta póst- og símamála-
stofnunum í sjálfstæð hlutafélög.
„Þetta er mikilvægt í ljósi aukinnar
samkeppni og tækniframfara, eink-
um á sviði símaþjónustu," segir
Lárus. „Þróunin hefur verið sú að
menn hafa losað um reglugerðará-
kvæði og leyft meiri samkeppni en
áður á sviði símaþjónustu og má
þar nefna Evrópubandalagið sem
dæmi.“
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru hugmyndir nefndarinn-
ar á þá leið að í framtíðinni, eftir
að búið sé að gera Póst og síma að
hlutafélagi, sé nauðsynlegt að að-
skilja þessa tvo þætti, póst og síma,
og gera þá sjálfstæða. Ennfremur
eru uppi hugmyndir um að almenn-
ingi gefist kostur á að kaupa hluta-
fé í hinu nýja hlutafélagi er frá líður.
Borgarsljórn:
Pylsuvagn-
ar mega nú
vera opnir
alla nóttina
SAMÞYKKT var á fundi borgar-
sljórnar í gær að gefa afgreiðslu-
tíma söluvagna vegna nætursölu
frjálsan. Heimilt er því að hafa
pylsuvagna opna alla nóttina nú,
en áður var skylt að loka þeim
klukkan 4 eftir miðnætti um
helgar og 2 eftir miðnætti virka
daga. Ekki var óskað eftir um-
sögn lögreglusljóraembættisins
um málið.
Elín G. Ólafsdóttir, sem greiddi
atkvæði gegn tillögunni, óskaði
bókað á fundinum að með þessari
afgreiðslu málsins sýndi borgar-
stjóm lögreglustjóraembættinu
ókurteisi. Hún sagðist andvíg því
að sala yrði gefin frjáls þar sem
slíkt myndi bjóða upp á mannsöfnuð
á götum í miðborginni.
Markús Örn Antonsson borgar-
stjóri sagðist telja óþarft að fá sér-
staka umsögn lögreglustjóraem-
bættisins um málið þar sem það
hafði margoft komið fram við af-
greiðslu svipaðra mála í borgarráði
að lögreglustjóri hefði aðra skoðun
og hefði lagt til að afgreiðslutíminn
yrði styttur.
-----»--♦ ♦----
*
Helgi Olafsson
vann Plaskett
HELGI Ólafsson vann Plaskett í
41 leik á alþjóðlega Apple-skák-
mótinu í gær. Jóhann Hjartarson
vann Jón L. Árnason í 34 leikjum.
Grikkinn Kotronias er nú efstur
á mótinu með 3'/2 vinning eftir
sigur gegn Sírov.
Sírov fórnaði drottningu fyrir
riddara og biskup í skák sinni gegn
Kotronias en lék skömmu síðar af-
leik sem varð honum að falli. Önnur
úrslit urðu þau að Conquest vann
Þröst Þórhallsson í 40 leikjum, Mar-
geir Pétursson og Karl Þorsteins
skildu jafnir eftir 40 leiki og sömu-
leiðis Hannes Hlífar Stefánsson og
Renet í 25 leikjum.
Jóhann fylgir fast á hæla Kotron-
ias með 3 vinninga og Helgi er í
þriðja sæti með 2'h vinning.
Eimskip hng’ar á ný
að byg'gingu hótels
LÍKUR eru nú á að bygging fyrsta flokks alþjóðlegs hótels í
Reykjavík komist aftur á dagskrá á næstunni hjá Eimskip en
vinna við undirbúning og hagkvæmnisathuganir hefur legið
niðri um skeið. Frumhönnun hótelsins liggur fyrir og erlenda
hótelkeðjan Sheraton Corporation hefur lýst sig reiðubúna að
annast rekstur þess ef af byggingunni yrði. Þetta kom fram á
aðalfundi Eimskips í gær. Hagnaður af reglulegri starfsemi
Eimskips nam um 525 milljónum á sl. ári og hefur afkoma
félagsins ekki verið betri síðan árið 1987. Á fyrsta fundi stjórn-
ar Eimskips eftir aðalfundinn var Indriði Pálsson, kjörinn stjórn-
arformaður og Garðar Halldórsson, varaformaður stjórnar.
Indriði sagði í ræðu sinni á
aðalfundinum að nokkrar ástæður
væru fyrir því að vinna við undir-
búning og athuganir á byggingu
hótels hefði legið niðri um sinn.
„I fyrsta lagi hefur fjármögnun
hótela verið erfíð, bæði hérlendis
og erlendis, undanfarin misseri.
Erfiðleikar í ferðaþjónustu og
hótelrekstri í kjölfar Persaflóa-
stríðsins, og aukin þörf á upp-
byggingu í Austur-Evrópu hefur
dregið úr áhuga á slíkum fjárfest-
ingum í Vestur-Evrópu. I öðru
lagi virðist arðsemi þessa rekstrar
ekki viðunandi eins og aðstæður
eru nú. Reyndir aðilar gera kröfu
um arðsemi á bilinu 15-20% og
enn vantar nokkuð á að tryggja
megi þá arðsemi af rekstri hótels-
ins.“
„Við teljum að þær aðstæður
kunni að skapast á næstunni, með
lækkandi vöxtum og auknum
Líkan af fyrirhuguðu hóteli við
Skúlagötu.
áhuga á þessu viðfangsefni, að
hótelbyggingin komi brátt aftur á
dagskrá hjá félaginu,“ sagði Ind-
riði.
Sjá frásögn af aðalfundi Eim-
skips á miðopnu.